Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ .Cj HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó GoldenEye Frá Wílliam Friedkin (French Connection) og Joe Eszterhas (Basic Instinct) kemur æsilegasti spennutryllir ársins! APOLLO ÞRETTANDI ss :• íir Stórkostle^^^H^ppft meistaraverk sem sækir umfjöllunarefniö í stríðið í fyrrum Júgóslavíu en er þó fyrst og fremst um stríðið í hverjum manni. Hefur hlotið glæsilega dóma gagnrýnenda og fjöldamörg verðlaun víða um heim, sigraði m.a. á kvikmyndahátíðinni Feneyjum í fyrra og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin í ár. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. Sc'\. Clotlics. íopulai'iEý. Is TlicrcAProy Jtcrc? Milljónamæringur er myrtur og morðinginn virðist vera hákiassa vændiskona sem gengur undir nafninu Jade. En hver er hún? David Caruso leikur saksóknara sem grunar fyrrum ástkonu sína (Linda Fiorentino) sem nú er gift vini hans (Chazz Palminteri) um að vera Jade. Ef hún er Jade, hversu hættuleg er hún? Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 . Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 EINKAKLUBBSFELAGAR, MUNIÐ SERTILBOÐIÐ A JADE ATRIÐI úr stuttmyndinni Nautn. Daníel Ágúst og Emilíana Torrini í aðalhlutverkunum. Lævís létt- leiki æskunnar KVIKMYNPIR Bí 5 h ö11in NAUTN ★ ★ Leikstjórn, handrit og klipping Sig- urður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson. Kvikmyndataka Steph- an Stephensen. Hljóðvinnsla Páll Borg. Hljóðupptaka Róbert Bjarna- son. Leikmyndir Þórður Orri Péturs- son. Tónlist gusgus. Aðalleikendur Daníel Ágúst, Emilíana Torrini, Magnús Jónsson, Heiðrún Anna Bjömsdóttir, Hafdis Huld, Ragnheið- ur Axel, Kjartan Guðjónsson. Islensk stuttmynd. Kjóll & Anderson 1995. STUTTMYNDIN er líkt og smá- sagan, erfið viðureignar og krefjndi form, en nauðsynleg átök — ekki síst fyrir viðameiri við- fangsefni.Nauín er galgopaleg, framvindan óljós á köflum (hvort sem það er viljandi eða ekki) og hljóðið óskýrt á einstaka stað. Hins vegar gneistar hún af létt- leika og kæruleysi, sem siðapostul- ar sjá dyggilega um að öllu sé bruðlað á æskuna. Annars hefnist þér, maður minn. Sagan, sem er nokkuð laus í reipunum, segir af parinu Daníel Ágúst og Emilíönu Torrini. Þau elska og treysta hvort öðru svo takmarkalaust að gagnkvæmt framhjáhald er aðeins krydd í til- veruna. Nautn er að líkindum dæmigert helgarsport hjá þessu ágæta pari sem virðist komast andskotalaust frá kúgunaröflun- um móral, iðrun og eftirsjá. Við eigum greinilega talsvert af ungu efnisfólki sem getur von- andi varnað þess að margumrætt kvikmyndavor þjóðarinnar fari ekki að renna sitt skeið í haust- nepju og skammdegiskvíða. í Nautn er það leikurinn sem er aðall myndarinnar. Þau Daníel Ágúst og Emilíana Torrini eru vissulega leikvön af hljómsveitarp- öllunum en fín túlkun þeirra á hinu lífsglaða og lausláta unga fólki er smitandi. Bæði hafa þau mikla útgeislun sem nýtist hér ágætlega. Aðrir leikarar komast vel frá sínu, tónlistin frískieg, leik- stjóm og tæknivinna skammlaus, ef undan er skilið hljóðið sem gæti verið betra, eins og áður er getið. Sem sagt lítil en sómasam- leg æfing sem lofar góðu. Sæbjörn Valdimarsson Ems og fimm manna hljómsveit Nýjar hljómplötur Haraldur Reynisson er meðal þekktari trúbadora landsins. Hann hefur verið duglegur við að ferðast um landið og spila fyrir íslendinga í gegnum árin, en nú hefur hann gefið út nýja plötu, Hring eftir hring. HARALDUR segir það ljúft líf að vera trúbador á íslandi núna. „Það er vel hægt að lifa á því og ég hef það bara gott.“ Nýja platan er ekki trúbadorplata, frekar en fyrri platan, Undir hömrunum háu, sem kom út fyrir tveimur árum. „Þó get ég flutt flest lögin einn með gítarinn," segir hann. Vissi hvað ég var að fara út í Hvernig er nýja platan í samanburði við þá gömlu? „Þessi plata er unnin á mun lengri tíma. Ég vissi hvað ég var að fara út í, ólíkt því þegar ég ákvað að gefa fyrri plötuna út. Ég vissi upp á hár hvað ég vildi og gaf mér nægan tíma. Ég var að vissu leyti hræddur við plötu númer tvö og gaf mér þess vegna tvö ár í hana. Það er mun meira lagt í útsetningar á nýju plötunni.“ Hann segist ekki vera með fullkomnunaráráttu í hljóðverinu. „Tilfinningin er látin ráða. í byijun var ákveðið að allt sem færi á plötuna yrði spilað af fingr- um fram. Við eltumst ekki við nótu fyrir nótu. Aðalat- riðið var að texti og lag hljómuðu vel saman. Björg- vin Gíslason stjórnaði upptökum á plötunni. „Hann vann þessa plötu með mér frá upphafi til enda. Að öllum öðrum ólöstuðum held ég að ég hefði ekki get- að fundið betri mann í starfið.“ Dró hann fram sítar- inn? „Nei, að vísu ekki. En það var hugmynd uppi um eitthvað slíkt, þótt sú hafi ekki orðið raunin,“ segir Haraldur. Á plötunni kennir ýmissa grasa. „Það má greina áhrif frá Dylan í nokkrum lögum, auk þess sem ég hef greinilega verið undir miklum Pogues-áhrifum þegar ég samdi eitt lagið. Annars er ég smám saman að móta minn eigin stíl.“ Haraldur semur alla text- ana á plötunni og öll lög nema eitt. „Yrkisefnið er mjög fjölbreytt. Reyndar má segja að yrkisefnið sé líf mitt og reynsluheimur.“ HARALDUR Reynisson trúbador. Hann segir að trúbadorar þurfi að vera sterkir til að endast á markaðnum. „Þeir eru margir sem reyna fyrir sér á kránum og veitingastöðunum, en detta sumir fljótlega út. En það er að myndast skrautleg flóra trúbadora á landinu. Þróunin undanfarin ár hefur verið sú að stöðunum hefur fjölgað og um leið hafa þeir minni pening til að eyða í skemmtikrafta." Hefur gengið mjög vel Þurfa nýir trúbadorar ekki að búa sig undir mót- læti og dræmar undirtektir? „Jú, en annars er ég svo heppinn að hafa aldrei lent í slíku. Mér hefur gengið mjög vel. Ég hef hvergi spilað þar sem ég hef ekki verið beðinn um að koma aftur. Ég sé reyndar engan mun á hljómsveit og trúbador. Eg hef átt í sam- keppni við hljómsveitir og hef oft átt vinninginn hvað aðsókn varðar. Fólk dansar alveg jafn mikið hjá góð- um trúbodor og hljómsveit. Þegar ég er í þeim hamn- um get ég tryllt liðið alveg eins og fimm manna hljóm- sveit.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.