Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 4
I 4 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frumvarp um tæknifrjóvgun Ekkí fyrir samkyn- hneigða og einhleypa Deilt um nafn- leyndarákvæði ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráð- herra flutti í gær lagafrumvarp með tillögum um það hvaða lagaákvæði skuli gilda hér á landi um tækni- frjóvgun. Samkvæmt frumvarpinu verður samkynhneigðum og ein- hleypum bannað að fara í tækni- ftjóvgun og svokölluð staðgöngu- mæðrun verður ekki leyfð. Dómsmálaráðherra sagði að ákvæði um að aðeins samkynhneigð- ir ættu rétt á tæknifrjóvgun væri liður í að tryggja hag bamsins og þessum máli væri eins varið annars staðar í Evrópu. Þorsteinn sagði að frumvarpið tryggði kynfrumugjöfum nafnleynd, en bætti við að bent hefði verið á að réttur bams til að.þekkja uppruna sinn stangaðist á við rétt kynfrumu- gjafa til nafnleyndar. Fmmvarpinu var fagnað af þeim þingmönnum,. sem tóku til máls, en nokkur umræða varð um áðumefnt ákvæði þess um nafnleynd. Réttur barna til að vita uppruna sinn Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Alþýðubandalags í Reykjavík, sagði að hún teldi það „grundvallar- mannréttindi" að „þessi börn ættu rétt á því eins og önnur að rekja líf- fræðilegan uppmna sinn þegar þau hefðu náð þroska“. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks í Reykjavík, sagði að svipting nafnleyndar gæti haft í för með sér að fmmvarpið yrði óþarft vegna þess að enginn myndi vilja gefa kynfrumur til fijóvgunar. „Ef bömum yrði tryggður þessi réttur gæti vepið komið í veg fyrir að þau yrðu til,“ sagði Össur. Össur var öllu hrifnari af Þorsteini Pálssyni í embætti dómsmálaráð- herra í gær, en þegar hann gagn- rýndi frammistöðu hans í hlutverki sjávarútvegsráðherra í síldarsamn- ingum við Norðménn og Rússa á mánudag og sakaði um linkind. „Ég óska dómsmálaráðherra til hamingju með þetta fína frumvarp,“ sagði Össur. í fmmvarpinu er gert ráð fyrir að tæknifijóvgun megi ejnungis fram- kvæma á heilbriðisstofnun, sem fengið hafi leyfiráðherra og sé undir eftirliti sérfræðinga. Par þarf að hafa verið í sambúð samfellt í þijú ár og heilsa og félagslegar aðstæður góðar. Staðgöngumæðrun bönnuð Staðgöngumæðmn verður bönn- uð. Með staðgöngumæðrun er átt við það þegar tæknifijóvgun er-fram- kvæmd á konu, sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og hefur fallist á að láta barnið af hendi að meðgöngu lokinni. Guðný Guðbjöms- dóttir, þingmaður Kvennaiista í Reykjavík, fagnaði þessu ákvæði um staðgöngumæður, sem einnig væm kallaðar leigumæður kæmi til greiðsla. í máli sínu tók Þorsteinn sérstak- lega til þess að læknir ætti við val sitt á kynfrumugjafa að hafa í huga að hann sé sem líkastur foreldri jafnt að hárlit og hæð, sem litarafti. Hugtakið tæknifijóvgun er notað um getnað, sem verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafijóvgun. Tæknisæðing hefur verið fram- kvæmd hér frá árinu 1980, en glasa- fijóvgun frá 1991. Þá vora reglur settar án þess að fyrir lægi löggjöf. Sameming hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík Birting’ sameinast Framsýn ALÞYÐUBANDALAGSFELOGIN Birting og Framsýn verða sameinuð næstkomandi laugardag. Forystu- menn félaganna hafa einnig staðið í viðræðum við formenn Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur (ABR), sem er stærsta flokksfélagið í Reykjavík, og Sósíalistafélagsins um möguleika á sameiningu allra félaganna. Viðræður um sameiningu Birting- ar og Framsýnar hafa staðið yfir frá því í sumar en um 120 félagsmenn em í hvom félagi. Ákveðið var fyrir skömmu að sameina félögin og í gær var haldinn sameiginlegur stjómar- fundur féiaganna til undirbúnings sameiningunni. Þau verða svo form- lega sameinuð á fundi næstkomandi laugardag, að sögn Arthurs Morth- ens, varaformanns