Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 27 FJÖLMIÐLUN Norræn ráðstefna um Norðurlöndin ffegn kynþáttafordómum haldin í Espo MYNDIR skipta ekki síður máli en texti í umfjöllun dagblaða. SJÓNARHORNIÐ er annað hér, ekki satt? Hér eru innflyljendur sýndir frá einu sjónarhorni. Fjölmiðlar bregðast inn- flytj endmn Yfir hundrað sérfræðingar og fjölmiðlafólk frá Norðurlöndunum og öðrum Evrópulönd- um sóttu ráðstefnuna Norðurlöndin gegn kynþáttafordómum í Espo í Finnlandi fyrir skömmu. Anna G. Olafsdóttir segir hér frá umræðunum og niðurstöðum ráðstefnunnar. NORRÆNIR fjölmiðlar hafa brugðist íbúum af erlendum uppruna í umfjöllun sinni. Fagfé- lög eiga að stuðla að umræðu um hvernig haga beri umfjöllun frá degi til dags og segja frá hlutskipti íbúanna. Hver fréttamaður getur lagt sitt á vogarskálarnar með því að gera sér far um að kynnast íbú- um frá öðrum menningarsvæðum. Með því móti verður hægt að draga úr kynþáttafordómum og brúa hið ósýnilega bil fjölmiðlanna milli „okkar“ og „þeirra“, þ.e. gömlu íbúanna annars vegar og innflytj- endanna og litaðra afkomenda inn- flytjendanna hins vegar. Niðurstað- an að ofan er fengin af sam- norrænni ráðstefnu undir yfirskrift- inni Norðurlöndin gegn kynþátta- fordómum í Espo í Finnlandi fyrir nökkru. Áhrif efnahagskreppu Ráðstefnan var kostuð af Norð- urlandaráði og voru flestir af yfir 100 fulltrúum frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum þremur. Fyrirlesarar voru ýmist úr þeim hópi eða komnir lengra frá, t.d. frá Hollandi og Bretlandi. Fyrri daginn vakti fyrirlestur prófessors Charles Husbands frá Bradford-háskóla sérstaka athygli ráðstefnugesta. Husband rakti vaxandi kynþátta- hatur til efnahagskreppunnar í Evr- ópu síðustu tvo áratugi. Hann sagði að breskur almenningur hefði verið hvattur til að leita sér fremur fyrir- myndar í glæstri fortíð en brot- gjörnum heimi nútímans. Afleiðing- in væri sú að þjóðernishyggju yxi fiskur um hrygg og ekki væri langt bil á milli hennar og kynþáttahat- urs. Stóra spurningin fælist í því hvort fjölmiðlar hefðu bolmagn til að veita nauðsynlegt aðhald þegar ekki væri hægt að treysta stuðningi annarra stofnana í þjóðfélaginu. Husband fer í smiðju Teun van Dijk til að gefa hugmynd um hvaða mynd fjölmiðlar gefa af innflytjend- um. Dijk segir að fjölmiðlar láti líta út fyrir að innflytjendur séu alvar- legt vandamál, ógnun eða innrás og aldrei eftirskóknarvert framlag til samfélags, efnahagskerfis og lýðræðis Vestur-Evrópu. Almennt sé innflytjendum lýst á neikvæðan hátt. Fjölmiðlar ýti undir eða láti vera að gagnrýna takmörkuð rétt- indi innflytjenda. Innflytjendur, sér- staklega ungir karlar, séu oft tengdir glæpum á borð við þjófn- aði, uppþot, vændi og ólöglegri sölu og neyslu eiturlyfja. Hins vegar sé litið framhjá kynþáttafordómum í daglega lífinu og nánast ekkert fjallað um hlutskipti minnihluta- hópa. Talsmenn og sérfræðingar í hópi minnihlutans hafi verri aðgang að fjölmiðlum og séu sjaldnar innt- ir álits í þjóðfélagsumræðunni. Óréttlát mynd Að loknú erindi Husbands fluttu fulltrúar Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar erindi um kynþáttafordóma í fjölmiðlum. Niðurstöðurnar voru mjög í takt við niðurstöðu Teun van Dijk. Rifjað var upp að oft enduðu stuttfréttir af vasaþjófnaði eða innbrotum á þann veg að maður, dökkur yfirlit- um, líklega útlendingur hefði sést hlaupa frá vettvangi. Einn frum- mælendanna spurði hvort fréttirnar endurspegluðu raunverulegan hlut litaðra í glæpum og komst að því að svo var ekki. Fjölmiðlar virtust samt hafa tilhneigingu til að segja frekar frá smáglæpum ef litaðir áttu hlut að máli en aðrir. Sameigin- leg niðurstaða frummælandanna var sú að forðast skyldi að gera grein fyrir uppruna geranda eða þolanda nema upplýsingarnar hefðu augljósa þýðingu fyrir atburðarás- ina. Frummælendur