Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 11 ráðgjafar og aðstoðar frá nágrönnum okkar, þannig að við getum kannski verið fljótari að þessu.“ - Verður nýtt GSM-farsímaleyfi bundið því skilyrði að viðkomandi félag veiti þjón- ustu um allt land? „Það er ekki eðlileg samkeppni ef annað fyrirtæki af tveimur á að borða glassúrinn. Það held ég að engum detti í hug.“ Að styrkja stöðuna - Hvers vegna að bíða með leyfisveitingu fyrir GSM þar til eftir breytingu á rekstrar- formi Pósts og síma? „Þegar við gengum inn í Evrópska efna- hagssvæðið þá gerðum við það auðvitað til að fá meiri möguleika á útrás og til þess að reyna að styrkja íslenska efnahagskerfið. Þess vegna hljóta breytingar á íjarskipta- sviði, sem öðrum sviðum efnahagslífsins, að vera í þá átt að sækja út, en ekki bara að opna landið fyrir erlendum keppinautum og veikja okkar aðstöðu til að auðvelda þeim róðurinn. Þetta held ég að sé kjami málsins. Þess vegna hljótum við að tala um formbreyt- ingu Pósts og síma sem einn liðinn í því að styrkja stöðu okkar Islendinga á hinum al- þjóðlega fjarskiptamarkaði. Ef til vill má í þessu sambandi minna á að tvö af okkar stærstu fyrirtækjum, Flug- leiðir og Póstur og sími, keppa á einhveijum hörðustu samkeppnissviðum veraldárinnar í dag þar sem breytingarnar eru hvað örastar og reksturinn viðkvæmur fyrir nýjum viðhorf- um og þeirri sterku áherslu sem er á sviði ferðaþjónustu, flugsamgangna og á fjar- skiptasviði. Þessi fyrirtæki era svolítið við vöxt í þessu litla þjóðfélagi. Þess vegna eru þau viðkvæm. En á hinn bóginn er jafn mikið í húfi fyrir okkur íslendinga að þau haldi velli. Alveg eins og ég hef stundum áhyggjur af því hvernig Flugleiðum vegnar, sem skila okkur kannski 7% af gjaldeyristekjum, þá hef ég núna áhyggjur af því hvernig okkur tekst að halda stöðu okkar í fjarskiptunum." Að gæta eigin hagsmuna En var ekki opnað jafnt fyrir inn- og út- streymi fjármagns, tækni og þekkingar með EES-samningnum? „Jú, en við, eins og aðrar þjóðir, hljótum auðvitað að hugsa um okkur fyrst. Erlendir samkeppnisaðilar hafa möguleika til þess að koma inn á markað Pósts og síma, en Póstur og sími hefur ekki með sama hætti mögu- leika til að færa út sinn starfsvettvang til nálægra landa. Til þess hefur hann ekki heim- ild þannig að barátta mín beinist að því að reyna að rétta hlut Pósts og síma í samkeppn- inni. Gefa Pósti og síma möguleika á frekari vexti, sem hann hefur ekki í dag. Hann er ' opinn fyrir því að aðrir fari inn á hans svið í vaxandi mæli, en hann getur ekki varið sig með því að færa sig til eða styrkja stöðu sína með eignaraðild og samvinnu við erlend fyrirtæki nema í mjög takmörkuðum mæli.“ Jöfnun aðstöðumunar - í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a.: „Aðstöðumunur verður jafnaður þar sem ríkið stundar atvinnurekstur í sam- keppni við einkaaðila." Hvað er að gerast í því á fjarskiptasviðinu? „Eins og fram hefur komið stefni ég að því að breyta Pósti og síma í hlutafélag og þá keppir auðvitað Póstur og sími á þeirr. vettvangi." - Jafnar það aðstöðumun? „Já, því þá er spilað eftir sömu leikreglum. Ef þú ert að spyija hvort önnur fyrirtæki á landinu hafi jafn sterka eiginfjárstöðu og Póstur og sími, þá er svarið nei. En ef þú ert að spyija hvort það jafni aðstöðumuninn samkvæmt leikreglum markaðsþjóðfélagsins þá er svarið já.