Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • STJARNA JÖKULL, Sóley og Dísa fylgjast af áhuga með vexti jóla- stjarnanna f gróðurhúsi fjölskyldunnar, enda vita þau af fyrri reynslu, að þegar húsin tæmast ÞÁ koma jólin. JÓLASTJARNAN heldur sínum sessi sem vinsælasta blóm jól- anna, þrátt fyrir að aðrar tegundir pottablóma hafi gert atlögu að titl- inum undanfarin ár. Jólastjarna í stofunni er hluti af jólahefðinni hjá fjölmörgum fjöl- skyldum og er rétt eins og jólatréð algjörlega ómissandi. Mörgum finnst jólastemmningin fyrst gera vart við sig er rauð blöð jólastjörn- unnar fara að sjást í verslunum, jafnvel strax í lok október. Hjá Jóhanni ísleifssyni í Ræktun- armiðstöðinni í Hveragerði hefur nú í nokkra mánuði verið jólalegt um að litast enda hefur rauður lit- ur jólastjörnunnar verið allsráð- andi í gróðurhúsunum síðustu mánuði. Þeir hjá Ræktunarmið- stöðinni voru fúsir að gefa okkur upplýsingar um rétta meðferð jóla- stjörnunnar enda er þeim annt um að þær nái að lífga uppá umhverfi okkar á meðan á jólahátíðinni stendur. Þó að jólastjarnan sé ekki erfitt blóm í umhirðu þá þarf um- hyggja okkar fyrir henni að hefjast strax í blómaversluninni. Þar sem jólastjarnan þolir mjög illa kulda og dragsúg verður að pakka henni vel inn og alls ekki má geyma jóla- stjörnuna í köldum bílnum á með- an við sinnum öðrum jólainnkaup- um. Þegar heim er komið verður að gæta þess að hún fái næga birtu. Jólastjarnan lætur fljótt vita af því ef birtu vantar því þá lýsast rauðu blöðin. Ávallt skal vökva jólastjörnu með volgu vatni og forðast að hún þorni alveg. Jóla- stjarnan þrífst ágætlega við stofu- hita en ákjósanlegast er samt ef hitastigið er lægra, þá stendur hún betur. Jólastjarnan þolir illa ná- lægð við ofna eða aðra hitagjafa, eins og flest önnur stofublóm. Ef við gætum þess að hugsa vel um jólastjörnuna þá stendur hún með sín fagurrauðu háblöð langt fram yfir þrettándann og launar okkur umhyggjuna ríkulega á þessum kalda árstíma. Aldís Hafsteinsdóttir LITFAGUR boðberi jólanna Morgunblaðið/Kristinn ORÐIÐ aðventa er dregið af lat- nesku orðunum adventus Domini sem þýðir koma Drott- ins. Aðventan hefst með fjórða sunnudegi fyrir jóladag, sem að þessu sinni ber upp á 3. desem- ber. Aðfangadagur er því fjórði sunnudagur í aðventu. Síð- ustu fjórar vikurnar fyrir jól eru einnig kallaðar jólafasta sem helg- ast af því að fyrr á tímum mátti ekki borða hvaða mat sem var á þessum tíma, t.d. ekki kjöt. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnu- dag í aðventu. ■ _ Það tíðkast að kveikja á kert- um á aðventunni og eru kertin gjarnan sett í aðventukrans. Kertin í kransinum tákna sunnudagana fjóra í aðventunni. Kertið sem tendr- að er fyrsta sunnudag í aðventu hefur verið nefnt Spádómakert- ið, sem vísar til þess að í Gamla testamentinu eru margir spádómar um að Jesús muni fæðast. Annað kertið kallast Betlehemskertið en Jesús fæddist einmitt þar eins og allir kristnir menn vita. Þriðja kertið er nefnt Hirðakertið þar sem það voru fjárhirðar sem fyrst- ir vissu að frelsarinn væri fæddur. Fjórða kertið heitir Englakertið vegna pess að englar fluttu mönnum fyrstir þá frétt að frelsari heimsins væri fædd- ur. Aðventukransinn er upprunnin í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Það- an barst hann til Suður-Jótlands og varð hann algengur í Danmörku eftir 1940. Hingað til lands barst hann frá frændum okkar í Danmörku. í fyrstu var hann aðallega notaður sem skraut í búðargluggum en milli 1960 og 1970 varð hann algengur á íslenskum heim- ilum. Sérstakur sálmur er til um aðventu- kertin. Tilvalið er að fjölskyldan sam- einist á sunnudögum í aðventunni, kveiki á kertunum og syngi sálminn saman. Fyrsta sunnudaginn er þá kveikt á Spádómakertinu og fyrsta versið sungið. Næsta sunnudag er kveikt á Spádómakertinu og Betle- hemskertinu, fyrstu tveir sálmarnir sungnir og þannig koll af kolli. