Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 28.11.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter FULLTRÚAR Evrópusambandsins og Miðjarðarhafsríkja stilla sér upp við upphaf ráðstefnunnar í Barcelona. Fyrir miðju eru Juan Carlos Spánarkonungur og Sofía drottning. Ráðstefna ESB og Miðjarðarhafsríkja Stefnt að undir- ritun sam- starfssáttmála RÁÐHERRAR ríkja Evrópusam- bandsins og tólf nágrannaríkja þeirra við Miðjarðarhafið hófu í gær tveggja daga fund í Barcel- ona. Er stefnt að því að undirrita í dag sögulegan samstarfssáttmála ríkjanna og unnu embættismenn að því í gær að ryðja síðustu hindr- ununum úr vegi. Þetta er í fyrsta skipti sem fund- ur af þessu tagi er haldinn og er hann talinn til marks um að Evr- ópusambandið hyggist í framtíð- inni einbeita sér í auknum mæli að samskiptum við nágrannaríkin í suðri. Margar ástæður eru fyrir þess- ari stefnubreytingu en ekki síst ótti við aukna hættu af uppgangi íslamskra heittrúarmanna í Norð- ur-Afríku. Þá hefur ólöglegum flóttamönnum frá þessum ríkjum stöðugt ijölgað. Ríkin tólf sem taka þátt í ráð- stefnunni með Evrópusambandinu eru Alsír, Kýpur, Egyptaland, ísra- el, Jórdanía, Líbanon, Malta, Mar- okkó, sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna, Sýrland, Túnis og Tyrk- land. Hefur þessum ríkjum verið boðin aðstoð sem nemur sex millj- örðum dollara, tæpum 390 millj- örðum króna, á næstu fimm árum til að bæta menntun og byggja upp samgöngukerfi og fjarskipti. í staðinn fer Evrópusambandið fram á að að viðskiptahindranir verði afnumdar og að stefnt verði að því að árið 2010 verði búið að afnema öll höft á viðskiptum með iðnaðarvörur. Deilt um orðalag og efnisatriði ESB vill að ríkin skuldbindi sig til að fylgja ákveðnum pólitískum grundvallarlögmálum svo sem að ekki megi fara með hernaði gagn- vart nágrannaríkjum. Þá vill sam- bandið að ríkin hafni og fordæmi hryðjuverkastarfsemi. í drögum að samkomulaginu eru ríkin hvatt til aukinnar samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum og eiturlyfjasmygli og að reynt verði að hefta straum ólöglegra flóttamanna. Var enn deilt í gær um hvernig ætti að orða málsgreinar sam- komulagsins um þessi mál. ísraelar, sem búa yfir kjarn- orkuvopnum, voru til dæmis and- vígir því að skráð yrði í samkomu- lagið að aðildarríki þess ættu að gerast aðilar að samningnum gegn útbreiðslu gereyðingarvopna. Tvíhliða viðræður við Sviss ganga illa TVÍHLIÐA viðræður Evrópusam- bandsins við Sviss hafa gengið illa og eru líkur á að samningar takist fyrir áramót, eins og stefnt var að, að því er segir í European Voice. í samningaviðræðunum er fjallað um samstarf í rannsóknum, opinber útboð, verzlun með land- búnaðarvörur, réttindi flugfélaga, flutninga vörubíla frá ESB í gegn- um Sviss og réttindi ESB-borgara á svissneskum vinnumarkaði. Deilt um atvinnuréttindi og þyngd vörubíla Það eru einkum tvö síðastnefndu atriðin, sem viðræðurnar stranda á. Evrópusambandið hefur krafizt þess að Svisslendingar hækki nú- verandi 28 tonna hámark, sem þeir setja á vörubíla sem þeir leyfa að aka í gegnum landið. I Evrópu- sambandinu mega vörubílar vera allt að 40 tonn fullhlaðnir. Sviss- lendingar þvertaka hins vegar fyrir að breyta hámarkinu. Þá vill Evrópusambandið að ESB-borgarar fái sömu atvinnu- réttindi í Sviss og í EFTA-ríkjun- um, sem gerzt hafa aðilar að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, en Svisslendingar höfnuðu honum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Svisslendingar hafa sagzt tilbúnir að bæta stöðu ESB- borgara, sem þegar starfa í land- inu, en halda að öðru leyti fast við árlegan kvóta atvinnuleyfa, sem skiptist bæði eftir starfsgrein- um og þjóðerni erlendra launþega. Þrátt fyrir fundi svissneskra ráðherra og framkvæmdastjórnar- manna Evrópusambandsins hefur lítið þokazt áleiðis í viðræðunum. Umræður um þær áttu að vera á dagskrá fundar ráðherraráðs ESB 20. nóvember, en þeim var frestað fram í næsta mánuð þar sem Spánn, sem situr i forsæti ráðherr- aráðsins, taldi að enginn árangur hefði náðst, sem hægt væri að tala um. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 21 - kjarni málsins! - - Hvítt Grátt s Blátt □ Fílabein Klæðningin j sem þolir íslenska veðróttu Leitið tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER ÞÞ &co Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRIiÚLA 29 • 108 REYKJAVfK SÍMAR 553 8640/568 6IOO,fax S88 87SS. - s v , s . ' •> % TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBRÉFA HLUTABRÉF í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: ÍOO.OOO.OOO.- kr. Sölugengi á útgáfudegi: 1,05 Fyrsti söludagur: 28. nóvember 1995 Umsjón með útboði: Landsbréfhf. Utboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land. If ISLENSKI FJARSJOÐURINN HF. x LANDSBRÉF HF. / ' Ph - /f . Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Enginn hægindastóll í heimi jafnast á við Lazy-boy. Með einu handtaki er skemiil dreginn út og maður Ifður þægilega aftur -auðveldara getur það ekki verið. Lazy-boy er tilvalin jólagjöf fyrir allar mömmur og ömmur, afa og pabba. Lazy-boy stóllinn fæst í mörgum gerðum og áklæðalitum. Einnig er hann fáanlegur í leðri. Lazy-boy kostar frá kr. 31.900,- stgr. í áklæði. LAZY-BOY fæst aðeins í HÚSGAGNAHÖLLINNI Greiðslukjör til margra mánaða HÚSGAGNAHÖLUN Bildshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.