Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 D 51 Mikið úrval af í ódýrum jólaefnum og köppum Opið laugardaga kl. 10-16 Álnabúðin Suðurveri, sími 588 9440. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SVERRIR Hermannsson ífríðum hópi barnabarna. Frá vinstri: Ragnar Pétur Kristjánsson, Matthildur Lind Matthíasdóttir, Sverrir, Sverrir Karl Matthíasson, Marta Bryndís Matthíasdóttir, Edda Pétursdóttir, Kristján Sævald Pétursson og Tryggvi Páll Kristjánsson. kom hann niður og útdeildi þess- um gjöfum og eftirvæntingin og ánægjan var ekki minni þá en nú. Þegar ég var 10 ára fékk ég þó gjöf sem var öðruvísi. Elsta systir mín var þá komin í vist í Reykjavík og sendi okkur jólapakka. Við vor- um sjö heima og fengum öll eitt- hvað smávegis. Ég fékk yddara sem var eins og hnöttur í laginu og ég man hvað mér fannst þetta stórkostleg gjöf. Annars tíðkaðist ekki að gefa gjafir; þó hafði mér einhverju sinni verið gefinn vasa- hnífur, þó ekki í jólagjöf. Og pen- ingaseðil sá ég fyrst þegar ég var sjö ára en þá gaf Björg í Vigur mér fimm krónu seðil." Brynjólfur lék jólasvein f útvarpssal „Það var mikið spilað á spil öll jólin nema á aðfangadagskvöld. Við spiluðum Löngu vitleysu, Marí- as, Ólsen Ólsen og Vist. Jóiatrés- skemmtanir voru ætíð haldnar í samkomuhúsinu. Þar var alltaf lif- andi jólatré með kertaljósum og fléttuðum körfum sem hengdar voru á greinarnar og fylltar af sælgæti. Þessi jólaskemmtun þar sem ungir og aldnir skemmtu sér saman var haldin milli jóla og ný- árs, ef veður leyfði. Áður en við eignuðumst útvarp var okkur eitt sinn boðið inn í lækn- isbústaðinn á jólum til að hlusta á barnatímann og það er mér ákaf- lega minnisstætt að Brynjólfur Jó- hannesson lék jólasvein í útvarps- sal. Þá var komið rafmagn í læknis- bústaðinn frá virkjuninni í Ögri og var þar einungis notað til Ijósa." Iðulega messufall um jólin „Það var messað í Ögri á jólum ef gaf. Það voru kannski tvær messur á ári og síðan jarðarfarir. Presturinn sat í Hvítanesi við Skötufjörð og það varð að vera einstakt sjóveður ef hann kom til að messa. í minni tíð voru jóla- messur því fátíðar. Tíð við Djúp var oft hörð um jólaleytið og þess vegna iðulega messufall. Ég var skírður og fermdur í þessari kirkju en minnisstæðasti atburðurinn í Ögurkirkju eru ein- söngstónleikar Eggerts Stefáns- sonar. Einn góðan veðurdag gengu þau boð út um sveitina á miðjum vetri að nú ætli stórsöngv- arinn að halda einsöngstónleika í kirkjunni. Þessi tröllaukni maður sem gnæfði fyrir framan altarið og mér fannst nema við loft söng af geysilegri innlifun með fettum og brettum sem ég hafði aldrei fyrr séð. Þá hef ég verið aðeins sex ára en ég man þennan atburð eins og hann hefði skeð í gær. Þetta var engu líkt. Þá var siður á gamlárskvöld og alla nýársnóttina að Ijós voru látin loga í öllum skúmaskotum alla nóttina og þá fórum við öll út í dyr og kváðum við raust: „Komi þeir sem koma vilja. Fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meina- lausu." Þetta var búflutningadagur álfanna svo það mátti ekki „gadda bíslagið" eins og sagt var, loka bænum, því álfarnir þurftu að geta komið við ef eitthvað amaði að hjá þeim. Við trúðum á álfa og vorum draughrædd í þessu mikla myrkri sem var.“ Að gleðjast með barnabörnunum „Ég hlakka alltaf til jólanna og við komum jafnan saman fjölskyld- an á jólum og áramótum. Við borð- um rjúpur á aðfangadagskvöld og ég fæ tækifæri til að gleðjast með barnabörnunum. Við hjónin giftum okkur á jólum svo þetta hefur alltaf verið mikil hátíð hjá okkur en auðvitað breyt- ist viðhorfið þegar maður fullorðn- ast. En börnin í dag geta ekki hlakkað meira til, eða verið sælli, með sínar mörgu gjafir en við vor- um með kerti og spil." Arnheiður Guðlaugsdóttir SALTHNETUKAKA þessi er bæði einföld og góð og hentar afar vel með kaffisopa. Þá er hún ekki síðri á veisluborðið með öðru góðgæti. Salthnetukaka 3 eggjahvítur Eggjahvítur, sykur og lyftiduft þeytt vel saman. Ritzkex og salthnetur mulið smátt Öllu blandað saman og bakað í 25 mínútur við 170°C. Kakan sett í plastpoka og látin kólna í ísskáp. 30 g flórsykur 2 eggjarauður 2 dlsykur mm mm 1 tsk. lyftiduft Krem 20 stk. ritzkex 50 g smjörliki 100 g salthnetur 50 g suðusúkkulaði Smjörlíki og súkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði. Flórsykur og eggjarauður þeytt saman. Öllu blandað saman þegar súkkulaði- blandan er aðeins farin að kólna og kreminu smurt á kökuna. Ef kremið er of lint má bæta ofurlitl- um flórsykri við. Borin fram með þeyttum rjóma. G.TAFAKO Gjafekort í leikhúsid, frábær jólagjöf! Gildir fyrir einn eða tvo á einhverja af sýningum Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu. Fyrir börnin:Línu-bolir,Línu-Opal og Línu púsluspil. <Bj<B LEIKFELAG I VELKOMIN í LEIKTll SIÐ! Borgar.eikhTsfsea SOOO 92 )00 r Mest seldu amerísku dýnurnar Marco HÚSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 533 3500 rulega ott verb - 9C a austurlenskum teppum frá Pakistan, stofuborðastærð verð frá kr. 19.800 frá Kína, stofuborðastærð verð frá kr. 21.800 Persía Sérverslun með stök teppi og mottur Suðurlandsbraut 46 - Sími: 568 6999 Opið alla sunnudaga fram ab jólum Persía & é«) SfÖSS,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.