Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Karlstýrðar konur
Krisljana Milla
Thorsteinsson
EFTIR síðustu
kosningar, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn
myndaði nýja ríkis-
stjórn og ekki þótti
fært að setja konu í
ráðherraembætti á
vegum flokksins, þó
að hann hefði helming
ráðherrastóla til ráð-
stöfunar, fóru margar
konur í flokknum að
hugsa ráð sitt og ýms-
um fannst lítið fara
fyrir jafnréttinu í
flokknum við skipan í
ríkisstjórn og úthlutun
á hinum ýmsu virð-
ingarembættum. Kröf-
ur fóru að koma fram um aukið
jafnræði milli kynjanna og konur
hvattar til að láta meira að sér
kveða í stjómmálabaráttunni.
Fyrir kosningarnar varð allnokk-
ur vakning meðal kvenna í flokkn-
um m.a. með tilstuðlan hreyfingar
sem kallar sig Sjálfstæðar konur.
Þær virðast fullkomlega sáttar við
embættaveitingar flokksins og
segja, að þær eigi ekki að fara eft-
ir kynferði. Ennfremur segja þær,
að konur séu orðnar þreyttar á að
líta á sjálfar sig sem undirokaðan
minnihlutahóp í þjóðfélaginu.
„Grundvallarsjónarmiðið hlýtur að
vera, að ef við konur ætlum að
vera með í pólitík á einhveijum
öðrum forsendum en karlar og eig-
um að njóta sérréttinda umfram
karla vegna þess eins að við erum
konur þá séum við að stinga okkur
sjálfar í bakið með því að viður-
kenna að við getum ekki náð ár-
angri á eigin forsendum,“ er haft
eftir Elsu B. Valsdóttur, talsmanni
Sjálfstæðra kvenna.
Það er vitað mál, að konur hafa
lægri laun heldur en karlar, þó að
þær séu með sambæriieg störf. Eig-
um við þá að álíta, að konurnar
með lægri launin sé verri en karl-
arnir? Eru þær vanhæfari? Svari
þeir sem til þekkja, en þetta er það
sem Sjálfstæðar konur gefa í skyn.
Auðvitað er það rétt, að konur
þurfa að komast áfram í stjórnmál-
um á eigin verðleikum eins og á
öðrum vettvangi. En Sjálfstæðar
konur virðast líta fram hjá stað-
reyndum málsins. Þær láta sem það
misrétti sem hefur viðgengist árum
saman í launamálum kvenna sé
þeim óviðkomandi. Þetta launamis-
rétti sýnir að konur sitja alls ekki
vð sama borð og karlmenn í at-
vinnulífinu þrátt fyrir að þær séu
í mörgum tilfellum jafn hæfar og
jafnvel hæfari en þeir og því skyldu
þær þá gera það á stjórnmálasvið-
inu?
Oft er vitnað til þess að konum
gangi yfirleitt illa í prófkjörum og
þess vegna sé ekki von til að þeim
gangi vel í stjórnmálum. Það er þó
vitað mál, að þeir, sem gengur vel
í prófkjörum, eru ekki endilega
hæfastir. Margir hafa á bak við sig
alls konar félög og klíkur sem sjá
til þess að þeirra menn kjósi „rétt“.
Konur hafa sjaldnast slík félög eða
klíkur að bakhjarli. Ennfremur er
það lenska og flestum kunnugt, að
ætlast er til af sjálfstæðismönnum
að þeir kjósi aðeins eina konu á
hvern lista. Það er talinn hæfilegur
skammtur svona rétt til að punta
upp á selskapið. Það er kannski
ekki spurt um hæfiieika, heldur
hvort hún sé frambærileg, lagleg
og karlstýrð. Enginn samanburður
er gerður á hæfileikum karlanna
og kvennanna, heldur þess aðeins
gætt, að kjósa ekki of margar kon-
ur og láta þær ekki komast ofar-
lega. Eiginmenn segja við konur
sínar: Við skulum setja Jón efstan,
síðan Gunnar og Pál, þar næst lát-
um við hann Sigga og loks látum
við Guðríði fljóta með, hún er svo
sæt og ekki of frek. Eiginkonurnar
samþykkja þetta í mörgum tilfellum
þar sem þær nenna ekki að standa
í þrasi og eru að mestu karlstýrðar.
