Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Félag íslenskra stórkaupmanna vill einkavæða Flugstöðina í Keflavík Fríhöfnin verði einkavædd strax —..... STJÓRN Félags íslenskra stórkaup- manna hefur sent frá sér ályktun- þar sem þeirri umræðu sem nú fer fram um einkavæðingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er fagnað og hvet- ur stjórn félagsins ríkisstjómina til að heQast nú þegar handa við einkavæðingu. Haukur Þór Hauksson, stjórnar- maður Félags íslenskra stórkaup- manna segir að nauðsynlegt sé að stokka upp allan verslunarrekstur í flugstöðinni. „í dag er verslunar- rými í flugstöðinni mjög illa nýtt. Við teljum eðlilegast að þessu yrði skipt upp í 20-30 svæði, sem öll yrðu með heimild til fríverslunar, og þau boðin út á nokkurra ára fresti. Þessi háttur er hafður á í flestum ef ekki öllum nágrannaríkj- um okkar og löngu orðið tímabært að svo verði einnig hér á landi.“ BREYTINGAR á gjaldskrá Pósts og síma vegna póstgírógreiðslna þýða að kostnaður vegna smærri greiðslna til útlanda getur aukist um tugi prósenta. Hér er um að ræða þóknun vegna umsýslu í er- lendum gjaldmiðli. Fyrir breytingu var þessi þóknun 2% af upphæð- inni, en nú hefur verið sett fast 400 króna gjald á hvem póstgíró- seðil. Kostnaðurinn óháður upphæð Þessi breyting felur í sér umtals- VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka hyggst bjóða við- skiptavinum bankans upp á nýja tegund þjónustu á næstunni. Full- trúi VÍB mun hafa aðsetur í 10 stærstu útibúum íslandsbanka og verður hægt að leita til hans^ varð- andi hefðbundna þjónustu VÍB svo sem kaup eða sölu á verðbréfum. Að sögn Margrétar Sveinsdótt- ur, forstöðumanns einstaklings- þjónustu VÍB, er með þessum hætti verið að færa bæði ráðgjöf og kaup og sölu á verðbréfum nær viðskiptavinunum með því að bjóða upp á þessa þjónustu í útibúunum, auk þess sem það geri bankanum kleift að bjóða upp á heildarþjón- ustu í fjármálum einstaklinga. Hún segir að útibúin verði öll Þá skorar stjórnin á ríkisstjórnina að láta nú þegar af ríkisrekstri frí- hafnarinnar í Keflavík. Haukur seg- ir stórkaupmenn hafa ýmislegt við núverandi fyrirkomulag að athuga. „Þar ber fyrst að nefna rekstur innkomufríhafnar. Þetta þekkist hvergi í Evrópu nema hér á landi og í Tyrklandi og er mjög ósann- gjamt gagnvart íslenskri verslun. Á sama tíma og ríkisvaldið er að leggja á okkar félagsmenn mjög fjölbreytta flóm opinberra gjalda er það sjálft í beinni samkeppni við okkur með sölu á tollfijálsum vam- ingi suður í Keflavík." Haukur segir mikilvægt að gefa rekstur fríhafnar fijálsan. Til dæm- is sé vel athugandi að reka slíkar verslanir víðar á landinu, t.d. við Reykjavíkurhöfn. Fjöldi erlendra ferðamanna og áhafnir erlendra verðan kostnaðarauka fyrir ein- staklinga. Þannig frétti Morgun- blaðið af frímerkjasafnara nokkr- um, sem fær reglulega sendar smæmi sendingar frá útlöndum. Það sem af er þessu ári hefur hann keypt vömr í gegnum póstg- író fyrir um 48 þúsund krónur í alls 18 sendingum. Fyrir þetta greiddi hann samtals um 960 krónur í þóknun til Pósts og síma en eftir þessa breytingu myndi hann greiða 7.200 krónur í þóknun vegna þessara sendinga, eða 750% hærri upphæð en áður. með beinlínutengingu við skrif- stofu VÍB og því verði hægt að nálgast þar allar helstu upplýs- ingar um verðbréfaviðskipti. Ef um sé að ræða flókin verðbréfavið- skipti er hins vegar gert ráð fyrir því að fólk muni áfram leita til sérfræðinga fyrirtækisins. Að sögn Margrétar verður þess- ari nýjung hleypt af