Birtingar. „Það er lengra í sameiningu við ABR en það er þó komið í gang,“ segir hann. „Þegar menn fóru að ræða saman kom í ljós að menii höfðu mjög svip- aðar skoðanir á fjölmörgum málum. Þessi hópur er fyrst og fremst mjög samstilltur um nauðsyn sameiningar félagshyggjuaflanna. Við teljum okkur einfaldlega sterkari í einum hópi en tveimur," segir Arthur. Morgunblaðið/Ásdís FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra var meðal þeirra sem hlýddu á Ruth Richardson, fyrrver- andi fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, flytja mál sitt á ráðstefnunni á Scandic Hótel Loftleiðum í gær. Ráðstefna fjármálaráðherra um nýskipan í ríkisrekstri Tekist á um „nýsjá- lensku“ leiðina Á ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri sem fjármálaráðuneytið gekkst fyrir í gær kvaðst Ruth Richardson, fyrrverandi fjármálaráð- ---------,--;-----------------------?------- herra Nýja-Sjálands, telja best fyrir Islend- inga að tileinka sér aðferðir þarlendra stjóm- valda í ríkisrekstri. Forsvarsmenn BSRB mótmæltu því harðlega. UM 170 manns sóttu ráðstefnuna og vom stjómendur ríkisfyrirtækja og stofnana auk forsvarsmanna BSRB áberandi í þeim hópi. Ric- hardson lýsti þeim breytingum á ríkisrekstri Nýja-Sjálands, sem þar- lend stjómvöld hafa gengist fyrir á síðastliðnum ellefu ámm, og íjallaði um reynsluna af þeim. Breytingarn- ar felast m.a. í því að ríkisfyrirtæki eru annaðhvort einkavædd eða þau gerð að hlutafélögum. Einnig hafa ríkisfjármál verið tekin föstum tök- um. Taldi hún breytingarnar hafa verið til mikilla bóta og hvatti Is- lendinga til að leggja út á sömu braut. Derry Ormond, framkvæmda- stjóri hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD), fjallaði um nýskipan í ríkisrekstri innan OECD- landanna, dr. Guðfinna Bjarnadótt- ir, framkvæmdastjóri LEAD Con- sulting í Bandaríkjunum, fjallaði um leiðir til árangurs til umbóta í ríkis- rekstri, Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra fjallaði um stefnu rík- isstjómarinnar í nýskipan í ríkis- rekstri, og Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra fjölluðu um nýskipan og hugsanlegar breyt- ingar á rekstri, sem heyrir undir ráðuneyti þeirra. Að því loknu var efnt til umræðna og voru tveir stjórnarandstöðuþingmenn, Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, og Össur Skarp- héðinsson, þingflokksformaður Al- þýðuflokksins, fengnir til að gefa álit sitt. Fjömgar umræður urðu um er- indi Richardson og gerði Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formað- ur BSRB, m.a. aivarlegar athuga- semdir við það. Ögmundur taldi að umræddar breytingar hefðu ekki gefist vel enda hefði efnahagur Ný-Sjálendinga versnað eftir að þær hefðu komið til framkvæmda. Richardson vísaði þessari gagn- rýni á bug og vísaði í nýjar tölur frá OECD þar sem kæmi fram að efnahagslíf Nýja-Sjálands hefði tek- ið verulegan kipp á síðustu ámm. Friðrik sagði að á þessu kjörtíma- bili yrði unnið að umbótastarfi í rík- isrekstrinum af enn meiri þunga en fyrr. Einkenni nýskipunar í ríkis- rekstri væra að dreifa valdi, auka ábyrgð og flytja ákvarðanir sem næst vettvangi. í þessu skyni ætti að einfalda alla stjórnsýslu, halda áfram einkavæðingu og sameina og fækka stofnunum eins og kostur væri. Samhliða því að draga úr rík- isumsvifum mætti koma samskipt- um stofnana og ráðuneyta á meiri viðskiptagrann en áður og auka ábyrgð stjórnenda þeirra. Einnig þyrfti að búa stjórnendur stjórnun- artækjum til að ná árangri eins og sveigjanlegu launakerfi. Tryggingasjóð- ir sameinaðir FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingar á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði. Samkvæmt frumvarpinu verða tryggingasjóðir banka og sparisjóða sameinaðir í einn sjóð. Sjóðurinn hefur það hiutverk að tryggja inn- eignir viðskiptavina