Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D mttnaliflafeife STOFNAÐ 1913 267.TBL.83.ARG. MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Víðtækt samkomulag um frið í Bosníu næst fyrir tilstilli Bandai íkjamanna 60.000 manna NATO-her ætlað að tryggja frið í Bosníu Washington, London. Daily Telegraph. FORSETAR Serbíu, Króatíu og Bosníu staðfestu í gærkvöldi víð- tækt samkomulag um frið í Bosn- íu maraþon-samninga í Wright- Patterson-herstöðinni í Dayton í Ohio-ríki í gær..Um tíma leit út fyrir að samningar væru að fara út um þúfur og Bosníustríðið, sem staðið hafði í nær fjögur ár, héldi áfram. Þakkaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti Warren Christ- opher utanríkisráðherra sínum að sættir tókust. Þjóðarleiðtogar um heim allan fögnuðu niðurstöðunni og stjórnmálaskýrendur sögðu að um mikinn sigur væri að ræða fyrir Clinton forseta þótt enn ætti hann eftir að yfirstíga fjölda hindr- ana fram að forsetakosningunum að ári. „Við höfum náð áfanga sem margir töldu óhugsandi. Þeir hafa sameinast um að nú sé komið nóg eftir fjögurra ára eyðileggingu. Tími sé kominn til að stuðla að friði með réttlæti," sagði Christop- her í upphafi athafnarinnar í gær- kvöldi. Þar rituðu Slobodan Mi- losevic Serbíuforseti, Franjo Tudj- . man Króatíuforseti og Alija Izet- begovic Bosníuforseti friðarsam- komulagið. Við svo búið tókust þeir í hendur. Friðarsamningarnir, fjöldi fylgiskjala og um 100 landa- kort, þar sem markalínur yfirráða- svæða í Bosníu eru nákvæmlega skilgreindar, verða formlega und- irrituð með viðhöfn í París eftir 2-3 vikur. Um 60.000 manna herliði Atl- antshafsbandalagsins (NATO) er ætlað að tryggja framgang friðar- samkomulagsins í Bosníu. Gert er ráð fyrir að það dveljist í landinu í eitt ár. Þriðjungur heraflans verð- ur bandarískur. Um verður að ræða flóknustu aðgerð í sögu NATO og talið er að sex vikur taki að hrinda henni í fram- kvæmd. Verkefnið hefur . hlotið nafnið Fjallaskjöldurinn. í gær 4- Frakkar sprengja París Rcutcr FRAKKAR sprengdu fjórðu kjarnorkusprengjuna í til- raunaskyni í Suður-Kyrra- hafí í gærkvöldi. Ástralir og Nýsjálendingar mótmæltu sprengingunni harðlega en hún átti sér stað á Mururoa-kóralrifinu. Jafn- gilti hún því að sprengd hefðu verið 40.000 tonn af venju- legu sprengiefni. Talið var að fréttir um sprenginguna myndu hverfa í umfjöllun fjölmiðla um lyktir Bosníu- deilunnar. voru um 100 bandarískir sérfræð- ingar sendir af stað til Bosníu til að skipuleggja komu sveitanna. Glimir við þingið Fulltrúar um 40 þjóða, sem leggja munu sveitum NATO lið, koma saman í London 6.-8. desem- ber til að útfæra friðargæsluna. Fram að því mun Clinton forseti freista þess að vinna fylgi Banda- ríkjaþings við þau áform sín að senda 20.000 hermenn til Bosníu. Mun hann bíða með að tilkynna um ákvörðun þar til þingið hefur fengið tækifæri tíl að fjalla um málið. Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni, sagði að forsetinn ætti eftir að sýna fram á nauðsyn þess að senda hersveit- ir til Bosníu og krafðist „ná- kvæmra áætlana um brottför" þeirra sem ætti að eiga sér stað um svipað leyti og forsetakosning- ar fara fram í Bandaríkjunum. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, sýndi meiri sáttavilja en Dolé og sagðist myndi bjóða leiðtogum deiluaðila í Bosníu að tala máli_ friðargæslusveitanna í þinginu. í ljósi fjárlagadeilna að undanförnu og niðurskurðar þykir sýnt, að andstaða verði á Banda- ríkjaþingi við að verja um 1,5 milljarði dollara til eins árs friðar- gæslu i Bosníu og 500 milljónum dollara til endurreisnarstarfs. Talsmaður forsetans vildi ekki svara því hvort forsetinn myndi taka mestu áhættu ferils síns með því að senda sveitir til Bosníu án samþykkis þingsins. Undirritun í París Um