Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLÁÐIÐ _______FRÉTTIR: EVRÓPA________ Óvænt úrslit í kosningum í Katalóníu Pujol mísstí meiríhluta Madrid. Reuter. KOSIÐ var til héraðsþings í Kat- alóníu um helgina og kom það mjög á óvart að Samfylkingin, flokkur Jordis Pujols, missti þing- meirihluta sem flokkurinn hefur haft um langt skeið. Úrslitin auka enn ókyrrðina í spænskum stjórn- málum en liðsmenn flokks Pujols á spænska þinginu hafa til skamms tíma varið minnihlutastjórn sósíal- istans Felipe Gonzalez falli. Pujol ákvað í sumar að hætta formlegum stuðningi við stjórn Gonzalez en samstarfið stóð í tvö ár. „Það verður ríkjandi nokkur óvissa á næstunni,“ sagði Pujol á mánudag. Hann sagði að Samfylk- ingin myndi greiða atkvæði gegn tillögu á spænska þinginu um að Gonzalez fengi heimild til að leysa strax upp þingið og efna til kosn- inga. Solana í stað Gonzalez? Gonzalez hefur lagt áherslu á að ekki verði kosið meðan Spán- veijar eru í forsvari fyrir Evrópu- sambandið en það eru þeir til ára- móta. Hann hefur hins vegar heit- ið því að kosið verði ekki síðar en í mars. Stjóm hans hefur átt við mikinn vanda að stríða vegna spill- ingar einstakra ráðamanna og ásakana á hendur Gonzalez um að Reuter JORDI Pujol á blaðamanna- fundi í Bareelona er úrslitin í kosningunum voru ljós. hann hafi leyft leyniþjónustumönn- um að beita Iaunmorðum í barátt- unni við hryðjuverkamenn Baska. Enn er óljóst hvort Gonzalez verður í forystu fyrir flokknum í kosningunum. Margir telja að hann dragi sig í hlé og er þá Javier Solana utanríkisráðherra líklegasti arftakinn. Solana hefur að undan- förnu verið nefndur sem líklegur framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Viðskiptaráðherra Noregs Vilja auka sam- ráðið við ESB Brussel. Reuter. AÐILD Noregs að Evrópusamband- inu (ESB) er útilokuð sem stendur en stjórnvöld í Ósló vilja taka virk- an þátt í evrópsku samstarfí, að sögn Grete Knudsen, viðskiptaráð- herra Noregs, á ráðstefnu í Brussel á mánudag. Hún lýsir mikilli ánægju með þróun Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) sem valdi því að norsk fyrirtæki keppi nú á jafn- réttisgrundvelli við fyrirtæki ESB jafnt í sambandinu sem í Noregi sjálfum. „Ég er sannfærð um að það er hægt að stórauka evrópska sam- vinnu og tel að allar Evrópuþjóðir hafí þar umtalsverðu hlutvérki að gegna ef þær æskja þess. Að þessu leyti hafa Norðmenn sagt já,“ sagði Knudsen en Norðmenn felldu aðild- arsamninga 1972 og 1994. Ráðherrann sagði niðurstöðuna í fyrra merkja að Norðmenn tækju ekki þátt í formlegum ákvörðunum ESB en í daglega lífinu væru áhrif- in af því að vera fyrir utan ekki eins augljós. „Samstarf okkar við lönd ESB er þegar mjög mikið og hægt er að auka það verulega." Vilja „móta ákvarðanir" ESB Knudsen sagði að samningurinn um EES hefði verið lagaður að breyttum aðstæðum með sveigjan- leikann og veruleikann að leiðar- ljósi og það hefði tekist mjög vel, samstarfið gengi nú ágætlega. Hins vegar vildu Norðmenn gera meira af því að eiga fast samráð við ESB og fá þannig tækifæri til að „móta ákvarðanir“ sambandsins þótt þeir gætu ekki átt beinan þátt í að taka þær. Chirac þakkar banda- mönnum stuðninginn París. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, hefur skrifað leiðtogum Bret- lands, Þýskalands, Spánar og Grikk- lands og þakkað þeim stuðninginn við Frakka í atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum um drög að ályktun þar sem kjarnorkutilraunir eru fordæmdar. Chirac hafði áður aflýst fundi með forsætisráðherra Ítalíu og fyrirhug- uðum heimsóknum forsætisráðherra Belgíu og Finnlands í vikunni vegna óánægju með afstöðu þeirra í at- kvæðagreiðslunni. Þessi ríki voru á meðal tíu landa Evrópusambandsins (ESB) sern greiddu atkvæði með ályktuninni. Heimildarmenn í París sögðu að Chirac hefði skrifað leiðtogum Þýska- lands, Spánar og Grikklands, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, og John Major, forsætisráðherra Breta, sem voru eina ESB-þjóðin sem lagð- ist gegn ályktuninni ásamt Frökkum. Atkvæðagreiðslan fór fram í af- vopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. 95 ríki greiddu at- kvæði með ályktuninni og tólf á móti, en 45 ríki sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. ERLENT Friðarsamkomulagi múslima, Króata og Serba fagnað „Stórt skref í átt að allsheijarlausn“ Brussel, New York, Moskvu, London, París, Bonn. Reuter. LEIÐTOGAR í Evrópu fögnuðu friðarsamkomulagi því sem náðist í Bosníudeilunni í Dayton í Ohio í gær en minntu jafnframt á að enn væru fjölmörg atriði óleyst. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði það „stórt skref í átt að allsherjarlausn á sorglegustu átökum í Evrópu frá stríðslokum". Sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytis- ins að tengslahópurinn svokall- aði hefði komist að samkomu- lagi um að þegar ætti að aflétta efnahagsþvingunum gegn Serb- íu. íbúar í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, voru hins vegar fullir efasemda um að staðið yrði við friðarsamkomulagið og minntu á að oft hefði náðst samkomu- lag sem ekki hefði verið virt. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, fagnaði friðarsamkómu- laginu í gær og sagði SÞ myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að binda enda á þjáningar fólks í Bosníu og að færa líf þess til eðlilegs horfs. Sagði Boutros-Ghali að þjóðir heims ættu að votta friðargæsluliðun- um í Bosníu virðingu sína, en þeir hefðu fórnað miklu til að reyna að koma á stöðugleika áður en tekist hefði að semja um frið. Um 40.000 friðargæslúliðar voru á vegum Sameinuðu þjóð- anna í lýðveldum gömlu Júgó- slavíu en þeim fækkaði verulega eftir að Króatar tóku Krajina- hérað í ágúst sl. Búist er við að um 21.000 hermenn SÞ verði áfram í Bos- níu og um 2.000 í Króatíu, þar til friðargæslulið á vegum NATO heldur til landsins. Umboð SÞ til friðargæslu í Bosníu rennur út í næsta mánuði en talsmaður SÞ, Joe Sills, bjóst við því að það yrði framlengt í stuttan tíma. Þá er talið víst að fjöldi hermanna SÞ í Bosníu muni starfa þar áfram undir yfirstjórn NATO. Jeltsín Margir friðar- gæsluliðar SÞ starfa áfram í Bosníu undir yfir- sljórn NATO Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti kynnir friðarsamkomulagið í gær. Rússlandsforseti gerði það ljóst í gær að Rússar hefðu ekki enn ákveðið hversu mikinn þátt þeir myndu taka í friðargæslu NATO í Bosníu. Carl Bildt, sáttasemjari Evrópu- sambandsins, sem tók þátt í friðar- viðræðunum í Dayton í Ohio, var varkár i yfirlýsingum sínum. „Þrátt fyrir mikilvægi friðarsamkomulags- ins, minni ég á að það markar að- eins upphafið að friði. Við verðum öll að gera okkur fulla grein fyrir öllum þeim áskorunum og erfiðleik- um sem bíða okkar næstu daga, vikur, mánuði og ár,“ sagði hann. Er fréttir bárust af undirritun friðarsamkomulagsins, útilokaði Newt Gingrich, leiðtogi repú- blikana í fulltrúadeildinni, ekki að bandarískir hermenn yrðu sendir til Bosníu. „Ég er ekki reiðubúinn að greiða atkvæði með því en ég ræð þingmönnum frá því að greiða atkvæði gegn því að óathuguðu máli,“ sagði Gingrich í gær. „Mikið hugrekki" Evrópskir leiðtogar, svo og leiðtogar Evrópusambandsins, fögnuðu samkomulaginu í gær. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að það hefði kostað „mikið hugrekki af allra hálfu að yfirstíga fjölmörg flók- in mál. Frakkar tóku undir þetta en minntu jafnframt á þá kröfu sína að tveir franskir flugmenn, sem voru skotnir niður yfir Bos- níu í ágúst sl. yrðu látnir lausir. Talið er fullvíst að Serbar hafi þá í haldi. Sagði Herve de Cha- rette, utanríkisráðherra Frakk- lands, þessa kröfu viðurkennda í friðarsamkomulaginu, sem verður undirritað í París í byijun desember. Frakkar hafa enn ekki tilkynnt hvaða dag það verður. Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði að með samkomulaginu væru mann- skæðustu vopnuðu átökin í Evr- ópu frá striðslokum til lykta leidd. Sagði hann samkomulagið grund- völl að varanlegum friði á Balkan- skaga. Þá minnti Kinkel á þátt Þjóð- veija í friðarviðræðunum og sagði að þeir hefðu boðist til að senda um 4.000 manna herlið til að taka þátt í friðargæslu í Bosníu. Helstu atriði friðarsamkomulagsins Bosnía eitt ríki og landamæri óbreytt Wnehinndnn 7.atrrt*h Ttnnn. Rpilfpr. Washington, Zagreb, Bonn. Rcuter. EFTIRFARANDI ákvæði eru í friðarsamkomulag- inu, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti kynnti í gær: • Bosnía verður áfram eitt ríki og landamærin verða óbreytt. Ríkið skiptist í tvo hluta: Samband múslima og Króata og Lýðveldi Bosníu-Serba. Kveðið er á um „sanngjarna skiptingu landsvæða" milli þessara tveggja hluta ríkisins. • Höfuðborgin, Sarajevo, verður áfram óskipt. Þar verður aðsetur þings, forseta, stjórnlagadómstóls og „sterkrar“ ríkisstjórnar, sem fer með utanríkismál, utanríkisviðskipti, peningamál, borgararéttindi, inn- flytjendamál og aðra mikilvæga málaflokka. • Forsetinn og þingmenn verða kjörnir í fijálsum og lýðræðislegum kosningum undir alþjóðlegu eftir- liti. • Flóttafólki verður heimilað að snúa til fyrri heim- kynna sinna. Fólki verður tryggt ferðafrelsi um alla Bosníu og óháð eftirlitsnefnd og lögreglusveit, sem fær þjálfun erlendis, fylgist með því að mannrétt- indi „allra bosnískra þegna“ verði virt. • Mönnum, sem sakaðir eru um stríðsglæpi, verður meinað að taka þátt í stjórnmálum. Þetta ákvæði nær einkum til tveggja helstu leiðtoga Bosníu- Serba, en ekki er vitað hvort þeir verða framseldir til að stríðsglæpadómstóllinn í Haag geti dæmt í máli þeirra. • „Öflug alþjóðleg sveit“ á að hafa eftirlit með því að heijum hinna stríðandi fylkinga verði haldið að- skildum. „Aðeins NATO getur unnið það verk og Bandaríkin, sem forysturíki NATO, verða að gegna þar lykilhlutverki," sagði Clinton. Ósamið um Posavina-hliðið Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sagði að í sam- komulaginu væru dregin upp mörk milli lýðveldis Bosníu-Serba og sambands múslima og Króata og þau ætti að tryggja að stríð blossaði ekki upp að nýju. Hann nefndi nokkrar byggðir sem verða á svæði Serba: Mrkonjic Grad og Sipovo í vesturhlut- anum, Ozren, Doboj, Modrica, Derventa, Brod, Samac og Brcko í mið- og norðurhlutanum og Vis- egrad, Srebrenica og Zepa í austurhlutanum. Ekki náðist samkomulag um svokallað Posavina- hlið í norðurhluta Bosníu, sem tengir svæði Serba í austri og vestri, og sú deila verður lögð fyrir alþjóð- legan gerðardóm, að sögn Marios Nobilos, sendi- herra Króatíu hjá Sameinuðu þjóðunum. NATO hef- ur náð bráðabirgðasamkomulagi við Rússa um að rússneskir hermenn hafi eftirlit með- þessu svæði þegar alþjóðlegt friðargæslulið verður sent til lands- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.