Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 27
Hver er stefna BSRB í
ESB-dómstóllinn
heilbrigðisþj ónustu?
AÐ UNDAN-
FÖRNU hefur birst
auglýsing í útvarpi
og sjónvarpi frá
BSRB þar sem segir:
„Ríkisstjórnin vill
krefja sjúklinga um
innritunargjöld á
sjúkrahús og greiðslu
fyrir læknisverk. Við
höfnum þessum
áformum í fjárlaga-
frumvarpinu. Þú átt
nýj a og betri útgáfu
skilið. Stöndum vörð
um velferðina.
BSRB“. í lokin má
sjá fjárlagafrum-
varpið árið 1996 á leið í papp-
írstætara.
í tilefni af birtingu þessarar
auglýsingar hef ég sem félags-
maður í BSRB áhuga á að vita
hvort stjórn BSRB hafi sett fram
stefnumótandi tillögur varðandi
heilbrigðisþjónustu í landinu? Þar
sem heilbrigðis- og tryggingamál
eru fjárfrekur málaflokkur og
taka til sín u.þ.b. 45% af útgjöld-
um ríkisins (28% vegna heilbrigð-
isþjónustu) má telja líkur á því
að áframhald verði í niðurskurði
á þessum málaflokki á næstu
árum, í því skyni að minnka fjár-
lagahallann.
Á sama tíma má gera ráð fyrir
að eftirspurn eftir heilbrigðisþjón-
ustu fari vaxandi, m.a. vegna
breyttrar aldurssamsetningar
þjóðarinnar, aukinnar heilsu-
gæslu og endurhæfingar svo og
vegna aukins framboðs og nýj-
unga í læknavísindum. Telur
BSRB að endurskipulagning og
aukin hagræðing í sjúkrahús-
rekstri sé nægjanleg
til að mæta þessum
aukna kostnaði? Ýms-
ir hafa t.d. bent á þá
valkosti að leggja
megi niður eitthvað
af núverandi heil-
brigðisþjónustu eða
minnka þjónustustig
og gæði tiltekinnar
þjónustu.
Forgangsröðun á
þjónustu við sjúklinga
hefur verið ofarlega í
umræðunni og því
áhugavert að vita
hvort BSRB hafi sett
fram tillögur um
stefnumótun í forgangsröðun.
Erlendis má finna ýmis dæmi
þess að forgangsröðun fari fram
með beinum og óbeinum hætti.
Telur BSRB óskynsamlegt að
notendum heilbrigðisþjónustu sé
gert að greiða einhvern hluta
þeirrar þjónustu sem þeir njóta?
I þessu sambandi má benda á
möguleikann á því að settar séu
skýrar reglur þar sem tryggt er
að þeir sem minnst mega sín
greiði ekki nema visst hámark á
ári í lyfjakostnað og læknisþjón-
ustu.
Þjónustugjöld og innritunar-
gjöld á sjúkrahús hafa mikið ver-
ið til umræðu og því áhugavert
að vita hvort stjórn BSRB telur
að tekjutengdur nefskattur sé
sanngjarnari en framangreind
gjöld.
Ljóst má vera að flatur niður-
skurður á fjárlögum hefur ekki
skilað þeim árangri sem til var
ætlast á síðustu árum. Því er fróð-
legt að vita hvort BSRB hafi talið
Hefur BSRB sett fram
stefnumótandi tillögur
um heilbrigðisþjónustu?
Pétur Orn Sigurðsson
skrifar um auglýsinga-
herferð greidda
afBSRB.
að haga mætti þessum niður-
skurði á annan hátt og jafnvel
nýta betur það fjármagn sem
runnið hefur til heilbrigðismála
undanfarin ár.
