Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 41 MINNINGAR MAGNUSD. ÓLAFSSON ARNFRÍÐUR SMÁRADÓTTIR + Magnús D. Ólafsson fæddist á Kambshóli í Hvalfjarðar- strandarhreppi 20. janúar 1924. Hann lést á Landspítalan- um 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 13. nóvember. NÚ ÞOKAR um Þyril: Magnús Daníel er kvaddur. Þijátíu ár. Þeir röðuðu okkur upp, nýliðunum, verkstjórarnir á plani í Hvalstöðinni, Þórir Þor- steinsson og Magnús D. Ólafsson, og kusu sér menn í flokka. Síðan vorum við og erum Magnúsarmenn. Það þótti mikil sæmd, og voru þó á Þórisvaktinni margir vænir dreng- ir. Að öðrum ólöstuðum kunni Magnús Daníel best allra manna á íslandi til skurðar og vinnslu hvals, en því miður lifði hann það ekki, að hvalveiðar gætu hafist að nýju. En karlmenni var hann og vissi, að vetur kemur eftir vor. Svo skal hann kvaddur, en sumarið þakkað. Magnús Daníel var maður eftir- minnilegur, einfari í fjöldanum á stundum, en foringi manna. Hann var svo húsbóndahollur, að til þess var tekið, en haukur í horni sínum mönnum, ef eitthvað bar út af. En til þess kom sjaldan. Hann var þeirrar gerðar og hafði það lag á mönnum, að fáir eða engir vildu honum bregðast. Ef hvalur barst undir lok vaktar, var það öllum kappsmál að ljúka skurði og verk- un, enda þótt það þjónaði litlum tilgangi og næsta vakt yrði verk- laus. Það þótti þá best. Sama máli gegndi um þrif og viðhald, ef slit + Jóhann Kr. Jóhannesson var fæddur 10. nóvember 1914 að Höfða í Eyjahreppi. Hann lést í Sjúkrahúsi Akra- ness 2. nóvember siðastliðinn. Útför hans fór fram frá Borgarneskirkju 11. nóvember. ELSKU frændi, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, koma margar minningar upp í hugann. Minningar sem tengjast þér og Röggu þinni og frændunum öllum. Mikið var ég rík að eiga ykkur öll. Það er svo margs að minnast. Þegar þið komuð á gamla vörubílnum til að hjálpa til í heyi. Ég, stelpuskottan, þóttist vera að passa frændurna, allt til að ganga í augun á ykkur. Já, þér á ég margt að þakka. En kannski mest það að þegar ég var búin að missa pabba, bróður þinn, þá átti ég þig að, ég var stelp- an þín. Ég man þegar ég byrjaði að vinna í bakaríinu, þá átti ég frænda sem lagði mér lífsreglurnar. Þegar ég fór á ball í Borgarnesi á gamlárskvöld, þá komuð þið Ragga voru. Það má segja um vakt Magn- úsar eins og ritað var um Gunnar Hámundarson og Njálssyni, að svo snúðugt gekk flokkur Magnúsar, að menn máttu gæta sín að falla eigi, ef fyrir urðu. Og Magnús þurfti ekki að rétta þeim pokann sinn, sem ekki nenntu að vinna. Vaktmenn tóku af honum ómakið. En hann var þar, vissi allt og var yfír öllu. Hann þurfti sjaldan að stjóma með beinum orðum, eftir að menn höfðu lært til verka. Það var þá gert með kurteislegri ábendingu, eins og t.d.: „Má ekki gjörusvovel að bjóða þér að fá þér síðu?“ Ef Magnús Daníel hefði ungur haft aðrar aðstæður en þær, sem honum voru búnar, hefði hann áreiðanlega gengið menntaveginn og þar náð langt. Hann var hafsjór fræða, mannglöggur og svo minn- ugur, að orð var á haft. Þannig mundi hann ættir og fæðingardaga allra þeirra mörgu, sem hjá honum höfðu unnið, og skeikaði í engu. Og hann fylgdist með sínum mönn- um, eftir að hvaldögunum var lok- ið. Hann var jafnan gott að hitta. Og nú stendur aðeins eftir eitt: Að kveðja. Og þakka. Það gerum við af einlægni, eftirsjá og virðingu. Og við vottum hans nánustu hlut- tekningu okkar. Ólafur og Gísli. Mig langar í örfáum orðum að minnast Magnúsar D. Ólafssonar eða M.D.Ó. eins og hann var oft kallaður. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast M.D.