Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Islendingur
í heims-
stjórn Juni-
or Chamber
•HEIMSÞING Junior Chamber
International var haldið í
Glasgow í síðustu viku. Þar var
meðal annars kos-
ið í nýja stjórn
alþjóðasamtak-
anna og var ís-
lendingur kjörinn
í embætti alþjóð-
legs varaforseta.
Þetta er Lilja
Viðarsdóttir og
er hún fyrsta íslenska konan sem
nær þessum áfanga.
í heimsstjóm eru auk heimsfor-
seta, 4 framkvæmdavaraforsetar
og 17 varaforsetar sem hafa um-
sjón með nokkrum löndum hver.
Lilja hefur starfað fyrir hreyfing-
una síðan 1985, erfélagi í Junior
Chamber Vík og var landsforseti
Junior Chamber íslands á síðasta
ári.
Þrír íslendingar hafa áður verið
í heimsstjóm Junior Chamber Int-
emational, en það em Ólafur
Stephensen, Andrés B. Sigurðsson
og Arni Þór Árnason. Lilja starfar
hjá Útflutningsráði íslands, hún
er gift Skúla Magnússyni og eiga
þau tvö börn.
555-1500
Garðabær
Langamýri
Nýlegt timbureinbhús, Steni-
klætt að utan, ca 140 fm ásamt
35 fm bílsk. Áhv. byggsjlán ca
3,5 millj.
Hafnarfjörður
Miðvangur
Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm
bílsk. Möguleiki á 4 svefnh.
Hjallabraut
2ja herb. þjónustuíb. fyrir 60
ára og eldri. Áhv. ca 3,5 millj.
byggsj.
Flókagata
Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm
ásamt bílsk.
Vörðustígur
Einb., kj., hæð og ris. Þarfnast
lagfæringa. Góð staðsetning.
Útsýni. Ekkert áhv.
Flókagata
Einb. á fjórum pöllum, ca 190
fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr-
um eldri. Mikið endurn. Útsýni.
Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj-
lán. Ath. skipti á minni eign.
Álfaskeið
Einb. á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm.
Mikið endurn. Lítið áhv. Ath.
skipti á lítilli íb.
Langeyrarvegur
Lítið einb. á tveimur hæðum ca
70 fm. 3 svefnherb. Áhv. ca 1 m.
FASTEIGNASALA,
Strandgötu 25, Hfj.,
Ámi Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunniaugsson hdl.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
Reynum að tryggja að
þjónustan leggist ekki af
ÞORGEIR Pálsson
flugmálastjóri segir
mikið áhyggjuefni
hvemig komið sé í
deilu flugumferðar-
stjóra og viðsemjenda
þeirra. Hann segir að
verið sé að skoða ýmsa
kosti til þess að koma
í veg fyrir að flugum-
ferðarþjónustan legg-
ist af hér um næstu
áramót, en flugum-
ferðarstjórar hafa sagt
störfum sínum lausum
frá og með næstu ára-
mótum.
Upp úr viðræðum
flugumferðarstjóra og
samninganefndar rík-
isins slitnaði aðfara-
nótt sl. mánudags.
„Það er mikið áhyggju-
efni hvert stefnir. Mik-
ið bil er á milli aðila
og ekki útlit fyrir að
það verði brúað á
næstu dögum,“ sagði
Þorgeir.
Verið að skoða
ýmsa kosti
Hann sagði að verið væri að
skoða ýmsa kosti í þessum efnum.
„Auðvitað leggjum við megin-
áherslu á það að flugumferðarþjón-
ustan leggist ekki af. Það væri þá
í fyrsta skipti í 50 ára sögu Flug-
þessari stundu til
hvaða ráða verður
gripið,“ sagði Þor-
geir.
Flugumferðar-
stjórar hafa sagt að
það kosti ríkissjóð
takmörkuð ijárútlát
að hækka laun þeirra
því þau séu að mestu
greidd af Alþjóða-
flugmálastofnu-
ninni. „Þetta er af
og frá,“ segir Þor-
geir. „Alþjóðaflug-
þjónustan greiðir
95% af launum 38
flugumferðarstjóra
hérlendis sem starfa
samkvæmt sérstök-
um samningi við Al-
þjóðaflugmálastofn-
unina. En í landinu
eru 92 flugumferð-
arstjórar starfandi.