í lokin hef ég sem félagsmaður
áhuga á að vita hvort það sé stjórn
BSRB sem hafi tekið ákvörðun
um að peningum félagsins væri
best varið í slíka auglýsingaher-
ferð í stað þess að kynna stjórn-
völdum og almenningi stefnumót-
un félagsins í heilbrigðismálum
með skýrari hætti. Ekki hef ég
séð sambærilegar auglýsingar frá
öðrum stéttarfélögum. I þessu
sambandi leikur mér forvitni á
að vita hver er kostnaður við
undangengna herferð sem ef til
vill hefði mátt nota til að styrkja
félagsmenn á annan hátt, t.d.
þann hóp félagsmanna BSRB sem
hvað verst hefur orðið úti í efna-
hagssamdrættinum á síðustu
ái-um. Jafnframt er það von mín
að BSRB komi stefnu sinni á
framfæri í næstu auglýsingaher-
ferð.
Höfundur er félagsmaður í BSRB.
Pétur Örn
Sigurðsson
Sparnaður í lífeyris-
sjóðum hefur lækkað vexti
ÞURÍÐUR Jóns-
dóttir skrifar gi'ein um
stjómendur og stöðu
lífeyrissjóðanna í
Morgunblaðið 2. des-
ember sl. Þar fullyrðir
hún að lífeyrissjóðirnir
hafi samráð og sam-
starf um verðlagningu
lífeyrissparnaðarins.
Ekkert er ijær sanni.
Stjórnendur lífeyris-
sjóðanna hafa ekkert
samráð sín á milli um
kaup á verðbréfum á
markaði. Ekki frekar
en stjórnendur verð-
bréfafyrirtækja, banka
eða tryggingafélaga. Aðdróttanir
viðskiptaráðherra á ársfundi Sam-
bands íslenskra sparisjóða breyta
engu í þessu sambandi. Þvert á
móti má leiða rök að því að sparnað-
urinn í lífeyrissjóðunum hafi leitt
til lægri vaxta á verðbréfamarkaði
en ella hefði orðið.
Þessu til staðfestingar má benda
á nefnd sérfræðinga sem ríkis-
stjórnin skipaði haustið 1993 til
þess að fjalla um „vaxtamun á
Iánsfjármarkaði“. Sú nefnd skilaði
viðskiptaráðherra niðurstöðum sín-
um í október 1993. Ekkert í því
nefndaráliti gaf tilefni til að draga
þær alröngu ályktanir um vaxta-
myndun á verðbréfamarkaði sem
heyrst hafa nú nýverið.
Viðskiptaráðherra hefur nýverið
falið starfshópi „að kanna hvort
viðskiptahættir þeirra aðila sem
koma við sögu á skuldabréfamark-
aði, þ.e. útgefenda, fjárfesta, verð-
bréfamiðlara og við-
skiptavaka, séu eins
og best verður á kosið.
Skulu dregnar fram í
dagsljósið þær hindr-
anir sem kunna að
vera í vegi eðlilegrar
þróunar á markaðn-
um, svo sem varðandi
vexti, sýnileika við-
skipta, auðseljanleika
og áhættumat. Hópur-
inn skal gera tillögu
um úrbætur." Þannig
mun vaxtamyndun á
skuldabréfamarkaði
enn verða t'il ítarlegrar
athugunar og ég legg
til að dómar um vaxtamyndunina
verði ekki felldir fyrr en að starfs-
hópurinn hefur skilað af sér til
ráðherra.
í nýútkominni greinargerð Más
Guðmundssonar hagfræðings um
stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfins-
ins kemur fram að fjárhagsstaða
almennu lífeyrissjóðanna er mun
betri en almennt hefur verið talið.
Jafnframt kemur þar fram að ís-
lenska lífeyriskerfið uppfyllir að
ýmsu leyti forskrift Alþjóðabank-
ans og vegur þar þyngst skylduað-
ild að lífeyrissjóðum sem byggjast
á sjóðsöfnun og samtryggingu.
