Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 35
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Islenskt - oj bara
ÞÓTT skömm sé frá að segja er
það ekki oft sem maður finnur til
vorkunnsemi með stjómmálamönn-
um. Það gerðist þó fimmtudags-
kvöldið 16. nóvember sl. þegar ágæt-
ur ráðherra menningarmála á ís-
landi, Bjqrn Bjarnason, var mættur
í útsendingarherbergi sjónvarps-
stöðvarinnar Sýnar í óruglaðri út-
sendingu til að ræsa „þriðju sjón-
varpsstöðina" á íslandi. Ræsingin
fólst í því að taka í handfang og
setja í gang, en í kjölfarið fylgdi bíó-
myndin „Young Americans"! Nú veit
ég ekki hvort þetta er táknrænn tit-
ill fyrir það sem koma skal; Björns
vegna vona ég þó að svo sé ekki.
Nú er ráðherra menningarmála
vafalaust greiðvikinn og góðhjartað-
ur maður og hefur ekki fengið sig
til að neita svo merkilegu embættis-
verki, en einhvern veginn var þetta
allt snautlegt og varla við hæfi
manns í slíkri stöðu að ræsa stöð sem
ætlar fyrst og fremst að bjóða land-
anum upp á erlent afþreyingarefni.
Og það má mikið vera ef ráðherrann
hefur ekki óskað þess svona innst
inni, að það hefði nú verið við-
urkvæmilegra að hann hefði verið
fenginn til að ræsa
raunverulega sjón-
varpsstöð, sjónvarps-
stöð þar sem örlað hefði
á meiri metnaði en lýsir
sér í því að dreifa bíó-
myndum og íjölþjóðlegu
sjónvarpsefni frá er-
lendum gervihnatta-
stöðvum.
Nú vita allir sem vilja
vita að „sjónvarpsstöð-
in“ Sýn er'lítið annað
en hjáleiga Stöðvar 2
og ekki annað séð en
að svo verði í nánustu
framtíð. Sýn hefur
meira að segja verið
hálfgert vandræðabam
þar á bæ um nokkurt skeið, legið
ónotuð og umhirðulítil um skeið, en
nýttist þó eigendum sínum ágætlega
þegar þeir þurftu að skipta um mynd-
lyka. Þar áður var þó stöðin nýtt
undir tilfallandi íslenskt efni vel að
merkja. Menn minnast þess að
stjómmálaflokkar fengu þar inni með
kynningar ýmiss konar. Að vísu ekki
mjög spennandi efni, en íslenskt þó,
og enginn var drepinn. Athyglisverð-
asta framlag Sýnar til
miðlunar á íslensku efni
fram til þessa er vafalít-
ið Hafnarfjarðarsyrp-
urnar svonefndu, sem
sýndar voru á stöðinni
á sunnudögum nær
samfellt um tveggja ára
skeið og margir á
höfuðborgarsvæðinu,
allt frá Akranesi til Suð-
umesja horfðu á.
Ástæða þess að svo
margir utan Hafnar-
fjarðar horfðu á þettá
hafnfirska efni (það
staðfesta kannanir) var
ekki sú að það væri svo
rosalega spennandi eða
flott. Og ekki heldur vegna pólitískra
hræringa í Firðinum, því þær vom
ekki byijaðar þá að neinu marki.
Nei, ástæðan að mínu mati var fyrst
og fremst sú, að þetta var íslenskt
efni, að visu unnið á mun einfaldari
og ódýrari hátt. en á stóm stöðvun-
um, en stóð engu að síður fyrjr sínu.
Og samt var enginn drepinn! I fram-
haldi af Hafnarfjarðarsyrpunum
fæddist sú hugmynd meðal nokkurra
Sæmundur
Stefánsson
Sjónvarp Hafnarfjarðar
sendir einungis út ís-
lenskt efni, segir Sæ-
mundur Stefánsson,
sem hér gagnrýnir efni
nýrra og eldri sjón-
varpsstöðva.
