Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 FJÖLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Öánægja í Eyjum vegna áskriftargjaida Stöðvar 2 Hafa krafist að fá strax afslátt Morgunblaðið/Júlíus ODD de Presno' er nú staddur hérlendis. NETHEIMAR Bók um tölvusamskipti TALSVERÐUR fjöldi Vestmanna- eyinga hefur skrifað undir undir- skriftalista þar sem því er mótmælt harðlega að þeir þurfi að borga jafn- háa upphæð fyrir eina rás, Stöð 2, og höfuðborgarbúar og nágrannar greiða fyrir tíu rásir. Forsvarsmað- ur söfnunarinnar, Þuríður Georgs- dóttir, segir mikia reiði ríkja vegna þessa í Vestmannaeyjum og raunar víðar á landsbyggðinni þar sem hún þekkir til. Listunum verður safnað saman í dag og væntanlega verður ákveðið um afhendingu þeirra í kjölfarið. Þorri íbúanna skrifar undir „Við erum ofsalega óhress héma í Eyjum með að fá ekki afslátt af afnotagjöldum, og mér sýnist að hvert einasta mannsbam ætli að skrifa undir listann. Á sínum tíma settu Vestmannaeyingar landsmet í kaupum á myndlyklum, og þeim er launaður áhuginn með því að þurfa að borga það sama fyrir eina rás og íbúar höfuðborgarsvæðisins, Suðumesjamenn og Akumesingar greiða fyrir tíu rásir. Fjöldi fólks TEKJUR af auglýsingum stóru sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjun- um munu líklega aukast um 9,5% í 12,6 milljarða dollara 1996 að sögn eins varaforstjóra CBS. Búizt er við að ólympíuleikarnir í Atlanta muni eiga verulegan þátt í þessari aukningu. Fjarskipti og tölvur hafa stuðlað að aukningu auglýsinga í sjónvarpi sem ég hef talað við hefur haft I hyggju að endurnýja Stöð 2, en ræðir nú um að leyfa fyrirtækinu að hirða afmglara sína í janúar ef við fáum ekki úrlausn mála og taka inn Fjölvarpið, sem er í raun miklu ódýrara," segir Þuríður. Á undirskriftalistanum stendur undir fyrirsögninni Vestmannaey- ingar mótmæla að þeir sem á hann rita, „óska eftir því að fá afslátt á afnotagjöldum Stöðvar 2, þar sem hún getur boðið fólki á Stór-Reykja- víkursvæðinu betri kjör en lands- byggðinni." Ekki náðst í forráðamenn Þuríður segir að tilraunir til að ná í forráðamenn Stöðvar 2 vegna þessa máls hafi reynst árangurs- lausar, en kveðst gera ráð fyrir að haldið verði til Reykjavíkur með list- ana og þeir afhentir sjónvarpsstjóra stöðvarinnar hið fyrsta. Þuríður segir að hugmyndir um afslátt séu ekki fastmótaðar, en ljóst sé að hann verði að vera tals- verður til að lægja þá reiði sem ríki manna á meðal. á undanfömum árum og búizt er við að sú þróun haldi áfram. Áhorfendum fjóru stóru sjón- varpsnetanna, þar á meðal Fox, hefur fækkað um 3% á yfirstand- andi starfsári. Áhorfendur stóru stöðvanna hafa verið um 60% í nokkur ár. Markaðshlutdeild 18 vinsælustu kaplastöðvanna er aðeins 12,8% NETHEIMAR nefnist ný bók sem er að koma út og fjallar um tölvu- samskipti. Bókin heitir á frummál- inu „The Online World“ og er eftir Norðmanninn Odd de Presno. Lára Stefánsdóttir, áður forstöðumaður menntasviðs íslenska menntanets- ins, og Lars H. Andersen, þýðandi og túlkur, hafa þýtt, staðfært og skrifað Netheima í samvinnu við höfundinn. Bókin er talin ómetanleg fyrir þá sem vilja nota tölvusam- skipti markvisst, hvort heldur þeir eru byrjendur eða þaulvanir. Odd de Presno