Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rcett um á Landsfundi ab hleypa karlmönnum inn í starf Kvennalistans, efna til samstarfs vib abra flokka eba leggja nibur vopn og snúa sér ab 1/jjHjjji rn. ,, ,11111 re-MU ND ■ Ég skal, ég skal, ég líka og . . . Blass segir atburðina á Vatnajökli hafa verið hræðilega „Lengi viss um að við myndnm deyja“ BLASS hefur sent íslenskum ferða- málayfirvöldum bréf með kröfu um að sett verði á stofn rannsóknanefnd vegna hrakninganna á Vatnajökli. í því lýsir hann meðal annars í stuttu máli hvemig þær koma honum fyrir sjónir og lýsir allri ábyrgð á hendur þeim sem að ferðinni stóðu. Blass segir að upphaf þessa „hræðilega atburðar“ megi tíma- setja á hádegi 20. ágúst, „þegar við vorum neydd til þess að yfirgefa snjóbflinn, þrátt fyrir mótbárur nokkurra úr hópnum, þar á meðal mínar, þar sem við gerðum okkur grein fyrir að veður hafði skipast skjótt í lofti og hindraði að upphaf- legri ferðaáætlun væri framfylgt. í ofsaveðri á hálum ís Eftir að við höfðum barist fyrir lífinu í ofsaveðri á hálum ís og brött- um, alsnjóuðum brekkum þangað tii við neyddumst loks til þess að skríða á fjórum fótum eftir jöklinum (vegna þess hversu kraftur vindsins var gríðarlegur) tókst okkur að finna sæmilegt skjól um klukkan 19.30 til 20.00. Okkur var loksins bjargað um kiukkan sjö næsta morgun vegna hæfni og átaks ís- lenskra björgunarsveita sem fundu okkur um nóttina og þyrluáhafnar sem flutti okkur á sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir Blass. Hann var útskrifaður frá Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. ágúst sl. og kveðst þá hafa verið með annars stigs kalsár á báðum hnjám, marbletti, snúinn á fæti og ekki haft neina tilfinningu að hluta í höndum og fótum. Tveimur mánuðum síðar gat hann að sögn ennþá ekki unnið og „neyðist til að dvelja heima við vegna stöðugra verkja, auk þess sem fullur bati er ekki tryggður". Hann segir að eiginkona sín hafi sloppið betur en hann, með mar- bletti, vægt kal og verki í hnjám, en alls hafí yfir tíu ferðamenn í hópnum meíðst. Mikið sálrænt áfall „Við vorum lengi viss um að við myndum deyja á jöklinum meðan stormurinn geisaði og hvorki hjálp né öruggur áfangastaður voru í sjónmáli. Menn geta því gert sér hið andlega áfall og sálrænar afleið- ingar þess í hugarlund," segir Blass. Hann segir að vegna tungumála- erfiðleika hafi hópurinn átt erfitt með að skilja fréttaflutning af hrakningum hópsins og þær spurn- ingar sem vöknuðu um skipulagn- ingu ferðarinnar í kjölfarið, en af því sem fyrir hann var túlkað hafi mátt ráða að leiðsögumaður þeirra og aðrir hlutaðeigendur kenndu ferðamönnunum um að vera van- búnir og ekki í nægjanlegu góðu líkamlegu ástandi fyrir jafn erfiða ferð._ „Ég vil eingöngu segja að þarna er um að ræða grófa tilraun af þeirra hálfu til að skjóta sér undan allri þeirri ábyrgð sem þeir báru á ótrúlegri röð rangra ákvarðana, brotum á grundvallaröryggisregl- um og dómgreindarbrest varðandi einfaldar staðreyndir sem leiddi næstum til dauða fjölda manna,“ segir Blass. ísraeli vísar allri ábyrgð á hendur aðstandenda ferðar á Vatnajökil Reiknar með hárri skaðabótakröfu „SÖKUM vanrækslu skipuleggjanda ferðarinnar, leiðsögumanns og stjómanda snjóbílsins, dómgreindar- leysis þeirra, röngu mati á aðstæðum og brotum á hefðbundnustu öryggis- reglum, týndum við næstum því lífi og slösuðumst ilia,“ segir Emanuel Blass, 50 ára ísraelskur verkfræðing- ur sem var ásamt eiginkonu sinni í hópi 26 eríendra ferðamanna sem lentu í hrakningum á Vatnajökli 20. ágúst sl. „Þarna var ekki um að ræða ein- hverja óviðráðanlega þætti á borð við að eldfjall taki skyndilega að gjósa heldur samsafn ótrúlegra mis- taka af manna völdum," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Endar fyrir dómstólum Blass hefur gert kröfu um að ís- lensk stjómvöld skipi rannsókna- nefnd sem kanni slysið tii hlítar. Hann hefur ákveðið að leita lagalegs réttar sín vegna ferðarinnar og þess sem úrskeiðis fór, en segir það velta á ákvörðunum lögfræðinga sem hann hafi samráð við hvaða aðili eða aðil- ar verði sóttir til saka, þ.e. eingöngu ísraelska ferðaskrifstofan sem seldi ferðina, eingöngu Samvinnuferðir- Landsýn sem skipulagði ferðina og seldi til ísraelsku ferðaskrifstofunnar eða bæði fyrirtækin. „Málið endar fyrir dómstólum, það er með öllu ljóst," segir Blass og fullyrðir að aðrir ísraelar í hópnum íhugi einnig lögsókn og að haft verði samband við aðra ferðafélaga þeirra frá öðrum löndum. Hann segir að umtalsverðra skaðabóta verði krafíst og muni skaðabótakrafa að öllum líkindum byggjast bæði á kostnaði vegna misheppnaðrar ferðar, þján- ingabótum og örorkumati. Nýr rektor MH Vill samræmd próf í fram- haldsskóla