Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 37 1 t j -------------------------------------- góðum drengjum að bjarga sér og ■ verða nýtir einstaklingar og ekki ■ síður að minna hina fullorðnu á að hætta ekki að vera sannir drengir". Svo einfalt er það, sagði Leifur stundum. Um tíma tók Leifur þátt í störfum Lionsklúbbsins Hugins og fyrir Sjálf- stæðisflokkinn vann hann dyggilega um árabil og var formaður Varðar árin 1959-1962. Enn er ótalið eitt það félag er mjög snart streng í bijósti hans, en það var Flugbjörg- _ unarsveitin, sem stofnuð var hér í bæ árið 1952. Hvergi kom betur í ljós hjálpsemi hans og samkennd en í hinu óeigingjarna starfi þar um aldarfjórðungsskeið. Leifur kom þar snemma til starfa og var brátt sök- um dugnaðar og áhuga falið eitt þýðingarmesta starf sveitarinnar. Hann var leitarstjóri Flugbjörgunar- sveitarinnar í meira en 20 ár. Það f hjálparstarf, sem Leifur taldi sjálf- sagða skyldu, slær fagurri birtu yfir j* lífsferil hans. Leifur var hinn vörpulegasti mað- ur að vallarsýn, oftast hress og glað- ur, ræðinn og orðsnjall. En undir allri glettninni bjó viðkvæmni og rík samúð með þeim sem minna máttu sín. Þrátt fyrir stóran kunningjahóp gerðist hann heimakær nokkuð með árunum. í mörg ár undi hann sér hið besta í frístundum með fjölskyldu | sinni vestur á Keldum í Sléttuhlíð, ásamt nokkrum gömlum vildarvin- ^ um er höfðu keypt býlið með honum. I Höfðu þeir þar uppi nokkra tilburði til ræktunar lands og fisks. Þar var Leifur sem endranær hrókur alls fagnaðar er söngur, veiðisögur og hlátrasköll rufu kyrrðina í sveitinni. Að Leifi er sjónarsviptir og mikil eftirsjá og sár er ætíð skilnaðar- stundin. En eigi þýðir um að sak- ast. Öll erum við vígð til moldar. Tíminn mun draga úr sárustu Isorgum og trega og þá mun bregða fyrir hugskotssjónum okkar mörgum | hugljúfum minningum og gömlum ánægjustundum. Megi sá er öllu ræður blessa hann og leiða á nýju tilverustigi og styrkja og styðja eftirlifandi konu hans, börn og barnabörn, systur, aldraðan föður og öll önnur skyldmenni og venslafólk. Við Elsa og börn okkar sendum fjölskyldunni innilegustu samúðar- kveðjur. Haraldur Sigurðsson. Komin er kveðjustund fyrr en nokkurn grunar. I dag kveðjum við hinstu kveðju hugljúfan vin okkar, Leif Tómasson. Fram í hugann streyma hlýjar minningar og þakk- læti fyrir samfylgdina og góðar stundir. Oft komum við hjónin norð- ur og síðast í sumar og hittum Erlu í búðinni. Leifur kom þangað og sagði: Takið þið Erlu heim, ég ætla að fara og kaupa í matinn, þið borð- ið með okkur. Alltaf var þetta svona, opið hús. Hann var einstakur, sama hvað gekk á þá átti hann alltaf til léttleika yfir því. Oft komum við fjöl- skyldan og þá var töfruð fram veisla. Því miður komumst við ekki til að fylgja þér, elsku vinur, svo við biðjum góðan Guð að varðveita þig og hugga þá sem eftir standa. Elsku Erla, Þóra, Tómas, Óttar, Guðrún, Nanna, tengdabörn og barnabörn. