Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 26
26 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • FRAKKLANDI N— Elsass í Frakklandi er mikió —1 matarhéraó og aóventan s/j timi gamalla sióa. Undir- jr' búningur jólanna er meiri á þessum slóóum en algengt er í landinu, en hátióin sjálf hefst á aófangadagskvöld meó gjöf um og miónæturmessu og hádegismatur á jóladag er aó- almáltíóin. Tvær innfæddar Els- asskonur segja hér ff rá sínum jólum og láta fylgja uppskriftir sem þeim þykja ómissandi. 'tr a'ufíUtiítí VIÐARBÚTUR blessaður á aðfangadagskvöld í Elsass, ekki veitti af úr því komandi ár réðst af bruna hans. I Elsass, eða Alsace, blandast franskar hefðir þýskum og héraðið austast í Frakklandi er um margt sérstakt. Mállýskan ekki síst, enda telur fólkið sig yfirleitt Elsassbúa frekar en Frakka. Það er stolt af sinni heimabyggð með múrbind- ingshúsum og vínekrum, fallegum gömlum þorpum í breiðum dal eða hlíðum Vógesarfjalla og svo Strassborg, stærstu borginni, þar sem jafnmargir búa og á íslandi og fjölmargir útlendir gestir eiga leið um. Vegna funda á vegum Evrópuráðsins eða þings Evrópu- sambandsins eða einfaldlega vegna þess sem borgin státar af. Fyrst er að nefna mikla miðalda- dómkirkju með einum og hálfum turni og næst gamla bæjarhlutann, Petite France, þar sem lítil verts- hús bjóða upp á lauktertu, súrkál og svínaskanka og eplapæ í eftir- rétt fyrir þá sem geta. í staðinn fyrir lauktertuna má sums staðar fá sér eldköku, tarte flambée, sem er þunn og stökk með beikonbit- um, og til viðbótar skönkunum koma yfirleitt ýmiss konar dular- fullar pylsur. Að svo búnu er óþarft að hugsa meira um eftirrétti, nema helst á þessum árstíma jólabrauðs með kryddi og möndlum og sykr- uðum ávöxtum. Meira um það hér á eftir. Maturinn á sér sem sagt heita og feita hefð í Elsass, vel úti látinn og tilgerðarlaus bændakostur, sem í fínlegri afbrigðum gerir það að verkum að 3 af 20 þriggja stjörnu veitingastöðum Frakklands eru í héraðinu. Michelin-ferða- handbækurnar gefa stjörnurnar, en bústnar rósakinnar karla og kerlinga í Elsass benda ekki síður til að þar er á flestum borðum al- mennilegur matur og drykkur. Hvað drykkjarföng varðar gefa vínekrurnar af sér hvítar þrúgur eins og Riesling, Gewurstraminer og Sylvaner og Ijósrauðar Pinot Noir. Hvítvín frá stórum framleið- endum fást á íslandi og hvarvetna annars staðar, en umsvifaminni vínbændur eru líka margir í Elsass. Þeir bjóða vegfarendum á „vínrút- unni" að smakka í bílskúrum eða kofum þar sem berin eru pressuð og selja náttúrlega grimmt að svo búnu. Af öðrum drykkjarföngum er óhjákvæmilegt að nefna bjór, því að franskt öl kemur nær ein- göngu frá Elsass, aðallega ur tunn- um Kronenburg, Mutzig og Fisch- er. Fjölskyldutími í jólahéraði í desember hitnar í eldhúsum í Elsass, fjölskyldur safnast saman til að baka og búa til kransa, og matarborð svigna undan sultuðum ávöxtum og allskyns kökum, hnet- um og villibráð og glansnúmerinu gæsalifrarkæfu. í þessum efnum verður hefðin ríkust um jól og rík- ari, að sögn Frakka, en annars staðar í landinu. Eflaust fyrir áhrif granna handan Rínarfljóts, sem undirbúa hátíðina af þýskri kost- gæfni. Jólamarkaðir spretta upp á torgum strax um mánaðamótin nóvember-desember og selja alls kyns matföng auk skrauts og hverslags glaðnings í jólapakka. Kryddbrauð, ávaxtalengjur og möndlukökur þykja ómissandi að- ventubakstur á myndarlegum heimilum í Elsass og hér fylgja uppskriftir systranna Sylviane og Monique, sem ólust upp í stórum systkinahópi í bænum Ribeauvillé skammt frá Colmar suður af Strassborg. Þær halda jólasiðum úr foreldrahúsum og bæta jafnvel um betur. Sylviane, sem er rétt um fer- tugt, mamma