Auk þess er það ekki
einhlítt að útlending-
ar séu reiðubúnir til
að borga það sem
upp er sett. Stærsti
hlutinn af þessum
kostnaði er í raun greiddur af flug-
félögunum sem fljúga hér yfir eða
lenda hér. Þessir aðilar fylgjast
grannt með kostnaðarþróun hér
eins og annars staðar og láta ós-
part í sér heyra ef þeim mislíkar
eitthvað," sagði Þorgeir.
málastjórnar að þjónusta við al-
þjóðaflugið jafnt sem innanlands-
flug legðist af. Við munum gera
allt sem í okkar valdi stendur til
að tryggja að slíkt gerist ekki. Við
erum að skoða ýmsa kosti í þessu
máli en ég get ekki skýrt frá því á
Lag Bjark-
ar inn á
topp tíu
LAG Bjarkar Guðmundsdóttur
It’s Oh so Quiet, fór í níunda
sæti breska smáskífulistans
sem kynntur var á sunnudag.
Lagið er það þriðja sem gefið
er út á smáskífu af breiðskíf-
unni Post sem nú hefur selst
í um tveimur milljónum ein-
taka.
Björk hélt upp á þrítugasaf-
mæli sitt í skíðaskálanum í
Hveradölum í gærkveldi, en
hélt til Bretlands í morgun.
Hún tekur sér nú frí frá tón-
leikahaldi fram yfir áramót,
en í janúarbyijun hefst tón-
leikaferð um Bretland sem lýk-
ur 25. janúar með tónleikum
í Wembley Arena, 15.000
manna tónleiksal í Lundúnum.
Fyrirhugað er að hljómsveitin
Unun hiti upp fyrir Björk í
ferðinni.
Iðnnemasamband Isiands er óánægt með samþykkt stjórnar Ríkisspítala
Fella niður laun
starfsnema
ÞEGAR starfsnám í matartækna-
námi var tekið upp við Fjölbrauta-
skóla Breiðholts (FB) fyrir tæpum
tuttugu árum var það gert í sam-
starfi við Ríkisspítala og Borgar-
spítala án skriflegs samnings um
laun á námstímanum. Nemendur
í matartækninámi eru menntaðir
til að vinna í mötuneytum innan
heilbrigðisgeirans. í sumar var sú
ákvörðun tekin af stjórn Ríkis-
spítalanna að greiða nemum engin
laun á starfsþjálfunartímanum,
sem tekur rúma átta mánuði í
fullu starfi. Tók þessi ákvörðun
gildi í byijun september, en fram
til þess fengu nemarnir greidd
laun samkvæmt sóknartöxtum
eða 50-54 þúsund krónur á mán-
uði.
Ráðherra gerir ekki
athugasemd
Iðnnemasamband íslands sendi
frá sér ályktun í byijun vikunnar
þar sem segir m.a. að athygli sam-
bandsins hafi verið vakin á málinu
nú fyrir skömmu. „Stjórn Iðn-
nemasambands íslands (INSÍ)
leitaði leiðréttinga á þessari
ákvörðun við stjóm Ríkisspítal-
anna. Þegar það bar ekki árangur
var heilbrigðisráðherra ritað bréf
og liðsinnis ráðherrans óskað við
að leiðrétta þetta mikla óréttlæti.
Nú hefur svar ráðherrans borist
og í því segir að ráðuneytið geri
ekki athugsemd við þessa ákvörð-
un Ríkisspítalanna,“ segir enn-
fremur í ályktuninni.
Að sögn Jóns Inga Sigvaldason-
ar, formanns INSÍ, er mikil
óánægja með málið innan sam-
bandsins og ætli menn sér þar að
leita allra tiltækra ráða. „Þetta
er eina brautin innan okkar vé-
banda sem svona er komið fyrir
og við munum ekki láta það líð-
ast,“ sagði hann.
Aðspurður um framhaldið
kvaðst hann vera að bíða eftir
lögfræðiáliti um það til hvaða að-
gerða hægt væri að grípa. „Við
höfum einnig óskað eftir stuðningi
frá öllum verkalýðsfélögum á
landinu, Matartækninámið er
tveggja ára bóklegt og verklegt
nám og 34 vikna starfsnám á
vinnustað. Er sérstök áhersla lögð
á manneldismarkmið, hollustu-
fæði, sérfræði fyrir t.d. sykur-
sjúka og þá sem glíma við matar-
óþol auk annars sérfæðis.
