Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 18
18 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
• R AUÐRÓFUSÚP A
Q/
<
Q
oo
„Ég held alltaf upp á jólin eftir aó
;{j ég lcom til íslands, en liklega er til-
hlökkunin hjá mér ekki sú sama og
) hjá þeim sem eru aldir upp vió jó-
\y laundirbúning og jólahald," segir
Lena Bergmann sem er fædd og
uppalin i Rússlandi. Okkur var bent á aó
hún væri mikill listakokkur og á jólunum
væru alltaf kjötsnúóar á boróum sem
væru ómótstæóilegir.
Lena Bergmann
Mbl/Kristinn
Lena er gyðingur og hún segir
að ekki hafi verið mikið gert úr
jólahátíðinni í Rússlandi nema hjá
þeim sem voru virkilega trúaðir.
Páskarnir voru hátíðlegri og þá var
mikið lagt í undirbúning.
Lena kom því ekki með neina
jólasiði að heiman þegar hún flutti
til íslands. Fjölskyldan hefur komið
sér upp siðum í matargerð um jól-
in og að hluta til er það sem á
borðum er frá Rússlandi og að
hluta til frá íslandi.
Bókhveitigrautur fyll-
ingin ígæsina
„Það er töluvert vesen að búa
til pirogi sem eru kjötsnúðar og
þess vegna geri ég þá bara afar
sjaldan." Kjötsnúarnir passa mjög
vel með borch sem er rauðrófu-
súpa og þessvegna höfum við
hvorutveggja á jólunum," segir
Lena. Síðan er aðalrétturinn kal-
kúnn.
Algengur jólamatur hjá Rússum
er fyllt gaes og fyllingarnar eru mis-
munandi. Ein alrússnesk uppskrift
er fylling með bókhveitigraut sem
uppistöðu. Fyrir þá sem vilja reyna
þessa fyllingu þá segir Lena að í
grautinn þurfi tvo og hálfan bolla
af vatni á móti bolla af bókhveiti.
Þetta er soðið frekar lengi eða í
um fjörtíu mínútur. Þegar grautur-
inn er til þá er bætt út í hann mikl-
um lauk og sveppum sem búið er
að steikja á pönnu. Einnig er hann
kryddaður með salti og pipar og
steinselju eða dilli. Þar með er rúss-
neska gæsafyllingin tilbúin og gæs-
in steikt eins og íslendingar eiga að
venjast.
Ekki vill Lena viðurkenna að hún
sé mikil baksturskona og oft segist
hún alveg dolfallin yfir þeim lista-
verkum sem smákökur vinkvenna
hennar eru. „Ég geri eina smá-
kökutegund á aðventu og það er
ekki með neinni teskeið sem þær
eru settar á plötu. Þetta eru
klessukökurnar mínar og ég smyr
öllu deiginu á bökunarplötu og
baka. Á meðan kökurnar eru heitar
sker ég þær í litla ferhyrninga. Þær
eru ekkert fallegar útlits en renna
Ijúflega niður."
Lena féllst á að gefa okkur upp-
skrift að þessum smákökum, við
föluðumst líka eftir rauðrófusúp-
unni og kjötsnúðunum.
grg
Kökurnar hennar
Lenu
_____________2egg ______________
1 stór bolli sykur
_________1 Vzbolli hveiti_______
_________1 flöt tsk. lyftiduft__
400 g rúsínur
2 bollor valhnetur niðurskornor
Hrærið egg og sykur lauslega
og blandið öllu hinu saman við.
Lena segir að þetta verði þykkur
massi. Smyrjið bökunarpappír
setjið hann á bökunarplötu og
dreifið þessum þykka massa jafnt
yfir plötuna og þykktin á að vera
um 1 sm. Bakið kökuna við 200°
þangað til hún er orðin fallega
brún. Skerið síðan í litla ferhyrn-
inga á meðan hún er ennþá heit.
