Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 16
16 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • VININ <Þaó getur reynst erffitt __} aó velja rétta vínió meó Ojólamatnum. Steingrim- ur Sigurgeirsson geffur ) nokkur góóráó. JÓL OG ÁRAMÓT eru tvímæla- laust sá tími ársins þegar við gerum best við okkur í mat og drykk. Það er hins vegar ekki allt- af einfalt að velja vín með íslensk- um jólamat, kjósi menn að neyta þess. Jafnt vegna þess að úrval er fremur takmarkað sem og að ýmsar matarhefðir okkar eru ekki beinlínis til þess fallnar að ein- falda valið á víni. Það er ekki síst sú hefð að borða mikið af reyktu og söltuðu kjöti í kringum jólin sem flækir málið sem og sætir hlutir á borð við brúnaðar kartöflur, rauðkál og ýmislegt annað af því tagi, er eiga ættir sínar að rekja til hins gamla danska eldhúss. Á jólunum er hins vegar einnig oft að finna íslenska villibráð á borðum, s.s. rjúpu eða hreindýr, og hún á vissulega skilið að menn taki upp úr kjallaranum góðar flöskur frá bestu rauðvínshéruð- um Frakklands: Bordeaux, Bo- urgogne og Rhone. Almennt má því segja að þó að vissulega sé ástæða til að hafa gott vín á borðum þessa daga er ekki alltaf víst að það muni njóta sín til fulls. Því getur verið heppilegra að velja vín í meðalverðflokki er hentar betur með mörgum hefðbundnum jóla- réttum en dýrt vín sem ekki fær að njóta sín til fulls. Sjaldan er betra tilefni en um jól og þó sérstaklega áramót að taka upp flösku af góðu kampa- víni. Kampavín er kjörinn drykkur til að halda upp á merk tímamót í hópi náinna vina og ættingja og myndast ávallt sérstök stemmn- ing þegar það er veitt. Varast ber að rugla saman kampavíni og freyðivíni. Þó að kampavín sé vissulega „freyðivín" mega einungis vín frá héraðinu Champagne í kringum borgina Reims í norðurhluta Frakklands bera þetta nafn. Vínin eru unnin úr þrúgunum Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay og freyða vegna þess að síðari gerjun hefur verið komið af stað í flöskunum. Oftast er gott kampavín látið þroskast í að minnsta kosti þrjú ár í hinum risavöxnu kjöllurum undir Reims og nágrannaborgum áður en þau eru sett á markað. Kampavín eru því aldrei ódýr, enda miklu kostað til. Þau kosta á bilinu 2.370-2.920 kr. Ágaett úrval kampavína er til sölu á íslandi og má nefna Veuve Clicqout, Moet & Chandon, Mumm, Taittinger og Gosset. Ég ætla ekki að gera upp á milli gæða þessara kampavína enda eru þau öll góð. Hvert kampavíns- fyrirtæki hefur aftur á móti sinn stíl og verður hver og einn að gera það upp við sig hvaða stíll falli best að hans smekk. Bestu kampavínin eru mjög þurr og auðkennd með orðinu „brut“ á flöskumiðanum. Margir íslendingar virðast hins vegar hafa vanið sig á að drekka tölu- vert sætari kampavín, flokkuð sem „demi-sec", og er það mið- ur. Sætari kampavín eru fyrst og fremst ætluð með eftirréttum í lok máltíðar en ekki til að skála í. Þess ber líka að geta að við kampavínsframleiðsluna verður einungis til þurrt vín. Sætu vínin eru búin til með því að setja sírópsblöndu út í þurra vínið. Þar sem að flestir snæða kjöt á jólunum henta hvítvín fyrst og fremst með forréttunum. Það eru nær engin góð og dýr hvítvín í almennri sölu á íslandi á borð við Puligny-Montrachet, Corton- Charlemagne, Condrieu eða Pou- illy-Fumé og betri vínin