voru sammála um að efla þyrfti tengsl fjölmiðla við íbúa frá öðrum löndum og stungið var upp á því að þeim væri sérstaklega boðið til umræðna um umfjöllun einstakra miðla. Önnur leið til að efla tengslin var að margra mati að kanna hvernig hægt væri að fjölga innflytjendum í fjölmiðlastéttinni. Christian Cat- omeris tók fram að á sama tíma og 18% Svía teldust til afkomenda innflytjenda teldust aðeins 5 til 10% fréttamanna til sama hóps. Hlutfall- ið væri jafnvel enn lægra eða 6% ef litið væri til yfirmanna á fjölmiðl- um. Fundarmenn voru ekki á eitt sáttir um hvort raunhæft væri að gera ráð fyrir að fyrsta kynslóð innflytjenda starfaði við fjölmiðla. Ymsir töldu að tungumálið yrði þeim fjötur um fót og tóku fram að málhaltur innflytjandi í fjölmiðl- um yrði síst til að rétta hlut innflytj- enda eða minnka kynþáttafordóma. Aðrir ráðstefnugestir, og þeirra á meðal fulltrúar fyrstu kynslóðar innflytjenda í fjölmiðlastétt, vísuðu staðhæfingunni alfarið á bug og sökuðu fjölmiðlana um að vísa vel- menntuðu ijölmiðlafólki með inn- flytjendabaggrunn frá á gmndvelli útlits og/eða uppruna. Bart Top frá hollenska blaða- mannafélaginu vakti athygli ráð- stefnugesta á því að meira að segja hlutfall þriðju kynslóðar innflytj- enda væri of óeðlilega lágt. Hann sagði að við eftirgrennslan hefði komið í ljós að ástæðan lægi ekki síst hjá foreldrum eða annarri kyn- slóð innflytjenda. Þeir teldu að með því að velja hefðbundnari störf væri börnunum tryggð betri Iífsaf- koma og öryggi. Hjá Top kom fram að með hliðsjón af þessum niður- stöðum hefði foreldrum barna á framhaldsskólastigi með innflytj- endabakgrunn verið sendur kynn- ingarbæklingur um hlutverk fjöl- miðla. „Mein Kampf“ kvöldsagan Inna Rogatchi dró ekkert undan í umfjöllun sinni um kynþáttahatur í rússneskum fjölmiðlum. Hún sagði að þó að löggjöfin væri fyrir hendi, t.d. væru grundvallarmannréttindi tryggð í fallegum kafla nýju stjórn- arskrárinnar, væri aðeins hægt að segja að 10 á móti yfir 100 dagblöð- um væru laus við vaðandi kynþátta- fordóma. Stjórnvöld lyftu ekki fingri til að koma í veg fyrir að óréttlætið héldi áfram og raunar bæru þau ábyrgð á útgáfu 90 til 95% þessara dagblaða. Orðum sín- um til stuðnings nefndi Rogatchi nokkur dæmi úr rússneskum dag- blöðum. Hún sagði að í tímaritinu Ég er slafi og dreift er í 50.000 eintökum hefði öll eistneska þjóðin verði kölluð þjóð kaupenda og selj- enda stolins varnings og „lnform“, vinsælt tímarit í Pétursborg, kallaði sömu nágranna ömurlega dverginn. Fordómamir beinast mest að gyð- ingum, Eystrasaltsþjóðunum, fólki af asískum uppruna og frá Kákasus svo ekki væri minnst á vestrið „með sín heimskulegu gildi“ eins og Rog- atchi lýsir viðhorfi rússnesku fjöl- miðlanna gagnvart íbúum í Vestur- Evrópu. Hún gleymir ekki útvarps- stöðvunum og segir að sumar hveij- ar útvarpi heilu dagskránum fullum af kynþáttahatri. „Mein Kampf“ var kvöldsaga einnar útvarpsstöðvar- innar á tímabili. Rogatchi spurði hvernig gæti verið nauðsynlegt að byggja upp eigin sjálfsímynd með því að niður- lægja aðra og tók fram að ábyrgð rússneskra fjölmiðla væri jafnvel meiri en fjölmiðla í öðrum löndum því þjóðin hefði lært að trúa því að allt ritað mál færi í gegnum stjórn- völd og gæti því ekki verið lygi, rusl eða falið í sér smánun o.s.frv. Hún var ekki lengi að telja upp nöfn blaðamanna sem halda uppi áróðri gegn kynþáttahatri í Rúss- landi og hvatti aðra blaðamenn til að hjálpa þeim og vísa óhróðrinum á dyr. Skoðanamunur Eftir erindi frummælendanna kom í ljós að nokkur skoðanamun- ur var á meðal ráðstefnugesta á því hveiju ráðstefnan ætti að skila. Skipuleggjendurnir lögðu megin- áherslu á að ráðstefnugestir yrði nokkru fróðari eftir ráðstefnuna og miðluðu af'þeim viskubrunni til starfsfélaganna heima fyrir. Aðrir álitu að ráðstefnan hefði litlu bætt við þekkingu