Morgunblaðið - 28.11.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.11.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter FULLTRÚAR Evrópusambandsins og Miðjarðarhafsríkja stilla sér upp við upphaf ráðstefnunnar í Barcelona. Fyrir miðju eru Juan Carlos Spánarkonungur og Sofía drottning. Ráðstefna ESB og Miðjarðarhafsríkja Stefnt að undir- ritun sam- starfssáttmála RÁÐHERRAR ríkja Evrópusam- bandsins og tólf nágrannaríkja þeirra við Miðjarðarhafið hófu í gær tveggja daga fund í Barcel- ona. Er stefnt að því að undirrita í dag sögulegan samstarfssáttmála ríkjanna og unnu embættismenn að því í gær að ryðja síðustu hindr- ununum úr vegi. Þetta er í fyrsta skipti sem fund- ur af þessu tagi er haldinn og er hann talinn til marks um að Evr- ópusambandið hyggist í framtíð- inni einbeita sér í auknum mæli að samskiptum við nágrannaríkin í suðri. Margar ástæður eru fyrir þess- ari stefnubreytingu en ekki síst ótti við aukna hættu af uppgangi íslamskra heittrúarmanna í Norð- ur-Afríku. Þá hefur ólöglegum flóttamönnum frá þessum ríkjum stöðugt ijölgað. Ríkin tólf sem taka þátt í ráð- stefnunni með Evrópusambandinu eru Alsír, Kýpur, Egyptaland, ísra- el, Jórdanía, Líbanon, Malta, Mar- okkó, sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna, Sýrland, Túnis og Tyrk- land. Hefur þessum ríkjum verið boðin aðstoð sem nemur sex millj- örðum dollara, tæpum 390 millj- örðum króna, á næstu fimm árum til að bæta menntun og byggja upp samgöngukerfi og fjarskipti. í staðinn fer Evrópusambandið fram á að að viðskiptahindranir verði afnumdar og að stefnt verði að því að árið 2010 verði búið að afnema öll höft á viðskiptum með iðnaðarvörur. Deilt um orðalag og efnisatriði ESB vill að ríkin skuldbindi sig til að fylgja ákveðnum pólitískum grundvallarlögmálum svo sem að ekki megi fara með hernaði gagn- vart nágrannaríkjum. Þá vill sam- bandið að ríkin hafni og fordæmi hryðjuverkastarfsemi. í drögum að samkomulaginu eru ríkin hvatt til aukinnar samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum og eiturlyfjasmygli og að reynt verði að hefta straum ólöglegra flóttamanna. Var enn deilt í gær um hvernig ætti að orða málsgreinar sam- komulagsins um þessi mál. ísraelar, sem búa yfir kjarn- orkuvopnum, voru til dæmis and- vígir því að skráð yrði í samkomu- lagið að aðildarríki þess ættu að gerast aðilar að samningnum gegn útbreiðslu gereyðingarvopna. Tvíhliða viðræður við Sviss ganga illa TVÍHLIÐA viðræður Evrópusam- bandsins við Sviss hafa gengið illa og eru líkur á að samningar takist fyrir áramót, eins og stefnt var að, að því er segir í European Voice. í samningaviðræðunum er fjallað um samstarf í rannsóknum, opinber útboð, verzlun með land- búnaðarvörur, réttindi flugfélaga, flutninga vörubíla frá ESB í gegn- um Sviss og réttindi ESB-borgara á svissneskum vinnumarkaði. Deilt um atvinnuréttindi og þyngd vörubíla Það eru einkum tvö síðastnefndu atriðin, sem viðræðurnar stranda á. Evrópusambandið hefur krafizt þess að Svisslendingar hækki nú- verandi 28 tonna hámark, sem þeir setja á vörubíla sem þeir leyfa að aka í gegnum landið. I Evrópu- sambandinu mega vörubílar vera allt að 40 tonn fullhlaðnir. Sviss- lendingar þvertaka hins vegar fyrir að breyta hámarkinu. Þá vill Evrópusambandið að ESB-borgarar fái sömu atvinnu- réttindi í Sviss og í EFTA-ríkjun- um, sem gerzt hafa aðilar að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, en Svisslendingar höfnuðu honum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Svisslendingar hafa sagzt tilbúnir að bæta stöðu ESB- borgara, sem þegar starfa í land- inu, en halda að öðru leyti fast við árlegan kvóta atvinnuleyfa, sem skiptist bæði eftir starfsgrein- um og þjóðerni erlendra launþega. Þrátt fyrir fundi svissneskra ráðherra og framkvæmdastjórnar- manna Evrópusambandsins hefur lítið þokazt áleiðis í viðræðunum. Umræður um þær áttu að vera á dagskrá fundar ráðherraráðs ESB 20. nóvember, en þeim var frestað fram í næsta mánuð þar sem Spánn, sem situr i forsæti ráðherr- aráðsins, taldi að enginn árangur hefði náðst, sem hægt væri að tala um. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 21 - kjarni málsins! - - Hvítt Grátt s Blátt □ Fílabein Klæðningin j sem þolir íslenska veðróttu Leitið tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER ÞÞ &co Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRIiÚLA 29 • 108 REYKJAVfK SÍMAR 553 8640/568 6IOO,fax S88 87SS. - s v , s . ' •> % TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBRÉFA HLUTABRÉF í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: ÍOO.OOO.OOO.- kr. Sölugengi á útgáfudegi: 1,05 Fyrsti söludagur: 28. nóvember 1995 Umsjón með útboði: Landsbréfhf. Utboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land. If ISLENSKI FJARSJOÐURINN HF. x LANDSBRÉF HF. / ' Ph - /f . Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Enginn hægindastóll í heimi jafnast á við Lazy-boy. Með einu handtaki er skemiil dreginn út og maður Ifður þægilega aftur -auðveldara getur það ekki verið. Lazy-boy er tilvalin jólagjöf fyrir allar mömmur og ömmur, afa og pabba. Lazy-boy stóllinn fæst í mörgum gerðum og áklæðalitum. Einnig er hann fáanlegur í leðri. Lazy-boy kostar frá kr. 31.900,- stgr. í áklæði. LAZY-BOY fæst aðeins í HÚSGAGNAHÖLLINNI Greiðslukjör til margra mánaða HÚSGAGNAHÖLUN Bildshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.