Rauórófusúpa
Það eru til margar uppskriftir
að þessari rauðrófusúpu sem á
rússnesku heitir borch. Hér kemur
uppskrift að rauðrófusúpu sem er
hálfgerð skyndisúpa
__________2 rauórófur_________
__________1 stór laukur_______
'Ameðalstór hvítkólshaus
2-3 hvítlauksgeirar______
2 gulraetur
tómatþykkni
grænmetis-, eða kjötkraftur
matarolíg
vatn
Skerið allt grænmetið eða setjið
í grænmetiskvörn. Grænmetið má
þó ekki vera mjög smátt skorið.
Látið grænmetið í pott með mata-
rolíu og örlitlu vatni. Setjið saman
við litla dós af tómatþykkni og lát-
ið þetta malla í um 20 mínútur.
Að því loknu er sjóðandi vatni hellt
út í pottinn og fer magnið eftir því
hversu þykk súpan á að vera.
Þá er bætt út í grænmetis- eða
kjötkrafti eftir smekk og súpan
pipruð. Kryddið aðeins með fersku
dilli eða steinselju. Ef fólk vill hafa
súpuna sterka á bragðið er gott
að bæta út í nokkrum dropum af
chilipiparsósu.
Þá er súpan tilbúin, en áður en
þegar hún er borin fram er annað-
hvort teskeið af rjóma eða 36%
sýrðum rjóma sett út í hvern disk.
Rússneskir
kjötsnúóar
___________14 kq hveiti________
_________40 g pressuger________
______1 glas volg mjólk (37°)__
100 g brætt smjörlíki
___________1 msk. sykur________
örlítið salt
2egg
Blandið saman helmingnum af
hveitinu, pressugerinu sem búið
er að leysa upp í mjólk og mjólkinni.
Látið hefast. Blandið síðan í
bræddu smjörlíkinu, salti, sykri og
eggjum. Blandið saman afgangi
af hveiti og ef þarf meiri vökva.
Hnoðið vel og deigið á að vera
mjúkt. Látið hefast á ný.
Þegar deigið hefur tvöfaldast er
það tilbúið.
_________Fylling:_________
2 laukar
salt og pipar
1 -2 hvítlauksrif
olíq
500 gott nautahakk eða
annað hakk sem hentar
Steikið lauk á pönnu, steikið síð-
an hakkið með lauknum og piprið
og saltið. Kælið. Setjið síðan hakkið
í gegnum hakkavél eða merjið vel
með gaffli. Kryddið ef vill með smá-
vegis af múskati, steinselju eða dilli.
Búið nú til bollur úr brauðdeig-
inu og hafið þær um það bil 3 cm
kúlur. Fletjið þær út þannig að þær
séu um 1 cm á þykktina og setjið
fyllingu með teskeið á deigið.
Brjótið saman og lokið deiginu vel
svo fyllingin leki ekki út.
Setjið snúðana á bökunarpappír
með samskeytin niður. Bakið við
200°C eða 180°C ef um blásturs-
ofn er að ræða eða þangað til
snúðarnir eru orðnir fallega brúnir.
Ef vill má pensla þá með þeyttu
eggi fyrir bakstur. Þá verða þeir
glansandi.
Snúðana má búa til fyrirfram og
frysta. Takið úr frysti nokkrum
klukkustundum áður en á að bera
þá fram og hitið síðan í ofni.
Lena segir að snúðarnir séu
rússnesk alþýðufæða og henti vel
með súpu í staðinn fyrir venjulegt
brauð. Brauðsnúðana ber Lena
Nýkomið
Nýkomið fró micKi
stillanlegir gönguvagnar, dúkkuvagnar,
eldavélar, vönduö trévara.
... fró
Stórir vandaðir dúkkuvagnar
5 litir. 14.500 kr.
Aukahlutir: Flugnanet, regnplast,
sæng/koddi.
ALLT FÝRIR BÖRNIN
KLAPPARSTÍG 27, SÍMI 552 2522
Fróbær útkoma...
á magapokanum frá BABYBjORN
í nýlegri noskri könnun hæstu
einkunn i öllum liðunt, s.s.
stuðningi við höfuð og bak,
auðveldur í nolkun og þægilegur
fyrir barn og fullorðinn.
Verð frá