Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 11 Hverfafundur borgarstjóra í Neðra-Breiðholti og Seljahverfi Undirgöng’ og umboðs- maður borgarinnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg íbúar Neðra-Breiðholts og Seljahverfis töldu brýnt að fá úrbætur í umferðarmálunum og vildu beita sér fyrir fegmn hverfisins. Hild- ur Einarsdóttir sat fundinn og hlustaði á tillögur borgarbúa. Hverfafundur með borgar- stjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrir Bakka-, Stekkja-, Skóga- og Seljahverfi var haldinn í ÖlduselsskÓla á mánudagskvöld. Fundinn sóttu um eitt hundrað manns sem spurðu einkum um umferðarmálin í hverf- inu og endurbætur á einstökum svæðum. í inngangserindi sinu fjallaði borgarstjórinn um helstu verkefnin í hverfinu í nútíð og framtíð. í umferðarmálunum sagði hún ráðgert að byggja mislæg gatnamót á Reykjanesbraut þar sem hún mætir Stekkjarbakka og Breiðholtsbraut. Byrjað verður á framkvæmdum við Breiðholts- brautina og er áætlað að þeim verði lokið fyrir árið 1998. Þá er í undirbúningi að koma fyrir vinstri beygju frá Reykjanesbraut og inn í Mjóddina til að styrkja stöðu rekstrar þar. Ingibjörg Sól- rún vék að íþrótta- og tómstunda- málum og sagði að gerð fijáls- íþróttavallar væri langt komin. Breiðholtssundlaugin hefði ver- ið fjölsótt og þar bryddað upp á ýmsum nýjungum, meðal annars ungbarnasundi, en laugina sóttu 255 þúsund gestir á síðastliðnu ári. Einsetningu skóla í Neðra- Breiðholti og Seljahverfi sagði borgarstjóri vel á veg komna. Breiðholts- og Ölduselsskóli eru einsetnir og ráðgert að Seljaskóli verði einsetinn fyrir árið 1997. Fyrirhugað er að hefja fram- kvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem staðsett verður í Norður-Mjódd þar sem fjölmenn- ar íbúðarblokkir fyrir aldraða eru fyrir. í hverfinu eru 7 leikskólar og eru 183 börn á biðlista eftir plássi. Þá hefur aðsókn minnkað töluvert að gæsluvöllum í hverf- inu, sérstaklega á vetuma, og verður völlunum væntanlega fækkað. Breytingar eru fyrirhug- aðar á leiðum strætisvagnanna á þessu svæði og verða óvíða jafn miklar breytingar og þar á næst- unni. Eftir inngangserindi borgar- stjóra var orðið gefið fijálst. Verður heilsdagsskólum lokað? íbúi í Seljahverfi spurði hvort undirgöng undir Breiðholtsbraut á móts við Seljabraut væru á fram- kvæmdaáætlun. Slík göng væru nauðsynleg til að tengja Selja- hverfi og Efra-Breiðholt. Einnig spurði hann um undirgöng við ÍR-húsið við Skógarsel, þar sem börn væru fjölmennir vegfarendur. Þá taldi hann nauðsynlegt að gerð yrðu undirgöng milli Suður- og Norður-Mjóddar til að skapa ör- yggi fyrir hina fjölmörgu öldruðu íbúa í Norður-Mjóddinni. Borgar- stjóri sagði að ýmsar endurbætur hefðu verið gerðar á þessum svæð- um til að auka umferðaröryggi. Vestan Seljabrautar hefði verið sett gangbraut og ljós og nýlega verið komið fyrir miðeyju á Skóg- arseli. Sagði borgarstjóri að þótt gert væri ráð fyrir undirgöngum á þessum stöðum í aðalskipulagi þá væri það dýr framkvæmd og ekki forgangsverkefni hjá borg- inni. Víða annars staðar í borginni væru aðstæður erfiðari, til dæmis þar sem væru skólar. Kvartað var undan órækt í tijá- beðum við Jaðarsel og spurt hvers vegna verið væri að setja niður gróður þar ef honum væri ekki haldið við. Garðyrkjustjóri, Jóhann Pálsson, svaraði athugasemdinni og sagði að þegar tijábeðið var skipulagt hefði ekki verið vandað nægilega til þess. Síðan hefði vant- að fjármagn til að laga það. En hafin væri endumýjun á beðinu. Spurt var um Mjóumýrina og hvaða starfsemi ætti að vera þar. Borgarstjóri sagði að skólagarð- arnir yrðu þar áfram og þar væri gert ráð fyrir leikskóla. í framtíð- inni yrði svæðið lagfært. íbúi í hverfinu lýsti yfir áhyggjum af því að á IR-svæðinu þar sem fram- kvæmdir stæðu yfir væru skurðir sem væru hættulegir börnum. Borgarstjóri taldi að verið