Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4-
NORÐURLAIMDAMEISTARAMÓT í DAIMS11995
10 íslensk
pör meðal
keppenda
DANS
Pyynikki íþróita-
húsió í Tampcrc
NORÐURLANDAMEIST-
ARAMÓTÁHUGAMANNA
í DANSI
Norðurlandameistaramót áhuga-
manna í dansi fór fram í Pyynikki
íþróttahúsinu í Tampere í Finnlandi,
síðastliðinn laugardag, 2. desember.
Dágóður hópur íslenskra dansara,
alls 10 pör, tók þátt í þessari keppni,
sem er talin ein af sterkustu dans-
keppnum í Evrópu í dag. Hópurinn
stóð sig með sóma þótt Island hlyti
enga meistara að þessu sinni.
KEPPENDUR og fylgdarfólk
lagði af stað frá íslandi á föstu-
dagsmorgun og var flogið til Hels-
inki, með viðkomu á Fornebu flug-
vellinum í Ósló og Arlanda flug-
velli í Stokkhólmi, þar sem hópur-
inn áði í smástund. En sú áning
gafst eingöngu vegna þess að flug-
vélin sem flytja átti hópinn til
Finnlands var flogin burt þegar
íslendingarnir mættu á staðinn. A
flugvellinum í Helsinki beið rúta
eftir hópnum og ók honum til
Tampere, en sú ferð tekur einung-
is um 2 klukkutíma.
Keppnin sjálf var á laugardegin-
um og hófst klukkan 15. Fyrst var
dansað í undanúrslitum og stóðu
íslensku pörin sig frábærlega vel
og buðu af sér mikinn þokka á
dansgólfinu. Hóparnir voru hver
öðrum sterkari og það var hrein
unun að horfa á þann fallega dans
sem keppendur sýndu. Eftir und-
anúrslitin var gefið stutt hlé, en
strax eftir hlé hófst innmars með
öllum keppendum. Ég verð nú að
segja eins og er að mér finnst það
skrýtin ráðstöfun, svo ekki sé
meira sagt, að keppendur marseri
- inná gólfið í miðri keppni! Það
hefði verið mun eðlilegra að gera
þetta í upphafi keppninnar, því þá
standa jú allir keppendur jafnir!
Þau yngstu hófu leikinn
Úrslitin sjálf hófust svo klukkan
17.15 og var það yngsti hópurinn
sem hóf leikinn. I Norðurlanda-
meistarakeppninni er það saman-
lagður árangur í báðum keppnis-
greinum sem látinn er ráða úrslit-
um og er það okkur íslendingum
frekar óhagstætt þar sem við verð-
um að teljast sterkari í suður-
amerísku dönsunum. í yngsta ald-
urshópnum áttum við 2 pör af 6
. í úrslitum.
Þessi hópur dansaði einungis 4
dansa; 2 standard-dansa og 2 suð-
ur-ameríská dansa og leyfi ég mér
að fullyrða að mjög lítill munur
var á fyrstu 4 sætunum, annar
en keppnisreynsla. Krakkarnir
okkar stóðu sig með afbrigðum
vel og sýndu það svo ekki verður
um villst að þau eru á heimsmæli-
kvarða, þau vantar einungis
keppnisreynslu á erlendum vett-
vangi. Að þessu sinni voru það
Danir sem fóru með sigur af hólmi,
> einnig voru það Danir sem höfn-
uðu í 2. sæti. En í 3. sæti voru
Árni Traustason og Helga Þóra
Björgvinsdóttir og í 4. sæti Stur-
laugur Garðarsson og Aðalheiður
Sigfúsdóttir. Bæði pörin voru að
fá nokkur fyrstu sæti frá dómur-
um og það er stórkostlegur árang-
ur.
í flokki 12-13 ára áttum við
einnig 2 pör af 6 í úrslitum. í 3.
sæti urðu Hafsteinn Jónasson og
Laufey Karítas Einarsdóttir. Þau
dönsuðu sérlega vel á laugardag,
sérstaklega í suður-amerísku
dönsunum, enda kom það á daginn
að þau höfðu lent í öðru sæti í
þeim, en í samanlögðu þá höfnuðu
þau í þriðja sæti, einungis 2 stigum
á eftir næsta pari, en það voru
enn sem fyrr Danir sem sigruðu
í þessum flokki. Þau Hafsteinn og
Laufey eru sérlega glæsilegt par
og þau dansa ávallt mjög yfirveg-
aðan og ákaflega fallegan dans
og árangurinn lætur ekki á sér
standa eins og af framangreindu
sést. Þau Eðvard Þór Gíslason og
Ásta Lára Halldórsdóttir höfnuðu
í 5. sæti, þau dönsuðu einnig mjög
vel og þá sér í lagi í suður-amer-
ísku dönsunum. Þetta er efnilegt
par og eiga þau mikla framtíð
fyrir sér og hafa þau úr miklum
og góðum efnivið að spila.
