Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 28
28 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskap um áramótin • I ÚTLENDU HVERSDAGSLlFI messu sem ég sótti einu sinni í Freiburg í Þýskalandi. Það var tómlegt að ganga út úr dómkirkj- unni án þess að hitta stóran hóp fólks til að óska gleðilegra jóla." Jólin hefjast með aftansöngn- um á aðfangadag hvort sem hann er klukkan fjögur, fimm eða sex í því landi sem Rannveig og Svava eru staddar. „En það er einstök tilfinning að vera á íslandi klukkan sex og vita að jólahátíðin hefst þá hjá allri þjóðinni og hún sam- einast í að halda hana hátíð- lega,“ sagði Svava. Það var enn bjart af degi og hversdagslífið í fullum gangi úti fyrir þegar fjölskyldan bjó sig til kirkju klukkan fjögur á aðfanga- dag í Addis Ababa. Það er júlí- anskt tímatal í Eþíópíu og því ekki haldið upp á jólin fyrr en 6. janúar. Svava þurfti að fá sér- stakt leyfi úr franska skólanum sem hún gekk í af því að jólafríið í honum hófst seinna. „Við skreyttum jólatrésígildi með skrauti að heiman, borðuðum hangikjöt sem okkur hafði verið sent í flugpósti með beini og öllu saman frá íslandi og úti fyrir fór fólk ferða sinna eins og hvern annan dag,“ sagði Rannveig. Þau sóttu messu með alþjóðlegum kirkjusöfnuði og sungu jólalög. „Myrkrið skellur mjög snöggt á í Eþíópíu. Það var orðið dimmt þegar við gengum úr kirkju. Him- ininn var heiðskír og stjörnubjart- ur. Landið er á sömu lengdargr- áðu og ísrael. Það var auðvelt að ímynda sér nóttina sem frels- arinn fæddist þessi jól.“ Anna Bjarnadóttir Svava er víólu- leikari og búsett í Ljúbljana í Slóve- i níu. Maðurinn hennar er þaðan. Þau voru í Slóven íu um jólin í fyrra. „Jólin voru ekki hald- in hátíðleg í gömlu Júgóslavíu og ekki gefið frí. Strangtrúaðir kaþó- likkar héldu þó upp á þau nm (A rÞEIR sem eiga hátidina innra meó sér geta haldió upp á jólin hvar sem er og vió hvaóa aóstæó- ^ ur sem er," sagói Rannveig Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræóingur. Z Hún er gift séra Bernharói Guó- mundssyni og hefur haldió jólin hátióleg meó honum og börnun- um þremur i Afriku, Bandarikjun- um og Evrópu. „Vió höldum okkar sióum og lögum þá aó aóstæóum á hverjum staó - vió förum i ___ messu og boróum reykt svinakjöt eóa eitthvaó álika þar sem ekk- ert hangikjöt er aó fá.J Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. RANNVEIG Sigurbjörnsdóttir, Svava Bernharðsdóttir og Rann- veig Marta, dóttir Svövu, á heimili Rannveigar eldri í Genf. Guðsorð er eðlilegur þáttur í lífi Rannveigar. Hún er ekki að- eins gift presti heldur einnig dóttir séra Sigurbjörns, biskups. Börnin eru alin upp við guðrækni og því þótti ekki nema sjálfsagt að fara í þrjár messur á aðfanga- dag þegar jólin voru haldin hátíð- leg í Genf í Sviss. „Við fórum í skandinavíska messu klukkan fjögur, ameríska klukkan sex og þýska klukkan tólf," sagði Svava, dóttir Rannveigar og Bernharðs. „Það var stórkostlegt að hafa tækifæri til að hlýða á m- essu á þremurtungu- málum sama kvöld- ið. Við borðuðum jólamatinn og opnuðum pakk- ana á milli amer- ísku og þýsku messunnar og drukkum heitt súkkulaði og gæddum okkur á smákökum eftir miðnæturmess- una.“ en strangtrúaðir kommúnistar létu þau framhjá sér fara. Þeir héldu þess betur upp á áramót- in. Nú er gefið frí á jóladag i Slóveníu en aðalhátíðin er þó enn um áramótin. Þá kemur Faðir Frost - einhverskonar jóla- sveinn - með gjafir og það er dansað fram á nótt á götum borgarinnar." Svava er sannkallað jólabarn. Hún sendir 400 vinum og kunn- ingjum út um allan heim jólakort og nýtur þess að undirbúa jólin svo að gleði og friður ríki þegar þau ganga í garð. Henni þótti gleðilegra jóla síðustu dagana fyrir jól og kveðju hennar var tek- ið þurrlega. „Við fórum í messu klukkan sex á aðfangadag í einu lúthersku kirkju borgarinnar. Þar voru flestir komnir yfir sextugt og hálfgerð jarðarfararstemmn- ing. Miðnæturmessan var hins vegar svo vel sótt að allir komust varla fyrir í kaþólsku kirkjunni. Við áttum gleðileg jól en það var ekki fyrr en um áramótin sem fólk al- mennt komst í það sem við köll- um jólaskap - skiptist á smá- kökum, smágjöfum og heillaóskum.“ Stjörnubjört jólanótt Þær mæðgur ætla báðar heim til íslands um þessi jól. Svava verður þá örugglega föðmuð og kysst eftir miðnæturmessuna í Hallgrímskirkju. „Ég saknaði ást- úðar vina og ættingja heima um jólin þegar ég gekk úr miðnætur- IGIUEGIRSKÓR, 0G STERKIR s ' ' ENDUMSAMD E/jaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200 JÓLAGJÖFIN ■ ■" mMz Perlufestar ræktaðar perlur frá kr. 1.700 Stafanælur kr. 990 Festi og lokkar 18k. gullhúð kr. 7.800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.