“ - Hvað um það álit Samkeppnisráðs að póst- og símstöðvar taki til sölu notendabún- að frá samkeppnisaðilum? „Það er náttúrulega eitthvað skrítið við þennan hugsunarhátt Samkeppnisstofnunar að ætla að fara að leggja fjárhagslegar skuld- bindingar á ríkið í þessu efni. Að hver sem er geti komið með símtæki inn í símstöðvar og heimtað að Póstur og sími selji þessi tæki. Það er engin slík krafa uppi S sambandi við önnur fyrirtæki hér á landi sem eru ráðandi á markaðnum. Taktu til dæmis Hagkaup og Bónus. Mér er sem ég sjái það að Samkeppn- isstofnun mundi gefa út það álit að Hagkaup yrði að hafa uppi í hillum og selja í umboðs- sölu fyrir hvern þann sem vildi.“ - Er umdæmisstjórum sem ráða yfir póst- húsum og símstöðvum heimilt að taka búnað til umboðssölu frá hverjum sem er? „Sú spurning getur auðvitað komið upp hjá Pósti og síma eins og hveiju öðru fyrir- tæki hvort hagkvæmt þyki að taka vörur í umboðssölu eða eiga viðskipti við heildsala." „Það þjónar ekki ís- lenskum hagsmunum að veikja samkeppnis- stöðu Pósts og síma gagnvart erlendum fj ölþj óðafy rirtækj um sem hingað vilja teygja arma sína.“ „Það kemur auðvitað ekki til greina að þrengja svo kosti Pósts og síma og hamla rekstri hans til þess að opna dyrnar fyrir fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Það er fjarri því að ég hafi farið út í pólitík til þess að greiða fyrir slíkri þróun.“ segir Haildór. „Mér fínnst það athyglisvert að þeir menn sem mest beij- ast fyrir fijálsræði hér á landi, fijálsum við- skiptum, hafa verið mjög þögulir um þessa breytingu á rekstrarformi Pósts og síma. Það má meðal annars sjá ef maður les viðtöl við ýmsa forystumenn i viðskiptalífinu á ijar- skiptasviðinu, hversu fáorðir þeir eru um þessa hluti. Eins og þetta sé þeim ekkert sérstakt áhugamál. Þetta slær mig mjög. Það er talað um að einkavæða bankana, en menn virðast ekki hafa áhuga á því að breyta Pósti og síma í hlutafélag í eigu ríkis- ins. Þess vegna held ég að þessi umræða núna muni opna augu meðal annars starfs- fólks Pósts og síma fyrir því á hvaða tímamót- um fyrirtækið er. Það fer ekki framhjá þessu fólki að rauði þráðurinn í mörgu af því sem birst hefur í Morgunblaðinu núna beinist að atvinnuöryggi þess. Beinist að því að kippa undan því fótunum og koma mörgu þessu fólki í flokk atvinnuleysingja." - Bendir það þá til þess að það sé ofmann- að hjá Pósti og síma? „Það er ekki ofmannað hjá Pósti og síma. Þetta er röng ályktun. Ef við leggjum niður deildir í Pósti og síma til þess að aðrir geti tekið þjónustuna að sér, verður að segja upp fólki, en það segði ekkert um það, hvort það sé ofmannað hjá Pósti og síma.“ - Nei, en ef það er þörf fyrir þessa þjón- ustu á markaðnum þá þarf fólk til að sinna henni. „Þú segir að það verði sama fólkið ráðið? Þetta er ekki rétt sem þú segir. En ég vil að þessi punktur komi fram engu að síður, gjarnan þínar spurningar um að það sé of- mannað hjá Pósti og síma og svo framveg- is ... Ef Póstur og sími er jafn illa rekinn og sumir vilja vera láta hvers vegna er hann þá með ódýrari þjónustu en býðst í Evrópu eða annars staðar innan OECD-ríkjanna?