Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 36
36 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 400 g hakkaðar möndlur 10 eggjahvítur Þeytt vel og bakað við 180°C. Uppskriftin er fyrir tvo stóra fer- kantaða botna. _____________Frúmm:______________ 5 egg (rauður og hvítur aðskildar) 10 matarlímsblöð leyst upp í vatni _______1 stórdósjarðarber________ _____________Vi I rjómi__________ u.þ.b. 150 g strausykur Ef jarðarberjasafinn er mjög sætur er safa úr ’/z sítrónu bætt við og aðeins dregið úr sykur- magninu. Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til létt og Ijóst. Á með- an er matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn og leyst upp í hluta af jarðar- berjasafanum. Jarðarberin ásamt afgangi af safa sett út í eggja- rauðublönduna og síðan uppleysta matarlímið. Þetta er sett út í þeytt- an rjómann. Loks er stífþeyttum eggjahvítunum bætt mjög varlega saman við. Hrærivélarskálinni velt svolítið af og til þar til frúmasinn fer aðeins að stífna. Þá er hann settur á milli möndlubotnanna. Það er töluverð hætta á að púð- ursykurshringurinn falli eftir bakst- urinn en líkurnar á því minnka ef þess er gætt að opna ekki ofninn á meðan hringurinn er að bakast. Þá segir Margrét að vel sé hægt að baka hann yfir nótt og það hafi hún iðulega gert þegar börnin hennar fimm voru lítil. Vita hvað maður ræður við Þegar hringurinn er kominn á sinn stað ofan á möndlubotnana hefst Margrét handa við að skreyta tertuna. Ofan í hringinn setur hún til dæmis ananas, súkkulaði og rjóma. Stundum bakar hún litla toppa úr möndludeiginu og skreytir þá með kreminu og súkkulaðidrop- um áður en hún raðar þeim utan á tertuna. Einnig skeytir hún kökuna með vínberjaklasa og banönum sem hún sker langs, kíví og jarðar- berjum, súkkulaðistöngum og lakkrís. Engar tvær tertur verða eins og hún hefur aldrei verið hrædd við að prófa sig áfram. Margrét segir að það sé lítil fyr- irhöfn fyrir sig að baka. „Það er engan veginn erfitt fyrir mig þótt ég vinni mikið. Mér finnst þetta rosalega gaman. Grundvallaratriði er að vera vel skipulagður og vita hvað maður ræður við. Ég nota fry- stikistu mjög mikið og það má frysta botnana og súkkulaðikremið en mér finnst aldrei gott að frysta púðursykurshringinn. Frúmasinn er bestur þegar hann er svolítið kaldur og þess vegna er ágætt að setja botnana með frúmasinum í frystinn áður en kakan er skreytt og borin fram.“ Tólf eggjarauður verða afgangs þegar upp er staðað og segist Margrét gjarnan nýta þær með því að búa til vanilluís. Við látum upp- skriftina af honum að sjálfsögðu fljóta með. Möggukaka Möndlubotnar: 400 g flórsykur Krem: 100 g strausykur 1 dlvatn 1-2 tsk. kaffiduft 4 eggjarauður 200 g smjör 75 g brætt súkkulaði með appelsínubragði. Sykur, vatn og kaffiduft er soðið saman þar til blandan er farin að þykkna. Eggjarauður þeyttar. Sykurlög- urinn aðeins látinn kólna. Súkku- laði brætt. Öllu blandað saman og sett ofan á botnana. Púóursykurs- hringur: 6 eggjahvítur 1 tsk. lyftiduft 1 Vi bolli púðursykur Þeytt mjög vel saman. Ofninn hitaður í 200°C. Hringurinn settur í ofninn, á neðstu rim, og slökkt um leið. Látinn vera inni í ofninum í 7 klst. Ekki opna ofninn á meðan því þá er mikil hætta á að hringur- inn falli. Hringurinn er síðan settur ofan á kremið á möndlubotnunum. Vanilluis 12 eggjarauður 3 pelor rjómi 300 g sykur vanilludropar aó smekk hvers og eins. Eggjarauður og sykur þeytt saman. Rjómi þeyttur. Öllu bland- að saman og fryst. Með þessu er gott að bera fram ferskt ávaxtasal- at með brytjuðum eplum, banön- um, kíví, jarðarberjum og súkku- laði. Margrét setur smá sykur saman við salatið og stingur því inn í ísskáp í smá stund. Einnig er gott að hafa súkkulaði- eða karamellusósu með. \£Z/ XfJöfum mikíð úrvaí af fiandunnum fiunangsíiertum, siffjBfómum, jófasfcreytingum, jófastjörnum og margtfCeira Cd. j>~ „VEISTU um hvaó þú ert aó biója?" spyr Margrét Árnadóttir, starfsmaóur á auglýsingastof- unni Hvita húsinu, þegar þess er farió á leit vió hana aó hún skreyti eina tertu fyrir Jólamat, gjafír, föndur. „Þær eru svo ruglaóar hjá mér," bætir hún vió. En vogun vinnur, vogun tapar og við höfum ekki ástæðu til ann- ars en að trúa heimildarmanni okk- ar sem segir að Margrét sé bæði snjöll og hugmyndarík tertuskreyt- ingarkona. Árangurinn sjáum við hér á síðunni. Kakan er sannarlega óvenju- leg og hún er mjög góð líka. Avextirnir og frúm- asinn gefa henni ferskt bragð og Margrét segir að helst eigi fólk að sitja við kökuna og narta í skrautið og kökuna sjálfa. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGRÉT með eina af góðu og „rugluðu" tertunum sínum. as í þetta skiptið. Stundum hefur hún ananasfrúmas eða einhvern annan frúmas sem henni dettur í hug eða jafnvel rjóma með súkku- laðibitum. „Ég leik mér bara og set eitthvað á milli," segir hún. Ofan á botnana setur hún afar gott súkkulaðikrem með appels- ínubragði. Þar ofan á setur hún púðursykurshringinn, mjúkan og bragðgóðan. „Stundum set ég sykur og kókosmjöl í staðinn fyrir púðursykurinn og það er líka gott.“ Auðugt ímyndunarafl Margrét hefur gaman af að láta hugmyndaflugið „hlaupa með sig í gönur," eins og hún orðar það, og hún segist alltaf hafa haft til- hneigingu til að skreyta matinn sem hún býr til. „Ég nota alltaf gott hráefni. Það þarf ekki að vera dýrt að gera góðan mat og tertur ef maður gerir allt sjálfur." Margrét segist aldrei nota svampbotna heldur möndlubotna og það má borða allt sem hún notar í tertuna. Á milli botnanna hefur hún frúmas, jarðarberjafrúm- • HVÍTA HÚSINU Því miður verður nýi Jólaísinn f'rá Kjörís aðcins f seldur uui jólin. Viljir þú njóta hans lengur J og kynnast innihaldinu betur, skaltu tryggja £ þér nóg af honum strax. IMJO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.