Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 D 39 I • JOLAKAKA Morgunblaðið/Kristinn I „ÞAÐ ERU engin jól hér án | ömmuíss," segir Edda Thorlacius, lyfjafræðingur í Vesturbæjarapó- teki, og á við ísinn sem móðir hennar gerði. „Mamma notaði oft vín til matargerðar og hún setti svo mikið sérrí í ísinn að hann fraus varla.“ Það er hins vegar engin ná- kvæm uppskrift til af ísnum. „Ég sá hana oft búa hann til og ég reyni að gera eins. Hún þeytti sam- an mikið af eggjum og sykri og ( bætti svo við heilmiklu af þeyttum rjóma. Og það er alltaf mikið af súkkulaði í ísnum. Leyndarmálið hennar mömmu var svo að setja örfá saltkorn í.“ Edda á fleiri „leyndarmál" og þar á meðal er afar góð og auð- veld jólakaka. „Þessi kaka geymist endalaust í frysti,“ segir Edda „og ; hún er góð hvort sem hún er tekin úr frystinum eða nýbökuð. Edda $ fékk uppskriftina hjá vinnufélaga | sínum fyrir margt löngu, nema hvað þá var ekkert vín í henni. „Vín er heilnæmasta rotvörnin sem til er og það er ekki hægt að halda því fram að vín í nægu magni til að rotverja sé eitrað eða skað- legt.“ Edda segist ekki eingöngu baka kökuna fyrir jólin heldur einnig á öðrum hátíðis- og tyllidögum árið um kring. Hún segir kökuna því betri sem meira sé af ávöxtum og súkkulaði en venjulega setur hún ekki súkkat í hana. „Það er svo sárafáum sem finnst súkkat gott og unga fólkið vill það ekki,“ segir hún. „Deigið er best,“ skýtur yngsta barn Eddu, Torfhildur, inn í, en hún hefur tekið hús á móður sinni í Fossvogsdalnum. „Mérfinnst best að hafa hana bara með súkku- laði,“ bætir hún við og undirstrikar þar með að hver og einn setji í kökuna það sem honum sjálfum finnst best. Jólabarnið Finnur, næstyngsta barnið af fimm börnum Eddu og Sigurðar ísakssonar, manns hennar, fædd- ist á jólanóttu fyrir rúmum þrjátíu árum. Sá siður komst fljótlega á að halda honum afmælisveislu á jóladag og er svo enn, þó hann sé löngu fluttur að heiman. Edda segir að það sé engin fyrirhöfn þó iðulega komi tuttugu til þrjátíu manns, ættingjar og vinir, í heim- sókn. Þvert á móti er greinilegt að þessi siður er henni mjög kær. En hvað hefur hún á borðum? „Ég hef hangikjöt og kartöflur með þessum góða, „tradisjónella", íslenska jafningi sem ég set gulrætur og grænar baunir út í.“ Síðan hefur hún laufabrauð sem hún er löngu búin að skera í og steikja og síid sem einnig er gerð með nokkrum fyrirvara auk annars góðgætis. Jólakakan hennar Eddu 300 g hveiti 300 g sykur 300 g smjörlíki _____________6 egg_____________ Rúsínur, kúrenur, súkkulaði, kirsuber, salthnetur, kokteilber (stór krukkg af rauðum berjum oq lítil af grænum), súkkat og skerið ekki við nögl. Sett í þrjú lítil jólakökuform. Bakað við 160-170°C, neðarlega í ofni, í 40-60 mínútur. 2-3 msk. af koníaki eða góðu viskíi er hellt yfir hverja köku. Kök- unum pakkað vandlega í álpappír meðan þær eru heitar en það er gert til að vínið rjúki síður úr þeim. Má frysta. Opið í dag, sunnudag jra kl Úrval af jólagjöjxim: Geisladiskar, bækur, jöt, handklæði, undirjot, sokkar... <A/> 13.00 til 17.00 Hljómjlutningstæki með ollu Si tiiheyrandi, geislaspiiarar, útvorp ivasadiskó, myndbandstæki og úrval kvikmynda. j Heimilistæki á besta verði til aro 1 ge|a mömmu og pabba: Samlokugrill vöjjlujárn, brauðristar, sa/apressur,< grænmetiskvarnir... , Og jyrir þau minnstu: AIls kyns LION KING vörur, boilar, hní/apör, diskar, diskamottur, litir, bækur, pennasett, veski, töskur... í matvörunni: Úrval ajhátíðamat, ásámt öllu tilheyrandi, jirosið grænmeti, nýtt grænmeti, jólaeplin, klementínurnar, öl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.