Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 12
12 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • KONFEKT Þad tilheyrir jólaundirbúningi margra að búa til jólakonfekt i faómi f jölskyldunnar eóa meó vin- konunum i saumaklúbbnum. Fólk er hins vegar mislagió eins og gengur svo þaó getur verió gott aó fara ó nómskeió og læra réttu handtökin. Jóhannes Felixson, kökumeistari hjá Nýja kökuhúsinu, hefur kennt galdurinn við konfekt- og kransa- kökugerð í á þriðja ár í Tómstundaskólanum og voru hann og stjórn- endur skólans svo elskulegir að gefa Jóta- mat, gjöfum og föndri nokkrar uppskriftir að Ijúffengu konfekti og kransaköku. Hátt í 200 ára uppskrift Jóhannes segir að til sé fjöldinn allur af upp- skriftum að kransakökudeigi. Hann segir að sú uppskrift sem hann noti sé hátt í tvö hundruð ára gömul og hljóti því að vera góð fyrst enn sé verið að nota hana. Það er settur sykur í kransa- kökuuppskriftina og segir Jóhann- es að það sé mun betra en að setja flórsykur. Margar uppskriftir innihaldi flórsykur en þá verði kakan eins og tyggjó. Jóhannes notar svokallaðan kransa xx í upp- skriftirnar að kransaköku og kransakonfekti og fæst hann í flest- um stórmörkuðum og verslana- keðjum. Svonefndur bitter er aftur á móti settur í rommkúlurnar, sérrí- lengjurnar og núggatmarsipanið. Hann fæst á sömu stöðum. Það hefur vafist fyrir mörgum að húða konfektið með súkkulaði. Jóhannes segir að best sé að gera það yfir vatnsbaði og nota til þess heitt hitaveituvatn. Hann mælir ekki með að gera það yfir eldavél- arhellu því þá sé meiri hætta á að uppgufað vatn komist í súkkul- aðið og eyðileggi það. Margir kannast eflaust við vandamálið og ættu þeir að prófa þetta og vera bara duglegir að skipta um vatn svo súkkulaðið haldist bráðið. Þá notar Jóhannes ævinlega Valsa- súkkulíki í hjúpinn. Aðferðin við húðunina sjálfa hefur einnig reynst mörgum óþægur Ijár í þúfu. Hún leikur hins vegar í höndunum á Jóhannesi. Hann hefur mikið af bræddu súkk- ulaði í skál, lætur konfektið sem á að húða detta ofan í súkkulaðið þannig að það hverfi alveg. Síðan veiðir hann það upp með gaffli og lætur afgangssúkkulaði drjúpa af. Þá lætur hann konfektið ofan á bökunarpappír og til að ekki mynd- ist súkkulaðiklumpur undir kon- fektinu ýtir hann því til hliðar eftir svolitla stund en áður en súkkulað- ið storknar alveg. Vindum okkur þá í uppskriftirnar. Kransakonfekl 500 g kransi xx 250 g sykur 3 eggjahvítur 1. Kransinn og sykurinn eru unnin vel saman í hrærivél. Notið krók- inn. Kornin eiga að hverfa alveg því ef kransinn og sykurinn bland- ast ekki nógu vel verður konfektið mislitt, þ.e.a.s. sykurlausi massinn verður dekkri en sá sem er vel blandaður sykri. 2. Eggjahvíturnar settar rólega saman við. 3. Helmingur deigsins er settur í sprautuþoka með sléttum stút. Litlum bitum (kúlum og lengjum) sprautað á bökunarpappír. 4. Bakað við 200-220°C í stuttan tíma, u.þ.b. 5-7 mínútur. 5. Hinum helmingnum er skipt í nokkra hluta (u.þ.b. 3). Blandið Vá sultu í massann, t.d. hindberja-, sólberja-, jarðarberja-, apríkósu- sultu eða einhverri annarri góðri sultu. Þessu er sprautað yfir bit- ana og þeir frystir. 6. Að lokum er hjúpað með bræddu súkkulaði og skreytt t.d. með kokteilberja-, hnetu- eða möndiubitum. Rommkúlur 600 g bitter 200 g flórsykur u.þ.b. 15 stk. rauð kirsuber u.þ.b. 10 stk. græn kirsuber 100 g súkkulaðibitar 3 msk. kókos lítið af rommi 1. Bitter og vel saman svo dreifist jafnt um bitterinn 2. Öllu hinu blandað varlega saman við massann. Úr þessu eru síðan mótaðar kúl- ur. Kúlurnar kældar og hjúp- aðar með súkkulaði. Sérrilengjur __________6 msk. sérrí __________400 g bitter _________150 g flórsykur 150 g saxað súkkulaði 1. Sérríinu hellt yfir rúsínurnar. Látið standa yfir nótt. 2. Bitter og flórsykur unnið vel saman. 3. Öllu blandað vel en varlega saman. Rúllað út í lengjur. Kælt og hjúpað með súkkulaði. Núggatmarsipan 600 g bitter 200 g flórsykur núgggt (hart) 1. Bitter og flórsykur unnið vel saman. Marsipaninu er rúllað út í u.