Rómeós, sjö ára, og kona Philippes, 45 ára, segir sitt heimili gjörbreytast um jólin. Strangt tekið sé venja að hefja undirbúning, bakstur og föndur, að kvöldi 6. desember, sankti Nik- ulásardags. Þau Philippe, sem reyndar er teiknari, máli myndir í glugga og skreyti hátt og lágt und- ir stjórn Rómeós, sem dragi sig ekki í hlé fyrr en á aðfangadags- kvöld. Þá séu Elsasskrakkar nefni- lega kyrrlátir og hljóðir, inni hjá sér með allt slökkt nema á einu kerti, alltént til að byrja með. Einföld máltfð, bað og bið „Ég vandist því sem stelpa," segir Sylviane, „að hátíðin hæfist þann 24, eftir einfaldan kvöldmat og jólabað. Við systkinin fórum prúðbúin inn í eitt barnaherbergið og biðum með kertaljós. Eftirvænt- ingin var alltaf mikil þarna í rökkr- inu, við vissum að bráðum myndu mamma og pabbi gefa okkur merki. Þau voru bak við lokaðar dyr inni í stofu að skreyta jólatréð OG HNETU- FYLLT ELDHÚS í ELSASS og tína til gjafirnar. Við vorum svo mörg að þær komust ekki undir tréð, svo pökkunum var raðað á borð þar sem hver átti sinn stafla. Loksins heyrðum við í bjöllunni sem aðeins var hringt á aðfanga- dagskvöld. Þakka þér fyrir, kæri jólasveinn, hrópaði mamma, og inni í herberginu röðuðum við krakkarnir okkur upp eftir aldri og stærð. Hver tók um axlir þess næsta og halarófan hélt inn í stofu þar sem pabbi hafði sett jólaplötu á fóninn, alltaf þá sömu með Ivan Rebroff, og kveikti á öllum kertun- um á jólatrénu. Birtan, tónlistin, gjafirnar og lyktin af mandarínum, greni og kanil var áhrifarík blanda og ævintýri lík fyrir yngra heimilis- fólk að minnsta kosti." Á æskuheimili Sylviane og Monique blönduðust þýskir siðir frönskum meira en venjulega í Els- ass af því faðir barnanna átta var þýskur. Jólabjallan boðar sums staðar í Þýskalandi og reyndir líka í Austurríki komu „Christkindli", kvenveru í hvítum kirtli með vængi, slæðu og gyllta kórónu að ógleymdum gjöfum sem hún dreif- ir til barna. Þegar þessi vera svífur inn um stofuglugga eru Ijós kveikt á jólatrjám og henni þakkað í stað jólasveinsins, Pere Noel, sem móðir barnaskarans ávarpaði að sínum franska sið. „Pabbi var lúterstrúar en mamma katólsk eins og langflestir Frakkar," segir Sylviane og bætir við að hvorugt foreldranna hafi þó verið strangtrúað. Stundum hafi fjölskyldan farið í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld og stundum ekki. „En hvort heldur, leið kvöldið jafnan þannig að við sungum sam- an, lékum okkur að gjöfum eða lásum nýfengnar bækur og höfð- um innan seilingar smákökur, núggat og mandarínur. Úti var enginn á ferli, aðfangadagskvöld tími hverrar fjölskyldu út af fyrir sig, en jóladagur helgaður stórfjöl- skyldunni." Lif rarkæfa af feitri gæs Jóladagsmorgunn leið makinda- lega hjá þessari frönsku fjölskyldu, en spariföt og greiður voru aftur teknar fram undir hádegi. Þá var aðalmáltíð jólanna og er reyndar enn á heimilum systranna. Oft var gæsalifrarkæfa, foi gras, í forrétt, helst með jarðsveppum eða á frönsku truffes. Kæfan er meðal sérgreina Elsass-eldhússins, en aðalrétturinn, hnetufylltur kalkún, tilheyrir franskri jólamáltíð hvar- vetna í landinu líkt og rjúpa, svín og hangilæri samanlagt á íslandi. Meðlæti kalkúnsins var rauðkál í barnæsku Sylviane og Monique og eftirrétturinn ávallt trjábolsterta, buche, sem er rúllukaka skreytt eins og viðarbútur. Áður fyrr var siður í Frakklandi að setja hluta trjábols á eld á aðfangadagskvöld, fara með þulu í sameiningu og óska sér síðan einhvers í hljóði. Oft fékk yngsta barn í fjölskyldu þetta hlut- verk og hélt þá á brauðbita, barma- fullu vínglasi og svolitlu salti í hægri hendi og logandi kerti í þeirri vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.