Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 56
V í K G L«n« alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 KEYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 400 þús. laxaseiðum í Kollafirði fargað vegna kýlaveiki Arsframleiðsla Endurbótum á frysti- húsi Kambs að ljúka stöðvarinnar ónýt KÝLAVEIKI greindist í laxaseiðum í útitjörnum tilraunastöðvarinnar í Kollafirði fyrir skömmu og hefur 400 þúsund laxaseiðum verið fargað til að fyrirbyggja frekari útbreiðslu. Jónas Jónasson tilraunastjóri segir þetta mikið áfall fyrir starfsemina. „Arsframleiðsla stöðvarinnar er nú ónýt og fjárhagstjón er 15-20 millj- ónir króna.“ Kýlaveiki kom upp í geymslutjörn •or' stöðvarinnar í ágúst sl. og til að uppræta smit var öllum klaklaxi þá fargað, um 600 löxum. Þykir full- sannað að sýkillinn hafi borist með ísafjörður Orri dreginn til hafnar ORRI ÍS var dreginn vélar- vana til hafnar á Ísafírði af Stefni ÍS í gær. Hörður Guð- bjartsson, skipstjóri, segir að stimpilstöng hafi gengið út úr vélinni og brotnað. Hann seg- ist vona að blokkin sé ekki farin og vélin ónýt. Hörður sagði að Orri hefði verið á togveiðum um 50 mílur norðnorðvestur af Galtarvita þegar vélarbilunarinnar varð vart. Stefnir hefði verið í ná- grenninu og verið kominn til skipsins um hádegi í gær. Skipin hefðu lagt af stað heim- leiðis um þrjú leytið. Ferðin sóttist hins vegar seint þegar rætt var við Hörð enda austnorðaustan átta vindstig. Hann sagðist ekki búast við að komið yrði til ísafjarðar fyrr en undir morgun. Norðurtangi á ísafirði festi kaup á Orra fyrir tæpu hálfu ári. Skipið er 10 ára en ekki mikið notað. sýktum laxi úr sjó í móttöku stöðvar- innar síðastliðið sumar. Að sögn Jónasar stóð til að eyða einnig öllum villtum fiski í frárennsli stöðvarinn- ar, vegna smithættu, en staðið hafi á leyfum frá hinu opinbera og því hafi það ekki enn verið gert. „Til að eyða fiski í vatnasvæði þarf eit- ur, sem hvorki er hægt að panta til landsins né nota án leyfis umhverfis- ráðunéytis og umsagnar Hollustu- verndar og fleiri aðila. Við fengum ekki tilskilin leyfi fyrr en 8. nóvem- ber og munum eyða villta fiskinum á næstu vikum.“ Laxaseiðin sem sýktust núna voru í tjömum sem liggja næst frárennsli tilraunastöðv- arinnar, en til að fyrirbyggja að smit bærist í aðrar fiskeldisstöðvar og vatnakerfí var tekin ákvörðun um að farga öllum seiðum í stöðinni. Smitleiðir eru ekki þekktar, en Jónas segir að hugsanlega hafi minkur eða fugl borið smit eftir að hafa komist í tæri við sjúkan fisk í vatnakerfinu. Sótthreinsun í tilraunastöðinni hefst í dag og segir Jónas að hún þurfí síðan að vera seiðalaus í nokkra mánuði. Ný hrogn verði ekki tekin inn fyrr en eftir áramót. Flateyri. Morgunblaðið. MIKLUM endurbótum er nú að ljúka á frystíhúsi fiskvinnsl- unnar Kambs hf. á Flateyri. Hinrik Kristjánsson fram- kvæmdasljóri vonast til að starfsemin verði komin í fullan gang eftir helgi. Hinrik segir að vel hafi gengið að koma starfsemi fyrirtækisins í gang eftir snjóflóðið í síðasta mán- uði. Kambur var nýlega búinn að festa kaup á tveimur bátum og tvöfalda kvóta sinn og segir Hinrik að vel hafi gengið að koma bátunum til