Lífeyrissjóðakerfið er í uppbygg-
ingu og því eru réttindi ekki enn
komin í hámark. Samkvæmt nú-
gildandi reglum má ætla að sjóð-
irnir greiði lífeyri þegar þeir ná
fullum þroska í kringum árið 2040
sem samsvarar um 70% af heildar-
launum.
Leiða má rök að því,
segirÞorgeir
Eyjólfsson, að sparnað-
ur í lífeyrissjóðum hafi
lækkað vexti.
í greinargerð Más kemur fram
að rekstrarkostnaður lífeyrissjóð-
anna hefur farið lækkandi á
undanförnum árum bæði sem hlut-
fall af ráðstöfunarfé og eignum. í
Bandaríkjunum liggur rekstrar-
kostnaður sem hlutfall af eignum
á milli 0,2% til 0,7% eftir tegund
lífeyrissjóða. I Chile þar sem lífeyr-
issjóðir byggjast á skylduaðild, en
eiga í samkeppni sín á milli um
sjóðfélaga, var rekstrarkostnaður
2% af eignum 1992, samanborið
við 0,34% 1993 hjá íslensku sjóð-
unum. Ástæða þessa munar á
kostnaði virðist m.a. liggja í því
að chíleönsku sjóðirnir eyða miklu
í auglýsingar og annan kostnað
vegna samkeppninnar um sjóðfé-
lagana. Af þessu má sjá að fullyrð-
ing Þuríðar um að rekstrar-
kostnaður íslensku lífeyrissjóðanna
sé hár er rangur. Jafnframt má
benda á þá miklu hagræðingu sem
orðið hefur meðal lífeyrissjóðanna
með fækkun þeirra vegna samein-
ingar bæði fyrir norðan og hér á
höfuðborgarsvæðinu.
Höfundur er formaður Landssam-
bands lifeyrissjóða.
Þorgeir
Eyjólfsson
og kynjakvóti
HINN 17. október sl. kvað dóm-
stóll ESB upp úrskurð um kvóta-
reglur sem leið til að eyða aðstöðu-
mun kvenna og karla á vinnumark-
aði. Margt hefur verið rætt og rit-
að um niðurstöðu dómstólsins en
því miður hefur hið eiginlega efni
hans farið fyrir ofan garð og neðan
í umfjölluninni. Af því tilefni vill
stjórn Kvenréttindafélags íslands
koma eftirfarandi athugasemdum
á framfæri í þeirri von að þær
megi bregða Ijósi á staðreyndir
málsins.
stöðu þeirra á vinnumarkaði. Málið
sem deilt var um snerist um tvo
iandslagsarkitekta, karl og konu,
sem sóttu um sömu stöðuna. Stjórn
stofnunarinnar mælir með karlin-
um en nefnd starfsmanna taldi
konuna eiga rétt á stöðunni, þar
sem báðir umsækjendur væru jafn
hæfir og konan ætti að njóta for-
gangs samkvæmt Bremen-lögun-
um. Þar sem nokkur vafi þótti leika
á því hvort lögin stæðust efni til-
skipunarinnar var ESB-dómstóll-
inn spurður álits.
Aðdragandi
Aðdragandinn er sá að vinnu-
réttardómstóll í Þýskalandi hafði
mál til umfjöllunar á árinu 1993
og skaut tilteknum spurningum ti!
ESB-dómstólsins þar sem beðið var
um túlkun á tilteknum greinum
ESB-tilskipunar nr. 207 frá 1976
um meginregluna um jafnrétti
kvenna og karla hvað varðar að-
gang að atvinnu, starfsmenntun,
stöðuhækkunum og viðunandi
vinnuskilyrðum. Beðið var um svör
við því hvort tiltekin löggjöf í þýsk-
Úrskurður ESB-dóm-
stólsins er enginn
dauðadómur yfir kvóta-
reglunni, segir Bryndís
Hlöðversdóttir,
sem hér skýrir
sjónarmið Kvenrétt-
indafélags íslands.
um rétti (Bremen-lögin) stæðist
efni tilskipunarinnar. Hinn um-
deildi úrskurður ESB-dómstólsins
er svar við þessari beiðni þýska
vinnuréttardómstólsins.
