Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 48
48 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Scetir sófar á óviðjafnanlegu verði (sjá nánar textavarp sjónvarps síðu 640) HÚSGA GNA LA GER/NN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. /ru/wt/* „ÉG VAR níunda í röð tólf systkina og foreldrar mínir voru orðnir full- orðnir þegar ég fæddist svo ég ólst upp við gamla hætti og naut þeirra forréttinda að hafa ömmu á heimilinu. Vestdalseyrin, þó hún væri hluti Seyðisfjarðarkaupstað- ar, var þorp út af fyrir sig. Bjólfur- inn skilur á milli og þar var ekki hægt að byggja vegna snjóflóða- v hættu. Þetta var kallað milli Eyrar og Öldu. Það skapaði þessa sér- stöðu Vestdalseyrarinnar og við fengum aldrei rafmagn þótt þessi tækni kæmi snemma til Seyðis- fjarðar. Við sóttum vatn í brunna og höfðum kerta- og lampaljós," segir Vilborg Dagbjartsdóttir rit- höfundur sem er fædd á Hjalla, Vestdalseyri í Seyðisfirði. „Það var mikill undirbúningur í sambandi við allt Ijósmeti til jól- anna og er mér mjög minnisstætt þegar við vorum að fægja alla lampakransana og lampaglösin. Ég var lipur við þetta strax smá- stelpa. Mér þótti svo gaman að sjá alla þessa hluti breytast og - uerða gljáfægða og skínandi. Það var vandasamara með lampaglös- in því það var alltaf hætta á að þau brotnuðu og slíkra hluta varð að gæta. Þetta voru olíulampar en kertin voru í fullu gildi, ekki ein- göngu sem jólaskraut heldur Ijós- gjafi í skammdeginu. Ennþá kveiki ég á kerti á jóla- nóttina, sest við stofuborðið mitt og tek fram stóra bók sem mér þykir vænt um. Þetta er Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf og ég les yfir einn kafla hennar ^og þá finnst mér vera komin virki- leg jól - að lesa bók við kertaljós. Ég les alltaf þessa sömu bók því það er eitthvað svo hátíðlegt við allt sem Selma Lagerlöf skrifaði. Bókina eignaðist ég löngu eftir að ég fór að heiman en hún minnir mig þó svo mikið á jólin heima. Síðan les ég gjarnan um þetta leyti úr þjóðsögum og meðan ég var svo heppin að hafa báða syni mína heima las ég fyrir þá, bæði á jólum og í kringum áramót, ýms- ar þjóðsögur úr safni Sigfúsar Sig- fússonar, Jóns Árnasonar og dr. Björns frá Viðfirði." Jólamatur **■ „Það var alltaf sérstakur jóla- matur á borðum. Á aðfangadags- kvöld voru hafðar rjúpur og þess- um sið hef ég haldið. Systir mín, sem var bóndakona í Seldal í Norð- fjarðarsveit, sendi mér oft rjúpur fyrir jólin. Hangikjöt var haft á jóla- daginn og steik á annan í jólum. Þetta voru fastir liðir. Þá var bakað mikið til jólanna svo sem kleinur, jólabrauð, smákökur og tertur. Þá var bakað laufabrauð heima. Það hafði ekki verið til siðs fyrr en tvær eldri systur mínar fóru á húsmæð- raskólann á Hallormsstað. Þær komu með ýmsar nýjungar sem síðan voru teknar upp á okkar heimili en móðir mín hafði gamla siði, var mikil matargerðarkona og ákaflega fær við alla matargerð og bakstur." Enginn fór í jólaköttinn „Við fengum alltaf ný spariföt og nýja skó fyrir jólin en daglega gengum við á sauðskinnsskóm og ég lærði að gera mína skó sjálf og á meira að segja enn heimasmíð- aða skónál. Við stelpurnar fengum jólakjóla og strákarnir fengu jóla- föt. Þá fengum við nýja skó en notuðum sauðskinnsskóna til að hlífa þeim og á sumrin." Jólin ýttu vetrarkvfðanum til hliðar „Við hlökkuðum mikið til jólanna en vorum oft hrædd í skammdeg- inu. Þegar nær dró jólum hrædd- umst við bæði Grýlu og jólasvein- ana og ýmislegt hyski sem fór á kreik í skammdeginu og ég var raunverulega mjög hrædd við þetta. Einu sinni kom jólakort nokkru fyrir jól og var það með mynd af Sankti Kláusi. Systir mín sem var eldri en ég sagði að þetta væri jólasveinninn í Ameríku og hann væri svo góður og kæmi niður um skorsteininn en þessu gat ég ekki trúað. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði um þennan fína jólasvein í rauðu fötunum, þá var ég orðin sjö ára. Jólasveinarnir voru í mínum aug- um bara synir hennar Grýlu, bæði Ijótir og tötralegir og mér fannst þeir hlytu að koma ofan af Fljóts- dalshéraði því Seyðisfjörður er náttúrlega þröngur fjörður og ég hafði þá aldrei séð út úr firðinum. Það var mjög merkilegt að sjá opnast víðáttuna og sjá út á hafið þegar ég fór til Neskaupstaðar þá 12 ára og seinna þegar ég sá Fljótsdalshérað trúði ég ekki mín- um eigin augum. Það var svo ein- kennilegt að það var eins og ég stæði í lausu lofti. Ég gleymi aldrei þeirri stund. Morgunblaðið/Ásdís VILBORG Dagbjartsdóttir og sonardóttir hennar Vilborg Egilsdóttir sem er sex ára og býr á Neskaupsstað. Ævintýrið um Skilaboðaskjóðuna yjgv á geisladiski og snældu. W Dvergasöngurinn og fleiri ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ góðkunn lög. simi 5511200 Ég minnist vetrarkvíða hjá fólki, bæði kvíða fyrir vondu veðri, ófærðinni og myrkrinu. Hins vegar þegar jólin komu með sína dýrð, birtu og yl hvarf allur kvíði. Ég stóð stundum úti á jólakvöldið og horfði í kringum mig vitandi að þetta var heilagt kvöld og trúði því að þá gæti ekkert óhreint komist að manni. Myrkfælni var ekki til á jól- um.