Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Laun og launabreytingar samkvæmt könnun Kjararannsóknanefndar Starfsstéttir Mánaðarlaun 2. ársfj. 1995 f. fullt starf Breyt. frá sama ársfj. 1994 Laun Kaupmáttur Verkakarlar 119.900 6,7% 5,3% Verkakonur 92.000 5,7% 4,4% Iðnaðarmenn 152.900 2,7% 1,4% Afgreiðslukarlar 127.800 3,8% 2,5% Afgreiðslukonur - 93.000 7,8% 6,4% Skrifstofukariar 142.900 3,3% 2,0% Skrifstofukonur 109.500 1,4% 0,1% ASÍ-landverkafólk 119.600 4,7% 3,4% Laun á öðrum ársfjórðungi 1995 Mánaðarlaunin hækkuðu um 4,7% MÁNAÐARLAUN landverkafólks hjá ASÍ hækkuðu að meðaltali um 4,7% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra, og jókst kaupmáttur mánaðarlauna um 3,4%. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Kjararannsóknarnefnd- ar. Allir kauptaxtar landverkafólks hækkuðu vegna kjarasamninga sem gerðir voru á fyrstu mánuðum ársins og mátu samningsaðilar hækkunina sem 3,6% á meðallaun. Skv. niðurstöðu Kjararannsóknar- nefndar hækkaði greitt tímakaup landverkafólks um 3,5% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma á seinasta ári. Kaupmáttur greidds tímakaups hækkaði um 2,2%. Vinnutími lengdist lítillega Meðaltímakaup landverkafólks innan ASÍ, þ.e. útborguð laun á tímabilinu deilt með fjölda unninna Asmundarsalur Yfirboð borgarinn- ar kallað hneyksli JÓNA Gróa Sigurðardóttir borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það vera hneyksli að Reykjavíkur- borg hafi yfirboðið tvo listamenn, sem hafi viljað eignast Ásmundar- sal við Freyjugötu. Miklar umræður spunnust um þetta mál á borgarstjómarfundi í gærkvöldi og gagnrýndu sjálfstæðis- menn kaupin harðlega. Töldu þeir að leysa ætti leikskólamál hverfísins með öðrum hætti og leyfa húsinu að þjóna listinni eins og upphaflegur eigandi hefði gert sér vonir um. Besti kosturinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði hins vegar að farið hefði verið vandlega yfir mögulegar lausnir og þessi þótt sú besta. Hún sagði að í nokkum tíma hefði það verið skoðað hvort Ás- mundarsalur myndi henta undir leikskóla. Þegar það svo fréttist að tilboð hefði borist í húsið hefði ver- ið ljóst að hrökkva yrði eða stökkva. Mótmæli, sem borist hefðu yrðu skoðuð en vega þyrfti og meta hvort þjónustan, sem ætti að veita, væri ekki það mikilvæg að ganga þyrfti gegn mótmælunum. Árni Þór Sig- urðsson borgarfulltrúi R-listans og formaður Dagvistar barna sagði engin efnisleg rök vera fyrir því að hætta við fyrirætlan um að gera Ásmundarsal að leikskóla. stunda, hækkaði um 4,1% og var hækkunin mest hjá verkafólki og afgreiðslukonum eða 5,2-6,7%. Vinnutími fólks í fullu starfí lengdist um 0,3 stundir á tímabilinu miðað við sama tíma í fyrra og var meðalvinnutími fólks 47 stundir. Kjararannsóknamefnd reiknar út mánaðarlaun einstakra starfs- hópa á grundvelli upplýsinga um vinnutíma og meðaltímakaup og kemst að þeirri niðurstöðu að mán- aðarlaun hafi hækkað mest hjá verkafólki eða um 5,7-6,7% á tíma- bilinu og afgreiðslukonum um 7,8%. Mánaðarlaun verkakarla vom að meðaltali um 119.900 kr. og verka- kvenna 92.000 kr. á öðmm ársfjórð- ungi. Iðnaðarmenn vom með hæst mánaðarlaun skv. úrtaki Kjara- rannsóknamefndar eða 152.900, skrifstofukarlar vom með 142.900 en afgreiðslukonur 93.000 kr. mán- aðarlaun á tímabilinu. Ólíkar túlkanir á samkomulagi um Hitaveitu Akraness Bæjarstjórn samþykkti 8% gjaldskrárlækkun Akranesi. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Akraness sam- þykkti samhljóða á aukafundi í gærkvöldi að lækka verð til húshit- unar um 8% frá næstu áramótum, en á fundinum kom fram að um mismunandi túlkun ríkisvaldsins og bæjarstjórnar er að ræða á gjald- skrárlið samningsins um Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Á fundinum kom fram að allt frá því að samkomulag eignaraðila um hvernig lækka megi skuldir HAB og ná hagræðingu í rekstri með það að markmiði að lækka húshitunar- kostnað hefur verið gengið að því sem vísu að um gjaldskrárlækkun yrði að ræða um næstu áramót, en fulltrúar ríkisvaldsins hafí túlkað samkomulagið á annan veg og hefði það komið bæjarfulltrúum í opna skjöldu. Gert ráð fyrir 842 milljóna króna skuld um aldamót í bókun sem samþykkt var á fundinum er þessari túlkun hafnað og þar kemur fram að bæjarstjóm- in telur sér skylt að standa við sinn skilning á samkomulaginu gagn- vart notendum og tryggja verð- lækkun á heitu vatni frá áramótum. Á fundinum var bæjarstjóra falið að undirrita stofnsamning um rekstur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. í samkomulagi eignaraðilanna er gert ráð fyrir því