Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 8
8 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAUFABRAUÐSTÍNAN sem hér sést er gerð úr birki sem er skorið mjög þunnt og látið liggja í vatni í sólarhring áður en viðurinn er beygður utan um mót. Þannig er hann látinn þorna í nokkra daga. Viðurinn er síðan saumaður saman með birkirótum rétt eins og gert var í gamla daga. Lokið er notað til að strjúka létt yfir laufabrauðin eftir steikingu. Takið eftir að það er neglt saman með trénöglum. Munirnir eru hannaðir og smíðaðir í Eik í Miðhúsum á Egilsstöðum. Steikið sinnepsfræin í heitri olíu í u.þ.b. 1 mín. Hvítlaukurinn og/eða engiferrót- in sett út á. Gulræturnar settar útá og mýkt- ar í 3-5 mín. Sett í skál ásamt ólífunum. mmmsmsmmmsrnmmm Döólukonfekt __________4 hrískökur_______ ________2 bollor döðlur____ __________1 bolli vgfn______ 1 Vi bolli kókosmjöl, þurr-ristoð 1 bolli möndlur, þurr-ristaóar og muldar ______2 msk. gppelsínuhýði__ 1 msk. sítrónuhýði 1 tsk. kanilduft V* tsk. sjóvarsalt Döðlurnar settar í pott ásamt vatninu, suðan látin koma upp, látið sjóða loklaust við vægan hita þar til vatnið gufar upp. Einnig er hægt að hella 2 bollum af sjóðandi vatni yfir döðlurnar og láta standa í 1 klst., hella þá vatn- inu frá. O < LL_ D < Allt hnoðað saman. Mótað í kúlur eða teninga. Skreytt með möndlum ef vill. Kælt. mmmmmmmmmmsmsBm Appelsinusmókökur 5 dl döðlur, settar í bleyti í eplasafa 6 dl hrísgrjónamjöl (hrísmjöl) 14 tsk. salt 2 msk. rifinn appelsínubörkur 214 dl haframjöl 214 dl sólblómafræ, þurr-ristuð og mulin 1 tsk. kanilduft 1 tsk. rifin engiferrót 1 dl olía safinn af 2 appelsínum 1 tsk. vanilludropar Sigtið eplasafann frá döðlunum og geymið hann. Saxið döðlurnar smátt. Blandið sjö næstu atriðum sam- an. Setjið olíu, appelsínusafa og vanilludropa útí og hrærið vel. Bætið döðlunum útí og eins miklum eplasafa og þarf til að deig- ið verði þykkt en klístrað. Setjið deigið með teskeið á olíu- borinn pappír og bakið við 175 °C í 15-20 mín. eða þartil Ijósbrúnar. ■ UNGIR SEM ALDNIR SAMEINAST í LAUFABRAUÐSGERÐ „GLEYMDU ekki að pikka kökuna.11 Skurðarmenn önnum kafn- ir og mega ekki vera að því að líta upp. ÞÓRUNN Káradóttir, fjögurra ára, og Kristveig Jónsdóttir fletja út laufabrauðið. Halla frænka er afasystir Þórunnar. LAUFABRAUÐ hefur verið hátíðar- brauð á íslandi að minnsta kosti frá upphafi 18. aldar og víst er að mörgum finnst engin jól ef ekkert er laufabrauðið. Fjölskyldur sam- einast þá gjarnan einhvern tíma á jólaföstunni, skera út brauðið og hlusta á gömlu góðu jólalögin. Síð- an er gott að taka forskot á sæl- una og fá sér steikta afskurði, jafn- vel með sírópi. Brottfluttir Norður-Þingeyingar vilja ekki vera eftirbátar annarra Þingeyinga og hér á síðunni má sjá myndir frá norður-þingeyskri laufabrauðssamkomu í höfuðborg- inni, sem haldin var núna skömmu fyrir aðventuna. Þátttakendur voru frá fjögurra ár aldri til sjötugs. Hamrahlíðarkórinn var settur á geislaspilarann enda syngja tveir úr hópnum í honum. Aðrir gestir tóku ekki undir þótt þeir syngi vel heldur nutu þess að hlusta á söng- inn eða spjalla saman og skera út brauðið, ýmist með laufabrauðs- járni eða handgerðum útskurðar- hnífum. Fæstir höfðu áður kynnst því að nota útskurðarhnífana en allir höfðu gaman af að spreyta sig á gömlu aðferðinni. Kristveig Jónsdóttir, aðalmanneskjan í bakstrinum, sýndi handbragðið en hún hefur gert laufabrauð síðan hún var kornung og ekki sleppt úr ári. Uppskriftin að laufabrauðinu er mjög auðveld og hún hefur þann kost helstan að það er auðvelt að fletja kökurnar út. Laufabraud Höllu frœnku _________500 g hveiti______ 35 g smjör 15 g sykur 1 tsk. salt 1 tsk. lyftiduft 2 dl mjólk 1 dl vatn þjonn þinna þarfa i ! Uppskriftin er fyrir 25 litlar kök- ur. Mjólk, vatn og smjör sett í pott og hitað. Þurrefnin sett í hrærivél- arskál. Snarpheit mjólkurblandan sett saman við og hnoðað. Deiginu er rúllað í lengju sem er skorin í 25 hluta. Hlutarnir eru síðan geymdir í hveiti í skál þar til þeir eru flattir út í mjög þunnar kökur. Ef maður margfaldar uppskriftina er gott að setja deigið í plastpoka svo það haldist mjúkt. Smjörpapp- ír er hafður á milli og kökurnar látn- ar þorna aðeins áður en skorið er út í þær. Eftir skurðinn eru þær pikkaðar með hníf og þeim síðan staflað í plastpoka, með smjör- pappírinn á milli sem áður, svo þær þorni ekki. Steikt í plöntufeiti eða tólg. KLEINUR ÞEGAR laufabrauðsbakstrinum er lokið er auðvitað upplagt að steikja nokkrar kleinur fyrst feitin er á annað borð heit. ________8 bollgr hveiti ________2 bollar sykur ____ 8 tsk. lyftiduft 2 tsk. hiartarsalt Legg.. 3-4 bollar mjólk, þgr gf ’A súrmjólk 75 g smjörlíki, í mesfg Iggi vanilludropgr Smjörlíki mulið saman við hveit- ið. Vanilludroparnir settir í einn mjólkurbollann. Öllu blandað sam- an og hnoðað á borði. Betra er að hafa deigið ekki of stíft. Skiptið deiginu í fernt. Fletjið deigið út, ekki mjög þunnt. Skerið kleinurnar út og snúið upp á. Steikið í heitri feiti. BRAUD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.