Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 37 HULDA PÉTURSDÓTTIR + Hulda Hraun- fjörð Péturs- dóttir, bóndakona og rithöfundur að Útkoti, Kjalarnesi, var fædd að Ytri- Tröð, Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, 24. apríl 1921. Hún andaðist í Landspít- alanum 14. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar Huldu voru Pétur Hraunfjörð son, f. d. 5.3. 1957, skip- stjóri og verkamaður í Reykja- vík, og Sigurást Kristjánsdóttir (Ásta), f. 6.6.1891, d. 27.7.1980, húsmóðir. Pétur var sonur Jóns Jóhannessonar, bónda á Ber- serkjaeyri í Eyrarsveit, og Guð- laugar Bjarnadóttur frá Hraun- holtum í Kolbeinsstaðahreppi. systur Vigdísar, móður Sveins Bjarnasonar (Edgar Holger Cahill) listfræðings I Bandaríkj- unum. Bróðir Bjarna í Hraun- holtum var Vísinda-Kobbi, langafi Guðbergs Bergssonar. Hulda giftist 12. október 1940, Alfreð Hólm Björnssyni, f. 15.7. 1915, vörubílstjóra, bónda og frístundamálara. Alfreð er son- ur Björns Jónssonar frá Strýtu, bónda á Stakkhamri á Snæfells- nesi, og Stefaníu Kristjánsdótt- ur frá Vopnafirði, af Fjalla- bræðraætt. Börn Huldu og Al- freðs: Hafsteinn Pétur, f. 29.1. 1941, bóndi, Fíflholtum, V-Landeyjum. Kona hans er Guð- rún Jóhannesdóttir og á hann fimm börn. Óskirt mey- barn, f.18.7. 1942, d. 22.8. 1942. Óskar Mar, f. 7.2. 1944, rekur varahluta- verslun. Hans kona er Helga Valdi- marsdóttir og eiga þau þijú börn. Sæ- mundur Unnar, f. 26.2. 1945, vörubíl- stjóri. Hans kona er Dagbjört Flór- entsdóttir og eiga þau þijá syni. Stjúpsonur Huldu er Björn Reynir, f. 2.5. 1937. Hans kona er Erla Jósepsdóttir og á hann átta börn. Fósturdóttir Huldu er Kristín Huld Skúladóttir, búsett í Danmörku. Systkini Huldu: Yngvi, f. 29.10.1914, d. 8.10.1955, Pétur Kristinn, f. 1.12. 1916, d. 29.7. 1917, Hugi, f. 17.7. 1918, d. 23.2. 1989, Pétur, f. 4.9. 1922, Unnur, f. 26.2. 1927, Ásta Mar- ía, f. 30.6. 1928, d. 27.12. 1929, Guðlaug, f. 20.4. 1930, Ólöf, f. 10.7. 1932. Hulda hélt málverkasýning- ar með listmálaraklúbbi Mos- fellsbæjar 1977, í Útkoti á Kjal- arnesi 15. júlí 1990 og 1995, á Djúpuvík 1990 og á Djúpavogi 1990. Útför Huldu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. SUMARDAGINN fyrsta, þann 24. apríl 1921, geisaði stórhríð í Grund- arfirði. Ung hjón, Ásta og Pétur, voru þá í þurrabúð í Ytri-Tröð í Eyrarsveit. Pétur hafði fengið að reísa timburstofu framan við litla torfbæinn sem var eitt stafgólf. Þar bjó þá Elísabet Hjaltalín, ekkja Konráðs, bróður Péturs, ásamt fjór- um börnum þeirra. Pétur var skip- stjóri á skútum og var því mikið að heiman. Ástu fannst gott að hafa Elísabetu hjá sér. Enginn hiti var í timburstofunni, en stór mó- kynt eldavél var í torbænum, og nutu Ásta og börnin hennar ylsins þaðan. Þennan fyrsta sumardag tók Ásta léttasótt. Ógerningur var að sækja ljósmóður vegna veðurofs- ans. Elísabet tók því á móti litlu stúlkunni sem skírð var Hulda. Reyndar vildu foreldrarnir láta hana heita Báru, en það líkaði presti ekki. Þegar Hulda var nokkurra