væri að loka þessum ræsum. íbúi spurði hvort heilsdagsskóla í Bakkahverfi yrði lokað um ára- mótin, en skólastjórar ættu í kjara- deilu vegna starfa sem þeir inna af hendi fyrir borgina. Borgar- stjóri sagði að heilsdagsskólanum í Bakkahverfi yrði ekki lokað nema það næði til allra heilsdagsskóla borgarinnar. Borgarstjóri kvaðst ekki trúa að til þess þyrfti að koma. Kennarasambandið ætti nú í samningaviðræðum við starfs- mannahald Reykjavíkurborgar. Hjól fáí að fara inn í strætisvagnana Fulltrúi Skátafélagsins Seguls í Seljahverfi spurði hvort borgin ætlaði að styðja við bakið á félag- inu eins og Iofað hefði verið. Borg- arstjóri kvaðst reyna að horfa á málefni skátafélaganna líkt og íþróttafélaganna, í heild sinni, en borginni bærust margar beiðnir um byggingarstyrki frá þessum aðilum. Sagði hún að viðræður hefðu farið fram við skátafélögin á þessu ári og reynt að koma til móts við óskir þeirra en verið gæti að skátafélagið Segull hefði ekki verið þar á meðal. í inngangserindi Ingibjargar Sólrúnar kom fram að hún teldi göngubrú yfir Kringlumýrarbraut sem lokið verður við á næstunni mikla samgöngubót fyrir gang- andi og hjólandi umferð. Þá yrði til samfelld leið órofin af umferð frá Seltjarnarnesi og upp í Heið- mörk. Kvað hún nema í Háskóla íslands sem byggju í Breiðholtinu sérstaklega geta notið góðs af stígnum. I tilefni þessara ummæla borg- arstjóra var spurt hvort ekki mætti athuga hvort taka mætti hjól inn í strætisvagnana á leiðinni frá miðborginni og upp í Mjódd. Á brattan væri að sækja upp í Breið- holtið og oft væri vindurinn í fang- ið. Borgarstjóri sagði að tillögur sem þessar hefðu þegar komið fram en þær hefðu ekki hlotið hljómgrunn hjá vagnstjórum. Ver- ið væri að reyna að ná samkomu- lagi um þetta atriði. Það ætti ekki að vera meira vandamál að hafa hjól í vögnunum en til dæmis vagna og kerrur. Fulltrúi Iðnnemasambandsins var á fundinum og spurði hvort borgarstjóri væri meðmæltur því að leggja niður tæknisvið Fjöl- brautaskólans í Breiðholti eins og tillögur í skýrslu menntamálaráð- herra fælu í sér? Borgarstjóri sagðist telja að borgaryfirvöld myndu ekki taka undir það sem sagt er í skýrsl- unni. Sagði hún að innan skólans væru ýmsar deildir sem höfðuðu frekar til kvenna. „Mér finnst þurfa að gæta jafnvægis svo bæði kynin hafi val, vona ég því að þetta verði skoðað nánar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Einn íbúanna óskaði borgar- stjóra til hamingju með að Reykja- víkurborg hefur verið valin menn- ingarborg Evrópu og spurði jafn- framt hvort borgarbúar mættu vænta þess að fá sinn eigin um- boðsmann. Borgarstjóri sagðist gera ráð fyrir að embættið yrði stofnað á þessu ári en taldi að embætti umboðsmanns þyrfti að vera í öll- um sveitarfélögunum. Ingibjörg Sólrún kvað einn annmarka á fyrirkomulagi þess en því væri ætlað að heyra undir borgarstjórn sem það ætti jafnframt að gagn- rýna.. Sagði hún viðræður standa yfir við umboðsmann Alþingis um embættið. Fundur með íbúum Neðra- Breiðholts og Seljahverfis var jafn- framt lokafundurinn með borg- arbúum að þessu sinni. Væntan- lega verður þráðurinn tekinn upp að nýju á næsta ári að sögn borgarstjóra. Sagði hún að 1.400- 1.600 manns hefðu mætt á fund- ina og um 200 manns tekið til máls. 27. nóv. síðustu sætin London á kr. Flug og hótel kr. 19.930 Viðbótargisting á hinu ágæta ráðstefnuhóteli Earls Court sem við bjóðum nú á frábæru verði í þessa brottför. Gott hótel með öllum aðbúnaði. Oll herbergi með sjónvarpi, síma, baði og buxnapressu. Veitingasalir, barir og fundaaðstaða. Síðustu sætin til London í vetur 16.930 gvallarsköttum, 27. nóv. 19.930 Verð Verð með flugvallarsköttum, 27. nóv. kr. kr. M.v. 2 í herbergi, Earls Court, 3 nætur, 27. nóv. Verð með flugvallársköttum. 30. nov. F'unmtudagur t\l sunuudag • HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.