stokkunum á fimmtudaginn kemur í útibúinu á Suðurlandsbraut. Fyrir áramót er síðan ætlunin að búið verði að koma þessari þjónustu upp í fjórum útibúum til viðbótar, í Lækjargötu,' Vestmannaeyjum og á Kirkjus- andi. Fljótlega upp úr áramótum bætist síðan við útibúin á Akur- eyri, Selfossi, í Keflavík, Kringl- unni og á Háaleitisbraut. skipa fari um höfnina á ári hveiju og athuga þurfí hvort ekki sé hægt að sinna þessum hóp betur. Til þess verði verslunin að fá svigrúm til að þreifa sig áfram á þessu sviði. „Þetta er ekki aðeins mikilvægt fyrir verslunina, heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Við sjáum að u.þ.b. 24-25% af því sem ferðamenn á Vesturlöndum eyða fer í verslun. Að sögn Guðbjargar Gunnars- dóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, er þessi breyting komin til þar sem kostnaðurinn við þessa þjónustu sé hinn sami, óháð því hver upphæðin sé. „Samkvæmt gömlu gjaldskránni voru þeir sem greiddu hærri upphæðir í raun að greiða niður kostnaðinn við lægri upphæðirnar,“ segir Guðbjörg. „Með þessu móti er hver viðskipta- vinur að greiða það sem honum ber.“ Þá bendir hún á að hér sé um svipaðar upphæðir að ræða og bankarnir taka fyrir þessa þjón- STJÓRNIR norsku skipafélaganna Bergesen d.y. AS og Havtor AS hafa samþykkt að leggja til að þau verði sameinuð. í yfírlýsingu frá þeim segir að samkomulag hafí náðst um skipti á hlutabréfum þannig að fyrir hver 70 bréf í Havtor fáist 11 í Bergesen. Bergesen er stærsta skipafélag Noregs og umsvifamesti óháði aðil- inn í heiminum, sem gerir út olíu- flutningaskip. Havtor stendur fram- arlega í útgerð meðalstórra skipa. Bergesen nær einnig markaðsfor- ystu á því sviði við sameininguna og verðmæti hins sameinaða fyrir- tækis verður um 10 milljarðar nor- skra króna að sögn kunnugra. Gefnar verða út 18,9 milljónir nýrra bréfa í Bergesen og þau verða 75,8 milljónir alls eftir sameining- una. Hlutabréf í Bergesen lækkuðu um 3 n.kr. í kauphöllinni í Ósló í 122. Bréf í Bergesen hafa lækkað síðan skýrt var frá fyrirhugaðri samein- ingu, sumpart vegna þess að ýmsir Hér á landi sýnist okkur þetta hlut- fall vera talsvert lægra og það er því mjög mikilvægt að okkur gefist tækifæri til að þjóna sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna sem hingað koma. í ferðaþjónustu er litið á verslun sem afþreyingu sem mikilvægt er að vel sé sinnt,“ segir Haukur. ustu. Þar getur kostnaðurinn legið á bilinu 100 krónur upp undir 950 krónur, eftir því eðli þjónustunnar. Guðbjörg segir þessa breytingu vissulega koma ver út fyrir aðila sem eru að greiða smærri upphæð- ir og þá hugsanlega með reglulegu millibili. Hún bendir hins vegar á að mörg fyrirtæki erlendis, svo sem tímarit, sem séu í umtalsverð- um viðskiptum hér á landi hafi farið þá leið að stofna bankareikn- inga hérlendis til þess að spara viðskiptavinunum þennan kostn- að. fjárfestingar eru mótfallnir vaxandi umsvifum félagsins á sviði gasflutn- inga. Skipasíða- og borpallafélagið Kværner A/S, sem á 44,99% í Havt- or, kveðst hlynnt sameiningunni. Kynningarbæklingur hlutabréfa verður fáanlegur 4. desember og hlutahafafundur haldinn í báðum félögum 13. desember. Lagt er til að sameiningin fari fram-1. janúar. Bergesen bauð í Havtor 15. nóv- ember vegna þráteflis í viðureign við skipafélag Wilh. Wilhelmsens (WWL) um yfirráð yfir bílafeijufé- laginu Den Norske Amerikalinje (NAL). Wilhelmsen og Bergesen áttu nógu mörg hlutabréf í NAL hvort félag um sig til að koma í veg fyrir yfirtöku hins. í síðustu