Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 20
20 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
• PIPARKÖKUHÚS
00
Q/ FannýJón-
— mundsdóttir
boróar
hnetubuff á
| | aófanga-
ry/ dagskvöld
i” enhúnhætti
__) aóboróa
kjöt og ffisk
ffyrir mörg-
um árum.
Börnin
T hennarffjög-
ur, semflest
eru reyndar fflog-
in úr hreiórinu,
borða hins vegar
hefóbundinn
jólamat svo sem
hamborgarhrygg
eóa r júpur. „Þótt
ég borói ein-
LU
göngu grænmet-
isffæói er ég ekki
aó neyóa þau til
aó gera þaó einn-
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Ásdís
Heimasætan Sigrún Fanný og Birta, hvolpurinn hennar, eru að vonum
ánægðar með piparkökuhúsið enda er það bæði fallegt og girnilegt.
Hún segist ekki sakna fisksins
og kjötsins enda þurfti hún að
hætta að borða þessa fæðu vegna
þess að henni leið ekki vel ef hún
neytti hennar. Núna býður henni
við kjöti og hún segir að ákveðnar
ranghugmyndir ríki hér í sambandi
við grænmeti og fólk sem borðar
grænmetisfæði. Hún segist til
dæmis hafa komið á matsölustað
í borginni fyrir skömmu þar sem
hún ætlaði að fá sér grænmetis-
pítu. Þá tók hún eftir að afgreiðslu-
stúlkan notaði sömu áhöldin í
grænmetið og kjötáleggið. „Ég
hætti við að fá mér pítuna," segir
hún og bætir við að afgreiðslu-
stúlkan hafi ekki sýnt þessu mikinn
skilning en að sjálfsögðu geti
bragð smitast milli ílátanna.
Hér á síðunni eru birtar upp-
skriftir að hátíðarheilsurétti með
avókadósósu eins og Fanný gerir
á aðfangadagskvöld. Einnig fylgja
uppskriftir að kartöflurétti sem vin-
kona hennar, Farida Sharan, gaf
henni en hún var hér á ferð
snemma í haust til að halda nám-
skeið um breytingaskeið kvenna.
Auk þess fylgja uppskriftir að
grænu salati og fersku salati í ætt
við Waldorfsalat. Þá má ekki
gleyma Ris á l'Amande með
möndlugjöf sem Fanný segir að
sé algerlega ómissandi á aðfanga-
dagskvöld. Uppskriftina fékk hún
hjá fyrrverandi tengdamóður sinni
en hún er hálfdönsk.
Fanný býr alltaf til piparkökuhús
fyrir jólin. Venjulega gerir hún það
snemma í desember, ásamt börn-
um sínum, og er húsið látið standa
öll jólin. „Meðan ég var með búð-
ina var piparkökuhúsið það eina
sem ég gerði fyrir jólin," segir hún
en hún rak áður tískuverslunina
Fanný við Laugaveg í Reykjavík.
Ermarnar eru síðan brettar upp á
þrettándanum og piparkökuhúsið
borðað og þá kemur hið „óvænta"
í Ijós. Húsið er nefnilega sneysa-
fullt af dýrindis sælgæti, smartís,
lakkrís, karamellum, súkkulaði,
hlaupi auk lítilla smágjafa því eins
og Fanný bendir á er sælgæti ekk-
ert sérlega heilsusamlegt.
Fanný gaf okkur uppskriftina,
sem hún segir að sé bæði einföld
og góð, þótt það sé auðvitað tíma-
frekt að búa húsið til. Hróður húss-
ins hennar Fannýjar hefur borist
víða og nýlega var hún beðin um
að halda námskeið í piparköku-
húsagerð íjólabænum Hveragerði.
Sniðin að húsinu eru á öftustu
opnunni í blaðinu.
Uppskriftirnar að hátíðarheilu-
réttunum eru fyrir fjóra.
OWWHHMMI
Hnetubufff
co 40 g saxaðar möndlur
ca 50 g soxaður valhnetur
1 -2 msk. sesamfræ
2 msk. ólífuolía
1 meðalsfór ný rauðrófa,
söxuð smótt
1 -2 súrsaðar gúrkur (pickled dill
cucumbers), litlar, saxaðar smótt
Yi meðalstór laukur, saxaður smátt
1 stk. grænmetisteningur
tamari eða soyasósa til að
bragðbæta
Steikið laukinn lítillega.
Allt hrært vel saman í skál, smá
sjávarsalt og pipar, 2-3 msk. rúg-
mjöl hrært út í. Sjóðið lífrænt rækt-
að bygg (Móður jörð, ómalað) í
u.þ.b. 1 klukkutíma og bætið 1
bolla af því samanvið. Hrærið vel.
Veltið síðan buffinu uppúr brauð-
mylsnunni. Látið standa ca. 1-2
tíma. Steikt á pönnu. Borið fram
heitt með kartöflum, avókadósósu,
grænu salati og fersku salati.
Heitt rauðkál og reyniberjasulta
eða títuberjasulta með gerir meiri
hátíðablæ.
Faridu tamari- og
steinselju-
kartöflur
kartöflurnar (fyrir 4) eru skornar
í fernt, og soðnar
_______steinselja ca hólft búnt___
_________söxuð mjög smótt_________
'á meðalstór laukur (ef vill)
_______mjög smótt saxaður_________
2-3 msk. tamorisósa settgr útí
Vz-1 tsk. cayenne pipar eftir smekk.
Smá ólífuolíu eða smjöri (1 msk.)
hrærð saman við blönduna sem
er sett í skálina sem á að bera
kartöflurnar fram í, kartöflurnar
settar út í heitar og þeim hrært
saman við þannig að sósan brúnar
þær allar. Ath. Bæði buffi og kart-
öflum má halda heitu í ofni.
Avókadósósa
1 stk. avókadó skorið í meðal-
stóra bita. Hrært varlega útí sýrð-
an rjóma, smápipar bætt út í ef
vill. Hrært aftur.
Grænt salat
2-3 blöð af grænkóli, smótt rifið
___________'h salgtkál________
steinselja rifin
5 meðalstórir tómatar,
______frekar smátt skornir____
______1 -2 tsk. sólblómafræ___
sjávarsalti og pipar stráð yfir
smá ólífuolia
I
Verið góð við
ykkur um jólin
Hvergi meira úrval af artgallery
íslenskri myndlÍSt LaugavegUlSci,
gengið innfrá
Opið um helgar Rauðarárstíg.
r & cími FFl n/inn
Sara Vilbergsdóttir
i