Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DRAGO Novakovic er níræður og hefur þrisvar sinnum fengið heilablóðfall. Hann er ófær um að bjarga sér og því hefur sonur hans, Braco, flust til hans frá króatísku borginni Split til að vera hjá honum. Braco hefur ekkert til Split að sælqa, hann missti atvinnuna þar vegna þess að hann er Serbi. Braco ætlar því að vera hjá föður sínum en þeir feðgar eru með matjurtagarð og nokkrar hænur í bakgarðinum. Feðgarnir búa í bænum Kistanje þar sem áður bjuggu um 4.000 manns. Þar eru engir á ferli að frátöldum Braco og króatískum lögregluþjónum, sem reyna að koma í veg fyrir frekari rán í þessum eyðilega bæ. RÖDD þjóðarinnar, segir á aug- lýsingaskilti fyrir flokk Franjo Tudjmans í Króatíu. Einmana, gömul og gleymd Um 4.000 aldnir Serbar njóta nú aðstoðar Rauða krossins til að lifa veturínn af í Kraj- ina. Sumir kusu að vera um kyrrt, aðrír voru skildir eftir og eru reiðir og bitrir vegna þess. Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari og Urður Gunnarsdóttir blaðamaður heim- sóttu nokkur yfirgefin þorp í héraðinu. i AÐ VEKUR skelfingu að koma til Krajina-héraðs- ins í Króatíu og sjá með eigin augum hversu mikil grimmd getur búið í fólki og hvað mannleg virðing og reisn er fljót að hverfa við aðstæður á borð við þær sem þar hafa skapast. í kjölfar átaka ríkja ólög, hópar ofbeldis- manna fara um með ránum, morð- um og eyðileggingu, til að ná fram hefndum, fá útrás fyrir skemmdar- fýsn sína eða einfaldlega til að kom- ast yfír hluti sem þeir ágirnast. Hægt og sígandi nær króatíska lög- reglan tökum á ástandinu en þá er lítið eftir til að gæta, langflestir íbúanna flúnir á braut, húsin eru brunnin og bílarnir horfnir. Eftir situr gamla fólkið, Serbar sem ýmist voru skildir eftir eða vildu hvergi fara. í þrjár aldir hefur Krajina-hérað að mestu verið byggt Serbum. Er Króatía lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 gerðu Serbar í Krajina-héraði slíkt hið sama. Þúsundir Króata hröktust á brott frá heimilum sín- um og hafa verið í flóttamannabúð- um síðan. Yfirráð Serba í Krajina voru Króötum þyrnir í augum þar sem þeir óttuðust árásir þeirra á borgir og bæi í Dalmatíu, sem eru sunnanverð strandhéruð Króata en ferðaþjónusta er aðalatvinnuveg- urinn þar. Þá var mikill þrýstingur af hálfu króatískra flóttamanna að taka héraðið aftur. Króatar söfn- uðu rúmlega 100.000 manna liði og gerðu árás á héraðið í ágúst sl. Það féll á aðeins þremur dögum og á annað hundrað þúsund Serba flúði, flestir til Serbíu um Bosníu. Eftir sátu nokkur þúsund gamal- menni. Þegar ekið er inn í Krajina fer þeim húsum smám saman fjölgandi sem hafa orðið eyðileggingunni að bráð, sum í ágúst sl. en önnur þeg- ar Serbar tóku héraðið 1991. Glugg- amir eins og holar augnatóttir og þökin hrunin. Skotið hefur verið á allt sem fyrir er og vegaskilti eru ein vinsælustu skotmörkin. Króatíski fáninn hangir úti í glugga á flestum húsanna sem enn standa uppi, hvort sem eigandinn er Serbi eða Króati og á dyrastafi margra þeirra hefur verið málað HV - fyrstu stafimir í orðinu hvratska, króatískur. Með því báðu menn hermennina að þyrma húsun- um eða lýstu því yfír að Króati eign- aði sér húsið og hygðist flytja inn í það þegar átökunum linnti. En þeir voru líklega fleiri sem létu hefndarþorstann ráða ferðinni og brenndu hús Serbanna enda geta margir Króatar ekki hugsað sér að búa í húsum sem Serbi hefur átt, og öfugt. Draugaborg Fyrrum höfuðvígi Serba, Knín, er hálfgerð draugaborg. Þar bjuggu áður um 30.000 manna, eftir að Serbar tóku héraðið 1991 fækkaði þeim í 15.000 en núna eru íbúamir um 3.000. í fjarlægð sýnist allt vera í stakasta lagi, en þegar nær dregur kemur í ljós geysilegt rusl við vegkantinn. Bílar sem gefist hafa upp er eigendumir flúðu borg- ina og ýmsir persónulegir munir em á víð og dreif. Brotinn kaffíbolli, skór, veski, rúmdýna, kjóll og leik- föng verða til þess að maður spyr sjálfan sig hvernig þessir hlutir urðu viðskila við eigendur sína. Þessir ruslahaugar era einnig víða um borgina. Það lítur út fyrir að heilum búslóðum hafí hreinlega verið hent út um glugga á íbúðum þegar nýir íbúar ákváðu að flytja inn. Líklega hefur þá þegar verið búið að stela flestu fémætu því fyrstu tvo mánuðina eftir að Króat- ar náðu héraðinu, fóru hópar manna um, myrtu fólk og rændu því sem þeir ágirntust. Flestir voru þeir í búningum hermanna en talið er víst að ekki hafí þeir allir komið úr röð- um þeirra. Alþjóðaráð Rauða krossins rekur skrifstofu í borginni og í tvo daga héldu starfsmennirnir til í neðan- jarðarbyrgi á meðan hörðustu bar- dagarnir stóðu. í tvær vikur til við- bótar sváfu þeir á skrifstofunni því óöld ríkti í borginni. Skelfíngin var svo mikil þegar Serbamir flúðu, að einn þeirra raddist inn í byrgið og krafðist þess að fá afhenta lykla að einum jeppa Rauða krossins því að hann ætlaði að koma fjölskyldu sinni á brott úr héraðinu, hvað sem það kostaði. Hann var vopnaður og fólkið var þess fullvisst að hann væri reiðubú- inn að drepa. Bílinn tók hann en skilaði honum á fyrstu skrifstofu Rauða krossins á yfírráðasvæði Serba. Aðrir voru ekki jafn heiðar- legir því velflestum bifreiðum sam- takanna í borginni var stolið. Á götum borgarinnar era her- menn og lögregla í meirihluta. Sum- ir hermannanna hafa ákveðið að setjast að í borginni og hafa fjöl- skyldur þeirra komið sér þangað fyrir veturinn. Ótrúleg skemmdar- fysn réð ríkjum eftir að hún féll og súpa Króatar sjálfír nú seyðið af því. Rafmagni hefur ekki verið kom- ið á nema í hluta borgarinnar og víða eru vatnsleiðslur í sundur. A meðan mörg grandvallarskilyrði búsetu í borg era ekki uppfyllt, vill fólk ekki flytjast þangað. í Knín er lítið við að vera, nema einna helst að drekka. Tveir pizza- staðir eru opnir, þrír kaffíbarir og einn veitingastaður. Á pizzastaðn- um fæst aðeins ein tegund af pizzu, sem reyndar smakkast ágætlega, en hana verður að snæða við undir- leik háværrar króatískrar rokktón- listar og texta fullra af þjóðernis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.