frá Chabl- is. Það má þó finna nokkur ágæt- is hvítvín á þokkalegu verði. Vín frá Nýja-heiminum, þ.e. ríkja utan Evrópu, hafa notið sívaxandi vin- sælda hér á landi á síðustu árum enda eru oftast mjög góð kaup í þeim. Sjálfur er ég einstaklega hrifinn af þremur nýsjálenskum vínum frá fyrirtækinu Stoneleigh, sem nýlega hefur verið hafin sala á. Vínin eru unnin úr þrúgunum Ri- esling, (890 kr.) Sauvignon Blanc (950 kr.) og Chardonnay (1.090 kr.) en hin tvö síðarnefndu eru enn sem komið er einungis seld í verslununum í Kringlunni, Stuðlahálsi og á Eiðistorgi og Akureyri. Þá stendur Chile-vínið Santa Carolina (1.080 kr.) ávallt fyrir sínu en það er unnið úr þrúg- unni Chardonnay. Kjósi menn fremur sígildara vín frá Frakklandi ber ekki síst að nefna Elsassvínin þrjú, semÁTVR hefur í almennri sölu. Riesling 1992 frá Hugel (1.350 kr.) og Gewurztraminer frá jafnt Doppf & Irion 1994 (1.160 kr.) og Zind- Humbrecht 1992 (1.970 kr.)eru góð kaup. Af Búrgundarvínum vil ég sérstaklega nefna vínið Mercurey 1992 (1.600 kr.) frá Bouchard Ainé en með fullri virð- ingu fyrir Pouilly-Fuissé 1994 (1.690 kr.) frá sama framleiðanda þá eru betri kaup í Mercurey-vín- inu, sem er eldra og þroskaðra. Bæði eru þau unnin úr Char- donnay. Loks má nefna léttara og ferskara vín frá Bordeaux nefnilega Chateau Bonnet. Það á mjög vel við t.d. létta skelfisks- rétti. Fyrir þá sem hafa kalkún á borðum ber að taka fram að þar getur hvítvín (ekki síst úr Char- donnay) átt jafnvel ef ekki betur við en rauðvín. Það er þó smekks- atriði og persónulega kýs ég fremur að drekka rauðvín með kalkún en hvítvín. Fyrir þá sem vilja hvítt má mæla sérstaklega með Stoneleigh, Santa Carolina og Mercurey. Rauðvín eru þó þau vín sem ráða ríkjum á þessum árstíma. Þar er hægt að gera ágæt kaup jafnt í ódýrari vínum sem dýrari. Fyrst ber að nefna Beaujolais Nouveau-vínin sem hafa verið mjög vinsæl í desember á íslandi síðustu þrjú til fjögur árin. Þetta eru fyrstu vín uppskeruársins og hefst sala á þeim í lok nóvem- ber. Að þessu sinni voru fyrstu Nouveau-vínin er bárust til lands- ins frá öðrum héruðum en Beau- jolais er lúta ekki jafnströngum reglum um fyrsta leyfilega sölu- dag. Fyrstu Beaujolais-vínin komu svo í verslanir í kringum mánaðamótin. Þetta eru ekki mikil vín né merkileg enda er markmið þeirra fyrst og fremst að veita ánægju. Þau eru Ijúf og þægileg, létt og ávaxtarík. Sú hefð hefur myndast að bjóða upp á Nouveau með jólahlaðborðun- um í desember og er þar eiga þau vissulega ágætlega við. Á hlaðborðunum blanda menn saman öllu milli himins og jarðar og eru oftar en ekki með marga mismunandi rétti á diskinum í einu. Það væri að æra óstöðugan að ætla að finna hið rétta vín með enda myndi samsafn af þessu tagi gera út af við flest venjuleg vín. Beaujolais Nouveau er hins vegar það létt og lipurt að því tekst að smeygja sér fram- hjá öllum bragðhindrunum er kunna að verða á vegi þess. Það gengur með kjötréttum, fiskrétt- um og eftirréttum. Þetta er líka tilvalið vín fyrir þá er ekki eru vanir að drekka rauðvín en vilja samt hafa rauðvín á borðum hjá sér. En hvað með sjálft jólavínið með jólamatnum? í fyrsta lagi skiptir auðvitað máli hvað það má kosta. Ef fólk vill ódýrara vín en samt gott eru nokkrir ágætir kostir í boði. Sérstaklega myndi ég vilja nefna tvö Cabernet