manna á vandamál- inu enda væru allar hliðar vanda- málsins löngu þekktar. Nú væri hins vegar tími til kominn að láta hendur standa fram úr ermum og ráðast að vandanum. Þó að ekkert yrði úr því að kæmi fram raunhæf áætlun um hvernig bæta mætti ástandið gátu gestirnir orðið nokkurs vísari á því að glugga í bæklinga frá hinum ýmsu aðilum. Einn af bæklingun- um „Balance or Blunder", sem unninn er af starfshópi á vegum hollenska blaðamannafélagsins, varar blaðamenn við ýmsum gildr- um. Blaðamaðurinn er minntur á að nefna ekki kynþátt, þjóðerni, menningu eða upprunaland nema upplýsingarnar skipti máli í sam- henginu. Ef ummæli feli í sér kyn- þáttafordóma sé nauðsynlegt að gefa skýrt til kynna að ekki sé um staðhæfingu að ræða. Forðast skuli alhæfingar og fara beri gætilega við að nefna tölur og staðreyndir varðandi innflytjendur. Vel þarf að gæta að því hvaða sjónarhorn er valið þegar sagt er frá atburðum og reyna að forðast að flokka íbúa í hópa. Hjá íslensku fyrirlesurum kom fram að íslendingar hefðu ekki tekið á móti mjög mörgum flóttamönnum til þessa. Á því væri hins vegar fyrirsjáanleg breyting því Islendingar hefðu tekið ákvörð- un um að taka á móti 25 flótta- mönnum á ári næstu árin. íslensku fulltrúarnir sæktu því ráðstefnuna fyrst og fremst til að hlusta og reyna að læra af reynslu annarra Norðurlandaþjóða. Þó ekki væri hægt að segja að íslenskir fjölmið- ar væru alsaklaust þegar litið væri til umfjöllunar um minnihlutahópa gætum við hugsanlega sloppið vð að reka okkur jafn oft á og norræn- ir frændur okkar. Birt hætt- ir hjá BBC London. JOHN BIRT, framkvæmda- stjóri BBC, hyggst láta af störfum eftir einhveijar víð- tækustu breytingar í sögu fyrirtækisins að sögn brezkra blaða. Birt hefur sagt að hann muni segja af sér eftir tíu ára störf hjá fyrirtækinu, þegar samningur hans renn- ur út eftir tvö ár. Hann starfaði hjá London Weekend Television áður en hann var ráðinn varafram- kvæmda- stjóri BBC í marz 1987. Styrr hefur staðið um Birt, sem hefur verið sakaður um ráðríki. í febrúar 1993 virtist framtíð hans í hættu vegna uppljóstrana um undanskot frá skatti. Hann hefur 264.000 pund í laun á ári. Þrír menn eru einkum tald- ir koma til greina í fram- kvæmdastjórastöðuna þegar Birt hættir: Michael Grade, framkvæmdastjóri fjórðu rás- arinnar Channel 4, David El- stein, dagskrárstjóri Sky- sjónvarpsstöðvarinnar BSkyB, og Bob Phillis, stað- gengill Birts. Birt er fimmtugur og varð framkvæmdastjóri í janúar 1993 í stað Michaels Check- lands. Hann stóð fyrir því að þúsundum starfsmanna var sagt upp störfum, hleypti af stokkunum útvarpsrásinni Radio 5 Live, stöðvaði fram- leiðslu umdeilds framhalds- myndaflokks, Eldorado, og beitti sér fyrir gerð gæðaefn- is. Hann hefur á pijónunum fyrirætlanir um sjónvapsrás, sem sendir fréttir allan sólar- hringinn, og stafræn sjón- varpsnetkerfi. ísland ÍMTV TÓNLISTARSTÖÐIN MTV hefur undanfarna daga sýnt fréttaþátt um íslenska dægurtónlist. í þættinum kemur fram að þrátt fyrir að á landinu búi aðeins rúmur fjórðungur úr milljón manna sé hér blómlegt tónlistarlíf. Fólksfæðin er ekki talin til vansa því hér á landi sé til- tölulega auðvelt að verða poppstjarna. Fréttamaður MTV taldi íslenska popptón- list öðru fremur einkennast af fjölda góðra söngkvenna. í þættinum eru viðtöl við nokkra tónlistarmenn og sýnt er úr myndböndum og frá tónleikum hljómsveita. Meðal þeirra sem fram koma á MTV eru Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur B. Þorvaldsson, Móeiður Júníusdóttir og Ey- þór Arnalds, Davíð Magnús- son og Svala Björgvinsdóttir úr Bubbleflies, Emiliana Torrini, Þór Eldon og Heiða úr hljómsveitinni Unun. Af þættinum má ráða að frægð Bjarkar Guðmunds- dóttur hefur beint sjónum poppheimsins að íslensku tón- listarlífi svo um munar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.