Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Um „tollheimtu- menn vorra daga“ BÍLAHÚSIN í Reykjavík eru björt, rúmgóð og hreint ekki eins illa nýtt og margir halda. Frá Stefáni Haraldssyni: ÞAR sem Jón Ármann Steinsson notar sögulega samlíkingu í bréfi sínu um bílastæðamál í Morgun- blaðinu þann 24. október er ekki úr vegi að líta yfir helstu atriði í sögu bílastæða í Reykjavík. Strax árið 1919 voru þrengslin í miðborg Reykjavíkur. orðin slík að setja þurfti reglur um notkun bílastæða og stýra henni með gjaldskyldu sem í þá daga var bundin við at- vinnubíla. Árið 1930 var hámarks- stöðutími við tilteknar götur tak- markaður við þijár klukkustundir en stöðumælar voru fyrst settir upp árið 1957. Eftirspurn eftir bílastæðum í miðborginni hefur vaxið umtalsvert á öldinni, en land- rýmið er lítið breytt. Borgaryfir- völd sköpuðu ekki „bílastæða- vandamálið", hafa heldur reynt að leysa það, meðal annars með rekstri gjaldskyldra bílastæða, eft- irliti með bifreiðastöðum og bygg- ingu nýrra stæða þar sem nauðsyn krefur. Með afskiptum af notkun bílastæða er leitast við: ★ að uppfylla þörf fyrir skamm- tímastæði og stuðla að jafnvægi milli hagsmuna viðskiptavina, íbúa og starfsfólks ★ að greiða fyrir fyrir umferð og auka umferðaröryggi ★ að vernda hagsmuni gangandi vegfarenda, reiðhjólafólks og fatlaðra í umferðinni ★ að styðja við uppbyggingu at- vinnustarfsemi í miðborginni Bygging og rekstur bílastæða í Reykjavík eru ekki ijármögnuð með almennu skattfé heldur er notendum stæðanna gert að greiða fyrir þjónustuna. Þetta er grund- vallaratriði í starfsemi Bílastæða- sjóðs Reykjavíkur. Við samanburð á starfsháttum íslenskra stöðu- varða og kollega í útlöndum, svo sem Noregi, verður að líta til fleiri atriða en þess hve langur aðdrag- andi er hafður að álagningu gjalds vegna stöðvunarbrota. Gjaldið sem lagt er á í Osló þegar reglur um gjaldskyldu eru brotnar getur numið þijú hundruð norskum krón- um, og í Danmörku fjögur hundruð dönskum krónum, samanborið við íslenska aukastöðugjaldið sem er átta hundruð og fimmtíu íslenskar krónur eða fimm hundruð krónur sé það greitt innan þriggja daga. í Reykjavík hefur mjög lágt aukastöðugjald með sérstöku af- sláttarfyrirkomulagi verið í gildi frá 1988, þó það hafi tekið minni- háttar breytingum gegnum tíðina. Þetta lægsta gjald („stöðumæla- sekt“) í Evrópu kom til meðan kostir ökumanna voru nánast ekki nema tveir þegar leiðin lá í miðbæ- inn: Leggja bílnum í Kolaportið og greiða fyrir notaðan tíma eftirá, leggja við stöðumæli og borga 50 krónur fyrir eina klukkustund eða leggja á sig tímafreka leit að „ókeypis" bílastæði. Nú er öldin önnur og enginn á að þurfa að lenda í vandræðum með bílastæði í miðborginni. Settir hafa verið upp 26 sjálfsalar fyrir tímamiða sem taka 5, 10 og 50 króna mynt auk sérstakra greiðslukorta (P-kort). í 6 bílahús- um eru greiðsluvélar sem taka fyrrgreinda mynt auk vaktmanna í nokkrum þeirra sem gjarna skipta fyrir viðskiptavini. Um leið má taka fram að stöðuverðir skipta líka fyrir fólk sem vantar mynt í stöðumæla. Ástæðulaust er og raunar ómögulegt við núverandi aðstæður að nota 3-15 mínútur, eins og tíðkast í sumum löndum, til að undirbúa hvetja álagningu, til þess er gjaldið einfaldlega allt of lágt. Auðvitað væri miklu betra að gjöldin væru færri og tekjurnar af hinum sjálfvirka búnaði meiri, en núverandi gjaldskrá býður ekki upp á nægan ávinning af „réttri“ notkun bílastæðanna til að vænta megi stórstígrar þróunar í þá átt. Sem betur fer einkennast sam- skipti stöðuvarða og borgara alla jafna af tilhlýðilegri virðingu og kurteisi, þó á stundum komi upp ágreiningur. Slíkt er óhjákvæmi- legt eðli málsins samkvæmt, en þeim sem hafa efnislegar athuga- semdir við álagningu einstakra gjalda er auðvitað í lófa lagið að koma þeim á framfæri við varð- stjóra Bílastæðasjóðs. Formleg er- indi eru skráð, málin meðhöndluð og þeim svarað með viðeigandi hætti. Hvet ég bréfritara til að fara þessa leið framvegis telji hann sig órétti beittan. Allt tal um „leiftursókn" stöðu- varða, stórkostlega fjölgun þeirra og fleira í þeim dúr er úr lausu lofti gripið. Fjöldi gangandi stöðu- varða er nánast óbreyttur frá 1988, en hins vegar hefur álagn- ingum gjalda fjölgað umtalsvert síðustu tvö ár. Það á sér tvær skýr- ingar, fjölgun tilefna og endurnýj- un starfsfólks vegna þess hve margir eldri starfsmenn náðu eftir- launaaldri á tímabilinu. í Reykja- vík hefur hver stöðuvörður eftirlit með um 170 gjaldskyldum bíla- stæðum og hygg ég að það sé nokkurn veginn í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum okk- ar. Markaðssetning bílastæðahús- anna var afgreidd sem „gersam- lega misheppnuð" í umræddu bréfi. Leyfi ég mér að vera á annarri skoðun, mælingar á nýtingu hús- anna sýna að nokkur árangur hef- ur náðst og þijú af sex bílahúsum eru með þokkalega nýtingu nú þegar eða sem nemur 62-88% (miðað við hámarksfjölda bíla á staðnum). Á Vesturgötu 7, þar sem hámarksnýtingin er mest, er orðið nánast daglegt brauð að skamm- tímagestir verði frá að hverfa vegna þess að húsið er fullbókað. Haldbetri ráð í bílastæðamálum en þau sem yfirvöld í Reykjavík beita eru vandfundin, að því gefnu að bygging og rekstur almennra bílastæða á vegum hins opinbera skuli greidd af notendum þjón- ustunnar en ekki almennu skattfé. Því grundvallaratriði má ekki gleyma þegar einstakar tillögur um breytingar eru ræddar og hætt er við að hugmyndir um aukna þjónustu, nýja tækni og ef til vill frekari íjárfestingar verði andvana fæddar nema þeim fylgi viðeigandi fjárhagsleg úrræði. STEFÁN HARALDSSON, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Eigum 2 tonn af glænýrri línuýsu sem verður seld á M$s“ A. n<,\\ Í kr. kg Fyrstir koma - fyrstir fá Fiskbúðin Höfðabakka - Gullinbrú sími 587 5870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.