“ Krafa um að notendabúnaður hækki - Hvers vegna á Póstur og sími að halda áfram sölu notendabúnaðar? „Póstur og sími hefur átt áratugaviðskipti við Ericsson og önnur fyrirtæki sem eru öflug á þessu sviði. Hann fær vildarkjör vegna sinna miklu viðskipta. Það er alveg ljóst að ef Póstur og sími færi út af þessum markaði mundu viðskipta- kjör íslendinga versna vegna þess að aðrir aðilar hér á landi njóta ekki sömu viðskipta- vildar og sömu góðu reynslunnar í slíkum viðskiptum. Krafa um að Póstur og sími hætti að selja notendabúnað er því um leið Jcrafa um að verð á símtækjum hækki á ís- landi. Þetta er alveg augljóst ef við berum þetta saman til dæmis við Hagkaup. Hag- kaup er mjög ráðandi á matvælamarkaðnum og getur með Bónus náð betri innkaupum erlendis en kaupmaðurinn á horninu. Með því getur það boðið þeim sem við það versla erlendar vörur við lægra verði en ella myndi. Þetta er ekki annað en lögmál markaðarins. Það dettur engum manni í hug að ríkið hafi heimild til þess gagnvart þeim reglum sem gilda á hinu Evrópska efnahagssvæði að banna Pósti og síma sem hlutafélagi að fara inn á eitthvert tilgreint verslunarsvið. Það getur liver einasti skattgreiðandi lands- ins kært slíkt til samkeppnisstofnunar EES. Þetta er á móti eðlilegum viðskiptaháttum. Þetta er á móti grundvallarstefnu Evrópska efnahagssvæðisins. Á móti hugsuninni um frjáls viðskipti.“ Símrekstur og fataverslun - Einu sinni var til Viðtækjaverslun ríkis- ins. Ríkið ákvað að draga sig til baka á því sviði og þeim markaði virðist vera þokkalega vel sinnt. Þú nefnir stórfyrirtæki eins og Hagkaup og Bónus. Auðvitað gæti ríkið ver- ið til dæmis með fataverslun eða keppt á öllum sviðum og notið þar styrks síns. Það hefur hins vegar ákveðið að halda að sér höndum á ýmsum sviðum, hvers vegna ekki eins í sölu notendabúnaðar? „Vegna þess að það er hvergi gert í þess- um rekstri í veröldinni. Spurðu ekki bara mig. Spurðu líka út um heim. Það er engin umræða um það úti í Evrópu að Síminn megi ekki selja símtæki. Mér finnst það eigin- leg ákveðinn galli að þið skulið ekki koma því á framfæri við þá að það sé eðlilegt. Gá hvort ekki sé hægt að vinna því máli sigur. Þetta er nú íslenskt patent! Mér finnst sú skoðun mjög athyglisverð - ef hún er skoðun Morgunblaðsins - að fata- verslun og Póstur og sími séu hliðstæð fyrir- tæki! Heldur þú því fram að löggjafinn eigi að setja lög sem mismuni hlutafélögum sem keppa á hinum fijálsa markaði í alþjóðlegum viðskiptum? Telur þú að það sé heilbrigt að Alþingi íslendinga setji íslenskum fyrirtækj- um þrengri skorður en ríkja í samkeppnis- löndunum og fjölþjóðafyrirtækin búa við. Ef þú ert sammála mér um það að íslensk fyrir- tæki eigi að búa við sama rekstrargrundvöll og í sama viðskiptaumhverfi og keppinautar þeirra í öðrum löndum þá ertu mér sammála um það að það eigi ekki að þrengja kosti Pósts og síma. Póstur og sími er af þeirri stærð að þú getur ekki borið hann saman við mann sem rekur eina verslun. Þess vegna finnst mér spurning þín vera mjög þröng. Mér finnst hún órökstudd og satt að segja svolítið til hliðar við það efni sem við erum að tala um. Það er spurningin um það hvort við íslending- ar getum áfram búið við örugga og ódýra fjarskiptaþjónustu. Hvort Pósti og síma tak- ist, eða öðru slíku fjarskiptafyrirtæki, að veita þá þjónustu sem tryggir að við lokumst ekki inni. Við þurfum á því að halda sem eyland að fjarskipti séu í lagi og séu ódýr. Um þetta_ er spurningin. Það hefur enginn maður á íslandi áhuga á því hvort símtæki sé keypt á Njálsgötunni eða Grettisgötunni. Það er aukaatriði í þessari umræðu." - Pósti og síma var skylt að selja notenda- búnað þar til fjarskiptalögum var breytt 1993. Hvers vegna var sú skylda afnumin? Er þetta ekki spurning um stefnu þína sem ráðherra og þessarar ríkisstjórnar um hvar hún vill draga mörkin? - „Það voru engin rök fyrir því að halda henni inni og ekki í takt við nútímann.