veiða. Eins og nýtt Hinrik segir að fyrirhugað hafi verið að ráðast í miklar endurbætur á frystihúsinu og hafi menn haldið sínu striki með það, þrátt fyrir atburðina. Undanfarna daga hefur verið sett nýtt gólfefni á vinnslusali og allt húsið málað, þannig að frystihúsið verður eins og nýtt, að sögn framkvæmdasljórans. Stjórnendur Kambs hafa hald- ið að sér höndum með mannar- áðningar á meðan unnið hefur verið við frystihúsið og fiskur- inn verið saltaður á meðan. Hinrik vonast þó tíl að vinnslan komist fljótlega í fyrra horf. Einhver bið verði hins vegar á því að starfsemin verði aukin en það segir hann að hafi ver- ið ætlunin með bátakaupunum. ■ Fyrstu íbúamir/2 Morgunblaðið/RAX. IÐNAÐARMENN eru vel á veg komnir með endurnýjun á frystihúsi Kambs. Verið er að leggja nýtt gólfefni á vinnslusali og mála húsnæðið. Sjávarútvegsráðherra á fiskiþingi Borgin selur Pósthússtræti 9 fyrir 54 milljónir Ná verður tökum á brotalöm í umgengni við fiskistofnana ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á fiskiþingi í gær að of mikið væri um að menn hentu -. fiski og of mikið um að menn svindl- uðu á vigtinni og veruleg hætta væri á að öll fiskveiðistjórnun mis- tækist ef ekki væri hægt að ná ' tökum á þessari brotalöm í um- gengni við fiskistofninn. Þorsteinn Pálsson sagðist sann- færður um, að slæm umgengni við auðlindina væri mikið vandamál. „Það er of mikið um að menn hendi fiski og það er of mikið um að menn svindli á vigtinni. Það er svo alvarleg staðreynd að ef við náum ekki tökum á þessari brotalöm, þá er veruleg hætta á því að okkur geti mistekist öll skynsamleg fisk- veiðistjórnun. Menn skulu ekki halda það að ef fiskveiðistjórnunin brotnaði niður í dag vegna þess að menn virða ekki reglumar, þá sprytti upp eitthvert annað kerfi á morgun sem allir yrðu sáttir við,“ sagði ráðherra meðal annars. Að hluta greitt með VISA-raðgreiðslum BORGARRÁÐ hefur samþykkt qð selja Tómasi A. Tómassyni fasteignina Pósthússtræti 9 fyrir 54 milljón- ir króna. Við undirritun kaupsamnings greiðast 2 millj- ónir og í tíu mánuði greiðist milljón á mánuði. Til trygg- ingar greiðsiunum leggur kaupandi fram yfirlýsingu frá VISA-ísland um að fyrirtækið skuldbindi sig til að leggja inn greiðslur á reikning borgarsjóðs á gjald- dögum. Forkaupsréttur í erindi borgariögmanns til borgarráðs kemur fram að með kaupsamningi sem gerður var við Tómas þeg- ar Reykjavíkurborg seldi Pósthússtræti 11, Hótel Borg, hafi borgaryfirvöld skuldbundið sig til að selja ekki fasteignina við Pósthússtræti 9 næstu þrjú árin nema með samþykki kaupanda. Ennfremur segir að eftir þann tíma skuli kaupandi hafa forkaupsrétt að eign- inni Pósthússtræti 9 eða einstökum hiutum hennar. Tekið er fram að viðræður hafi farið fram við Tóm- as um kaup á fasteigninni og að eignin hafi verið metin á 54 milljónir króna af fasteignasölu, sem mið- ast við 20-30% óverðtryggða útborgun án vaxta á 12 mánuðum. Eftirstöðvar eru verðtryggðar miðað við neysluvísitölu og 5-6% fasta ársvexti og greiðast á 12 til 15 árum. Gert er ráð fyrir að kaupandinn taki við eigninni 1. jánúar 1996. ■ Slæm umgengni/Cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.