Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ STÖNDUM VÖRÐ UM VERK- ÞEKKINQU íslenskt f^játakk SAMTÖK ■ » IÐNAÐARINS /V//? FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. NYÍTT NFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum. $M ELLT4 Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum á einfaldan hátt. „KVÖLDBIRTA“ milli „Stúlku“ og „Storms“. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tveir togarar og þrjár stúlkur INGÁLVUR av Reyni er færeyskur listmálari. Hann sýnir málverk í Gallerí Borg við Austurvöll til næst- komandi sunnudags. Ingálvur er fæddur 1920 og er þegar kominn á stall með helstu listamönnum Norð- urlandanna á þessari öld og sam- kvæmt fréttatilkynningu frá gallerí- inu er hann þekktasti núlifandi list- málari Færeyinga. Gallerí Borg hefur löngum höndl- að með svokallaða „gamla meistara" þó ungir listmálarar hafi sýnt þar töluvert einnig. Ingálvur fer í hvor- ugan flokkinn enda myndir hans nútímalegar þótt stíllinn sé að verða aldargamall. Myndirnar sýna með titlum sínum, svo ekki verður um villst, að hér fer maður sem hefur lifað við saltan sjóinn. Togari, Skip á firðinum, Útskipun og Stormur eru dæmi um titla. Til Garðars 15 olíuverk og sex þekjuiitsverk prýða tvær hæðir gallerísins. Mynd- irnar eru óhlutbundnar og áberandi er notkun Ingálvs á gráum litum þó rauð og græn innskot spretti fram Myndlist færeyskra frænda okkar er sjald- séð í sýningarsölum hér á landi. Þóroddur Bjarnason skoðaði verk Ingálvs af Reyni í Gallerí Borg. í flestum myndanna á milli kantaðra forma. Það er oft ástæða til að velta fyr- ir sér titlum mynda og þá sérstak- lega þegar þeir eru í mjög óljósu samhengi við myndina. „Togari" er túlkaður á stórum óhlutbundnum fleka í mynd númer eitt. Vissulega er enginn togari á myndinni en ef málið er hugsað nánar er best að vera ekki að velta því of mikið fyrir sér enda myndin góð. Titillinn er viðbót við myndina og gefur möguleika á að komast nær helstu hugðarefnum listamannsins og hvernig veröld hans lítur út. Á efri hæð er ein þriggja stúlkna á sýningunni. Hún er iagleg og er sú yngsta og minnsta af þeim þremur, unnin á þessu ári. Ein mynd er staðsett á trönum líkt óg listamaðurinn hafi klárað myndina í galleríinu rétt fyrir opn- un. Þar er annar togarinn á sýning- unni kominn en því miður er prent- villa í sýningarskrá og fyrst hélt ég að myndin héti upp á enska tungu; „To Gari“, Til Garðars, og fannst mér strax persónulegur tónn í henni en þegar ég áttaði mig á villunni breyttist myndin og ég stóð aftur við höfnina en leit við og inn í Kvöld- birtu sem Ingálvur málar Iíflega og skemmtilega og grái liturinn hopar fyrir þeim rauða. Á efri hæð eru þekjulitamyndir. Þær eru án titils en þess í stað hafa þær ailar fengið lítinn appelsínu- rauðan sölupunkt við hlið sér, eins og reyndar fleiri myndir í salnum, sem sannar áþreifanlega að íslend- ingar hafa tekið Ingálvi vel. Á leið- inni út leit ég snöggvast á „Storm“ sem blés mér út í mánudagskulið. KÓR Öldutúnsskóla. Afmælishátíð og útgáfutónleikar í DAG 22. nóvember eru liðin 30 ár frá stofnun Kórs Öldutúnsskóla. Af því tilefni heldur’kórinn afmælishátíð óg útgáfutónleika í Hafnarborg sem hefst kl. 20. Þar koma fram auk kórsins, Litli kór Öldutúnsskóla og kór fyrrum kórfélaga. Kórinn hefur gefið út geisladisk sem ber heitið „Dagur er risinn“. Þar er að finna 18 lög og kór- verk, sem sum eru sérstaklega saminn fyrir kórinn. Diskurinn á að gefa gott yfirlit yfir margt af því sem kórinn hefur verið að fást við á liðnum árum. í bæklingi sem fylgir með eru upplýsingar um kórinn, textar og fjöldi mynda. Fyrrum kórfélagar, vinir og velunnarar kórsins eru velkomnir á afmælishátíðina. Stofnandi og stjórnandi Kórs Öldutúnsskóla er Egill Friðleifsson. A Islensk kvennalist í Chicago SJÖ ÍSLENSKAR listakonur sýna verk sín í Artemisia Galleríinu í Chicago í Banda- ríkjunum. Þetta eru myndlist- arkonurnar Sólveig Aðal- steinsdóttir, Jónína Guðna- dóttir, Sigríður Hrafnkels- dóttir, Rúrí, Brynhildur Thor- geirsdóttir, Inga Svala Thors- dóttir og Björg Thorsteins- dóttir. Sýningin heitir Altitu- des, eða Hæðir, og undirtitill- inn er Sjö listakonur frá Is- landi. Hún mun standa fram til 26. nóvember. Listakon- urnar voru allar viðstaddar opnun sýningarinnar og héldu tölu um verk sín. Listakonurnar fluttu einnig fyrirlestra með skyggnum um verk sín við skúlptúrdeild í School of the Art Institute of Chicago og að auki flutti Rúrí fyrirlestur við Harper College. í desember munu listamenn frá Artemisia Galleríinu sýna verk sín í Nýlistasafninu í Reykjavík. Sú sýning mun nefnast Attitudes: Good Girls, Bad Women eða Viðhorf: Stilltar stelpur, vondar konur. Samsöngur þriggja karlakóra KARLAKÓR Selfoss og Karlakór Rangæinga koma í heimsókn til Hafnarfjarðar laugardaginn 25. nóvember næstkomandi og syngja í Víðistaðakirkju kl. 17 ásamt Karlakórnum Þröstum. Er þetta í þriðja skipti sem kórar þessir koma fram sam- an, en haustið 1993 stofnuðu kórar þessir til samstarfs og héldu samsöng á Hvolsvelii. Aftur sungu þeir saman í fyrra á Selfossi og nú í Hafn- arfirði. Hafa þessar skemmt- anir yfirleitt verið upphaf vetrarstarfs kóranna, sem þeir síðan fylgja eftir með aðventusöng og sjálfstæðum tónleikum. Skemmtun þessi verður ekki endurtekin. Gull og ger- semi á Sóloni LÍTIL myndaröð eftir Sölva Helgason (Sólon íslandus) prýðir veggi kaffilistahússins Sólon íslandus, neðri hæð, í tilefni af þriggja ára afmæli kaffihússins og hundrað ára dánardægri hans. Verkin eru í einkaeign íjöl- skyldu í Reykjavík. Mynd- heimur Sölva er afar sérstæð- ur, fínlegur og mynstur- kenndur. Verk efitr Sölva fyr- irfinnast einnig á Þjóðminja- safni íslands. Gæði og hreinleiki Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Innflutningsaðili Gustavsberg á íslandi: Krókháls hf. Sími 587 6550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.