Bremen-lögin og tilskipun ESB
Bremen-lögin fjalla um jafnrétti
kvenna og karla í opinberri þjón-
ustu. Þau gerðu ráð fyrir því að
við ráðningu í opinberri þjónustu
eigi konur, sem eru jafn hæfar og
karlkyns umsækjandi, að njóta for-
gangs í starfsgreinum þar sem þær
eru í minnihluta. Sama á við um
stöðuhækkanir og tilfærslur innan
fyrirtækja, konum er tryggður for-
gangur þar sem þær eru í minni-
hluta. Það er litið svo á að konur
séu í minnihluta í starfsgrein, ef
þær ná því ekki að vera helmingur
starfsfólks í þeim starfshópi er um
ræðir.
ESB-dómstólnum var ætlað að
svara því hvort Bremen-lögin færu
út fyrir heimildir umræddrar til-
skipunar ESB sem heimilar að-
gerðir í þágu kvenna til að bæta
Hverju svarar dómstóll ESB?
I forsendum dómsins er bent á
að umrædd tilskipun ESB leggi á
það áherslu að stjórnvöld í aðildar-
ríkjum skuli leita allra leiða til að
eyða misrétti sem til staðar er
gagnvart konum. Því sé heimilt
að beita aðgerðum í tengslum við
ráðningar í störf og að veita konum
forgang í því skyni að auka sam-
keppnishæfni þeirra á vinnumark-
aði og takast á við atvinnulífið á
sömu forsendum og karlar.
Niðurstaða ESB-dómstólsins er
sú að regla, sem veiti konum alger-
an og skilyrðislausan forgang til
ráðningar eða stöðuhækkunar þar
sem þær eru í minnihluta (þ.e. í
skilningi Bremen-laganna), gangi
út yfir þau mörk að teljast aðgerð
sem heimilt sé að beita til að ná
fram jafnri stöðu karla og kvenna
á vinnumarkaði. Því eru Bremen-
lögin talin ganga út fyrir þá heim-
ild sem veitt er til aðgerða í um-
ræddri tilskipun ESB.
Afleiðingar?
Dómstóllinn segir einungis að
reglan í Bremen-Iögunum gangi
of langt, en dómurinn felur á eng-
an hátt í sér almennan áfellisdóm
yfir því að beitt sé jákvæðum að-
gerðum í þágu þess að bæta stöðu
kvenna á vinnumarkaði, þar sem
þess er þörf. Dómurinn tekur ekki
á því hversu langt megi ganga,
aðeins að gengið sé of langt í þessu
tiltekna tilfelli og þar virðist mest-
ur þungi á því að forgangur kvenna
skv. Bremen-lögunum skuli vera
alger og skilyrðislaus, í þeim tilvik-
um sem konur eru ekki helmingur
starfsmanna. Dómurinn tekur ekki
á því hvort það myndi nægja að
sveigja regluna þannig til að pró-
sentuhlutfallið væri lægra (talað
væri um að konur þyrftu að vera
40%), eða að reglan ætti við um
bæði kynin. Þessu svarar dómstóll-
inn ekki, en það er ljóst að hann
er enginn almennur dauðadómur
yfir kvótareglum sem aðgerðum í
þágu kvenna á vinnuamrkaði, enda
er hin umrædda tilskipun ESB
mælistikan og hún gerir beinlínis
ráð fyrir því að slíkar aðgerðir séu
heimilar.
Höfundur er formaður Kvenrétt-
indafélags íslands.
LeikhúsBælkerans
Klapparstíg 38 • S. 561 31 3
a u:
Öpið til kl. 01 á kvöldin og 03 um helgar