Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 25
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn
„AND THE BAND PLAYED
ON“ ★★★»/!
Kvikmyndahátíð Regnbogans og
Hvíta tjaldsins. Leikstjóri: Roger
Spottíswoode. Handrit: Arnold
Schulman eftir sögu Randy Shilts.
Aðalhlutverk: Matthew Modine, Ian
McKelian, Lily Tomlin, Saul Rubinek,
Alan Alda. HBO. Sænskur
textí. 1993.
LEIKNAR heimildarmyndir geta
verið algert hnossgæti eins og
Apollo 13 sýnir og sannar og svo
er einnig um „And the Band Played
0n“. Hún er einstaklega vel gerð
og leikin dramatísk heimildarmynd
sem rekur sögu alnæmis í Banda-
ríkjunum frá því fyrstu sjúklingarn-
ir taka að deyja úr. áður óþekktum
sjúkdómi í kringum 1980. Myndin
er byggð á þekktri sögu Randy
Shilts sem gagnrýndi harðlega
bandarísk stjórnvöld fyrir að grípa
seint til aðgerða gegn sjúkdómnum
og rekur eins og í spennandi leyni-
lögreglusögu leitina að óvættinum.
Miðstöð leitarinnar í Bandaríkj-
unum var í fjársveltri smitsjúk-
dómadeild heilbrigðisráðuneytisins
staðsettri í Atlanta þar sem hópur
rannsóknarmanna reyndi að gera
sér grein fyrir eðli sjúkdómsins, sem
enginn vissi hvað olli, enginn vissi
hvernig barst á milli manna og
enginn vissi af hveiju lagðist sér-
staklega á homma. Viðbrögð stjórn-
valda við upphaf Reagantímabilsins
einkenndist af algeru áhuga- og
skilningsleysi enda fyrstu fórn-
arlömbin ekki hátt skrifuð í samfé-
laginu. Myndin rekur hvernig rann-
sóknarhópurinn skapar smátt og
smátt lýsingu á eðli og hugsanleg-
um smitleiðum sjúkdómsins, lýsir
kapphlaupi franskra og bandarískra
rannsóknarstofnana um að finna
veiruna, segir frá vonlausri baráttu
fyrir því að fá blóðgjafarfyrirtæki
til að rannsaka blóð löngu eftir að
í ljós kom að óhugsandi var að sjúkl-
ingar hefðu smitast nema við blóð-
gjöf og hvernig fólk er að deyja
allan þennan tíma úr einhveiju sem
enginn skilur og fæstir hafa áhuga
á að skilja.
Bindiefnið í frásögninni er smit-
sjúkdómafræðingurinn Don Franc-
is, er Matthew Modine túlkar ein-
staklega vel sem sannan krössfara.
Fjöldi frægra leikara fer með stór
og smá hlutverk: Alan Alda gefur
skemmtilega neikvæða mynd af
bandaríska vísindamanninum Rob-
ert Gallo, sem þóttist hafa fundið
veiruna fyrstur manna en eitthvað
var það málum blandið, Lily Tomlin
er gallhörð baráttukona í San
Francisco þar sem veiran dreifðist
hratt innan hommasamfélagsins,
Saul Rubinek virðist aldrei sýna
nógan styrk til að afla fjár til rann-
sókna í hlutverki yfirmanns Mod-
ine, Richard Gere er frægur dansa-
höfundur sem smitast og svo mætti
lengi telja.
Leikstjórinn, Roger Spottis-
woode, drífur frásögnina áfram eins
og spennusögu. „And the Band
Played On“ hefur alla góða kosti
leikinna heimildarmynda, víðáttu-
mikið upplýsingagildi samfara inn-
sýn í átakanlega persónulega
reynslu. Hún er án minnsta efa ein
besta myndin í bænum.
Arnaldur Indriðason
Astkona
á uppboði
MYND Pablo Picassos „Le Mir-
oir“ seldist á uppboði í New
York fyrir um 1,3 milljarða ísl.
króna fyrir skömmu. Myndin
var máluð árið 1932 og er af
Marie-Thérése Walter, sem var
þá ástkona málarans. Níu önnur
verk málarans voru einnig til
sölu og seldust öll nema eitt.
Meðal þeirra má nefna „Garcon
a la collerette" frá 1905, sem
seldist á tæpar 800 milljónir,
og „L’independant11 frá 1911 á
450 milljónir.
Lögin úr
íslensku
leikhúsi
í DAG verða aðrir tónleikar í
tónleikaröð Kaffileikhússins
sem helguð er íslenskri leikhús-
tónlist. Það er Hjálmar H.
Ragnarsson tónskáld sem
kynna mun sína eigin leikhús-
tónlist og félagar úr Caput
hópnum ásamt fleiri listamönn-
um flytja úrval hennar.
Iljálmar hefur á undanförn-
um árum samið mikið af leik-
hústónlist og þá sérstaklega
fyrir Þjóðleikhúsið. Nýverið
samdi hann tónlist fyrir Gler-
brot eftir Arthur Miller sem
nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, auk
þess sem hann vinur nú að tón-
Iist fyrir Tröllakirkjuna eftir
Ólaf Gunnarsson og Þórunni
Sigurðardóttur sem frumsýnd
verður í Þjóðleikhúsinu í mars.
