Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 33 AÐSEIMDAR GREINAR Verulegar greiðslur sjúklinga auka aðsókn að sjúkrahúsum Heildarkostnaður eykst Tafla I Munur á löndum eftir greiðslu sjúklinga fyrir heilsugæslu Sjúkl. greiða ekki Fjöldi Fjöldi lækna á samskipta Fjöldi Nýting legurýma sjúkra- Heildarkost. „fyrir gr.lukörfú“ heilbrigðis- fyrir heilsugæslu 1000 heilsu- á 1000 rúma/ þjónustunnar úr eigin vasa íbúa gæslu íbúa íbúa á íbúa Vestur-Þýskaland Kanada Bretland ) 1,6-2,6, 11,5-5,6, (10,0-38,0) 3,7-1,7 1915-848 doll. Danmörk j Meðalt. 2,1 17,0 21,0 2,6 1329 dollarar Holland frland Sjúklingar greiða fýrir heilsugæslu úr eigin vasa Austurríki Frakkland Nýja-Sjáland Sviþjóð Finnland ) 1,6-3,2 (8,9-2,8) (14,0-28,0) (5,0-2,1) 1713-1050 doll. Ástralía } Meðalt. 2,5 5,6 22,0 3,4 1427 dollarar Belgfa Sviss Noregur ísland MARGIR telja að eigin greiðslur sjúkl- inga utan sjúkrahúsa hafi veruleg áhrif á heildarkostnað heil- brigðisþjónustunnar. Samkvæmt athugun OECD virðast lágar eða engar greiðslur frá sjúklingum til heilsu- gæslu draga heldur úr heildarkostnaði til heilbrigðisþjónustu vegna þess að sjúkl- ingar leita því minna til sjúkrahúsanna. í töflu I má sjá greiðsluform í heilsu- gæslu, samskiptafjölda, sjúkra- rúmanýtingu og heildargreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu á íbúa í vestrænum velferðarlöndum. Úr þessari upptalningu er sleppt Spáni, Portúgal og Grikklandi vegna þess að þjónustan þar er rýrari að vöxtum en í mörgum vel- ferðarlöndum, ennfremur Japan og Bandaríkjunum en þar er greiðslu- fyrirkomulagið mjög frábrugðið Evrópulöndum og Kanada. Vissu- lega má ætíð gagnrýna val á sam- anburðarlöndum enda þjónustan nokkuð mismunandi. Margt er þó svipað með þessum löndum. Nýting bráðaruma svipuð, greiðsluhlutfall af vergum þjóðartekj- um og meðaltekjur íbúa svipaðar en fleiri læknar á 10.000 íbúa í þeim löndum þar sem íbúar greiða fyrir heil- sugæslu. Niðurstöður gefa því góða vísbend- ingu. í löndum þar sem sjúklingar greiða ekk- ert fyrir heilsugæslu eru samskipti við heilsugæslu tíðari þó að læknar séu færri. Heildarnotkun legu- rúma færri á íbúa en svipuð nýting bráða- rúma. Heildargreiðsla mæld í „greiðslukörfu" (Purchasing-pow- er-parity) fyrir helstu læknisverk og kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu sem hlutfall af heildarkostnaði er lægri1,2 en í löndum þar sem sjúklingar greiða nokkuð eða mikið úr eigin vasa fyrir heilsugæslu. Þetta kemur heim og saman við álit heilsuhagfræðinga OECD1,2 að greiðsla fyrir heilsugæslu getur aukið heildargreiðslu til heilbrigðis- mála, þó að hlutfall þeirra greiðslna vegi tiltölulega lítið í heildarkostn- aðinum. Orsökin er líklega sú að lágum eða engum greiðslum til heilsugæslu fylgja hærri sam- Varað er við að hækka um of eigin greiðslur sjúklinga, segir Olafur --3--------------------- Olafsson, enda eykur það sjúkrahússinnlagnir og heildarkostnað. skiptatíðni í heilsugæslu og minni aðsókn að leguplássum á sjúkra- húsum, sem er langdýrasti hluti þjónustunnar. Þetta hefur líklega gerst á íslandi sbr. greiðslur fyrir aðgerðir utan sjúkrahúsa. Greiðslur sjúklinga úr eigin vasa, þótt þær séu tiltölulega litlar, koma mest niður á þeim er mest þarfnast heilsugæslu, göngudeilda eða ann- arrar utanspítalaþjónustu, þ.e. Ólafur Ólafsson Kvennafrídagurinn og fréttamat ársins 1975 22. OKTÓBER sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég rifjaði upp merkisatburð í sögu kvenna á íslandi, Kvennafrídaginn 24. októ- ber 1975. í Morgunblaðsgreininni segir ég frá atviki sem gerðist í Uppsölum. Frásögn mín er eftirfarandi: „Og ég segi Önnu frá atburði sem seint líð- ur mér úr minni. Ég stundaði rann- sóknir í Sviþjóð veturinn 1977 og rakst þá á bók á háskólabókasafninu í Uppsölum. Hún fjallaði um atburði ársins 1975 á Norðurlöndum. Hún var rituð af fréttamönnum í viðkom- andi löndum og hafði Eiður Guðna- son ritað kaflann um ísland. Mér lék forvitni á að vita hvernig hann fjall- aði um Kvennafrídaginn. Ég las kaflann og ætlaði ekki að trúa mín- um eigin augum. Það stóð ekkert um Kvennafrídaginn, ekki eitt einasta orð! Svona var fréttamatið á íslandi anno 1975.