mánaða gömul var henni komið í fóstur til föðursystur sinnar, Marcíu Jónsdóttur að Naustum í sömu sveit, og hjá henni dvaldist hún til fjögurra ára aldurs. Var ætíð mjög kært með þeim. Fram undir 1940 var algengt meðal alþýðufólks hér á landi að fjölskyldur væru sundrað- ar um lengri eða skemmri tíma vegna atvinnuleysis. Foreldrar Huldu fóru ekki varhluta af erfið- leikum þessara ára, fiskleysi, léleg- um skipastól og bágu húsnæði, sem oft olli heilsuleysi og barnadauða. Þegar Hulda var sex ára brenndist hún illa á fæti við það að sjóðandi vatn helltist yfir hana. Þá voru engar sjúkratryggingar til, og stúkufélagar föður hennar efndu til kaffisölu og færðu Landakoti ágóð- ann. Á Landakoti lá Hulda í þijá mánuði. Þar var fóturinn strekktur og tekið var skinn af lærinu og grætt á sárin, en fullan bata fékk hún ekki fyrr en hjá Erlingi Filipp- ussyni. Á tíunda ári var Hulda ráðin í vist til barnagæslu og húsverka. Þegar hún var fimmtán ára réðst hún sem léttastúlka á sveitabæ austur í Grafningi. Þar veiktist hún af hálsbólgu og fékk háan hita. Ekki þótti ástæða til að stelpan lægi í rúminu, hún varð að sinna sínum verkum. Hún sagði seinna að þá hefði hún trúlega fengið liða- gigt sem þjáði hana alla tíð og átti þátt í að hjartasjúkdómur hennar var henni svo erfiður sem raun bar vitni. Á árinu 1959 greindist Hulda með hjartalokugalla, og var hún send í aðgerð til Kaupmannahafn- ar. Þá uppgötvuðu læknar að hana vantaði gollurshúsið utan um hjart- að. Hún var þá eina tilfellið sem vitað var um í heiminum. Læknirinn sem sendi hana í aðgerð sagði við hana: „Og þér hefðuð auðvitað aldr- ei getað átt börn.“ Hún svaraði að bragði: „Ég átti nú samt fjögur." Hulda og Alfreð kynntust í kaupavinnu á Minna-Hofi í Gnúp- vetjahreppi. Hún var þá aðeins átj- án ára. Alfreð varð maðurinn í lífi hennar. Þau voru fallegt par, Hulda og Alfreð, þegar þau gengu í hjpna- band hjá borgardómara þann 12. október 1940. Þau voru því búin að vera saman í blíðu og stríðu í 55 ár. Á árinu 1944 keyptu þau sér lítinn sumarbústað með erfðafestu- landi í Kópavogi. Þar var þá orðið nokkuð um að alþýðufólk gæti byggt sér hús eftir efnum og að- stæðum. I Kópavogi var hvorki vatn, rafmagn né gatnakerfi. Alfreð ók þá vörubíl og kom heim á kvöld- in með vatn á þijátíu lítra mjólkur- brúsa. Allan þvott varð að fara með í þvottalaugarnar í Laugardal. Það má undrum sæta að fíngerð kona eins og Hulda, með þennan með- fædda sjúkdóm, skyldi komast af við svo erfið lífsskilyrði, en glað- lyndi, kjarkur, bjartsýni og skop- skyn fleytti henni áfram. Hún lét aldrei deigan síga. Víl og vol var henni ekki eiginlegt. Eina dóttur eignuðust þau Alfreð, sem fyrr seg- ir, og misstu þau hana í vöggu- dauða sex vikna gamla. Það var sár sem aldrei greri um heilt. Á fardög- um 1950 skiptu þau Alfreð á íbúð- inni í Kópavoginum og jörðinni Útkoti á Kjalarnesi. Reykjavíkur- mærin Hulda reyndist fyrirmyndar- bóndakona. Alfreð stundaði vega- vinnu á sumrum, en hún rak búið af miklum