Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 54
FONDUR OG SKREYTINGAR 54 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er mikið í tísku að gera skreytingar inn í kransa," segir Uffe. Þessir vendir eru einmitt skreyttir í kransa. í þeim er meðal annars eukalyptus, lyng, fíkusrætur og berengras. Granatepli koma í stað glerkúlna og eplin gefa skreyt- ingunni jólalegan blæ. Tískulitirnir um þessi jól eru gyllt og drapplitað eða gyllt og silfrað saman. EINS og fólk hefur áreiðanlega tekið eftir hafa blómaskreytingar breyst mikið á undanförnum árum og segir Uffe Balslev blómaskreyt- ingamaður að það sé mikið um að vera í faginu um þessar mund- ir. „Tæknin þróast hratt og það er mjög gaman að vinna við blómaskreytingar núna," segir hann. Uffe starfar sjálfstætt að blómaskreytingum og kennslu, bæði á námskeiðum og í Garð- yrkjuskóla ríkisins. Þá starfar hann einnig hjá Hebu Hauksdóttur í Skógarlist á Vatnsstígnum í Reykjavík þar sem hann skreytir úr jurtum úr íslenskri náttúru, svo sem birkikvistum, mosa, berja- lyngi og hvönn og þar gerði hann aðventukransana og jólaskeyting- arnar sem hér sjást. „Vistvæn og náttúruleg efni eru mjög vinsæl núna í blómaskeyt- ingum," segir Uffe. Hann segir að í stað nælonþráða til að binda blómvendina með sé farið að nota snæri, „sem er bæði umhverfis- vænna og betra til að binda með". Svokallaðir óasishringir sem skreytingar eru gerðar í eru ekki lengur settir í plastbakka heldur vatnshelda pappabakka sem gerðir eru úr endurunnum pappír. Þá eru kertastandar úr smíða- járni í stað plasts áður. HÉR sjáum við hvernig Uffe fer að. 1) Kertastand- arnir límdir í óasishring. Það er ekki sama hvaða Ifm er notað þar sem sumt leysir hringinn upp. 2) Mosi eða hey sett allan hringinn og þar á eftir lyng, trjágrein- ar eða aðrar jurtir. 3) Einnig má vefja bergfléttu um hringinn til skrauts. 4) Koparvír festur f trjábörk og vírnum stungið í hringinn á viðeigandi stöðum. 5) Heyknippi bundið saman með snæri fest á hringinn. 6) Skreytt með kúlum og borðum. ÞESSI aðventuskreyting er lif- andi lifandi og þess vegna er vatn látið standa í skálinni. Hvannarstönglar eru bundnir saman í knippi með snæri. Kert- unum er stungið í end- ana á stöngl- unum. Stöngl- ana má einnig nota fyrir blóma- vasa. HEFÐBUNDINN aðventukrans en þó með nýstárlegum blæ. í kransinum eru greinar af mis- munandi trjátegundum bundn- ar laust saman. Inn á milli eru settar gylltar jólakúlur, epli, skúfar og kerti. Uffe segist stinga blómaspýtum í botninn á kertunum til að þau nái góðri festu f kransinum. Gott er að búa fyrst til gatið í kertið með I heitum nagia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.