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer, sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans. Því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu' og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn og allar þjóðir þurfa’ að sjá að það er frelsarinn. Texti sálmsins: Sigurd Muri, 1963. Þýðing: Lilja S. Kristjánsdóttir. Emmy Köhler 1898 # J ■ J J Vi> kveikj-um ein - u kert - i i Hans kom - a nálg-ast fer sem fyrst - u jól í jöt - u lá og Jes - ú - barn - i> er. • JOLALYKT O INieguil NEGULL er óútsprungnir Dblómknúppar af sérstakri myrtutegund, Eugenia Qcaiyophyllus, sem vex á eyjum í Indlandshafi. Erin- drekar frá Jövu voru vanir Qað setja negul upp í sig þegar þeir fóru á fund . Hans keisara, sem ríkti í Kína á árunum milli 202 r og 220 fyrir Krist, til að krydda andardrátt sinn. Á 1—1— miðöldum notuðu Evr- V / ópubúar negulinn til að Jt. rotverja og bragðbæta matvæli og til að skreyta með. Negultré eru sígræn og verða allt að 8-12 metra há. Þau fara að bera ávexti á fimmta ári og hvert tré getur gefið af sér allt að 34 kílóum af þurrkuðum blómknúpp- um eða negulnöglum á ári. Negulnaglarnir eru tíndir með höndunum bæði síðsumars og á veturna. Þeir innihalda um 14-20% af negulolíu en hún hefur sótt- hreinsandi eiginleika, dregur úr vindverkjum og eyðir andfýlu. Negull er mikið notaður til mat- argerðar. Honum er þá gjarnan stungið í lauk svo auðvelt sé að finna hann aftur ef þarf að fjar- lægja hann úr réttinum. Kanill KANILL er börkur af lágvaxinni, sígrænni trjátegund af lárviðarætt, sem ber latneska heitið Cinna- monum zeylanicum. Eins og nafn trésins ber með sér vex það á Sri Lanka sem einu sinni var kallað Ceylon. Fyrir langa löngu var kanill verð- meiri en gull. Egyptar notuðu hann í smurningu og Evrópubúar mið- aldanna notuðu hann við trúarleg- ar helgiathafnir. Nú á dögum er kanill fyrst og fremst notaður sem bragefni í allar mögulegar matvör- ur, allt frá karrý til konfekts. Vest- urlandabúar nota hann aðallega í kökur og ábætisrétti en Araba- þjóðir nota hann mikið til almennr- ar matargerðar. Þær láta t.d. litla kanilstöng í lambapottrétti auk þess sem þær hræra í kaffinu sínu með kanilstöng. Kanill hefur örvandi áhrif á maga og oft er kanilduft notað gegn meltingartruflunum og loftmynd- un. Einnig hefur hann verið notað- ur við sjóveiki. Lárviðarlauf LÁRVIÐARLAUF eru blöð lárviðar en hann er sígrænt lágvaxið tré, sem vex í Miðjarðarhafslöndunum. Laufin eru notuð þurrkuð en þau eru frekar bitur á bragðið þegar þau eru fersk. Lárviðarlauf þykja ómissandi í frönskum eldhúsum sem og í mat- argerðalist Miðjarðarhafsbúa. Þau eru notuð í súpur og sósur, fisk- og kjötrétti, við grænmetissuðu og í ábætisrétti. Einnig eru þau notuð í kryddblöndur og í pækil- Forngrikkir heiðruðu hetjur sínar með lárviðarsveigum og enn þann dag í dag kjósa Bretar sér lárviðar- skáld. Kakó KAKÓ er unnið úr baunum kakó- trésis sem vex í Mið- og Suður- Ameríku. Súkkulaði er búið til úr möluðum baununum. Astekar í Mexíkó drukku mikið af súkkulaði. Spánverjar kynntust kakóinu hjá Astekunum um 1520. Þeir reyndu að halda „uppgötvun" sinni leyndri og tókst það í ein eitt hundrað ár en þá lærðu Frakkar að meta það. Um miðja 16. öld var fyrsta verslunin með súkkulaði opnuð í London. Þar var súkkulað- ið selt svo háu verði að enginn hafði efni á að kaupa það nema þeir allra ríkustu. Það var síðan ekki fyrr en á miðri 19. öld að þeir sem minna máttu sín höfðu ráð á súkkulaði. Um 1700 fundu Eng- lendingar upp á að blanda drykkinn með mjólk. Átsúkkulaði var upp- götvað 1847 í Englandi og árið 1876 fóru Svisslendingar að setja mjólkurduft í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.