viku sam- þykkti Bergesen að selja WML 40,6 milljónir NAL-hlutabréfa á 13 kr. hvert. Wilhelmsen hefur komizt yfir 91,85% bréfa í NAL og tekur við rekstri félagsins. HPjók hagnað um 42% Palo Alto, Kaliforníu. Bloomberg. HEWLETT-PACKARD tölvu- fyrirtækið í Bandaríkjunum skilaði alls um 678 milljóna dollara hagnaði á síðasta fjórðungi reikningsársins sem stóð til loka októbermánaðar og jókst hann um 42,4% frá sama tíma árið áður. Þá jukust rekstrartekjur um 29% milli ára eða úr 7 milljörð- um dollara í 9,05 milljarða. Sala á einkatölvum og prent- urum jókst, en hlutfallslega minni hagnaður var af söl- unni. Pantanir voru að andvirði 8,8 milljarðar dollara á tíma- bilinu sem er 27% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Bandarískar pantanir voru að andvirði 4,3 milljarðar dollara, sem er 26% aukning, og pant- anir utan Bandaríkjanna 4,8 milljarðar dollara, sem er 29% aukning. Hagnaður reikningsársins í heild nam alls um 2,4 milljörð- um dollara og jókst um 52% frá fyrra ári. Tekjur námu alls 31,5 milljörðum dollara og jukust um 26%. AT&T í við- ræðum við Time-Warner New York. Reuter. AT&T símafyrirtækið á í við- ræðum um milljarða dollara fjárfestingu í kaplasjónvarps- deild Time Warners sam- kvæmt Wa.ll Street Joumal. Að sögn blaðsins sækist Time Warner eftir 2-4 millj- örðum dollara frá AT&T til að grynnka á skuldum og end- urbæta kaplakerfi sitt í því skyni að taka upp símaþjón- ustu. Bent er á að samkomulag milli fyrirtækjanna hafí ótví- ræða kosti. Fjarskiptaumsvif AT&T eru alþjóðleg og Time- Warner er annað stærsta kaplasjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna og í röð helztu seljanda skemmti- og fjöl- miðlaefnis. Víðtæk endurskipulagning stendur yfir hjá báðum fyrir- tækjum. Í ráði er að skipta AT&T í þijú fyrirtæki. Time Warner bíður eftir samþykki til að kaupa Turner Broad- casting System og fyrirtækinu hefur verið skipt í skemmti-, útgáfu- og fjarskiptadeild. ♦ Handels- banken með minna tap Stokkhólmi. Reuter. TAP Handelsbankens í Sví- þjóð af lánum fyrstu níu mán- uði ársins minnkaði um 18% í 1,77 milljarða sænskra króna samanborið við 2,14 milljarða á sama tíma í fyrra. Óinnheimtanlegar skuldir á tímabilinu námu 3,65 milljörð- um s.kr., eða 1,3% af heildar- lánveitingum, og minnkuðu um 34% miðað við sama tíma 1994. Rejtstrarhagnaður bankans jókst um 17% í 3,72 milljarða s.kr. úr 3,17 milljörðum á fyrstu níu mánuðunum 1994. Sérfræðingar höfðu búizt við rekstrarhagnaði upp á 3,81 milljarð s.kr. á níu mán- uðum. Byggingarvísitalan stendur í stað VÍSITALA byggingarkostnaðar er óbreytt í nóvember frá því sem hún var í október eða 205,1 stig. Þessi vísitala gildir fyrir desemb- ermánuð. Síðustu tólf mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækk- að um 3%, en síðustu þijá mán- uði hefur vísitalan hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,2% verð- bólgu á heilu ári. Launavísitalan um miðjan októbermánuð reyndist sam- kvæmt útreikningi Hagstofu ís- lands vera 141,2 stig og hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði. Hækkun vísitölunnar síðustu þtjá mánuði jafngildir 4,4% hækkun á heilu ári, hækkunin síðustu sex mánuði jafngildir 5,8% árshækkun, en hækkunin síðustu tólf mánuði er 5,7%. Póstur o g sími tekur upp fasta þóknun á greiðslur með póstgírói í stað prósentu Hækkun á lægri upphæðir Verðbréfaráðgjöf í útibúum Islíin dsbanka Norsk skipafélög sameinast Ósló.Reuter. $ í » [ f í « i 4 c 4 > i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.