“ Heimatilbúið jólaskraut „Við áttum gervijólatré og ég man einnig eftir tré sem var heima- smíðað en seinna fóru svo að koma lifandi jólatré. Jólatréð okkar var lítið gervitré sem okkur þótti afskaplega fínt. Það var skreytt með heimatilbúnu skrauti eins og englum og litlum jólakörfum. Við bjuggum til þessar körfur úr pappa, síðan settum við kreppapp- ír utan um og þær urðu svo skraut- legar og fallegar. í þær var síðan sett heimatilbúið sælgæti. Þá voru kertin sett í kertaklemmur á grein- arnar og allt varð uppljómað. Það voru alltaf haldnar jólatrés- skemmtanir, bæði á Vestdalseyr- inni og inni í bæ eins og við kölluð- um það þegar farið var inn í sjálfan kaupstaðinn." Jólagjafirnar ekki aðalatriðið „Það var ekki siður að gefa mik- ið af jólagjöfum áður fyrr og móðir mín ólst ekki upp við slíkt, hvorki afmælis- eða jólagjafir. Við fengum þó bæði afmælis- og jólagjafir en það voru ekki pakkar eins og nú tíðkast heldurfengum við systkinin sameiginlegar gjafir. Þá fengum við spilapakka og ýmislegt skemmtilegt dót. Ég man að við fengum matador og lúdó og eitt árið fengum við orðaspil sem þá var nýtt og við lékum okkur mikið að. Þá voru ýmsar heimagerðar gjafir gefnar. Móðursystir okkar sem var bóndakona sendi alltaf pakka fyrir jólin. Hún sendi þá oft- ast hangikjöt en ein jólin kom mik- ill pakki frá henni nokkru fyrir jól. Fyrir utan hangikjötið komu sér- kennilegir pakkar, þrír pakkar handa okkur litlu krökkunum og í hverjum pakka voru prjónaðir karl- ar. Þessir karlar voru skýrðir í höf- uðið á þeim Sturlusonum. Ég fékk einn og var aðallitur hans rauður og skýrði ég hann Sighvat og Snor- ri sem systir mín fékk var aðallega gulur og svo var Þórður blár. Við áttum þá lengi og glöddumst mik- ið yfir þeim.“ Kóngakerti og postulínsbolli „Ég átti ömmusystur sem hét Vilborg Ólafsdóttir og var ógift. Ég var nafna hennar og henni þótti ákaflega vænt um mig. Hún átti heima í litlu húsi inní Seyðisfjarðar- kaupstað sem hét Vilborgarstaðir. Á jólum kom hún út á Vestdals- eyri og hafði þá með sér poka sem var fullur af jólagjöfum og gaf okk- ur krökkunum gjafir sem hún hafði búið til eða keypt og allir fengu eitthvað. Fyrsta jólagjöfin sem ég man eftir frá henni var ákaflega fallegt kóngakerti og þá um leið gaf hún mér fallegan postulíns- bolla sem á stóð: „Góð stúlka". Auk þess kom hún með sælgæti eins og gráfíkjur og súkkulaði". Hátíðleiki jólanna „Þegar ég hugsa í einlægni til bernskujólanna voru gjafirnar ekki aðalatriðið. Það var hátíðleikinn, birtan, skemmtunin og samveran við fólkið. Allir söfnuðust saman og það voru lesnar sögur, farið í leiki og jólaboð. Það er svolítið sérkennilegur ilmur sem ég tengi jólunum. Það er rjúpnailmurinn. Svo náttúrlega hangikjötið og smákökurnar. Á jóladagsmorgun var alltaf til siðs heima að færa okkur krökkunum heitt súkkulaði og kökur í rúmið. Þetta var eini dagur ársins sem okkur var fært í rúmið. Og allt var svo hreint og fínt. Við höfðum nú ekki mikið um- leikis í mínu húsi og mér fannst strákarnir mínir njóta jólanna á ákaflega líkan hátt og ég gerði. Ég hef verið kennari í meira en 40 ár og við höfum okkar fallegu jóla- siði í Austurbæjarskólanum. Það eru haldnar jólaskemmtanir fyrir hvern árgang og börnin setja upp leikrit og þetta er mjög hátíðlegt. Við göngum í kringum jólatréð og síðasta skóladag fyrir jól förum við öll í Hallgrímskirkju og þar er sér- stök messa fyrir okkur. Þannig að við höfum mikla helgisiði í mínum skóla og mér virðist að þetta sé einlægt hjá börnunum. Mér finnst börnin í dag hafa áhuga á öllu sem er hátíðlegt í kringum jólin. Þau hafa áhuga á jólasögunni og hafa áhuga á að heyra um gamla tímann. Og ég hlakka alltaf jafnmikið til jólanna og finnst þau hátíðleg." Arnheiður Guðlaugsdóttir Þríkrossinn Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum. Fæst hjá gullsmiðum um allt land. Heildsöludreifing: Blindrafélagiö, Hamrahlíð 17, Reykjavík. Sími 568 7333. Fax 568 7336.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.