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Lína og Kristinn (Dengsi), Inga, Kristinn og fjölskyldur. Vegir Guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir. Guð hefur kallað til sín Leif Tómasson í blóma lífsins á besta aldri. Guð hefur fundið hlut- verk fyrir hann og eftir stöndum við með spurninguna og fáum ekkert svar. Af hveiju Leifur? Hann var alltaf svo hress. Hann tætti af sér brandara. í návist hans var enginn í vondu skapi. Ég kom til Akureyrar í Kvenfé- lagsferðalag og hringdi þá í Erlu og Leif sem auðvitað stukku af stað MINNINGAR og sóttu mig niður á hótel og keyrðu mig um allt að sýna mér bæinn og svo heim og ég fékk ekki að fara frá þeim svöng svo það var töfraður fram veislumatur. Alltaf hafa þau verið gestrisin, opið hús fyrir alla. Leifur var einstakur. En svo fær maður þessa frétt að Leifur sé all- ur. Maður verður bara frosinn og hugsar af hveiju fékk ég ekki fleiri tækifæri? Það er styttra síðan ég hitti Erlu. Ég er með allan hugann hjá ykkur. Eg bið Guð að taka á móti Leifi og varðveita hann og góður Guð veri með. Erlu, Tomma, Þóru, Böddu, Ottó, Nönnu, tengda- börnum og barnabörnum á þessari sorgarstundu. Guð blessi ykkur. Asta og fjölskylda, Þingeyri. Þegar frétt um andlát góðs vinar berst skyndilega - stöðvast tíminn. Hugurinn hverfur til baka þangað sem minningarnar eru hvað ljúfast- ar. Fimmtíu og fimm ára vinskapur hefur hlaðið uþp safni sem gott er að geta gengið í þegar harmafregn berst, séð og fundið að þar var tryggð, gleði og falsleysi. Leifur Tómasson var fæddur á Akureyri 5. mars 1932. Ólst upp í innbapnum og á norðurbrekkunni. Hann bjó og starfaði á Akureyri allt þar til yfir lauk. Hann var meiri Akureyringur en flestir þau 63 ár sem lifað var. Sá sem þessar línur ritar átti sitt æskuheimili. í gamla barnaskólanum við Hafnarstræti 53, á Akureyri. Einn dag um vor var Leifur orðinn nágranni minn, foreldrar hans, dá- samlegir, höfðu flutt, um stundar- sakir, í hús Péturs Lárussonar, skó- kaupmanns er stóð norðan við „Bogahús" við Hafnarstræti. Fjaran - Pollurinn - Sýslu- mannsgilið urðu leiksvæði okkar fé- laganna. Sameiginlega unnum við okkur inn fyrstu aurana við að velta tómum síldartunnum frá Tunnu- verksmiðjunni og út Hoephners- bryggju í skip. Afi Tuliníus skyldi enn einu sinni freista gæfunnar við „silfur hafsins". Og næsti leikvöllur okkar varð norðurbrekkan. Tómas og Nanna byggðu sér hús við Munkaþverár- stræti og foreldrar mínir við Helga- magrastræti. Stríðið stóð yfir - her- námið var við lýði og bærinn okkar og mannlífið tóku á sig ýmsar mynd- ir, sem við skynjuðum en skildum ekki alltaf. Leikir okkar breyttust. Boltinn, skíðin, skautar, hlaup og stökk og skipulagðir leikir áttu nú hug okkar allan. Leifur varð skáti og útilegur og ævintýri skátans urðu mér aðeins söguilmur af þeim leikj- um og starfi er fram fór innan skáta- hreyfingarinnar. Við gengum í sömu skóla á Akur- eyri, eignuðumst vini og áhugamál, en vinabönd okkar héldu. Um það er gagnfræðaskólagöngu okkar lauk varð til iítið „fijálsíþróttavor" á Akureyri og vorum við þátttakendur í því. Leifur fékk að sigla - stunda nám í Grundtvigshojskole í Hillered á Sjálandi einn vetur og við skrifuð- umst á. Þar var meðal annars rætt um framtíðina. íþróttirnar höfðu náð undirtökum í lífi Leifs. Hann ákvað að gerast íþróttakennari. Efalaust hafa þó þær tilfinningar bærst í bijósti hans að skynsamlegra væri að afla sér menntunar í verslunar- fræðum og ganga til liðs við fyrir- tæki föður síns. Teningnum var kastað. Haustið 1950 hóf Leifur nám við íþróttakennaraskóla íslands. Fljótlega á því sama hausti