Sannleikurinn í
uppáhaldsrökum karla
fyrir því, hve illa kon-
um gengur í prófkjör-
um sem eru að konur
séu konum verstar,
gæti legið í því, að
margar konur eru
karlstýrðar og móta
ekki sínar eigin
skoðanir vegna þess
að það er ekki ætlast
tii þess af þeim eða
talið æskilegt.
Það er mikið talað
um, að konur eigi ekki
að njóta neinna for-
réttinda eða jákvæðrar
mismununar. Það er
Jafnræði milli kynja í
Sjálfstæðisflokknum er
umfjöllunarefni Krist-
jönu Millu Thorsteins-
son í þessari grein.
auðvitað alveg rétt en dæmin sanna
bara annað, því miður. Karlar njóta
stundum jákvæðrar mismununar en
konur verða oft fyrir neikvæðri
mismunun. Þessu til sönnunar er
fyrst að nefna launamismuninn.
Hann er staðreynd sem enginn get-
ur hrakið. Allir vita, að minna tillit
er tekið til þeirra sem lægri hafa
launin, þó að þeir séu í góðri stöðu.
Þess vegna liggur í hlutarins eðli
að meira tillit er tekið til karla en
kvenna, þó að ómeðvitað sé í mörg-
um tilfellum. Þar með hafa konur
ekki sömu framavonir og karlar á
flestum sviðum þjóðfélagsins.
Það er eðlilegt að valið sé í trún-
aðarstöður, á framboðslista og ann-
að eftir reynslu og þekkingu, en
konur fá aldrei þessa nauðsynlegu
reynslu því að þær fá ekki að taka
þátt í ýmsum nefndar- og stjórnun-
arstörfum. Þar sitja karlarnir og
finnst það sjálfsagt. Ef flett er dag-
blaði og skoðaðar myndir og lesin
nöfn þeirra, sem eru í ýmsum
nefndum og stjórnum félaga, er
meirihlutinn alltaf karlar, nema
sérstök kvennamál eða líknarmál
séu á ferðinni. Konur fá- heldur
ekki þá umbun fyrir störf sín, sem
karlar fá.
Það er ánægjulegt að lesa áskor-
anir til kvenna í Sjálfstæðisflokkn-
um um að taka meiri þátt í flokks-
starfinu. Vonandi taka konur þeim
áskorunum vel og taka meiri þátt
í nefndarstörfum og öðru slíku. En
þá þarf líka að fylgja meiri viður-
kenning á störfum þeirra en hefur
verið hingað til og þær fái sömu
umbun og karlar.
Konur þurfa að standa saman
og vera samstiga í að sýna van-
þóknun sína á því hversu áhrifalitl-
ar þær eru í flokknum. Þær þurfa
að gera eitthvað sem hefur áhrif,
t.d. kjósa aðeins einn karl á hvern
lista í næsta prófkjöri eða jafnvel
kjósa einhvem annan flokk en Sjálf-
stæðisflokkinn. Konur fengu kjör-
gengi og kosningarétt eftir mikla
'baráttu. Það þarf að nota þennan
rétt svo að markmiðið náist: „Jafn-
ræði milli kynja í Sjálfstæðisflokkn-
um.“
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Samstarfsnefnd
um starfsnám
í NÝJU frumvarpi til
laga um framhalds-
skóla er markvisst
stefnt að því að eyða
áhrifum kennara á
skólastarf. Ekki er gert
ráð fyrir því að þeir
gegni nokkru hlutverkj
innan skólanefnda. I
frumvarpinu er enn-
fremur grafið undan
áhrifum kennarafundar
og ailt vald fært til
skólameistara.
Á meðan menn tala
sig heita fyrir hug-
myndinni um að dreifa
valdi, framkvæma þeir
hið gagnstæða. „Stríð
er friður" heitir það í
ágætu riti. Athyglisvert er að í frum-
varpinu er reynt að taka á vanda
starfsnáms, en íslendingar hafa
býsna lengi vanrækt þennan þátt í
menntun þjóðarinnar. Of mikil
áhersla hefur verið lögð á hefðbund-
Ólafur G.
Kristjánsson
ið stúdentsnám, en
minni á hvers kyns
.starfsnám sem nýttist
bæði samfélaginu og
einstaklingum betur.
Nú virðist skilningur
fara vaxandi á því að
þörf er á átaki til þess
að efla starfsmenntun
í landinu.