„Námið var skipulagt í samráði
við heilbrigðisstofnanir vegna
skorts á menntuðu fólki til mat-
reiðslustarfa á heilbrigðisstofn-
unum,“ sagði Bryndís Steinþórs-
dóttir, deildarstjóri matvælasviðs
FB.
Ekki var samið um föst nema-
pláss á heilbrigðisstofnunum held-
ur hveiju sinni samið við forstöðu-
menn. Þær stofnanir sem hafa
tekið nemendur í starfsnám eru
auk Landspítala, Vífilstaðaspítali,
Borgarspítali, Landakot og Rey-
kjalundur.
Þegar í ljós kom síðla sumars
að Ríkisspítalar höfðu ekki ráð á
að greiða nemendum laun tóku
flestir nemanna, sem áttu eftir
verklega þáttinn, ákvörðun um að
bíða og sjá hvetju fram yndi. Einn
nemi vinnur nú launalaust á
Landspítlanum. Þeir sem höfðu
hafið starfsnám fengu að ljúka
náminu á launum. Hins vegar
hafa aðrar stofnanir haldið að sér
höndum eftir ákvörðun Landspít-
alans og ekki tekið nemendur
nema í launalaust nám.
Matartækninemar eru ekki
lánshæfir hjá Lánasjóðnum. Segir
Bryndís að þeir hafi ekki sótt um
aðild meðan þeir hafi verið á laun-
um. „Þegar nemarnir sóttu síðan
um töldust þeir ekki lánshæfir því
ekki var sótt um aðild fyrir síð-
ustu áramót. Það má því segja að
nemarnir hafi lent í ótrúlegum
hremmingum.“
Að sögn Bryndísar er nú beðið
eftir viðbrögðum úr menntamála-
ráðuneytinu og fjármálaráðu-
neyti. „Verði niðurstaðan sú, að
námið verði launalaust er nauð-
synlegt að breyta námsskránni og
náminu. Sjálfsagt flyst það þá
meira inn í skólann. En á meðan
við fáum engin svör er algjör bið-
staða. Vona ég að málið leysist
farsællega sem fyrst og að allir
nemendur í starfsnámi njóti sama
réttar til launa og námslána.“
CCfl llCfl CCQ IQlfl LÁRUS Þ VALOIMARSSON, fmmmwm
UUL I luU'uUL lu/U KRISTJAN KRISTJÁNSSON, LOGGILIUR fasteignasali
Ný á fasteignamarkaðinum meðal annarra eigna:
Úrvalsíbúð - stórt íb./vinnuherb.
Sólrík 4ra herb. íb. á 2. haeð á vinsælum stað í Seljahverfi. Nýtt park-
et. Sér þvottahús i íb. Rúmgóður sjónvarpsskáli. í kj. er stórt íb./vinnu-
herb. Snyrting og gufubað í kj. Gott bílhýsi. Eignaskipti möguleg.
Með 40 ára húsnæðisláni kr. 5,1 millj.
„Stúdíó“-íb. á 3. hæð og i risi, rúmir 100 fm, á vinsælum stað í
Garðabæ. Næstum fullgerð. Allt sér. Vinsæll staður.
• • •
Vegna flutningstil Hafnarfj.
óskast einbýlis- eða raðhús.
Má þarfnast endurbóta.
UUBIVE6118 S. 552 1150-552 1370
ALMENIMA
FASTEIGNASALAN
Viðbrögð við
jarðskjálfta æfð
ALMANNAVARNARÁÐ ríkisins
hélt í samvinnu við Almannavamar-
nefnd Reykjavíkur lokaæfingu í svo-
kölluðu vettvangsstjóranámskeiði í
gær. Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi í
Almannavömum ríkisins, sagði að
æfð hefðu verið viðbrögð við ímynd-
uðum jarðskjálfta sem átti að hafa
náð til Reykjavíkur.
Sett voru upp fimm vettvangs-
stjómarsvæði þar sem skipaðir voru
vettvangsstjórar á hveiju svæði fyr-
ir sig. Hafþór sagði að þetta hefði
verið svokölluð skrifborðsæfing, ein-
ungis unnin á _pappír og með skila-
boðaflutningi. I æfingunni tóku þátt
50 vettvangsstjóraefni frá lögreglu,
slökkviliðum og svæðisstjórnum
björgunarsveita. „Þetta gekk eins
og til var ætlast," sagði Haiþór.