Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 39 GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Erlendur Guð- mundsson fæddist 23. maí 1968 í Reykjavík. Hann lést 23. október síðastliðinn. Útför Guðmundar Erlends hefur farið fram í kyrrþey. VINUR minn spáði því um áramót- in að árið 1995 yrði ár vonbrigð- anna. Hann hafði rangt fyrir sér, því árið í ár hefur verið ár hörm- unga, slysa og hamfara sem engin orð fá lýst. Þegar ég hélt að það versta væri afstaðið komu enn ein ótíðindin, Mummi er dáinn. Ég ætl- aði ekki að trúa því og á enn bágt með það. Það eru rúmlega 20 ár síðan leið- ir okkar lágu saman í fyrsta sinn á æskuslóðum okkar í vesturbænum í Hafnarfirði. Við hinir litum alltaf upp til þín enda varst þú sjálfkjör- inn leiðtogi okkar vegna þess að þú stakkst alltaf uppá frumlegustu prakkarastrikunum, hugsaðir áður en þú talaðir og varst eitthvað svo fágaður og kurteis í allri fram- komu. Ég tók það alltaf nærri mér á yngri árum þegar þú varst of upptekinn eða lasinn til að koma út að gera eitthvað, en á þessum árum var hver dagur heilt 'ævintýri þar sem allur tilfinningaskalinn var farinn fram og til baka, grátur og hlátur, nema hjá þér. Þú lærðir ungur, of ungur, um dauðann og að bera þinn kross þegjandi og hljóðalaust svo ég man bara eftir + Guðbjörg Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 24. nóv- ember 1916. Hún lést 26. októ- ber síðastliðinn og fór útförin fram 10. nóvember. TÍMINN líður hraðar, hraðar. Sem örskotsstund stefnir hann á vit eilífð- ar, óskilgreindrar samsöfnunar þess sem var og e.t.v. þess sem verður. „Það er aldurinn" sagði móðir mín. Einmitt hennar vegna finn ég mig knúna til að láta hugann reika um stund til þess tíma er Guðbjörg Þórð- ardóttir var mest samvistum við fjöl- skyldu okkar. Okkur þótti undur vænt um Gauju, enda ein vænsta kona sem ég hefi kynnst. Ef augun eru spegill sálarinnar þarf hún engu að kvíða. Hún hafði djúp kærleiks- fríð augu. Þau stöfuðu friði og skiln- ingi. Það var einkennilegur, óræður skilningur og mikið vit. Sem ung telpa fékk ég aldrei nóg af að horfa djúpt í augun hennar Gauju. Mér þótti sem ég nálgaðist eilífðina og vissi alla hluti betur, þá sem al- mennt voru ekki til umræðu og sem ég vissi þá engin nöfn á. Ef til vill var það svipað og þegar ég fór ein út í garð og hallaði mér í grasið að skoða himininn til að fá meira að vita. Hvorki með himninum eða Gauju mátti tala á þessum stundum. Svo brosti hún svo 'hlýju og hýru brosi að ekkert jafnaðist á við það nema brosin heima. Foreldrar Guðbjargar, Sesselja Jónsdóttir og Þórður Gíslason, bjuggu þegar þetta var í húsinu með okkur á Öldugötu. Þau voru fullorð- in, yndisleg hjón og afar barngóð. Sesselja var falleg kona með mikið hvítt hár, sem mér þótti vera eins og geislabaugur, þegar sólin skein í gegnum það. Þórður var hljóður og hlýr og aldrei iðjulaus. Hann var flinkur að hnýta net hann Þórður. Mikið þótti mér varið í þegar hann gaf mér falleg net undir boltana mína. Ég átti marga bolta og skraut- lega og Þórður sá um að ég ætti fallegustu og bestu netin. Og bolt- arnir voru á vísum stað og amma hlátri eðá alvarlegheitum hjá þér. Þvílík uppátæki sem þú fannst uppá, drengur! Það er af mörgum ógleymanlegum að taka, t.d. þegar þú og Villi kveiktuð í tóma hænsna- kofanum á Skerseyrarveginum og komust fyrir vikið í „Svörtu bókina“ hjá löggunni í fyrsta og sennilega eina skiptið á ævinni. Og þegar þú fékkst Gest frænda þinn til að höggva sundur grindverkið hennar Völu til að vinna veðmál við mig, breyttir skólasöng Víðistaðaskóla í hálfgerða níðvísu um skólann og svo ótalmargt annað. Ekki svo að skilja að þú hafir verið einhver vill- ingur enda varstu fyrstur manna til að gagnrýna og neita að taka þátt í illa ígrunduðum hugmyndum okkar hinna sem hefðu getað valdið skaða eða slysum. Við hefðum get- að skrifað margar skemmtilegar bækur um hið áhyggjulausa líf sem við lifðum á æskuárunum og öll uppátækin sem þú varst yfirleitt arkitektinn að. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að þessi tími var eitt það allra besta og skemmtileg- asta sem fyrir mig hefur komið. En svo komu unglingsárin með tilheyrandi losi á vinahópinn og all- ir fóru að leggja grunn að því lífi sem við lifum í dag. Mér var ætluð ein sú erfíðasta lífsleið sem til er og margir þurfa að fara, en alltaf var ég þess fullviss að þú myndir spjara þig vel og verða að manni, en loksins þegar leið mín fór að vera léttari og bjartari endaði þín. mín var ánægð með það. Vinkonur mínar sumar nálguðust hægt og kurteislega og fengu líka net undir sína bolta. Á þessum árum var ávallt sólskin og „fortovið" var möl, svo auðvelt var að gera parís og Gauja hoppaði stundum líka þegar hún kom. Svo varð hún veik og mikið var talað um veikindi Guðbjargar, sem hafði svo sjaldgæfan sjúkdóm. Við börnin fylgdumst illa með því, enda flókið mál. Ég gat samt ekki hugsað mér að hún ætti að fara til Guðs svona falleg og svona ung. Hún hlaut að verða lengur hjá okkur svo fleiri gætu kynnst henni. Og hún varð „langlífust" af þessu fólki, sem með okkur var þarna. Hún lifði Jór- unni systur sína og Einar mann hennar, hún lifði foreldra mína Rak- el og Sigurð og einnig vinkonu sína Guðrúnu Öldu föðursystur mína og mann hennar Arngrím. Enginn veit hver lifir lengst, en mikið magn af lyfjum varð Gauja að taka og miklar þjáningar að bera áður en hún komst sæmilega yfir veikindi sín. Alda frænka mín var alla tíð mjög hrifin af Guðbjörgu og sagði mér margar smellnar sögur af þeim saman. Báð- ar voru greindar og skemmtilegar og afar hláturmildar og árin í Verzl- unarskólanum voru þeim endalaust hláturs- og umræðuefni. Eitt sinn klæddu þær sig báðar í strákaföt £rá toppi til táar og fóru á mannamót að tilefnislausu, hittu kunningja og vini sem ekki þekktu þær fyrr en þær sprungu og ætluðu svo aldrei Við hittumst þó alltaf annað slagið en það var greinilegt að einhvað á milli okkar var dáið, enda lifðum við orðið gjörólíku lífí. Ég hugsaði samt oft til þín og marglofaði sjálf- um mér að heimsækja þig oftar í litla kjallaraherbergið þitt og bæta ráð_ mitt. Ég vil einnig minnast okkar síð- asta samfundar, réttri viku fyrir andlát þitt þegar þú varst eins og þú áttir að þér að vera, hlæjandi, brosandi og hafðir margt að segja. Seinna þann dag fór ég á sjóinn í tæpar fjórar vikur en gaf þér það loforð að koma í spjall til þín þegar ég kæmi aftur. Það hefði óneitan- lega verið gaman að fá tækifæri til að rifja upp æskuárin, bernsku- brekin og allt hitt með þér og Villa en í staðinn geri ég það núna, einn með sjálfum mér, með sorg í huga, tár í augum og penna í hendi. Svona vil ég minnast þín, kæri vinur, djúpt hugsi drengur þó alltaf væri samt stutt í glensið, prakkara- strikin okkar, bíltúrinn okkar þegar þú varst 15 ára gamall og þóttist kunna að keyra, aðlaðandi fram- koma þín við alla og svo margt fleira sem ég kem ekki orðum að. Hafðu það ávallt sem best í þínum nýju heimkynnum og Guð veri með þér. Kæra Heiða. Á þessum sorgar- tímum langar mig til að votta þér mína dýpstu samúð enda er missir- inn mikill. Það er ekki lítil byrði sem Guð hefur lagt á þig en í staðinn hefur hann fengið til sín einvalalið sem honum veitir ekkert af til að bæta hijáðan heim. Nínu, eftirlif- andi móður æskuvinar míns, og öðrum aðstandendum votta ég einn- ig samúð mína. Kópi, Axel Einar Guðnason. að geta hætt að hlæja. Fengu hlát- urskast og ekki í þetta eina sinn. Þær voru ungar og mjög lífsglaðar. Allt var þetta um garð gengið þegar ég man Gauju fyrst og maður henn- ar, Páll Friðriksson, var kominn til sögunnar. Mér þótti hann forvitni- legur og skoðaði hann vel, þegar ég sá hann fyrst. Einnig hann var barn- góður og eitthvað alveg sérstakt við hann. Það þótti mér einkum þegar ég var orðin nokkrum árum eldri. Ég man ég spurði mömmu hvort hún héldi að hann Páll væri skáld. Aldr- ei fékk ég að vita það en eitthvað við hann minnti barnið á skáld. Þeg- ar hin öldnu hjón, foreldrar Gauju, fluttust af Öldugötu, sá ég mjög eftir þeim og ég sá Gauju æ sjaldn- ar. Frá Öldu vinkonu hennar fréttist þó alltaf af þeim. Þau