Ó. verk- stjóra í Hvalnum eins og svo marg- ir aðrir. Ég hóf störf í eldhúsinu í Hvalnum árið 1980, þá 17 ára ungl- í ykkar fínasta pússi, þá var nú gaman að lifa. Og þegar þú komst að sækja mig til Olafsvíkur fárveika og þurftir að btjótast yfír heiðina til að koma mér til Akraness. Svona gæti ég haldið áfram endalaust. Þegar ég var á Staðar- felli var sjálfsagt að hringja í Jóa frænda og biðja hann að sækja mig, ég var að fara í jólafrí, við vorum bara sólarhring á leiðinni í Hvítárvallaskála. Þú varst glettinn og það fór ekki margt spaugilegt fram hjá þér, það vita þeir sem þekktu þig best. Og þó þú værir búinn að vera veikur í mörg ár, þá varstu alltaf Jói frændi. Elsku Ragga mín og frændurnir sex og þeirra fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk. Mig langar að kveðja frænda minn eins og svo oft áður: Bið ég Guð að greiða þér gæðin fyrri ára. Það er einlæg ósk frá mér, með ástarkveðju, „Bára“. Bára Jóhannesdóttir. ingur. Magnús D. og fósturfaðir minn, Magnús Ólafsson, voru systk- inasynir og fljótlega tileinkaði M.D.Ó. sér það að kalla mig Stinu frænku. Magnús kom oft í eldhúsið til okkar stelpnanna og fékk sér kaffí með okkur og þá var oft glatt á hjalla því Magnús hafði gaman af því að segja okkur skemmtilegar sögur. Jafnframt kom hann til okk- ar með eina og eina vísu sem hann orti sjálfur. Árið 1986 réð Magnús mig á vaktina hjá sér sem bílstjóra eða „skjöktara" eins og við bílstjórarnir vorum kallaðir. Þær voru margar ferðirnar okkar Magnúsar á milli kampsins og plansins, sérstaklega ef ekki var hvalur á plani. Þá hafði Magnús ávallt menn heima í kampi og einnig á planinu. Ég held að Magnús hafí verið nokkuð stoltur af því að hafa eina kvenmanninn á vaktinni hjá sér. Ég vann undir stjórn M.D.Ó. þar til hvalveiðum lauk árið 1989. Á Magnúsarvaktinni, eins og hún var kölluð, starfaði mjög samheld- inn og skemmtilegur hópur og var það fóstra okkar mikið að þakka. Honum hélst mjög vel á mönnum og var hann alltaf kallaður til þeg- ar vaktin hittist í gleðskap. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Ég starfaði einnig í svokallaðri vor- og haustvinnu en þá voru engar vakt- ir. Þá styttum við okkur margar stundirnar á kvöldin við ráðningar á krossgátum og myndagátum og var M.D.Ó. rhanna klárastur í því. Einnig var hann mjög minnugur á tölur, þ.e. símanúmer, ártöl og af- mælisdaga. Mér er óhætt að full- yrða að hann hafí munað númer bankabóka og ávísanareikninga starfsmanna sinna sem Iaunin voru lögð inn á. Ég kynntist eiginmanni mínum, Kristni Björnssyni, í Hvalnum og starfaði hann á Magnúsarvakt und- ir Magnúsar stjórn í einar sautján vertíðir. Margir aðrir unnu á vakt hans í tíu til tuttugu vertíðir og jafnvel lengur. Það segir sína sögu um það hversu góður verkstjóri Magnús var. Stórt skarð er höggvið í Magnús- arvaktina við fráfall þitt, Magnús, en minningin um þig lifir. Að lokum viljum við hjónin þakka fýrir þá gæfu að hafa verið samstarfsmenn þínir í Hvalnum. Við vottum fjöl- skyltíu þinni innilega samúð okkar. Kristín Sigfúsdóttir (Stína frænka), Kristinn Björnsson. + Arnfríður Smáradóttir var fædd á Akureyri 28. júlí 1969. Hún lést 31. október síð- astliðinn og fór útförin fram 9. nóvember. ELSKU frænka mín, það var sem heimurinn hryndi yfír mig og tíminn stæði í stað um stund, þegar pabbi þinn hringdi og tilkynnti mér andlát þitt. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Það er margs að minnast og upp í huga minn koma minningar, svo ótal margar. Ég man eftir þér, litl- um fjörugum ljósálfi heima í sveit- inni á Króksstöðum. Alltaf lífleg, snögg í tilsvörum og ég man stóru spyijandi augun þín. Hestamennska var þér í blóð borin og þú hafðir einstakt lag á hestum. Ekki varstu há í loftinu þegar þú fórst að ríða út á Blakk, þeim mikla gæðingi sem gat verið svo kenjóttur við okkur hin á heimilinu. Ykkar samskipti voru frá upphafi sérstök og falleg. Þið Blakkur áttuð ykkar ævintýri saman og erfið fannst þér sú stund þegar það þurfti að lóga þessum vini þínum. Þú varst líka ung farin að temja trippin á Króksstöðum og hafðir yndi af að kljást við þau. Síðan kom að því að þú flyttir suður en tengslin milli okkar héld- ust alltaf góð og ég sá þig breytast úr unglingi í fallega unga stúlku. Glæsileg varst þú, ung kona með stúdentshúfuna þína, með þfhn bjarta svip sem einkenndi þig. Ég sé fyrir mér þetta sérkennilega kímnibros þitt sem fékk