“ Óvæginn keppinautur - Þau sjónarmið hafa heyrst hjá keppi- nautum á ijarskiptamarkaði að sakir yfir- burða Pósts og síma þróist markaðurinn ekki eðlilega. Eins óttast þeir að markaðsstefna Pósts og síma verði harðari eftir að stofnun- in verður að hlutafélagi. Hvað segir þú um þessi sjónarmið? „Þessi spurning stenst ekki. Við erum að tala um alþjóðlega samkeppni. Það er ekki hægt að tala um íjarskiptamálin á þeim grundvelli að það komi ekki samkeppni er- lendis frá. Þú ert 20 árum á eftir timanum með þessa spurningu." - En þarf ekki líka að huga að sam- keppni hér innanlands, hvaða lífsmöguleika fyrirtæki hér heima eiga? „Keppinautar Pósts og síma hafa einmitt talað um að Póstur og sími hafi mikinn styrk af því að vera opinber stofnun svo þeir hljóta að vera fegnir breytingunni í hlutafélag. Er það ekki rétt? Þessi fyrirtæki verða að spjara sig á markaðnum. Þarna eru margir dugleg- ir menn sem hafa eignast viðskiptasambönd. Þeim hefur mörgum gengið vel og þeirra rekstur stendur á skynsamlegum 'grunni. Póstur og sími hefur ekki verið með neina tilburði að kæfa þá. Hann hefur ekki neytt aflsmunar. Þjóðfélagið er að breytast og menn verða að sætta sig við það-í mörgum starfsgreinum að þeir hafa ekki lengur sama svigrúm og áður til athafna og verða kannski að leggja niður laupana einmitt vegna framfaranna. Gott dæmi um þetta er Flugfélagið Ernir á ísafirði. Um leið og jarðgöngin eru komin til Önundarfjarðar og Súgandafjarðar og samgöngur þafa batnað þá er ekki sama þörfin og áður fyrir flugfélagið. Það verður einfaldlega að færa _sig um set og hefur ekki rekstrargrundvöll á ísafirði. Svona er í mörg- um starfsgreinum. Tæknin býr til ný fyrir- tæki, tækniþróunin býr til nýja möguleika. Þessi fyrirtæki mega síðan ekki standa í vegi fyrir tækniþróuninni. Nú er ég ekki að tala um símtækjasalana. Ég er að tala al- mennt." Alnetsþjónusta Pósts og sítna - Hingað til hefur Póstur og sími ekki boðið alnetsþjónustu (Internet) en ætlar að hefja hana bráðlega. Nú virðist þessum mark- aði vera þokkalega þjónað og nógir um hann. Er þörf á þessu? „Sú þjónusta sem markaðurinn hefur feng- ið hefur ekki verið fullnægjandi. Póstur og sími hefur verið tilbúinn til samstarfs á þessu sviði en því hefur verið hafnað. Það liggur alveg fyrir að menn hafa farið með viðskipti sín úr landi og eru í beinu sambandi við er- lenda aðila á þessu sviði.“ - Kom ekki til greina af þinni hálfu að láta öðrum þessa smugu eftir og halda Pósti og síma til baka? „Spurningin er ekki um að láta öðrum eftir smuguna. Spurningin er um að veita íslendingum og íslensku viðskiptalífi full- nægjandi þjónustu við ódýru verði. íslenskt atvinnulíf þarf á góðum samgöngum við önn- ur lönd að halda. Það er að því sem málið snýr en pólitísk hagsmunagæsla á þröngum sviðum getur ekki gengið, hvorki í fjarskipt- um né landbúnaði." Aukið viðskiptasvið Pósts og síma