slasaðist hann á hné og varð það til þess að hann þurfti að hætta í skólanum um áramót. En ári síðar var hann aftur kominn í skólann, sprækur vel, og þar með urðum við skólabræður og útskrifuðumst saman 30. júní, ásamt fjórum stúlkum og fimm piltum. Leiðir skilja að nokkru. Leifur fér að vinna hjá föður sín- um. Skreppur í verslunarnám til London einn vetur. Kemur til Akur- eyrar, verður ástfanginn og gengur að eiga eftirlifandi konu sína Erlu Elísdóttur frá Reyðarfirði, sem þá var í hjúkrunarfræðinámi. Astin og lífið taka völdin, Erla hættir námi, heimili er stofnað og fimm börn fæðast með skömmu millibili. Stuttar heimsóknir á báða bóga urðu til þss að fjölskyldur okkar sáust og kynntust þó vegalengdir skildu að. Þegar fjölskylduhreiður okkar vinanna urðu sem næst tóm var ég þess aðnjótandi að fá Leif í heimsóknir. Og margs er að minnast frá þeim. Sumarið 1992 hittumst við átta úr nemendahópi þeirra sem kvöddumst júnídaginn góða 1952 á Laugarvatni. Við áttum saman íjóra ógleymanlega daga á Snæfellsnesi eins og það fegurst getur verið. Og á síðasta sumri kom hann akandi í hlað og var hjá okkur hjónum þtjá unaðslega sumardaga. Við eins og lítil börn, ræddum ekki erfiðleika hvundagsins þ'ó að af ýmsu væri að taka, heldur það sem gat glatt sinnið og vakið með okkur ljúfar og góðar minningar. Leifur hafði strax til að bera þá hæfileika að geta orðið góður frjáls- íþróttamaður. Hann hafnaði keppn- inni fljótt en valdi sér hinn fijálsa leik mannlífsins þar sem gleðin fór ekki eftir ströngum keppnisreglum, en aginn til vinnu og heimilis var haldinn. Ekki hefði Leifur getað eignast tryggari og betri lífsförunaut en Erlu og börnin sem urðu þeim hjónum öll að láni. Ég vil leyfa mér fyrir hönd skóia- systkinanna frá Laugarvatni og okk- ar hjóna að senda strauma samhygð- ar og vináttu til Erlu, barnanna og barnabamanna, Tómasar föður Leifs og systurinnar Rögnu og óska að þeir straumar megi milda söknuð og sársauka þeirra allra, sem nú horfa grátnum sjónum á eftir kærum ástvini sínum út í ómæli eilífðarinn- ar. Höskuldur Goði Karlsson. í < ( i ( i i ( Jólamatseðill 1 Forréttur Kryddsoðinn heill humar á salatbeði með hvítlaukssmjöri. Milliréttur Léttsteikt rjúpubringa með bláberjasósu og fersku timian. Adalréttur Grilluð kalkúnabringa með sveppastuffing og mandarínusósu, timian og rósapipar. Eftirréttur Ris á la mande eða Baileys-ostatertuturn með hindberja- og kiwisósu. Jólamatseðill 2 Forréttur Steikt kjúklingalifur í jarðhnetuolíu með heitu balsamic ediki og púrtvíni. Milliréttur Laxa-carpaccio með ferskum hrognum og sítrónu-vinagrette. Aðalréttur Innpökkuð lambasteik á filo-deigi, krydduð með rósmarin og gini, borið fram með einiberjasósu. Eftirréttur Ris a la mande eða Baileys-ostatertuturn með hindberja- og kiwisósu. Hádegisj ólaseðill Humarsúpa með rjómatoppi og heimabökuðu brauði. Blandaður jóladiskur hlaðinn kræsingum s.s. Kalkúnn, drottningarskinka, reyksoðinn svartfugl, grafinn fiskur, sítrónu- marineraður hörpudiskur. Rækju-, laxa- og humarpaté, eplasalat, sólberja-vinagrette, chantillisósa, rauðvínssósa, ofnbakaðar kartöflur og saffrangrjón. Ris á la mande. jrð kr. 2.590,- Verð kr. 2.590,- Verð kr. 1.290,- ( i Pantanasími 561-3303

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.