ERU breytingar í vændum í skólastarfi Menntaskólans við Hamrahlíð? „Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur ákveðna sérstöðu _ meðal framhalds- skóla á íslandi vegna þess að hann skipulagði á sínum tíma, fyrstur allra, alla kennslu í svonefndu áfangakerfi. Allt starf og öll þróunarvinna hefur síðan dregið dám af þeirri miklu breytingu sem felst í því að hverfa frá bekkjarheildinni og skipuleggja allt nám út frá einstaklingnum. Engar stórvægilegar breytingar eru á döfínni hvað snertir almennt skólastarf í MH. Ég mun beita mér fyrir því að skólinn verði áfram öflugur bóknámsskóli, þar sem nemendum gefst kostur á því að setja sitt mark á námið og und- irbúa sig' fyrir þá framtíð sem bíður þeirra.“ - Hefur Menntaskólinn við Hamrahlíð ennþá sérstöðu ískóla- kerfi okkar? „Hann var á sínum tíma skil- greindur sem tilraunaskóli og ævinlega stóð til að gera úttekt á starfsemi skólans og þá sérstak- lega sjálfu áfangakerfinu, hvernig það kæmi út í raun. Sú úttekt hefur enn ekki farið fram en það þarf nauðsynlega að gera hana. Aðeins þannig er hægt að bera saman árangur áfangakerfisins og gamla bekkjakerfisins. Skólinn hefur sérstöðu vegna þess að hann hefur á undanfömum árum þróað áfram áfangakerfíð svo upphaflegu markmiði þess verði náð og innan Menntaskólans við Hamrahlíð er mikill áhugi fyrir því að þróa þetta kerfí áfram og halda áfram tilraunum í skóla- starfi.“ - Er áfangakerfið íslensk upp- finning? „Já, ég held ég verði að telja það. Kennarar Menntaskólans við Hamrahlíð hafa þróað hugmynd- ina undir stjóm Guðmundar Arn- laugssonar, fyrsta rektors hans. Ef einhvers staðar ætti að leita fyrirmynda þá væri það helst í Bandaríkjunum. Á síðustu árum hafa menntamálayfirvöld í Sví- þjóð sýnt þessari skólagerð, áfangakerfinu, mikinn áhuga og hafa Svíar komið í fjölmargar heimsóknir til þess að kynna sér íslenska framhaldsskóla. Þeir hafa ákveðið að taka upp áfanga- kerfi í sænskum framhaldsskól- um. Það er ekki nokkur vafi á að fyrirmynd þeirra er íslenski áfangaskólinn. Þeirra sjónarmið er að fjöl- þætt samfélag nútím- ans krefjist þess að í framhaldsskólum verði tekið mið af þörfum hvers einstaklings. _____ Hinn mátinn, að skil- greina námsmarkmið út frá hópi nemenda (bekkjarheild), er þar með dæmdur úr leik.“ - Hver er helsta sérstaða áfangakerfisins? „Það er einstaklingsbundið nám þar sem nemendum er gefinn kostur á fjölbreyttum möguleik- um sem samræmast getu þeirra, áhuga og ekki síst framtíðará- formum. Það er að skipuleggja sveigjanlegt skólastarf þar sem nemandinn ræður að verulegum hluta innihaldi og samsetningu Sverrir Einarsson ► Sverrir Einarsson hefur verið settur rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð frá 1. janúar að telja. Sverrir er fæddur á Selfossi árið 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1971, fil. cand. prófi frá há- skólanum í Stokkhólmi og kennaraprófi frá Kennarahá- skólanum í Stokkhólmi árið 1977. Hann var einn vetur við skólastjórnarnám við háskól- ann í Örebro í Svíþjóð. Hann hefur kennt við Menntaskólann í Hamrahlíð frá 1979. Hann er kvæntur Karólínu Huldu Guð- mundsdóttur og eiga þau tvö börn. Sverrir á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Nemendum skipt í hópa í samræmi við árangur námsins, samtímis því sem hann axlar þá ábyrgð sem því fylgir. Það er að taka tillit til mismun- andi þarfa nemenda, svo sem hæfni þeirra og þekkingar, reynslu og áhuga. Eitt markmiðið er líka að vinna að stöðugum endurbótum og breytingum á námi og skipulagi náms í sam- ræmi við þróun og breytingar í samfélaginu." Sýnist þér vera breyting í vændum í íslenska framhalds- skólakerfinu? „Já, ég held að ég verði að telja það því fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um nýjan framhalds- skóla. Þar er tekið á fjölmörgum þáttum skólastarfs, sem fyrst og fremst snúa að verknámsskólum en snerta vissulega bóknámsskóla einnig. Ég er hlynntur því að nemendum verði skipt í hópa við upphaf framhaldsnáms í sam- ræmi við námsárangur við lok grunnskóla. Skólinn er til fyrir nemendur og þeim er enginn greiði gerður með því að vera leiddir inn á bóknámsbrautir sem þeir hafa engar forsendur til að geta lokið. Tvennt er til ráða, ”~'“ annaðhvort að leiða þá nemendur inn á aðrar námsbrautir með öðrum skilgreindum mark- miðum eða þá að undirbúa nem- endur enn frekar undir framhalds- námið. Þá er ég og hlynntur því að koma á samræmdum prófum í framhaldsskólum en tel jafnframt að þau verði að vera skipulögð á forsendum framhaldsskólans sjálfs. Framhaldsskólar í dag eru mjög ólíkir bæði hvað snertir námsframboð og námskröfur og full þörf er á því að koma upp innra námsmati í þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.