dugnaði. Árið 1978 efndi Útvarpsráð til ritgerðasamkeppni um reynslu og kynni fólks af hernáminu. Alls bár- ust sextíu ritgerðir, en Hulda var hlutskörpust og hlaut fyrstu verð- laun. „Frásögn hennar lýsir fjöl- skyldulífi á venjulegu, reykvísku heimili á persónulegan hátt og áhrifum hemámsins á hversdagslíf fólks, atvinnu og hugsunarhátt. Frásögn hennar er krydduð nokk- urri kímni, mannleg og lýsandi,“ segir í fréttatilkynningu frá Ríkis- útvarpinu. Um mitt ár 1976 veiktist Hulda aivarlega og var lögð inn á Borgar- spítalann. Á útmánuðum 1977 gekkst hún undir hjartaaðerð, og þá í Lundúnum. Læknavísindum hafði fleygt fram, og þá tókst að setja í hana hjartalokur úr stáli. Þegar Hulda fór til Lundúna var svo til nýfarið að senda íslendinga þangað í hjartaaðgerðir. Öll aðstaða sjúklinga var mjög frumstæð miðað við það sem þekktist á íslenskum sjúkrahúsum. Hún var til dæmis sett beint af gjörgæslu á tuttugu manna stofu. Tjaldað var í kringum rúmið og starfsstúlka sat í horni stofunnar til að fylgjast með sjúkl- ingum. Þama lá Hulda í fjórar vik- ur, fárveik og með háan hita. Allan þann tíma var henni aldrei hjálpað við að þvo sér um hárið. Svo fór að grafa í skurðinum. Tók nú Hulda til sinna ráða. Hún sló niður hita- mælinn, því að hún var viss um að kæmist hún heim til íslands yrði allt gott. Heim komst hún, og mik- ið dásamaði hún íslenskt hjúkrunar- fólk og íslensk sjúkrahús. Eftir þetta naut Hulda sæmilegr- ar heilsu um nokkurra ára skeið. Þá ferðuðust þau Alfreð mikið inn- anlands, sem utan og fóru m.a. til Kanada ásamt Stefaníu, móður Al- freðs, Sæmundi syni sínum og Dag- björtu konu hans. Þar eignuðust þau marga vini sem heimsóttu þau ■hingað til lands. Þau Alfreð fóru í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Málaraklúbb Mosfellsbæjar. Þar naut handbragð Huldu sín vel. Hún málaði meðal annars myndir af þvottalaugunum í Reykjavík og konum við vinnu þar. Táknrænar myndir um verklag fyrri tíma. Hulda var hluta úr vetri í Alþýðu- skólanum í Reykjavík. Hún lærði tungumál gegnum útvarpið, fór á sauma- og sníðanámskeið og lærði íslenska þjóðbúningagerð hjá Mar- gréti Gissurardóttur. Hún gat töfr- að fram fallegustu föt úr gamalli flík, málað á postulin og búið til muni úr leir. Síðast en ekki síst átti hún jafnan létt með að tjá sig í riti. Hún tók saman niðjatal Ólaf- ar Finnsdóttur á Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði og Jóns Þórarinssonar í Þorbjarnartúni í Stafafellshjáleigu í Lóni. Hún skrifaði. fjöldann allan af greinum, auk afmælis- og minn- ingargreina. Þá skrifaði Hulda nokkrar smásögur. Um 15 ára skeið vann Hulda við það í ígripum að afla sér heimilda um sögu þvottakvenna í Laugar- dalnum, aðbúnað þeirra og störf vetur, sumar, vor og haust. Ritverk- ið nefnir hún „Gullkista þvotta- kvenna", og er Margrét Guðmunds- dóttir sagnfræðingur að vinna að útgáfu bókarinnar á vegum Árbæj- arsafns. Gestkvæmt var að Útkoti og ófá- ir eru þeir sem leituðu ráða hjá Huldu. Hún var greind kona, stillt og