bjuggu í Vest- urbænum og eignuðust Sigurð Emil, sem var mikið óskabarn. Hann fékk ekki notið föður síns nema í 10 ár og þau Guðbjörg okkar voru ein eft- ir. Þá var gott að vita með vissu að hún var sterk og hún var greind og hlý og í ætt við eilífðina. Um þessar mundir bý ég í útlöndum svo andláts- fregnin barst seinna en ella og þar með þessar hugleiðingar. Ég er afar þakklát forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera samvistum við Gauju og foreldra hennar. Þær samvistir bættu streng i sál barnsins. Síðasti fundur okkar var á afmælisdegi Öldu vinkonu hennar árið 1991. Á því ári urðu báðar 75 ára og þær áttu enn létt um hlátur. Báðar eru nú horfnar okkur um stund á vit ævintýrisins, sem bíður okkar allra. Ljós Guðs lýsi Guðbjörgu og ætt- ingjunum öllum. Magnea Sigurðardóttir. + Elskuleg eiginkona mín og systir okkar, ANNA HULDA JÓNSDÓTTIR, 844E Gwinn Pl., Seattle Wa„ USA, andaðist laugardaginn 18. nóvember. Georg L. Sveinsson, Marta Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Richard Jónsson, Guðmundur Jónsson, Sigurður Jónsson. GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR GESTUR SIGURÐUR ÍSLEIFSSON + Gestur Sigurður ísleifsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1944. Hann lést í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 16. nóvember. NÚ ERT þú, Gestur minn, kominn nær Jesú, sem ávallt var þér nálæg- ur, gekk inn í þrautir þínar og reisti þig á ný við hveija hrösun og gaf þér styrk. Og eins og þú veist ekki hvaða veg vindurinn fer, þekkir þú heldur ekki verk Guðs sem allt gjör- ir. Hann hefur nú reist þig upp til nýs vettvangs og þú getur haldið vegi þínum hreinum, segir í sálmi 119.2. Við kveðjuathöfn þína komu eft- irfarandi ljóðlínur fram í huga minn, sem ég vil tileinka þér. Hver morgunn nýr: Hvem morgun kom stóðið saman í hnapp, við fyrstu geisla morgunsólarinnar. Hundrað hófa stigu tiplandi til jarðar og möpuðu nið eftirvæntingarinnar. Gegn um sólstafina sviptust manir og makkar. Svipbrigði hrossanna; allt fas þeirra las höfðingi sléttunnar, blik í augum, glampandi brúnir, gljáandi bök. Senn yrði tekist á við nýtt upphaf, nýtt og spennandi verkefni. Við drakkum af bikamum morgundöggina. í morgun vora hrossin treg, niður hófanna þungur. Nú stóðu hrossin í höm. Nokkur supu hregg. Lágvært frísið rann saman við nið traðkandi hófanna. Hófamir skrifuðu í sandinn, allt rann saman í eitt. Hirðinginn sjálfur var fallinn, höfðingi sléttunnar allur. Hver á að hefja leikinn? Hver mun nú stjóma draumunum? Við samferðamenn þínir leggjum á hestana með þér síðasta spölinn og sláumst í för fram að lífsins brún. Við sjáum þig fara örugglega yfir tæpasta vaðið. Guð blessi minn- ingu þína og veiti börnum þínum gæfu. Þinn vinur, Sigurður Ragnarsson. Guðjón Skarphéðinsson, Pétur Skarphéðinsson, Gunnar Skarphéðinsson, Anna Rósa Skarphéðinsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Védís Skarphéðinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LÁRU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Hjallabraut 33, áður Mánastíg 3, Hafnarfirði, Magnús Guðlaugsson, Jón Guðlaugur Magnússon, Bergljót Böðvarsdóttir, Kjartan Magnússon, Sigriður Valtýsdóttir. Gunnar Magnússon, Annette Mönster, Ólafur Haukur Magnússori, Sigrún Magnúsdóttir og barnabörn. SÓLRÚN ÁSA GUNNARSDÓTTIR, Flateyri SVANA EIRlKSDÓTTIR, Flateyri Innilegar kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við skyndilegt andlát dætra okkar. Sendum samúðarkveðjur öllum þeim, sem eiga um sárt að binda. Jafnframt þökkum við öllum þeim fjölmörgu, sem aðstoðuðu við björgun og leit eftir snjófljóðið á Flateyri. Elín Jónsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Friðbjört Gunnarsdóttir, Hallfríður Gunnarsdóttir, Ragna Óladóttir, Eirikur Guðmundsson, Óli Örn Eiríksson, Sóley Eiriksdóttir, Svana Svanþórsdóttir, Óli B. Lúthersson, Guðmundur V. Jóhannesson. + Ástkær móðir okkar, SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Rauðarárstig 32, Reykjavilc, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.