“ Skömmu eftir að þessi grein birtist hafði Eiður Guðnason sam- band við mig og kvaðst ekki kannast við að hafa skrifað slíkan kafla. Ég hafði lýst þessu atviki eftir minni og hafði ekki greinina undir höndum. Við leit hefur ekki fundist nein slík grein undirrituð af Eiði Guðnasyni. Er það því líklega rangminni mitt að Eiður hefði skrifað hana og bið ég hann afsök- unar á því. En þessi eftir- grennslan hefur engu að síður staðfest það sem í mínum augum er kjarni málsins og það sem stóð mér lif- andi fyrir hugskots- sjónum: í annálum árs- ins 1975 um ísland er Kvennafrídagurinn ekki nefndur. Ég bað fyrrverandi forstöðu- mann handritadeildar Háskólabókasafnsins í Uppsölum að leita greinarinnar. Hann at- hugaði m.a. eftirtalda fréttaannála: Svenska Dagbladets Ársbok, sem er ítarlegasti annállinn sem kemur út í Svíþjóð, Aktuellt, Nár i Gerður Steinþórsdóttir Þeirri spurningu er ósvarað, segir Gerður Steinþórsdóttir, hvaða fréttamenn bera ábyrgð á þögninni um Kvennafrídaginn. var hur, Tidens Kalender, Áret i Focus. Einnig skoðaði hann bækur sem báru titilinn 1975, sænskar, danskar, norskar og enskar. Hvergi í þessum bókum er orð um Kvennafrídaginn. Þótt líklega sé unnt að fríkenna Eið Guðnason af því að hafa samið slík yfirlit lýsa þau fréttamati skrifaranna, sem hafa byggt á íslenskum heimildum. Þeirr'i spurningu er því ósvarað hvaða fréttamenn eða heimilda- menn bera ábyrgð á þögninni um Kvennafrídaginn í annálum ársins 1975. Höfundur sat í framkvæmdanefnd um kvennafrí. barnafjölskyldum og ellilífeyrisþeg- um sem búa við lökustu kjörin og hafa lítið reiðufé. Vitað er um dæmi þess að þá er frekar leitað til sjúkra- húsanna sem er dýr þjónusta. Þetta atriði er mikilvægt því að framfarir í skurð- og svæfíngartækni hafa leitt til þess að nú eru 45-50% allra skurðaðgerða framkvæmdar á göngu- og dagdeildum eða á stofum úti í bæ. Á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði er þetta hlutfall 60%. í nán- ustu framtíð má vænta þess að hlut- fall þessara aðgerða hækki í 70-80%. Þessi þróun er hagstæð þjóðhagslega séð og fjárhagsvandi þeirra er mest þurfa á heilbrigðis- þjónustu að halda má ekki draga úr þessari þróun. í ofanálag er hætta á að fólk leiti of seint eða sinni ekki nauðsynlegum forvömum og eftirliti sem því miður eru dæmi um hér á íslandi. Þessar greiðslur era stöðugt pólitískt bitbein og litill friður skapast fyrir ráðamenn og almenning. Lítt hugsaðar spamað- ■araðgerðir í heilbrigðisþjónustu geta snúist upp í öndverðu sína.3 Varað er við að hækka um of eigin greiðslur sjúklinga fyrir þjón- ustu til heilsugæslu, annarrar þjón- ustu utan sjúkrahúsa eða göngu- deilda, því að þá er vísast að sjúkra- húsinnlögnum fjölgi. Lágtekjufólk á ekki að greiða fyrir þjónustu sem einnhverju nemur. Vænsti kostur- inn til sparnaðar og hagræðingar er að beina sjúklingum sem mest til heiisugæslunnar, annarrar ut- anspítalaþjónustu og göngudeilda frá dýrum sjúkrahúslegum sem taka um 60% af kostnaðinum til heilbrigðisþjónustunnar og vega þyngst í heildarkostnaði heil- brigðisþjónustunnar. Höfundur er landlæknir. Nýkomin: Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. L ’ VIRKA MÖRKINNI 3 (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477 Getur þú ímyndað þér þá tilfinningu að taka við 44 milljóna króna ávísun? LfTT# Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl. 17.00. dravmabanki íslanðs Tékkareikningur tv. 77 B Greiðið gegn tékka þessum ^ ^ >■ . ...JáM Krónur- ' "söj Reykjavík fíMd Ml' Á^nriiaðhéflyrirneðan aðalúvbú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.