Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FRÉTTIR SVAVA ODDSDÓTTIR EINN af góðborgurum Stykkishólmsbæj ar, frú Svava Oddsdóttir, hélt upp á 95 ára af- mæli sitt 6. deesmber síðastliðinn og í tilefni þess langar mig til að minnast vináttu og samfylgdar liðinna ára og ekki síst hversu vel hún tók á móti mér þegar ég allt að vega- laus kom fyrst hér í Hólminn. Mér var bent á að besti kosturinn væri að komast í fæði til Svövu, sem þá rak í heimahúsi matsölu. Ég var ókvæntur þá og ekki um margar leiðir að velja í þeim efnum. Þetta varð úr og ég minnist alltaf þeirrar stundar með virðingu og hlýju þeg- ar ég steig þar inn fyrir þröskuld- inn. Fyrsta handtakið var það hlýtt og þar leið mér allan tímann svo vel. Ég komst svo annars staðar í húsnæði, sem var stutt frá vinnu- stað mínum sem var sýsluskrifstof- an. Það má segja að Svava hafi rek- ið þama eins konar mötuneyti og merkilegt hvað margir gátu komist fyrir í stofunni hennar, því ekki var nú húsnæðið mikið, en þar sannað- ist að þar sem hjartarúm er mikið, þar er húsrýmið einnig, og fæðið hjá henni var kjamgott og fínt. Það var gott að vera hjá Svövu í fæði og ég er viss um að í gegnum þessa þjónustu eignaðist svava Marga og góða vini. Maður hennar stóð líka traustur við hlið hennar, það fann ég fljótt. Hann hét Sigurður Jónas- son, nú látinn fyrir nokkram árum. Þau vora samhent hjón. Þama var ég í fæði nokkur ár eða þangað til við Ingibjörg hófum búskap, en hún Veitingahús við Austurvöll. Borðapantanir í síma 562 44 55 var ein af þeim sem komu í fæði til hennar Svövu og þar kynntist ég henni svo að til hjú- skapar leiddi. Svava var fædd og uppalin í Stykkishólmi, dóttir Guðrúnar Hall- grímsdóttur og Odds Valentínussonar, sem hér var lengi skipstjóri og hafnsögumaður. Og einmitt til þeirra kom Ingibjörg til dvalar þegar hún gerðist kennari við bamaskól- ann hér, og á ég þeim Guðrúnu og Oddi þakkarskuld að gjalda, svo ekki sé meira sagt. Við vorum svo í fæði hjá Svövu, þegar þau hjónin festu kaup á hótelinu í Stykkishólmi og þegar við Ingibjörg gengum í hjónaband í maí 1948, stóð veislan hjá Svövu á hótelinu og hvemig Svava lagði sig fram um að gera hana sem ánægjurík- asta gleymi ég ekki. Hún kunni sitt fag. Það var margmenni á hótelinu þann dag og allt gekk eins og í ævintýri. Svava hefir svo sannar- lega skilað sínu um dagana. Guðrún móðir Svövu og Ingibjörg urðu sannir vinir og þangað var indælt að koma. Guðrún var góð kona sem gleymist ekki þeim sem kynntust henni. Þau Oddur áttu mannvænleg böm og kynntist ég þeim síðar og þau kynni urðu alltaf nánari eftir því sem á árin leið. Nú eram við Svava komin aftur saman, bæði { dvöl á Dvalarheimil- inu hér og þykir mér vænt um að geta tekið í hennar hlýju hönd og rifjað upp gamla daga. Svava er minnisgóð og heilsan eftir allt strit lífsins er merkilega góð. Þau Sigurður eignuðust þijú böm, tvær dætur og einn son, en hann lést fyrir nokkram áram. Ing- veldur dóttir hennar er hér og starf- ar við skólann og var Svava hjá henni og manni hennar, Kristni Gestssyni, á afmælisdaginn. Ég hefí þessar línur ekki fleiri. Ég veit að margir minnast hennar nú og hugsa hlýtt í Hólminn. Ég enda þessar línur með hjartans þökk fyrir samfylgdina og bið Svövu, minni góðu vinu, allrar blessunar í komandi framtíð. Árni Helgason. GÆÐI 0 G G'OTT V ERÐ Líf oS list fjölbreytileg listaverk myndir - keramik Opið kl. 12-18 virka dggg, sími 567 5577, Stangarhyl 7. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Kveikt á jóla- trénu í Hafnarfirði KVEIKT verður á vinabæjarjóla- trénu í Flensborgarhöfn laugardag- inn 9. desember kl. 14.30. Jólatréð er gjöf frá þýska vinabænum Cux- haven. Dagskráin hefst með söng leik- skólabama. Rolf Peters, formaður vinabæjanefndar í Cuxhaven, flvtur kveðju og Már Sveinbjömsson, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðar- hafnar, flytur ávarp. Leikskólabörn syngja jólalög og gengið verður að því loknu í íþróttahúsið við Strand- götu. Thorsplan Kl. 15 verður kveikt á vinabæjar- jólatré við Thorsplan en tréð er gjöf frá vinabænum Fredriksborg í Dan- mörku. Dagskráin hefst með söng Karla- kórsins Þrastar. Sendifulltrúi frá Danska sendiráðinu, Henning Rovs- ing Olsen, flytur kveðju og tendrar ljósin. Forseti bæjarstjórnar, ElLert Borgar Þorvaldsson, flytur ávarp og að því loknu syngja böm frá leikskólanum Víðivöllum jólalög. Sr. Þórhildur Ólafs flytur hugvekju