dagfarsprúð, alþýðukona sem aldrei bognaði og lét amstrið ekki smækka sig. Þau hjón fóstruðu son- arbörn sín, Huldu og Alfreð Haf- steinsbörn, og voru miklir kærleikar með þeim, ennfremur Kristínu Huld Skúladóttur. Reyndist hún þeim sem besta dóttir. Einnig voru mikl- ir kærleikar með Huldu og Birni, stjúpsyni hennar, sem reyndist henni ætíð sem besti sonur. Milli okkar systkinanna var alltaf mikil samheldni. Hulda og Pétur voru næst að aldri og mjög náin. Svo einkennilega vildi til að þau fóru bæði í hjartaaðgerð í Lundúnum sama árið. Foreldrum okkar var hún nærgætin og góð dóttir, og tengda- fólki sínu mjög kær. Fyrir átta árum reisti Óskar sonur hennar fjölskyldu sinni hús í Kjalarneslandi. Var Helga, kona Óskars, Huldu mikil stoð þessa síðustu mánuði. Hulda var vinstrisinnuð og virkur félagi í Alþýðubandalaginu, einlæg- ur félagshyggjumaður og her- námsandstæðingur. Hún var í fram- boði til sveitarstjórnar á Kjalarnesi í hópi félagshyggjufólks. Hún starf- aði með kvenfélagi Kjalarness og sat í stjórn þess, einnig í safnaðar- nefnd Saurbæjarkirkju og var gjald- keri hennar í mörg ár. Hulda og Alfreð voru forgöngumenn um lag- færingu á kirkju og kirkjugarði í Saurbæ. Seinustu sex árin voru Huldu samfelld þrautaganga. Hún var oft- ar en eklri inni á Landspítalanum, oft alvarlega veik, en hennar góði læknir, Magnús Karl Pétursson, sinnti henni af stakri alúð. Á vor- dögum 1993 gekkst Hulda undir kransæðaaðgerð, og var það þriðja hjartaaðgerð hennar. Hulda systir er nú komin út á grænar grundir óminnislandsins, og þar gengur hún eflaust með dóttur sína sér við hönd. Hún skilur eftir sig traustan minnisvarða, söguna um þvottakonurnar sem í íslensku þjóðfélagi voru skör lægri en þeir smæstu. Blessuð sé minning mætr- ar konu. Starfsfólk hjartadeildar Landspítalans, hafið kæra þökk fyrir góða umönnun og nærfærni við okkar elskuðu Huldu. Guðlaug Hraunfjörð Pétursdóttir. Jæja, hún er komin stundin sem ég var að vona að ég þyrfti ekki að ganga í gegnum - að kveðja þig, elsku besta amma mín. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta ykkur afa bæði í sveitinni. En ég þykist nú vita að þú eigir eftir að fylgjast með okkur úr fjarlægð eða frá þín- um stað. Ég vil þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman í sveitinni, um leið og ég rifja upp fyrir mér tímaria með þér. Ég man sumarið 1983, þá var ég aðeins á þrettánda ári þegar ég kom og dvaldi sumarlangt hjá ykkur afa. Á þeim tíma var ég ekkert á því að eyða heilu sumri svo langt frá vinum mínum meðan allir mínir vinir léku sér eitthvað í bænum. En strax og ég kom til ykkar og síðan þá hef ég aldrei séð eftir því. Á þessum tíma átti ég bróður sem var aðeins eins og hálfs árs og var og er mér mjög kær, og mig langaði ekki að fara frá honum og láta einhveijar stelpur úr hverfinu passa. Ég vildi alltaf vera að gefa honum eitthvað og gera eitthvað með honum. Og ein- mitt þarna í sveitinni stakkst þú upp á því að ég myndi sauma eitt- hvað á hann. Ég hafði