Eins og ég benti á í
grein minni hér í blað-
inu 5. nóvember sl. er
einn meginvandi iðnn-
áms sá að þar vantar
stefnumörkun. Þar tel
ég einnig að 18 manna
samstarfsnefnd um
starfsnám geti unnið
þarft verk. I ráði er að
í nefndinni sitji 12 fulitrúar atvinnu-
lífs, 1 kennari, 1 skólameistari og
hinir komi frá ráðuneytinu. Þessa
samsetningu tel ég endurspegla það
viðhorf þeirra er frumvarpið sömdu
að þurrka verði út öll áhrif kennara-
Aðilar í samstarfsnefnd
þurfa að koma fram í
nafni komandi framtíð-
ar, segir Olafur Grétar
Krisljánsson, en ekki
eigin hagsmuna.
stéttarinnar á menntun í landinu.
Það er brýnt að samstarf takist milli
atvinnulífs, verkalýðshreyfingar og
skóla um framkvæmd starfsnáms.
En nefndin sem að ofan getur virð-
ist eiga að gegna einhvers konar
hagsmunahlutverki. Hún endur-
speglar ekki þörfina á að miðla ein-
hveiju frá skólunum. Ef vel ætti að
vera þyrftu kennarar að eiga jafn-
marga fulltrúa í nefndinni og aðrir.
Fulltrúar atvinnulífs geta sagt okkur
hvað æskilegt sé að nemendur læri,
kennarar geta upplýst um hvað raun-
hæft er að kenna og hvernig haga
megi náminu. Óbærilegt er að hugsa
til þess ef enn eitt tækifærið til að
setja iðnmenntun í landinu á rétt
spor fari í súginn vegna þess að
menn eru í eilífri hagsmunagæslu.
Fari svo að nefndin haldi fyrr-
greindri samsetningu er hætt við að
rödd kennara heyrist ekki og hrein-
lega verið valtað yfir þá í allri stefnu-
mörkun.
Þeir sem framfylgja eiga lögunum
verða ekki hafðir með í ráðum og
samhengið milli stefnumörkunar og
framkvæmdar rofnar. Þá er starfs-
námið aftur komið á þann stað sem
það er: Vandi þess er óleystur, at-
vinnurekendur benda á skólana og
skólarnir tilbaka eða á ráðuneytið
og enginn vettvangur er til að ræða
málin á uppbyggilegan hátt. Mikil-
vægt er að menn hafi í huga að einu
hagsmunimir sem eiga forgang hér
eru hagsmunir nemenda. Það eru
umfram allt þeir sem eiga heimtingu
á góðri og nothæfri menntun. Námið
verður að vera skipulagt þannig að
þeir hafi yfirsýn yfir námsferlið og
geti lokið því á tilskildum tíma. Þeir
aðilar er tilnefndir verða í samstarfs-
nefnd um starfsnám þurfa að koma
saman í nafni komandi kynslóða en
ekki sem fulltrúar eigin hagsmuna.
Ég tel brýnt að kennurum verði
fjölgað í fyrirhugaðri nefnd, að þeir
verði ekki færri en 5, að námsmenn
fái þar einnig fulltrúa og að nefnd-
inni verði stýrt af námsskrár- eða
kennslufræðingum ráðuneytisins.
Höfundur kennir íslensku, SAM
og málmiðnir við Fjölbrautaskóia
Suðurnesja.
WHI-hl
Við seljum amerískar gæðadýnur frá Kingsdown
og mikið úrval af fallegurri rúmum.
Það sem gerir Kingsdown dýnurnar frábrugðnar
öðrum sambærilegum dýnum er að í neðri
dýnunni er samskonar gormastell og í þeirri efri.
Þetta gefur stóraukna fjöðrun og tryggir að
dýnurnar laga sig betur að líkamanum.
Hryggsúlan verður bein í svefni og betri
djúpsvefn næst.
Trégrindin í neðri dýnunni er sérlega styrkt
á álagsflötum.
Gormastellin í báðum dýnunum eru tvíhert sem
eykur lífslengd gormanna mikið og hæfni þeirra
til að fara aftur í rétta stöðu.
AkINGSDOWN
Heilsusamlegar og þægilegar dýnur
ágóðuverðil
Suðurlandsbraut 22 Sími: 553 6011 og 553 7100