og Karlakórinn Þrestir syngur jólalag. Kl. 15.30 verður farið í skrúðgöngu í íþróttahúsið v/Strandgötu. íþróttahúsið við Strandgötu Um kl. 15.30 hefst jólaball í íþróttahúsinu v/Strandgötu þar sem hljómsveit André Backman leikur jólalög. Jólasveinar og fleiri góðir gestir koma í heimsókn. Boð- ið er upp á kaffi og piparkökur í Álfafelli. Jólatónleikar í tveimur kirkjum JÓLATÓNLEIKAR Kórs Háteigs- kirkju og Kórs Seltjamarneskirkju verða í Háteigskirkju á laugardag kl. 17 og í Seltjamarneskirkju sunnudag kl. 17. Flutt' verður tónlist eftir: J.S. Bach, D. Buxtehude, Adam Michna z Otradovic, G.F. Hándel og F.X. Gruber. Stjómandi Kórs Háteigskirkju er Pavel Manásek og stjórnandi Kórs Seltjarnameskirkju er Viera Gulázsiová.- Stjórnandi flutnings er Pavel Manásek. Fundur um atvinnumál á Akranesi ATVINNUFULLTRÚI og atvinnu- málanefnd Akraness boða til fundar um atvinnumál laugardaginn 9. desember nk. kl. 13-17.30 í Fjöl- brautaskóla Vesturlands, Voga- braut 5, Akranesi. Yfirskrift fund- arins er: Staðan í dag - hvað er framundan. Frammælendur á fundinum verða Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf., Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenska Jámblendifélagsins, Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar og Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels hf. og í við- ræðunefnd ríkisins vegna stóriðju. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður. Eins og fram kemur í yfirskrift fundarins ætla menn að fara yfír stöðu einstakra atvinnugreina, hvernig mál standa með Hvalfjarð- argöngin, stækkun Grundartanga- verksmiðjunnar og hugsanlega stóriðju á Grandartanga. Aðgangur að fundinum er ókeyp- is og allir sem áhuga hafa á þessum málum era velkomnir. Listaverkakort úr safni Ásgríms SAFN Ásgríms Jónssonar hefur gefið út listaverkakort eftir vatnslitamynd Ásgríms, Skjald- breiður, frá árinu 1922. Kortið er til sölu í Listasafni Islands á opnunartíma safnsins kl. 12-18 alla daga nema mánu- daga. Nýtt Kjar- valskort PRENTSMIÐJAN Litbrá hf. hef- ur gefið út nýtt kort með mynd af málverki eftir Jóhannes Kjarval. Málverkið heitir Fagra veröld oger 110x140 cm að stærð. Kjarval mun hafa málað það i tilefni af fyrstu ljóðabók Tómas- ar Guðmundssonar. Það er í eigu Þorvaldar Guðmundssonar. Þetta er sextánda kortið sem Litbrá gefur út með mynd eftir Kjarval og sem fyrr gefur fyrir- tækið einnig út fjölda jólakorta með vetrarLjósmyndum eftir Rafn Hafnfjörð og klippimynd- um eftir Sigrúnu Eldjárn. Kortin eru prentuð í Litbrá og pökkuð á vernduðum vinnustöð- um. Þau eru til sölu i flestum bóka- og gjafavöruverslunum. Afmælisveisla Línu Langsokks HALDIÐ verður upp á 50 ára af- mæli Línu Langsokks í Norræna húsinu laugardaginn 9 desember. Afmælisveislan hefst kl. 16.30 og stendur I tæpa tvo tíma. Leikarar frá Borgarleikhúsinu koma og skemmta fyrsta hálftím- ann með atriði úr sýningunni Lína Langsokkur þar sem börnin munu hitta Línu Langsokk, Tomma, Önnu og lögregluþjónana tvo. Eftir leiksýninguna verður boðið upp á Línu Langsokks köku og drykki og skrifað verður risastórt bréf til Astrid Lindgren þar sem hún því miðut komst ekki í afmælis- veisluna, hún er hætt að ferðast, en hún skrifar „viljið þið vera svo væn að skila kveðju til allra barn- anna og segja að ég er alveg miður mín yfír að geta ekki tekið þátt í afmælisveislunni hennar Línu“. Lesið verður úr sögum af Línu og Lína Langsokkur hefur fengið pabba sinn til að mæta í veisluna og taka lagið með gestunum. ■ AMMA LÚ Haldið verður sér- stakt 007 kvöld í tilefni af frumsýn- ingu á myndinni „Goldeneye. Tilboð verður á Smirnoff Nikoline allt kvöldið og 007 ilmur frá Yves Saint Laurent verður kynntur fyrir gest- um. Kiddi Big Foot leikur gamla og nýja tónlist í bland. Á laugar- dagskvöld verður sigurvegarinn frá íslandsmótinu í vaxtarrækt fyrir frumlegustu pósurnar, vélmennið Óli, með mjög sérstaka og vélræna vaxtarræktarsýningu við undirleik Kidda Big Foot. FRÁ flóamarkaðinum í Hafnarfirði. Flóamarkaður í Hafnarfirði FLÓAMARKAÐUR er opinn alla virka daga frá kl. 13.30-17 á neðstu hæð að Suðurgötu 19, Hafn- arfirði. Það er Sigurrós Kristjánsdóttir sem sér um markaðinn og rennur allur ágóði hans til kaþólsku kirkj- unnar við Jófríðarstaðaveg í Hafn- arfirði. Á markaðinum er hægt að fá gamla muni og gera reyfarakaup um leið og gott málefni er stutt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.