að ef skuldir fyrirtækisins verði vegna óviðráðanlegra ástæðna meira en 900 milljónir króna í lok ársins 2000 muni ríkissjóður yfír- taka 75% þeirrar fjárhæðar sem eftir stendur. í áætlunum er gert ráð fyrir því að skuldirnar verði um 842 milljón- ir á þessum tímamótum. Hæstiréttur þyngir dóm héraðsdóms 18 mán. fangelsi fyrir nauðgnn HÆSTIRETTUR dæmdi í gær 22 ára gamlan mann í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku á útihátíð í Neskaupstað um verslunarmannahelgina í fyrra. Með dómi Hæstaréttar er dómur Héraðsdóms Austurlands í málinu þyngdur um sex mánuði með tilvís- un til líklegra alvarlegra afleiðinga verknaðarins á líf stúlkunnar. í dómnum segir að frásögn stúlkunnar af því hvernig maður- inn nauðgaði henni í beitingarskúr í Neskaupstað eftir að þau höfðu yfirgefið samkomusvæðið hafi fengið verulega stoð við læknis- rannsókn en hann neitaði í upp- hafi að samfarir hefðu átt sér stað. Alvarlegar afleiðingar Við ákvörðun refsingar sé litið til þess að kærandinn og hinn dæmdi fóru saman frá svæðinu úr augsýn fólks. Viðbrögð manns- ins við höfnun stúlkunnar eins og hún lýsi þeim bendi ekki til veru- lega einbeitts vilja hans en þegar litið sé til þeirra alvarlegu afleið- inga, sem brot hans sé fallið til að hafa á líf stúlkunnar, verði ekki hjá því komist að þyngja refs- ingu hans. Morgunblaðið/Ásdfs DÓMASAFNIÐ, sem er á borðinu hægramegin á myndinni, er fyrirferðarmikið í samanburði við tölvudiskinn. Á myndinni eru Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar. Dómar í tölvutæku formi ÍSLEX hf. og Prentsmiðjan Oddi hafa gefíð út á tölvutæku formi dómasafn Hæstaréttar íslands fyrir árin 1982-1994. Alls er um að ræða 30 bækur, um 26.000 blaðsíður, sem lesnar hafa verið inn á tölvur með lesvél en í upphafi þurfti að skanna allan texta dómanna og breyta f tölvutækan texta. Undanfarna mánuði hafa lögfræð- ingar og laganemar unnið við að samlesa skannaða og prentaða texta, leiðrétta ósamræmi, búa til stutta lýsingu á efni hvers dóms, ákveða lykilorð, útbúa lykilorðaskrá og taka út allar lagatilvitnanir í lagatilvitn- anaskrá. í tölvutæku dómasafni hefur þessum upplýsingum verið bætt framan við dómana og textinn merktur þannig að hægt er að leita í þessum skrám eins og dómunum sjálfum. Hægt er að nota dómasafn- ið á tvo vegu; til að finna dóma sem notandinn veit þegar hvar er að finna og til að finna dóma með að- stoð leitarkerfis. Dómasafnið verður afhent á geisladiski (CD-ROM) en auk þess er á diskinum leitarkerfí sem Prent- smiðjan Oddi hefur þróað í samvinnu við íslex, hlutafélag sem nokkrir lög- fræðingar stofnuðu í þeim tilgangi að gefa dómasafnið út í tölvutæku formi með aðgengilegu leitarkerfi. íslex hefur unnið að undirbúningi málsins frá í ársbyijun 1994, og hefur aflað leyfa frá Hæstarétti ís- lands, dómsmálaráðuneytinu og Tölvunefnd til útgáfunnar. Fyrsta útgáfa Dómasafnsins kom á markað í gær. Því verður síðan dreift í áskrift til notenda en ætlunin er að gefa út 1-2 nýjar útgáfur á ári þannig að ár hvert bætist við gagnagrunninn nýjasti árgangur h'æstaréttardóma og þrír eldri ár- gangar. Ekki er þó ætlunin að fara lengra aftur en til ársins 1960. Stofnáskriftarverð er 139 þúsund krónur en 250 þúsund fyrir notendur á tölvuneti. Flugumferðarstjórar Arangurs- laus sátta- fundur SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins var haldinn hjá ríkissáttasemjara í gær. Enginn árangur varð af fundinum en að sögn Þóris Einarssonar sátta- semjara var ákveðið að boða aftur til fundar á föstudag í næstu viku. Þórir sagðist hafa átt fundi með deiluaðilum vikulega að undanförnu til að fara yfír stöðuna en ekkert hefði enn komið fram sem leyst gæti deiluna. Deilur innan meiri- hlutans á Húsavík Höfði og FH sam- einuð BÆJARSTJÓRN Húsavíkur sa: þykkti í gærkvöldi að leggja fn tillögu á aðalfundum útgerðarfyr tækisins Höfða hf. og Fiskiðjusa lags Húsavíkur hf. um sameinin fyrirtækjanna. Meirihlutinn í bæj: stjóm klofnaði í málinu. Framsól armenn og sjálfstæðismenn stud tillöguna, en alþýðubandalagsmei sem eru í meirihlutasamstarfi rr Framsóknarfíokknum, sátu hjá. Kristján Ásgeirsson, oddviti j þýðubandalagsins, sagði að fra sóknarmenn hefðu lagt tillögu fram í bæjarstjórn án þess að ra það fyrst við Alþýðubandalag Hann vísaði á Framsóknarflokki þegar hann var spurður hvort me hlutinn væri sprunginn. Stefán H aldsson, oddviti Framsóknarflokl ins, sagði of snemmt að svara þv þessari stundu hvort meirihluti væri fallinn. Forystumenn flokkar myndu ræða saman næstu daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.