það bil viku eftir Lundúna- fundinn er gert ráð fyrir að friðar- samningar verði formlega undir- ritaðir í París. Áköf átök um landamörk urðu til þess að tefja samkomulag síð- ustu sólarhringa. Enginn deiluað- Leiðtogar deiluaóila í samninga- viðræðunum í Dayton í Ohio féllust í gær á tillögu um frið- samlega lausn Bosníudeilunnar AÐALATRIÐISAMKOMULAGSINS Bosnia verður eitt ríki innan núgild- andi landamæra sem samanstendur af ríkjasambandi múslima og Króata og sjálfstjórnarsvæði Bosníu-Serba. Sarajevo verður óskipt og þar verður aðsetur rlkisstjórnar Bosníu. Lýðræðislega kjörin stjórn mun stjórna landinu ásamt þingi, embætti forseta og stjórnlagadómstól. Meintir stríðglæpamenn verða útilokaðir frá stjommálaþátttöku í Bosníu Um 60.000 manna fjölþjóðlegt œ herlið NATO mun fylgjast með £ framkvæmd friðarsamninganna. 3 Reuter FORSETAR (f.v.) Serbíu, Bosníu og Króatíu, Slobodan Mi- losevic, Alija Izetbegovic og Franjo Tudjman, staðfesta friðar- samninga í Dayton í gær. Af hálfu Bandaríkjanna ritaði Warr- en Christopher utanríkisráðherra stafi sína á það, Carl Bildt af hálfu Evrópusambandsins og af hálfu Rússa Igor ívanov aðstoðarutanríkisráðherra. ila fékk það sem hann nákvæm- lega vildi en niðurstaðan er sam- komulag um nokkurs konar ríkjasamband, Samband Bosníu- Hersegovínu, þar sem báðir sam- bandsaðilarnir munu reka eigin her og eigin lögreglu. Clinton sagði, að með sam- komulaginu lyki illvígustu stríðsátökum í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Enn er óleystur ágreiningur um Posa- vina-landræmuna, mjótt belti í norðanverðri Bosníu sem tengir saman yfírráðasvæði Bosníu- Serba. Verður þetta ágreinings- efni lagt í alþjóðlegan gerðar- dóm. Serbar hafa viljað að svæð- ið yrði breikkað í a.m.k. 20 kíló- metra. ¦ Stórt skref í átt/18 ¦ Bosnía eitt ríki/18 ¦ Einmana, gömuI/22-23 Díönu boðið til viðræðna London. Reuter. BRESKA konungsfjölskyldan bauð í gær Díönu prinsessu af Wales til viðræðna um framtíð- arhlutverk hennar, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún hafði lýst sjálfri sér sem fórnarlambi samsæris innan hallarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun- um eru Bretar almennt sammála um, að Díana hafi gert rétt í því að segja allt af létta um hjóna- bandserfiðleika þeirra Karls prins og ríkisarfa og talið er, að. það hafi nokkur áhrif á þá ákvörðun að bjóða henni heim í höllina. í viðtalinu við BBC viður- kenndi Díana að haf a haldið framhjá manni sínum og dró ekkert undan þegar hún lýsti öllum þeim vandamálum, sem upp hefðu komið. Kom þessi hreinskilni hennar á óvart og ekki siður, að henni skyldi vera boðið á eins konar sáttafund strax á eftir. , Andrew Morton, sem skrifaði bók um Díönu fyrir nokkrum á iiiin, sagði að með boðinu væri konungsfjðlskyldan að viður- kenna, að til að komast af yrði hún að ná samningum við Di- önu, sem hún og þegnarnir gætu sætt sig við. „Þau vitfa, að þess- um vopnaviðskiptum linni." ¦ Óhamingjusamt líf /20 Ásakanir um kosningasvik í Póllaudi Vilja að hæstiréttur ógildi kosningarnar Varsjá. Reuter. AÐSTOÐARMENN Lech Walesa, fráfarandi forseta Póllands, sökuðu í gær stuðningsmenn Aleksanders Kwasniewskis, sigurvegara kosn- inganna, um kosningasvik. „Við höfum ástæðu til að tala um kosningasvik," sagði Boguslaw Kowalski, talsmaður kosninga- skrifstofu Walesa. „Við ætlum að leggja fram viðeigandi beiðni til hæstaréttar." Þegar hann var spurður hvort dómstóllinn yrði beð- inn um að ógilda kosningarnar jatti hann því. Kowalski hélt því fram að einn af kjörstjórnarmönnunum í Varsjá hefði verið staðinn að verki við að bæta við bunka af kjörseðlum í kjörkassa. Kwasniewski fékk 51,7% atkvæða en Walesa 48,3%. Munurinn var um 600.000 at- kvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.