áhugasamra Hafnfirðinga um fjölm-
iðlun að koma upp bæjarsjónvarpi í
Hafnarfirði. Mörgum þótti og þykir
þetta enn hin mesta fjarstæða og
bjartsýni. Hvað sem því líður er það
þó staðreynd, að Sjónvarp Hafnar-
flörður tók til starfa í apríl sl. í upp-
hafi var sent út fjóra daga í viku,
hálftíma í senn, eingöngu íslenskt
(hafnfirskt) efni, og frá 1. september
hefur verið sent út sex daga vikunn-
ar. Sjónvarp Hafnarfjörður, þótt
smátt sé í sniðum, er því eina sjón-
varpsstöðin á landinu, sem sjónvarp-
ar eingöngu íslensku efni.
Einhvern næstu daga ætlar Stöð
3 að hefja útsendingar. Þar er auðvit-
að sama reisnin og eingöngu erlend
afþreying verður í boði og allar yfir-
lýsingar um íslenskt efni fram til
þessa hafa verið frekar loðnar, svona
rétt eins og hjá Sýnarmönnum. Nú
má enginn skilja orð mín þannig að
ég sé að heimta íslenskt sjónvarps-
efni út í gegn á öllum stöðvum og
erlent efni sé bara drasl. Mér finnst
það hins vegar lýsa hreint ótrúlegu
metnaðarleysi hjá þessum tveimur
aðilum, að þeir skuli ekki setja mark-
ið hærra hvað varðar íslenska dag-
skrárgerð. Fyrirtækið sem stendur
að Stöð 3 ber þó ekki tilkomuminna
nafn en íslenskt sjónvarp hf. og
væri margur sæmdur af minna, en
miðað. við það efni sem stöðin ætlar
að bjóða upp á hljómar nafnið þó
eins og argasta öfugmæli.
Nú er bara eftir að sjá hvort ráð-
herra menningarmála verður fenginn
til opna stöðina hjá íslensku sjón-
varpi hf. þann 24. nóvember eða -
hvort seilast þarf enn hærra í virðing-
arstiganum. En ef ég mætti ráða
ráðherra menningarmála heilt and-
spænis slíku tilboði myndi ég ráð-
leggja honum að þakka pent fyrir.
Sama og þegið. Óg svona í lokin
óska ég nýju stöðvunum alls hins
besta í lengd og bráð og vona að þær
megi vaxa og dafna um ókomna tíð
í baráttunni um íslenska sjónvarps-
áhorfendur.
Höfundur er einn af aðstandend-
um Sjónvarps Hafnarfjarðar, sem
sendir eingöngu út íslenskt efni.
Óbeinar auglýsingar
hafa mikil áhrif
Hver ber
ábyrgðina?
ÞAÐ ERU engin ný
sannindi að máttur
auglýsinganna er mik-
ill. Af þessum sökum
reyna að sjálfsögðu
framleiðendur og inn-
flytjendur ýmiss konar
varnings að kynna sína
vöru sem best. Fram-
leiðendum og innflytj-
endum áfengis og tób-
aks er ekki heimilt að
auglýsa eins og kunn-
ugt er. Af þeim sökum
neyta menn allra ráða
til að draga athygli að vöru sinni
bæði með beinum og óbeinum hætti.
Þannig telur sá sem þetta ritar
að ein af meginskýringum á auknum
reykingum ungs fólks í dag sé óbein-
ar auglýsingar. Fyrirsætur, sem að
öllu jöfnu reykja ekki, eru myndaðar
með sígarettu í hönd. Kvikmyndir
þjóna sama hlutverki. Þar reykir nú
hver í kapp við annan. í flestum til-
fellum eru sterkar fyrirmyndir reykj-
andi einungis til að
þóknast kostunaraðila
myndarinnar.
Sama þróun hefur átt
sér stað varðandi
áfengið. Meira að segja
handknattleikshreyf-
ingin, sem með réttu
státar af góðu og upp-
byggilegu æskulýðs-
starfi, féll í þá gryfju
að þiggja fé frá áfengis-
framleiðanda gegn aug-
lýsingu eins og alþjóð
varð vitni að varðandi
HM í handknattleik hér
á Islandi.
Bjórframleiðendur
skaffa veitingahúsum
skilti með sínu vörumerki og viðkom-
andi staðar. Bílafloti framleiðenda
er nánast eins og keyrandi bjórdollur
og þannig mætti lengi telja. Vín-
kynningar í blöðum og tímaritum eru
mismunandi illa dulbúnar auglýsing-
ar.