þ.b. 3 mm þykkt og núggatinu líka. Penslið saman með vatni. Hafa skal fjögur lög. Kælt og skorið í bita. Hjúpað með súkkulaði. Konfektið má síðan skreyta með bræddu súkkulaði. Jóhannes segir að best sé að nota Odense dropa og eru þeir til bæði dökkir og Ijós- ir. Bræðið þá yfir vatnsbaði. Búið til kramarhús úr bökunarpappír og látið súkkulaðið í. Klippið pínulítið gat á oddinn svo mjó súkkulaði- buna myndist. Haldiðá kramarhús- inu eins og það væri penni og styðj- ið létt við með hinni hendinni til að hindra handskjálfta. Kransakaka 1000 g kransi xx __________500 g sykur__________ 2 eggjahvítur 1. Kransi og sykur unnið vel sam- an. Notið krókinn. Munið að korn- in eiga alveg að hverfa því annars verður kakan mislit. 2. Eggjahvíturnar settar rólega saman við. Ef deigið er hrært of mikið eftir að hvíturnar eru komn- ar út í er hætta á að það lyfti sér. 3. Deigið er sett í plastpoka og látið standa í V2-I klst. í kæli með- an það jafnar sig eftir hræringinn í hrærivélinni. Ef deigið á að bíða lengur verður að vefja það vel inn í plastið þannig að það „andi" ekki. 4. Síðan er það viktað og rúllað í lengjur. Lengjurnar mótaðar í þrí- hyrninga með því að slá þær með „þófanum" sem er rétt neðan við úlnliðinn. Lengjunum velt þannig Kransakokuhringir Þyngd Lengd lengju Hringurl 25 g n.osm Hringur2 30 g I3,5sm Hringur3 40 g I6,0sm Hringur4 50 g 18,5 sm Hringur5 60 g 2i,0sm Hringur 6 70 g 23,5 sm Hringur 7 80 g 26,0 sm Hringur 8 90 g 28,5 sm Hringur9 100g 31,0sm HringurlO HOg 33,5 sm Hvernig á að búa til kramarhús? Morgunblaðið/Ásdts JÓHANNES Felixson, kökumeistari í Nýja-Kökuhúsinu leiðir lesendur í all- an sannleika um konfekt- og kransakökugerð. að mjóa brúnin snúi upp. Búið til hringi þannig að innri brúnin sé lóðrétt en sú ytri hallandi. Þrýstið létt með loki ofan á hringina til að hægt sé að stafla þeim hverjum ofan á annan. 5. Bakaraofnar eru eins misjafnir og þeir eru margir og þess vegna verður að setja litlar deiglengjur í hvert horn á bökunarplötunni og eina á hana miðja. Bakað í 10 mínútur við 200°C. Lengjurnar skoðaðar til að finna út hvar er best að baka hringina. Ef þeir eru dökkir að neðan en Ijósir að ofan er of mikill undirhiti. 6. Hringirnir bakaðir við u.þ.b. 190-200°C í u.þ.b. 8-12 mínútur. Ef þeir eru bakaðir lengur en í 12 mínútur verða þeir of bakaðir og þurrir. Átta mínútna bökunartími er algert lágmark. Best er að bök- unartíminn sé sem næstur 10 mín- útum þannig að ef ofninn er sterk- ur á að lækka hitann. Gullin regla er að fara aldrei frá ofninum. 7. Hringirnir skreyttir með glass- úr. Glassúrinn er gerður með skeið úr eggjahvítu og sigtuðum flór- sykri. Flórsykrinum bætt smám saman út í. Þykktin er mátuleg þegar glassúrinn hangir saman í einum dropa sem fellur niður úr skeiðinni. Glassúrnum sprautað yfir hringina úr kramarhúsi. Kram- arhúsið er gert úr bökunarpappír og ofurlítið gat er klippt á endann. 8. Hringina má líma saman með glassúrnum en einnig má bræða súkkulaði og setja á milli. 9. Skreytt með súkkulaðiskrauti. Súkkulaéiskraut Bræðið Odense dropa. Setjið bökunarpappír yfir mynstrin. Setj- ið súkkulaðið í kramarhús og „dragið mynstrið upp.“ með súkk- ulaðinu. Látið kólna við herbergis- hita og dragið pappírinn varlega af skrautinu. Setjið súkkulaði einn- ig á bakhlið skrautsins. Munið að búa til aðeins of mikið af skrauti ef eitthvað skyldi brotna. Fiðrilda- skrautið er sett innan í könnu áður en það storknar til að fá vængina upp, ekki er sett súkkulaði á bak- hlið þess. Skrautið er hægt að gera nokkrum dögum áður en kransakakan er bökuð og er það þá geymt við herbergishita. Myn- strið er aftast í blaðinu. Kransabitar Uppskriftin að kransabitunum er sú sama og að kransakonfekti, nema hvað engin sulta er notuð. Deigið er sett í sprautupoka með stjörnuoddi og því sprautað í nokkra mismunandi toppa (slauf- ur, ess, kossa og rósir). Ef þið ætlið að setja kirsuber í miðjuna á bitunum er gott að bleyta fingur og móta svolitla holu þar sem berið á að vera áður en þeir eru bakaðir. Bakað við u.þ.b. 190- 220°C í u.þ.b. 8-12 mínútur. Kirsu- berinu er síðan dýft í bráðið súkk- ulaði og sett í holuna. Einnig er hægt að skreyta með kokteilberj- um, hnetum og möndlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.