Póstur og sími á hluti í alþjóðlegum ijar- skiptafyrirtækjum á borð við Cantat, Intels- at, Eutelsat og Inmarsat. Nýlega gerði Póst- ur og sími 10 ára samning við Motorola vegna eftirlits með Iridium gervihnattasímanum sem ráðgert er að verði gangsettur í árslok 1998. Aukin þátttaka í alþjóðlegu þróunar- starfi og fjarskiptum kemur fyllilega til greina í framtíðinni að sögn Halldórs. „Vilji Pósts og síma stendur til þess að færa út sinn starfsvettvang og ég mun leita eftir því við Alþingi að fá frekari heimildir til þess. Það er auðvitað mjög bagalegt fyrir þetta fyrirtæki, sem er í fremstu röð og hef- ur staðið sig mjög vel í fjarskiptum, hversu bundnar hendur þéss eru til þess meðal ann- ars að ýta undir margvíslega atvinnustarf- semi sem hér er hjá einkaaðilum og til þess að taka þátt í þróunarverkefnum erlendis. Við teljum að það sé óhjákvæmilegt þess vegna að víkka grundvöllinn og styrkja inn- viðina og gera fyrirtækið betur samkeppnis- hæft. Við erum ekki að tala um að fyrirtækið muni verða óumbreytanlegt í framtíðinni. Það verður auðvitað að meta á hveijum tíma hvar styrkur fyrirtækisins liggur og hvar þjónustuþörfin sé. Það er verið að tala til dæmis úti í Noregi um að nauðsynlegt sé fyrir póstinn að fá fijálsari hendur og færa út starfsemi sína til þess að reyna að draga úr þeim halla sem á þeim rekstri er og fyrir- sjáanlegur er.“ Framlag í ríkissjóð - Verður framhald á framlagi Pósts og síma í ríkissjóð eftir að félagið er orðið að hlutafélagi? „Ef Póstur og sími á annað borð skilar hagnaði er eftir sem áður gert ráð fyrir að hann greiði hluthöfum eðlilegan arð eins og gerist í öðrum hlutafélögum. Hvort sem við tölum um einkarekstur, hlutafélög eða ríkis- rekstur ætlar eigandinn sér einhvern hlut í hagnaðinum til annarrar ráðstöfunar." - Hingað til hefur Alþingi ákveðið hvert framlagið hefur verið. Getur eigandi hlutafé- lagsins Póstur og sími hf. gert félaginu að skila ákveðnum hagnaði? „Ekki fram yfir það sem lög ákveða. Eins og ég man til er ekki heimilt að greiða út arð nema hagnaður sé af fyrirtækinu.“ Gagnrýni úr Verslunarróði - Samtök seljenda fjarskiptabúnaðar í Verslunarráði útiloka Póst og síma, sem er félagi í Verslunarráði, frá þátttöku í samtök- unum á meðan þau telja Póst og síma standa skör hærra en samkeppnisaðilar. Hvað finnst þér um það? „Ég hef litið svo á að Póstur og sími sé fullgildur aðili í Verslunarráði íslands. Ef annað kemur í ljós, þá mun ég óska skýringa á því. Verslunarráð gerði á sínum tíma ekki athugasemd við að Póstur og sími kæmi inn í þau samtök og ég skildi það svo að báðum þætti fengur að því að vinna saman á fjar- skiptasviðinu og öðrum sviðum." - Er breyting á fjarskiptalögum í undir- búningi? „Þau eru nú alltaf í endurskoðun. Það verður nauðsynlegt að breyta fjarskiptalög- um ef Pósti og síma verður breytt í hlutafé- lag. Einnig er verið að endurskoða fjarskipta- lögin með tilliti til þess sem er að gerast á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar breyting- ar eru allar í fijálsræðisátt. En það háir okkur hér að við erum lítið ráðuneyti og þetta er mikið svið. Við erum að reyna að styrkja okkur. Auðvitað væri sumt komið lengra ef við hefðum tugi manna til að vinna í þessu eins og er í löndunum í kringum okkur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.