Aðeins eitt par í úrslit
Þá var komið að flokki 14-15
ára. Það verða að teljast mikil
vonbrigði og í raun óskiljanlegt
fyrir okkur Islendinga að eiga ein-
ungis eitt par í úrslitum í þessum
flokki. Brynjar Örn Þorleifsson og
Sesselja Sigurðardóttir komust
ekki í 6 para úrslit af einhveijum
óskiljanlegum ástæðum, þau voru
með næstflesta krossa inn í suður-
amerísku dönsunum, en aðeins 9
í standard-dönsunum. Brynjar og
Sesselja eru frábærir dansarar
sem eiga hvergi annars staðar
heima en í úrslitum, eins og árang-
ur þeirra í alþjóðlegum danskeppn-
um að undanförnu sýnir, svo ekki
verður um villst. íslenska parið,
sem dansaði í úrslitum, voru þau
Sigursteinn Stefánsson og Elísa-
bet Sif Haraldsdóttir. Þau dönsuðu
sérlega vel í úrslitunum og í suður-
amerísku dönsunum gerðu þau sér
lítið fyrir og sigruðu en í saman-
lögðu höfnuðu þau í 3. sæti. í
standard-dönsunum höfnuðu þau
í 5.-6. sæti og finnst mér það
frekar dularfullt, því þau éru ein-
faldlega ekki 6. sætis par! Og enn
voru það Danir sem sigruðu.
í flokki 16-18 ára áttum við
eitt par í undanúrslitum, þau Þor-
vald S. Gunnarsson og Jóhönnu
Ellu Jónsdóttur, en þau komust
ekki í úrslit, sem þau áttu svo
sannarlega skilið, því þau dönsuðu
mjög vel á laugardag, en þau
fengu of fáa krossa í standard-
dönsunum.
Við áttum einnig eitt par i und-
anúrslitum í flokki áhugamanna
18 ára og eldri; það voru Victor
B. Victorsson og Sædís Magnús-
dóttir, mjög efnilegt og gott par,
sem sýndi góðan dans. I elstu
flokkunum kemur það einna best
í Ijós hve aðstöðumunurinn milli
okkar og hinna Norðurlandanna
er mikill. Við erum með efnilega
dansara í þessum flokkum, en
þeir fá ekki tækifæri til að sanna
sig, til þess þurfa þeir að komast
miklu oftar í sterka alþjóðlega
danskeppni, en það er ýmsum erf-
iðleikum bundið þar sem við búum
ansi nálægt hjara veraldar. Eitt
aðalvandamálið í þessum efnum
er fjárskortur afreksmanna okkar
í þessari íþrótt.
Við áttum svo 2 pör í undanúr-
slitum í flokki seniora og annað
þeirra, þau Jón Stefnir Hilmarsson
Morgunblaðið/Jóhann Gunnar
SIGURSTEINN og Elísabet gerðu það gott í suður-amerísku dönsunum í Tampere.
ALLT á fullu, rétt fyrir keppni,
ÞETTA er fólkið sem vinnur hörðum höndum bak
við tjöldin og gerir þetta allt mögulegt,.
og Berglind Freymóðsdóttir, kom-
ust áfram í úrslit. Það er sérlega
ánægjulegt, því seniorar kepptu
einungis í standard-dönsum, en
Jón Stefnir og Berglind eru miklu
sterkari í suður-amerísku dönsun-
um og er aldrei að vita hvað gerst
hefði, ef þeir hefðu verið með, en
þau dönsuðu vel og áttu þetta
skilið. Það var tvöfaldur finnskur
sigur í þessu flokki, en Jón Stefnir
og Berglind enduðu í 6. sæti.
Danir sigurvegarar
Því verður ekki neitað að Danir
eru ótvíræðir sigurvegarar í þess-
ari keppni, sem og undanfarin ár,
en auk þess sem áður hefur verið
talið, sigruðu þeir í bæði í stand-
ard-dönsunum og suður-amerísku
dönsunum í áhugamannaflokki 18
ára og eldri. Einnig sigraði danskt
par í þessum flokki í samanlögðum
stigum, en þetta er eini flokkurinn
sem keppir í þessum greinum að-
skildum og svo einnig í saman-
lögðu. Það voru Sten Lund og Mie
Bach sem sigruðu í suður-amer-
ísku dönsunum, Jens Henriksen
og Merete Sögaard sigruðu í
standard-dönsunum og Rene
Christianssen og Camilla Eg-
strand sigruðu í samanlögðum
stigum. Danir unnu öll gullverð-
launin nema tvenn; í flokki 16-18
ára, þar sem par frá Noregi sigr-
aði, og í flokki seniora, þar sem
finnskt par fór með sigur af hólmi.
Skipulagi ábótavant
Það verður ekki annað sagt en
að skipulagi hafí í mörgu verið
ábótavant í Tampere á meðan á
mótinu stóð, meira að segja ein-
földum hlut eins og innmarsinum
var klúðrað á einhvern óskiljanleg-
an hátt. Eins leystist kvöldverðars-
amkvæmið upp undir leiðinlegum
skemmtiatriðum á finnsku, sem
auðvitað enginn skildi, t.d. stóðu
nokkrir ungir piltar upp á rönd í