lánastofnana. Talsmaður kjarnorkuvinnslustöðvarinnar við Dounreay í samtali við Morgunblaðið „ÞAÐ ER mjög mikilvægt fyrir efna- hag Norður-Skotlands að fá aukin verkefni fyrir stöðina. Ég hef bent andstæðingum endurvinnslu geisla- virks úrgangs á, að ef við hættum þessari starfsemi er eini kosturinn sá að koma úrganginum fyrir í sér- stökum geymslum. Slíkt leysir auð- vitað engan vanda, heldur skýtur honum aðeins á frest og næstu kyn- slóðir verða að kljást við hann,“ sagði Ian Shepherd, talsmaður kjarnorkuvinnslustöðvarinnar við Dounreay, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur umhverfisráð- herra óskað eftir því við __________ utanríkisráðuneytið að sendiherra íslands 1 Lond- on kanni hjá - breskum stjórnvöldum hvað hæft sé í fregnum um fyrirætl- anir að auka endurvinnslu ___________ á geislavirkum úrgangi í Do'unreay. Haft var eftir Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra í um- hverfisráðuneytinu, að aukin vinnsla þýddi aukna mengun og hann gerði ráð fyrir að íslensk stjómvöld myndu mótmæla kröftuglega. Endurvinnsla betri kostur en geymsla Starfsemin mikilvæg efnahag N- Skotlands „Við höfum endumnnið geisla- virkan úrgang frá rannsóknarstöðv- um í Evrópu undanfarin 30 ár,“ sagði Ian Shepherd. „Nú eram við ________ hins vegar að leita eftír fleiri verkefnum, enda viljum við halda þeim störfum, sem hér em. Starfsemin í Dounreay er mjög mikilvæg fyrir efna- hag Norður-Skotlands, sem að öðm leyti reiðir sig að mestu á landbúnað og sjávar- útveg. Ef við fáum ekki fleiri verk- efni, þá verðum við að loka hluta stöðvarinnar, verksmiðjunni sem endurvinnur geislavirkan úrgang. Hún er sú eina sinnar tegundar í hinum vestræna heimi og yrði hún lögð niður hyrfi möguleikinn á að losna við geislavirkan úrgang. Þá yrði að koma geislavirkum úrgangi fyrir í geymslum og fresta þannig vandanum." Ian Shepherd sagði að verið væri að kanna möguleikann á að vinna geislavirkan úrgang frá 33 rann- sóknarstofum í Evrópu. „Sumar þessara stöðva hafa skipt við okkur áður. Þetta eru til dæmis stofur, sem nota kjarnorku við krabbameins- rannsóknir eða aðrar læknisfræði- legar rannsóknir. Undanfarið hafa margar þessara rannsóknarstofa þurft að geyma geislavirka úrgang- inn, því nú er rekið dómsmál í Bandaríkjunum, þar sem reynir á það hvort seljendum geislavirkra efna þar í landi sé skylt að taka við úrganginum. Eins og málin horfa við nú eru líkur á að við fáum þetta verkefni, að endurvinna úrganginn." Að sögn Ians Shep- herds skýrist úm miðjan desember hvort evrópsku rannsóknarstofurnar leita til Dounreay. „Ef reiknað er með eðlilegum tíma til samninga- viðræðna gætum við byijað vinnslu á næsta ári. Við gætum fengið næg verkefni til fimm ára og fyrir þessa vinnslu reiknum við með að fá um 90 milljónir punda [um 9 milljarða Verkef ni til fimm ára fyrir níu milljarða ísl. króna króna]. Hagnaður okkar af þessari vinnslu myndi einnig leiða til þess að frarhlag ríkisins, og þar með skattgreiðenda, til stöðvarinnar gæti lækkað." Aðspurður um afstöðu íbúa á svæðinu við Dounreay til aukinnar endurvinnslu þar, sagði Ian Shep- herd að útskýrt hefði verið fyrir íbúum hvern hag þeir hafi af vinnsl- unni. Aðspurður um mótmæli sagði hann að borist hefði bréf frá Green- peace. Þar væri m.a. farið fram á að fulltrúar kjarnorkuvinnslustöðv- arinnar hittu fulltrúa umhverfis- samtakanna á opnum fundi. „Við höfum þegar átt ágæta fundi með almenningi á svæðinu, sem þetta mál snertir mest, en ekki tekið af- stöðu til þess hvort við fundum með þrýstihópi, sem á ekki rætur að rekja ___ til heimamanna.“ lan Shepherd vísaði spurningum um það, hvort önnur ríki hefðu gert athugasemdir við aukna vinnslu í Dounreay, til breska iðnaðarráðuneytisins. Ekki náðist í talsmann þess í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.