Tónlistin sem flutt verður í
dag er öll úr verkum Þjóðleik-
húsinu sem sýnd voru á árunum
1987-1993.
Verkin eru; Marmari eftir
Guðmund Kamban, Stór og
smár eftir Botho Strauss, 13.
krossferðin eftir Odd Björns-
son, Pétur Gautur eftir Ibsen
og Yerma eftir Lorca.
Flyljendur ásamt Hjálmari
eru; Auður Hafsteinsdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir,
Helga Þórarinsdóttir, Guðni
Franzson, Sigurður Halldórs-
son, Richard Korn, Kristinn
Arnason, Pétur Grétarsson,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Signý Sæmundsdóttir, Sverrir
Guðjónsson og Voces Thules.
HJÁLMAR ásamt nokkrum flytjendanna.
Nýjar bækur
Mávarnir
skemmta sér
þorpsbúum verði hverft
við. í kynningu segir: Kristín Marja
„Freyja er með þykkt Baldursdóttir
og svarbrúnt hár niður
á mjaðmir, ísblá augu og rauðan er 246 bls.
munn - hún er löng og í laginu eins prentstofa
og kókflaska, borðar ekki kjöt, á sjö Ketilsson.
koffort af flíkum og er
kaldari í viðmóti en
lík ... Úr þessum efni-
viði smíðar höfundur-
inn áleitna sögu um
veraldarvafstur
þorpsbúanna, vafstur
sem þeir taka alvarlega
mávum staðarins til
nokkurrar skemmtun-
ar. Mávahlátur er
þannig í senn spennu-
saga og ástarróman,
þorpssaga og trúverð-
ug aldarfarslýsing."
Mávahlátur er fyrsta
skáldsaga höfundarins.
Útgefandi er Mál og
menning. Mávahlátur
unnin í G. Ben.-Edda
hf. Kápuna gerði Guðjón
Verð: 3.480.
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
Diddú, Anna og
Martial 1 Logalandi
TONLEIKAR
Tónlistarfélags
Borgarfjarðar,
sem vera áttu 3.
nóvember síðast-
liðinn, verða
haldnir í Loga-
landi í Reyk-
holtsdal föstudag-
inn 24. nóvember
kl. 21. Þar koma
frarn þau Sigrún Mærtíal Nardeau
Hjálmtýsdóttir nautuieikar,
sópransöngkona,
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari og Martial Nardeau flautu-
leikari. Er þetta fyrsta verkefni Tón-
listarfélagsins á 30. starfsári þess.
Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög og
sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns,
Emil Thoroddsen, Atla Heimi Svéins-
son, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál
ísólfsson, Jón Þórarinsson og Hjálm-
ar H. Ragnarsson. Auk þess verður
flutt sónata fyrir flautu og píanó eft-
ir Francis poulenc og verk eftir
Strauss, Rossini og Adam.
Kvenfélag Reykdæla selur kaffi-
veitingar í hléi. I tengslum við tón-
leikana koma þær Sigrún og Anna
Guðný fram á skólatónleikum fyrir
skóla héraðsins í Logalandi, fimmtu-
Sigrún Anna Guðný
Hjálmtýsdóttir Guðmundsdóttir
sópransöngkona píanóleikari
daginn 23. nóvember og í Borgar-
neskirkju, föstudaginn 24. nóvem-
ber.
Bókmennta-
kvöld á Sóloni
BÓKMENNTAKVÖLD verður
haldið á efri hæð Sólóns íslandus
í kvöld kl. 21.
Rithöfundamir Kristín Marja
Baldursdóttir, Ágúst Borgþór
Sverrisson og Súsanna Svavars-
dóttir lesa upp úr verkum sínum;
Mávahlátur, I síðasta sinn og
Skuggar vögguvísunnar.
Nýjar bækur
Ástríður og
skuggahliðar
ÚT ER komin ný skáld-
saga eftir Nínu Björk
Ámadóttur og er það
önnur skáldsaga höf-
undar, sem einnig hefur
sent frá sér átta
ljóðabækur, auk leikrita
og annarra verka. Fyrri
skáldsaga hennar, Móð-
ir, kona, meyja, sem út
kom 1987 og hlaut
góða dóma, er útvarps-
saga um þessar mundir.
„Þriðja ástin er sérstæð
og hrífandi skáldsaga,
þar sem næmi og list-
fengi Nínu Bjarkar Nína Björk
njóta sín til fulls. í upp- Árnadóttir
hafi bókarinnar finnst
konulík í húsasundi - en meginefni
auki séu áberandi í
þessari sögu er hún
full hlýju og fegurðar,"
segir í kynningu.
Ennfremur segir:
„Örlög yfirstéttarkonu
og togarasjómanns
fléttast saman. Þau eru
sprottin úr ólíkum jarð-
vegi en bæði eiga sárar
minningar um einangr-
un og ástleysi. Leiðir
þeirra skerast þegar
sama manneskjan brýt-
ur fjötra beggja og sá
fundur markar um leið
þáttaskil í lifí annarra."
Útgefandi er Iðunn.
Þriðja ástin er 142 bls.,
prentuð í Prentbæ hf. Guðjón Ket-
sögunnar er ást og ástríður og þótt ilsson gerði kápumynd. Verð bókar-
skuggahliðar mannlífsins og sárs- innar er kr. 3.480.
Uppgötvun
alnæmis