Það keyrir algerlega um þverbak,
þegar ágætlega virt útvarpsstöð veit-
ir áfengi í verðlaun í einföldum hlust-
endaleik. Húfur og bolir og alls kyns
Heilbrigðir lífshættir og
mannbætandi skemmt-
anir eiga að sitja í fyrir-
rúmi, segir Árni Guð-
mundsson, sem hér
skrifar um bindindisdag
fjölskyldunnar
á laugardaginn.
auglýsingadót er á boðstólum og
svona mætti lengi telja. Allt virðist
þetta gert án teljandi afskipta yfir-
valda þrátt fyrir að ákvæði laga og
reglugerða séu ótvíræð hvað þetta
varðar.
í fyrsta lagi eru áfengisauglýsing-
ar bannaðar samkvæmt 16 gr.
áfengislaga. Þann 1. deseber nk.
munu taka gildi ný lög þar sem nú-
gildandi reglugerð er að mestu sett
í lögin. 16. grein er mun ítarlegri
og verður eftirfarandi:
„Hvers konar auglýsingar á áfengi
og einstökum
áfengistegund-
um eru bannað-
ar. Enn fremur
er bannað að
sýna neyslu eða
hvers konar
meðferð áfengis
í auglýsingum
eða upplýsing-
um um annars
konar vöru og
þjónustu.
Með auglýsingu er átt við hvers
konar tilkynningar til almennings
vegna markaðssetningar þar sem
sýndar eru í máli eða myndum áfengis-
tegundir eða atriði tengd áfengis-
neyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða
auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvam-
ingi, spjöld eða annar svipaður búnað-
ur, útstillingar, dreifing prentaðs máls
og vörusýnishoma og þess háttar.
Bannið tekur með sama hætti til
auglýsinga sem eingöngu fela í sér
firmanafn og/eða firmamerki áfeng-
isframleiðanda. Þó er framleiðanda,
sem auk áfengis framleiðir aðrar
drykkjavömr, heimilt að nota firma-
náfn eða merki í tengslum við auglýs-
ingu þeirra drykkja enda megi aug-
ljóst vera að um óáfenga drykki sé
að ræða í skilningi laganna og ekki
sé vísað til hinnar áfengu fram-
ieiðslu . . .“
Það er ekkert vafamál að lög og
reglugerðir eru og hafa verið marg-
brotin og beygð í þessum málum,
hins vegar er þeim er þetta ritar
ekki kunnugt um að nokkur aðili
hafa verið látinn sæta ábyrgð af
þessum sökum hvað sem úr verður
þegar samþykktar breytingar á
áfengislögum taka gildi þann 1. des-
ember nk.
Börn og unglingar eru berskjald-
aður hópur og ljóst að þau eiga erf-
itt með að veija sig fyrir beinum og
óbeinum auglýsingum bæði tóbaks-
og áfengisframleiðenda. Þessi ,já-
kvæða“ ímynd og þessi „tilbúni lífst-
111“ sem framleiðendur reyna að
skapa með ölium tiltækum ráðum
eru afar ómerkileg því vissulega
snertir þetta mest börn og unglinga.
Foreldrar og allir aðrir sem láta sig
skipta hvemig börnunum okkar
vegnar verða að taka höndum saman
um að svipta 'burt hulunni af þessum
háskalegu, óbeinu en áhrifamiklu
auglýsingum. Jafnframt verða þeir
að leggja sig fram um að vera góð
fyrirmynd uppvaxandi kynslóðar.
Við verðum að hjálpast að og taka
upp nýjan lífsstíl. Þar eiga heilbrigð-
ir Iifnaðarhættir og mannbætandi
skemmtanir að vera í fyrirrúmi.
Falskar og tilbúnar fyrirmyndir eiga
að víkja fyrir raunhæfum fyrirmynd-
um. Lífsgildin verða að miðast við
heilbrigða æsku og framtíðarheill.
Bindindisdagurinn á laugardaginn á
að minna á þetta. Gerum hann að
áfengislausum degi. Það er fyrsta
skrefíð til bjartari framtíðar.
Höfundur er æskulýðs- og tóm-
stundafulltrúi Hafnarfjarðar.
aúU*
42 barnasálmar
• •
M.
v
og songvar
Sungnir af 900 börnum í 16 barnakórum
við kirkjur og skóla.
jandi tóniist á öllum heimiiumi
Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31
og öllum helstu hljómplötuverslunum.
Skálholtsútgáfan
Útgáfufélag þjóðkirkjunnar
HSmas