Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 40
40 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UM ARAMOT
„Þaó voru alls ekki allir sem
héldu jól enda kommúnistar vió
völd og ríkisstjórnin ýtti aldrei
undir tilhlökkun vegna jól-
anna," segir Davor Purusic sem
er ffœddur og uppalinn i
Sarajevo en heffur verió búsett-
ur hér ó landi um nokkurt skeió.
O
Hann er þó vanur
hefðbundnu jólahaldi frá
barnæsku þar sem faðir
hans er kristinn. „Móðir mín er
ekki trúuð en virti það við hann
að halda jólin hátíðleg."
Davor segir að almenningur í
Sarajevo hafi haldið upp á áramót-
in í stað jóla. „Þetta hefur líklega
verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að fara þessa leið í hátíðahaldi
þannig að börnin færu ekki á mis
við jólagjafir og jólasveininn kæmi
í heimsókn. „Þetta var alveg eins
og hefðbundið jólahald, jólatréð
var skreytt, mikið lagt í mat og
börnin fengu pakka. Það eina sem
á vantaði var kirkjuferðin.1' Til-
hlökkun barnanna var þá bundin
við þessa daga. „Ég var heppinn
því við héldum upp á jólin og síðan
áramótin og því fékk ég oftast tvö-
faldan skammt af jólagjöfum."
Fyrir stríðið á þessum slóðum
segir Davor að múslimar hafi heim-
sótt kristna á þeirra hátíðum eins
og á jólum og páskum og kristnir
heimsótt síðan múslima á síðasta
dag ramadam en sá dagur kallast
bajram. „Vinir voru með þessu
móti að votta virðingu sína.“
Davor segir að jólahaldið heima
hjá honum hafi verið svipað og við
þekkjum hér heima nema jólagjafir
voru opnaðar á jóladagsmorgun.
„Hátíðarmaturinn var á aðfanga-
dagskvöld en síðan fóru börnin á
fyrra fallinu að sofa til að vakna
snemma og opna gjafirnar sínar.
Foreldarnir fóru til miðnætur-
messu."
Súrkálsbögglar
á aðfangadag
Það var misjafnt hvaða matur
var á borðum í löndum fyrrum
Júgóslavíu þegar eitthvað stóð til.
Davor minnist þess að hafa stund-
um fengið svokallaða súrkáls-
böggla á aðfangadag. Þeir voru
fylltir með reyktu kjöti og hrísgrjón-
um. Með þeim var borið fram
brauð.
Davor segist gera töluvert af
því að elda. Hann á íslenska konu
og þau vinna bæði úti. „Það okkar
eldar sem fyrr kemur heim. Ég
gerði ekki mikið af því að elda
þegar ég bjó í Sarajevo en varð
mér úti um uppskriftir að heiman
þegar ég fluttist hingað og styðst
nú við þær til jafns við þær ís-
lensku.“
Hann segir að matreiðsla í lönd-
um fyrrum Júgóslavíu einkennist
meira af notkun olíu en hérlendis
og fiskur var sjaldan á borðum á
hans heimili. „Fiskuppskriftirnar
mínar eru því allar íslenskar."
Bökur eru algeng fæða í löndum
fyrrum Júgóslavíu og þá með mis-
munandi fyllingum, kjöti, osti, kart-
öflum og svo framvegis. Auk þess
er mikið grillað og þá er jafnan
borið fram brauð sem kallast Lep-
inja og svipar að útliti til pítu-
brauðs.
Davor ætlar að gefa lesendum
uppskrift að tertu. Uppskriftina
fékk hann hjá vinkonu sinni, Tönju,
sem búsett er hér á landi. Upp-
skriftin kemur frá mömmu hennar
sem fékk hana úr gamalli mat-
reiðslubók. Davorsegirað mamma
Tönju hafi alltaf bakað þessa köku
á afmælum og þegar eitthvað stóð
til.
grg
Shirley
Temple-kaka
Þessi kaka er sannkallað sæl-
gæti, bráðnar í munni og sómir
sér vel á veisluborði.
Takið eftir að þessi uppskrift
gerir ráð fyrir fjórum tertubotnum.
Tertan má þó alveg eins vera með
tveimur botnum og þá er uppskrift-
in bara helminguð. Hlutföllin í
kremuppskriftinni breytast hins-
vegar ekkert hvort sem kakan er
tveggja botna eða fjögurra. Krem-
magnið er það sama.
______________14 egg______________
280 g sykur
börkur af einni sítrónu
50 g suðusúkkulaði
280 g saxaðar valhnetur
Eggjahvítur og rauður eru að-
skildar. Eggjarauður og sykur er
þeytt vel saman. Stífþeyttum
eggjahvítunum er bætt við. Sítr-
ónuberki, súkkulaði og hnetum
bætt út í og allt hrært saman.
Deiginu er skipt í fjóra hluta og
sett í fjögur smurð og hveitistráð
springform sem eru 27 cm.
Oftast komast tveir botnar í ofn-
inn í einu og þeir eru bakaðir við
170° í um 15-20 mínútur.
Krem:
250 g flórsykur
6 egg
50 g súkkulaði
250 g smjörlíki
Flórsykri og eggjum er blandað
saman. Hitað yfir gufu (eins og
þegar súkkulaði er brætt) þar til
lögurinn hefur þykknað. Brætt
súkkulaðið er sett út í heitan lög-
inn. Hann er kældur og síðan er
smjörlíki þeytt vel saman við. Þeg-
ar kakan hefur alveg kólnað er
kreminu smurt á milli laga og ofan
á kökuna og með hliðum. Hana
má skreyta með rifnu súkkulaði.
'
I
I
ifc i HR W #
• -.-aM 1 ■|'v, B § ■■ íjí
BRO\S SILPUR GVLL
1988 1990 1992
intcrfair vcrðlann
ÍBMÍÉltelg!
Kjötvörur frá Höfn
þegar halda skal
gleðjleg íáll
Jólin eru tími samveru og hátíðleika. Fjölskyldur sameinast við veisluborð
og njóta Ijúffengra krœsinga sem auka ájólagleðina.
Þú gengur að gœðunum xísum þegar þú velur kjötvörurfrá Höfn Selfossi,
því þar erfagmennska ífyrirrúmi.
HÖfN
(cye/v/' (yot/ oe/tf/'
\
\
I
\
<
I
I
\
\
I
I
I