Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 53 MINNIIMGAR Gefðu hlvja gjöí um hessi jnl! - kjarni málsins! FANNEY HALLDORSDOTTIR + Fanney Halldórsdóttir var fædd á Akureyri 19. janúar 1973. Hún lést í Borgarspítal- anum 7. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 17. nóvem- ber. SAGT er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Þó finnst mér erfitt að sætt við mig að svo ung og hraust stelpa sem Fanney var sé farin og komi ekki aftur. Eg kynnt- ist Fanney þegar ég var 10 eða 11 ára og vorum við saman í Lundar- skóla, Gagganum, Menntaskólan- um og nú síðast í Verkmenntaskól- anum. En við þekktumst ekki bara í gegnum skólann, leiðir okkar lágu saman i gegnum sameiginleg áhugamál sem voru handbolti og fótbolti. Báðar æfðum við fótbolta hjá KA í mörg ár og vorum saman upp yngri flokkana og vorum báðar ungar í meistaraflokki. Við vorum meðal annars saman í fyrsta liði sem KA átti sem varð íslandsmeist- ari í fótbolta og það var ógleyman- legur dagur í lífi okkar allra. Einnig æfðum við saman hand- bolta hjá KA. Ég man söguna á' bak við það eins og gerst hefði í gær. Við Fanney vorum að spjalla saman á ganginum í Gagganum þegar handbolti barst í tal. Ég spurði hana hvort hún æfði ekki ennþá handbolta hjá Þór, sem hún gerði, því á þessum tíma var ekki boðið upp á kvennahandbolta hjá KA. Mig langaði að byija að æfa en þar sem ég er mikil KA mann- eskja sem og Fanney var líka, lang- aði okkur að spila með okkar fé- lagi. Við ákváðum að reyna að senda skilaboð til stjórnar KA og töluðum við margar stelpur sem höfðu einnig áhuga og enduðum með langan lista af nöfnum sem við afhentum stjórninni. Stuttu seinna var stofnaður kvennaflokkur innan KA. Fyrstu veturna þjálfaði Jói Bjarna okkur og síðan tók Dóri, pabbi henna Fanneyjar við. Frá þessum tíma á ég svo frábærar minningar, við vorum fjörugur og samrýndur hópur sem deildum bæði sigrum og sorgum. En nú hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn sem ekki verður hægt að fylla. En minningin er okkar sterkasta vopn og af þeim eigum við nóg. Fanney var alltaf svo kát og hress og áttum við stelpurnar í handboltanum og fótboltanum svo margar ógleymanlegar stundir saman sem verða vel geymdar. Ég hitti Fanney síðast í sumar áður en ég fór út og var hún þá einnig á leiðinni burt úr landi en vissi bara ekki alveg hvernig þau mál færu. Hún hafði þegar farið til Þýskalands og dvalið í ár og var fiðringur í henni að halda aftur „eitthvað út“ eins og hún sagði. Ég dáðist að henni að fara ein í burtu frá öllu og öllum, en Fanney var aldrei í vandræðum með að kynnast fólki, hún var alltaf svo opin. Við enduðum svo báðar í sama landinu, Bandaríkjunum, en þó langt frá hvor annarri. En ferðalag Fanneyjar var ekki á enda, eins og við vitum nú og trúi ég því að hún muni þó uppfylla alla sína drauma, bara í annarri veröld. Elsku Fanney, ég kveð þig nú og ég mun geyma allar minningarn- ar um þig á góðum stað í hjarta mínu. Dalur opnast, himinhá, hamrafjöll við þér taka. Vinur minn kær ég kveð þig nú, þú kemur ekki til baka. Elsku Dóri, Ólína, Ómar og Elv- ar, ég sendi ykkur alla mína samúð. Hildur Símonar. Það voru hræðilegar fréttir sem við fengum að heyra þriðjudaginn 7. nóvember, Fanney frænka var látin. Þú fórst allt of fljótt, áttír eftir að gera svo mikið. Þú varst alltaf í góðu skapi og það skein af þér gleðin. Þú gast alltaf komið fólki til að hlæja ef eitthvað var að, enda áttir þú fullt af góðum vinum. Við vorum oft mikið saman, sér- staklega eftir að þú fluttir í sömu götu og ég, Kringlumýrina, þá komstu oft í heimsókn til að spjalla. Svo þegar þú eignaðist bílinn fórum við að fara út að keyra, um bæinn og út um allt. Það var svo gaman þegar þú komst keyrandi á gráa bílnum þínum, lagðir honum fyrir framan húsið okkar og komst hlaupandi upp tröppurnar með fal- lega brosið þitt. Þú varst mikið fyrir kvikmyndir og það var alltaf hægt að spyija þig út í hinar og þessar bíómyndir, þú vissir allt. Enda þegar ég fékk bréfin sem þú skrifaðir mér frá Bandaríkjunum voru alltaf nokkrar línur um þær myndir sem þú varst búin að sjá úti. Stuttu áður en þú fórst til Bandaríkjanna bauðstu mér heim til þín til að horfa á bíómynd. Ég þáði það og svo sátum við í sófanum með fulla skál af nammi, einn flögupoka og heilan helling af gosi og létum fara vel um okkur. Þó að þú hafir verið sex árum eldri en ég varstu alltaf tilbúin að gera eitthvað með mér, hvort sem það var að spila eða fara eitthvað út. T.d. þegar þú varst að vinna á útvarpsstöð hér í bæ, fyrr í vor, langaði mig svo mikið að fara með þér og hjálpa. Ég þurfti bara að nefna það, þér fannst þð alveg sjálf- sagt að ég kæmi með. Ég gat alltaf sagt þér allt, þú varst alltaf tilbúin til að hlusta á það sem ég hafði að segja. Þetta er bara smáhluti af þeim yndislegu minningum sem ég á um þig, elsku frænka, þú verður alltaf í hjarta mínu og ég bið góðan Guð að gæta þín. Eg kveð þig elsku frænka og vinkona. Elsku Halldór, Ólína, Ómar, Elf- ar, Torfi Rafn, Unnur, amma, afi, Jón og Snjólaug og aðrir ættingjar, megi góður Guð styrkja ykkur í þesari miklu sorg. Dagný frænka. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnélukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir grelnunum. S:.B J' l ALAFOSSBUÐIN »' Pósthússtræti 13, Reykjavík, s. 551-3404 EDEN 8’ Austurmörk 25, Hveragerði, s. 483-4900 HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS 8' Skólavöróustíg 19, Reykajvík, s. 552-1890 ISLANDIA KRINGLUNNI Kringlunni 8-12, Reykjavik, s. 568-9980 ÍSLENSK ULL HF. 'é' Þingholtsstræti 30, Reykjavík, s. 562-2109 ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR 'é' Hafnanstræti 3, Reykjavík, s. 551-1785 ÍSLENSKUR MARKAÐUR HF. é' Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli, s. 425-0450 THORVALDSSENSBASAR é' Auslurstræti 4, Reykjavík, s. 551-3509 ULL OG GJAFAVÖRUR 8' Hótel Sögu, Reykjavík, s. 562-4788 ULLARHÚSIÐ 1 #’ Aðalstræti 4, Reykajvík, 552-6970 _ VERKSMIÐJUSALA ÁLAFOSS U é' Álafossi, Mosféllsbæ, s. 566-6303 VÍKURPRJÓN 8' Smiðjuvegi 15, Vík í Mýrdal, s. 487-1250 Þæperj Komjiap ullarvörurnar fyrir jólin. Líttu viö í næstu verslun! 110 ULLARRAÐ ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.