Sau- vignon-vín frá Chile nefnilega Santa Digna 1993 frá Torres (910 kr.) og Villa Montes 1993 (950 kr.). Þetta eru með ódýrari rauð- vínum í verslunum ÁTVR en þó glettilega góð. Líklega allra bestu kaupin í ódýrari rauðvínum í dag. Af öðrum góðum vínum er kosta undir þúsund krónur má nefna hið spænska Montecillo Vina Cumbrero (930 kr.) og hið portúg- alska Periquita (910 kr.). Þetta eru mjög góð vín miðað við verð og vel gerð. Þá skiptir miklu hvað er á borð- um. Hangikjöt veldur oft nokkrum erfiðleikum við val á víni. Kjötið er bæði reykt og saltað og með- læti með hangikjöti oftar en ekki þannig að það gerir út af við mörg dýrari vín. Sjálfum hefur mér fundist að spænsk Rioja-vín eigi mjög vel við hangikjöt, t.d. Faustino (1.530 kr.), Montecillo (930 kr.) eða Marques de Riscal (1.140 kr.). Einnig hefur hið spænska Torres Gran Coronas (1.060 kr.) reynst vel með hangi- kjöti. Skinka eða svínalæri þarf milli- þungt rauðvín og ættu fyrrnefnd vín frá Spáni öll ágætlega við. Rauðvín frá Bourgogne koma einnig sterklega til greina og kemur þá fátt annað til greina en Mercurey 1991 (1.600 kr.), sem einungis fæst í fyrrnefndum fjór- um reynslusöluverslunum. Þá gæti Bordeaux-vín í milliklassan- um einnig hentað vel ekki síst ef kjötið er ekki reykt eða í þá minnsta ekki mjög mikið. Mitt uppáhald er Chateau Coucheroy 1992 (1.220 kr.). Villibráðin krefst hins vegar eins og áður sagði höfugra og bragðmikilla vína. Frá franska héraðinu Rhone koma vín sem eru sem sniðin að íslenskri villibráð, en fá þeirra fást hér í almennri sölu. Chateauneuf-de- Pape Les Cédres 1993 (2.010 kr.) er þó mjög góður kostur en ódýrara og léttara vín frá suður- hluta Rhone væri Chateau Val Joanis (1.140 kr.). Hið síðar- nefnda gæti gengið með léttari villibráð og raunar einnig hangi- kjöti og svínalæri. Bordeaux-vín eru þó að mínu mati þau er best henta ekki síst í Ijósi þess, sem er á boðstólum. Af vínum í almennri sölu í öllum verslunum er Chateau Batailley 1989 (2.850) án nokkurs vafa það sem best á við, ekki síst í Ijósi þess að sá árgangur sem nú er í sölu er mjög góður. Ódýrara vín en ágætt væri Chateau Couc- heroy. Þá er í sérlistaverslunun- um í Mjódd og Austurstræti til nokkuð úrval mjög frambæri- legra vína sum á einstaklega hagstæðu verði. Það á ekki síst við Chateau Fombrauge 1990 (1.610 kr.) sem er Grand Cru frá St. Emilion. Stórt og mikið vín frá yndislegum árgangi sem hefði gott af smá geymslu í við- bót en er þó vel drykkjarhæft nú. Einnig er ég mjög hrifin af Clos de Marquis 1992 (1.740 kr.) frá St. Julien og Chateau Grand- Puy-Lacoste 1991 (2.140 kr.), sem er Grand Gru Classé frá Pauillac. Hið síðastnefnda þarf þó nokkurn tíma til að opna sig og veitti ekki af að umhella því í karöflu með nokkurra klukku- stunda fyrirvara. Nýja-heimsvín í Bordeaux- eða Rhone-stíl eru loks mjög hagstæður kostur. Ég vil nefna hið ástralska Lindeman's Bin 50 Shiraz (1.050 kr.) og hið chi- lenska Santa Carolina Cabernet Sauvignon 1989 (990 kr.). Þá er von á tveimur einstaklega góðum rauðvínum í reynslusölu í desem- ber nefnilega Montes Alpha Ca- bernet Sauvignon frá Chile og Lindeman's St. George Cabernet Sauvignon en bæði þessi vín ættu að vera unnendum sérlist- ans að góðu kunn sökum fyrri kynna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.