Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 D 35
tekinn dag á jólaföstunni. Yfir
jólahátíðina hafði síðan hver
sitt kerti við höfðalagið á rúm-
inu sínu.
Systurnar, Ingibjörg og Lo-
( vísa Guðmundsdætur, settu á
stofn verslun í Hafnarfirðinum,
I ----------------------------------
Kerta og gjafagallerí, fyrir fáein-
um árum og hafa flutt inn afar
sérstök og falleg kerti allar göt-
ur síðan. Þær segja að „kerti
séu ekki bara kerti" heldur þurfi
að fara vel með þau ekki síður
en aðra fallega muni. Sum kert-
in þeirra eru t.d. gerð úr sértöku
vaxi sem lýsir kertið upp þegar
kveikt er á því og til að þau
endist vel og haldi lögun sinni
má ekki kveikja á þeim fyrir
minna en klukkustund og ekki
má loga lengur á þeim en í þrjár
stundir. Einnig segja þær að
kerti ósi síður ef klippt er af
kveiknum þannig að einungis
fjórðungur úr tommu verður
eftir á kertinu auk þess sem
kerti verði að standa alveg lóð-
rétt til að það brenni rétt.
(
I
(
i
(
I
I
NORNIN Befana kemur fljúgandi á kústi sínum til ítalskra
barna að kvöldi 5. janúar. Hún klæðist síðum svörtum kjól
og hefur hvasst nef, langa höku og kræklóttar neglur.
Befana er samt ekki mjög grimm, hún ber gjafapoka á
bakinu og dregur upp úr honum pakka handa góðum börn-
um. Svo smokrar hún þeim ofan í sokka sem krakkarnir
hengja út í glugga eða við reykháfinn.
I pökkunum eru lítil leikföng eða sætindi en kolamoli er
allt og sumt sem óþekktarormar fá. í reynd eru flest börn
einstaka sinnum óþæg og fá þess vegna kolamola með
öðru smáræði. En hann er sætur á bragðið enda búinn til
úr kandís. Með þessum glaðningi, sem börnin finna að
morgni 6. janúar, lýkur tímabili gjafa, vitringarnir þrír finna
Jesúbarnið, jólin eru liðin.
Sagan segir að Befana hafi verið barnlaus ekkja í Betle-
hem. Einn daginn var hún að höggva sér eldivið úti í skógi
þegar þrír menn birtust milli trjánna. Þeir spurðu hana um
leiðina til borgarinnar þar sem lítill konungur væri fæddur,
hann ætti að fá frá þeim gjafir. Befana ákvað að slást í för
með vitringunum, en missti af þeim meðan hún gekk frá
eldiviðnum. Samt hélt hún af stað með poka fylltan gjöfum
handa Jesúbarninu.
Ýmist er næst sagt að Befana leiti endalaust eftir þetta
og gefi börnum gjafir á leið sinni eða þá að hún hafi sest að
á Ítalíu eftir að Jósep maður Maríu skýrði fyrir henni að
sá sem hún leitar sé í öllum börnum.
Jólaundirbúningur hefst formlega á Ítalíu 8 dögum fyrir
hátíðina. Sagt er að heimili þurfi að vera tilbúin á þeim
tíma sem Jósep og María leiti sér gistingar. Áður fyrr var
siður að fasta í 34 tíma fyrir aðfangadagskvöld og hafa
þá einfalda fiskmáltíð. Fastan er löngu liðin tíð en fiskmál-
tíðin í fullu gildi. Dæmigert er að snæða pasta með tún-
fiski eða skeljum í forrétt, kryddleginn ál með salati í aðal-
rétt og háa bjöllulaga köku, panettoni, í eftirrétt. Með þessu
er drukkið ítalskt freyðivín, spumante.
Síðan er spilað eða lesið fram á miðnætti þegar yngsta
barn fjölskyldunnar fær að leggja
FÆÐING heitir styttu Jesúbarnsins í vögguna. Allir
þessi mynd 15. hafa í stofum sínum lítil líkön af fjár-
aldar meistar- húsinu með Maríu og Jósep og vöggu
ans Esigno frá sem er tóm fram til þessarar stund-
ar. í þessum „presepe" er líka kýr og
asni og oftast persónur sem drifið
hefur að úr grenndinni; börn, bændur og handverksmenn.
í Frakklandi heitir fjárhúslíkanið créche, sem þýðirvagga,
og hefðin er rótgrónust sunnarlega í landinu. Fyrir daga
jólatrésins var gjöfum raðað framan við vögguna.
Eftir þessa athöfn má huga að gjöfum á Ítalíu, nema
farið sé í miðnæturmessu og pakkar opnaðir að svo búnu
eða á jóladagsmorgun. Aðalmáltíðin er siðan á hádegi jóla-
dags og matseðill margra á þessa leið: Tortellini í soð-
súpu, lasagna, fylltur kalkún borinn fram með grænmeti
og salati, ostur, kaka, ávextir. Eftir þetta taka flestir lífinu
með ró fram á gamlárskvöld.
Þá er siður að klæðast nýju rauðlitu plaggi sem tákni
um frjósemi og snæða svínalappir með linsubaunum. Baun-
irnar minna á smápeninga og stuðla því að velsæld. Svo
er oft hvítt núggat með ávaxtabitum, torrone, í eftirrétt. Á
miðnætti boðar happ að standa uppi á stól. Þegar niður
er komið er flugeldum skotið af svölum eða dyraþrepum,
en ekki farið út á götu af hættu á því að fá í hausinn aflóga
þvottavél og ryðgaða potta. Fólk hendir slíku drasli út um
gluggann og losnar þannig við það um leið og gamla árið.
Þórunn Þórsdóttir