mig alltaf til að brosa líka og reyna að spá í hvað væri nú að bijótast um í kollin- um þínum. Ég heyri fyrir mér glettnislegan hlátur þinn sem var svo sérstakur. Ekki varstu gömul þegar þú byij- aðir að leita svara við spumingum lífsins. Oftast var stórt spurt en fátt um svör. Þú hófst nám í sál- fræði við HÍ en fannst fljótt að fyrir þig var þetta svo staðlað og vantaði meiri tilfínningu svo þú tókst þér frí frá námi, eignaðist stuttu síðar skemmtilegu bömin þín sem þú barst svo mikla umhyggju fyrir. En þótt þú værir orðin heima- vinnandi húsmóðir þá varst þú síles- andi alls kyns fróðleik um mannlegt eðli og andleg málefni. Það var því ætíð gaman og sérstakt að koma í heimsókn á Njálsgötuna. Það var sko ekkert rabbað um hversdags- leikann, heldur um tilvemna og til- gang lífsins, reynt að leita svara. Þó var spjallið svo laust við alla yfirborðskennd og hátíðleik og oft hlegið dátt. Alltaf í aðra röndina að leika þér og sjá það spaugilega í tilveranni. Þú, elsku Adda mín, varst stór- brotinn persónuleiki, greind og svo óútreiknanleg. Þú varst mjög yndis- leg manneskja sem nú er sárt sakn- að af ástvinum. En allar þessar fallegu minningar. Yndislegu börn- in þín, Ríkey og Smári Aðalsteinn, eru ljós í tilverunni. Ég kveð þig nú á blaði, hjartans vina mín, en minning þín mun lifa í hjarta mínu. Ég votta öllum ástvin- um innilega samúð og bið almættið að styrkja okkur í sorg okkar. Vor ævi stuttrar stundar er stefnt til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (Einar Benediktsson) Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir. Mann setti hljóðan þegar hringt var og tilkynnt að hún Adda væri dáin. Öddu kynntumst við þegar hún kom í sveit til okkar í Stóru-Gröf vorið 1983. Hún ætlaði ekki að vera lengi, en samt lengdist dvölin í rúmt ár. Adda var í raun sveita- barn af lífi og sál og mikið fyrir hesta. Hún var ekki búin að vera lengi þegar hún var búin að prófa alla hestana, hvort sem þeir vora þægir eða ekki. Adda var skarpur unglingur, kát og skemmtileg. Þú hélst alltaf tryggð við okkur, heimilisfólkið í Stóru-Gröf, og var oft glatt á hjalla þegar þú komst í heimsókn og ekki síður þegar þú komst í sumar með litlu ljósálfana þína, Ríkeyju og Smára. Það er skrítin tilfinning að fá ekki að sjá þig oftar, Adda mín, hér á jörð, en þú varst alltaf svo viss um líf eftir þetta lif. Öllum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur. Þessar iínur lýsa okkar sorg, - en ljósið ekkert myrkur nær að hylja, söknuði og ást og eftirsjá, orðin segja minna en þau dylja. Þig sem okkur gjafir lífsins gafst, Guði felum við í hinsta sinni. Því við hlutdeild eigum alla tíð, í æsku, í von, í sorg og gleði þinni. Og þó að ríki söknuður og sorg, samt er vissan skýr í okkar huga. Ekkert myrkur er svo ógnarstórt, að allra minnsta Ijós það nái að buga. (Hilmir Jóhannesson.) Jón og Jónína. + Kæru vinir nær og fjær! Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og kærleiksríkar kveðjur við and- lát og útför föður okkar og sonar, RAGNARS INGA HALLDÓRSSONAR. Guð blessi ykkur 611. Thorbjörg Elfn Halldórsson, Halldór Ingi Halldórsson, Lilja Dís Ragnarsdóttir, Bjartmar Ragnarsson, Elín S. Jakobsdóttir, Halldór Guðjónsson, systkini hins látna og aðrir vandamenn. JOHANNKR. JÓHANNESSON EG AEG KF 7829 1 H: 185 B:60 D:ÓOcm 1 Kælir/Frystir: 202/90 Itr. ' Orkun.:Llkwst/24 Idst. Ver& kr.99.925,- BRÆÐURNIR m ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 jj; Umboðsmenn um land allt I 2632 DT • H:144 B:54 D:58 cm • Kælir/Frystir:: 204/46 Itr. • Orkun.rl .2 kwst/24 klst. Ver& kr. 74.948,- 3032 DT • H:162 B:54 D:58 cm • Kælir/Frystir: 225/61 Itr. • Orkun.:l ,24 kwst/24 klst. 2632 KG • H:149 B: 55 D:60cm • Kælir/Frystir: 170/65 Itr. • Orkun.:l,04 kwst/24klst. Ver& kr. 72.621,- ,EG AEC KS 7135 • H:185 B:Ó0 D:60 cm • Kælir:340 Itr. • Orkun.: 0,5 kwst/24 klst. Ver& kr. 84.452,- Verfc kr. 79.684,- ,EG AEG AEG AEG AEG AEG AEC kEG AEG AEG AEG AEG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.