eiginlega aldrei komið nálægt saumavél, en þú varst ekki lengi að kenna mér á hana. Þú fórst og náðir í efni svo ég gæti byijað og ég ákvað að sauma stuttsmekkbuxur. Mér gekk nú ágætlega svona til að byrja með en eins og ég á til, þá var ég eitt- hvað að flýta mér, því að ég vildi gefa honum þetta sem fyrst. Þessi saumaskapur endaði sem sagt með því að ég saumaði í gegnum vísi- fingur á mér og alveg upp í nagla- band. Ég stirðnaði alveg upp og kallaði á þig þar sem þú varst eitt- hvað að bralla niðri, en þú komst nú samt strax. Ég man hvað þú varst alltaf róleg og þarna byijaðir þú að segja mér að fara með fótinn af fótstiginu þar sem vélin hélt áfram að hjakka í fingrinum á mér. Svo tókst þú nálina úr nögl- inni á mér, sótthreinsaðir sárið, settir plástur á og kysstir og spurð- ir síðan hvort ég ætlaði ekki að klára buxurnar. Svona varst þú, ekkert að láta þetta á þig fá og ég kláraði buxurnar. Ég man líka eftir því þegar ég var að hjálpa þér að þurrka af í stofunni, og mest gaman var að þurrka af þjóð- búningadúkkunum þínum, en þú vékst aldrei frá mér til þess að geta fylgst með mér svo ég færi nú ekki harkalega með þær. Þær voru svo fallegar og þér þótti svo vænt um þær. Mér fannst alltaf jafn merkilegt hvernig þú gast munað frá hvaða löndum þær voru allar. En svona varstu, svo minnug og gáfuð. Manstu þegar þú sagðir að ég yrði örugglega listmálari og/eða ljóðskáld en ég var nú ekki á sömu skoðun og þú en fannst nú samt lítið mál að redda einu ljóði fyrir þig. Ég fór upp á loft, gramsaði í Ijóðabókunum þínum og tók eitt og eitt erindi úr hveiju ljóði og raðaði saman í mitt eigið ljóð, fór svo nið- ur hreykin en full af samviskubiti og sýndi þér afraksturinn. Þú varst að sjálfsögðu hreykin af litlu telp- unni þinni eins og þú kallaðir mig alltaf en vissir örugglega sannleik- ann innst inni en sagðir ekki neitt til að særa mig ekki. Svona góðar minningar á ég um þig, elsku amma mín, og ætla að geyma þær vel. Ég skal gæta afa vel fyrir þig, amma mín. Elsku afi. Ég vona að guð gefi okkur styrk í sorginni, og geymum vel minningarnar um heimsins bestu - ömmu. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ommutelpan þín, Edda. Elsku hjartans vinkona. Við þökkum þér fyrir alla góð- vildina og hjálpsemina í okkar garð ^ þau ár sem við þekktumst. Alltaf varstu reiðubúin að rétta hjálpar- hönd hvernig sem á stóð. Þú varst ekki eingöngu góður nágranni, heldur líka mikil vinkona. Mikið dáðist ég að þeim eldmóði og kjarki sem í þér bjó þrátt fyrir þau veik- indi sem þú háðir hetjulega baráttu við. Við kveðjum þig, elsku Hulda, með virðingu og hlýjum huga. Elsku Alfreð og fjölskyldur, megi góður Guð leiða ykkur og styrkja. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) ■ Guðrún og fjölskylda á Melum. Séifræðingar í blóinaskrcyliiig'um við «11 (ækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaöborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ÍÍÓTEL LOFTLEIDÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.