hefur um árabil unnið að rannsóknum og kynningu á tölvusamskiptum. Hann er talinn einn fremsti sérfræðingur heims hvað varðar hagnýtingu tölvusam- skipta og ferðast heimshorna í milli í því skyni að kynna jafnt stjórnend- um stórra og smárra fyrírtækja, sem kennurum og vísindamönnum, hvernig þeir geti nýtt sér þennan samskiptamáta. Fyrir fimm árum hleypti Odd af stokkunum KID- LINK. Nær 42.000 börn frá 72 löndum og margir íslenskir skóla- nemendur og kennarar hafa tekið þátt í verkefninu. Póstlisti og heimasíða í tengslum við bókina Netheima hefur verið stofnaður póstlisti net- heimarismennt.is sem ætlaður er til umræðna um bókina og fleira. Hægt er að skrá sig á póstlistann með því að senda tölvupóst á listprocismennt.is og hafa ekkert í texta póstsins nema subscríbe net- heimar skírnarnafn föðurnafn. Einnig má benda á heimasíðu bók- arinnar á (http://www.is- mennt.is/n/netheimar/). Þar er meðal annars hægt að kynna sér efnisyfirlit bókarinnar og panta hana. Bókin kostar 2.600 kr. með vsk. auk sendingarkostnaðar, sé hún pöntuð með þeim hætti. Einnig fæst hún í flestum bókaverslunum. Odd de Presno til íslands Odd de Presno kemur til íslands í tilefni útgáfu bókarinnar og til að halda fyrirlestra. Föstudaginn 8. des. flytur Odd fyrirlesturinn „Internet trends" á ET-degi Skýrslutæknifélags íslands. Mánu- daginn 11. des. kl. 17.00 flytur hann fyrirlestur í Norræna húsinu á norsku sem nefnist „De und- ertrykte og informasjonssamfun- net“. Þriðjudaginn 12. des. kl. 20.00 talar hann í Fjölbrautaskól- anum Ármúla um KIDLINK-verk- efnið. Þeir sem vilja njóta ráðgjafar Odds de Presno geta haft samband við Láru Stefánsdóttur í síma 562 4598 (laraismennt.is) eða Lars H. Andersen í síma 431 4539 (larsis- mennt.is). Markaðs- staða BSkyB könnuð London. Reuter. ATHUGUN verður gerð á markaðs- stöðu gervihnattasjónvarpsins BSkyB, sem jafnframt er umsvifa- mesta áskriftarsjónvarp Bretlands og er að fjórum tíundu hlutum í eigu News Corp. — fyrirtækis Rup- erts Murdochs. Hlutabréf í BSkyB lækkuðu um 10% í verði þegar þetta var tilkynnt. Stofnun á vegum brezka við- skipta- og iðnaðarráðuneytisins, sem fjallar um einokunarmál, sagði að athugunin mundi einskorðast við útvegun BSkyB á efni handa leyfis- höfum kaplasjónvarps. Rásir BSkyB er einnig hægt að sjá í brezku kaplasjónvarpi, en áskrifendur þess eru rúmlega ein milljón samanborið við rúmlega 4 milljónir áskrifenda BSkyB. Ákveðið hafði verið að gera slíka athugun á næsta ári, en henni var flýtt þegar fram komu kærur frá kaplasjónvarpsfyrirtækjum. 'Fyrr í ár var BSkyB neytt til að breyta skilmálum í samningum um gjöld af efni, sem stöðin útvegar, því að þeir voru taldir brjóta samkeppnis- reglur, BSkyB var einnig sagt að taka upp nýja samninga um útvegun efn- is til Telewest Communications og Nynex Cablecomms — tveggja um- svifamestu kaplafyrirtækjanna — þar sem önnur fyrirtæki töldu fyrri samning brot á samkeppnisreglum. Yfirburðastöðu ógnað Fjölmiðlafræðingar segja að síð- asta athugunin geti leitt til beinna aðgerða í því skyni að veikja þá stöðu, sem BSkyB hefur komizt í með því að tryggja sér langtíma rétt til að sjónvarpa kvikmyndum frá Hollywood og sýna frá merkum íþróttaviðburðum í Bretlandi. Sjónvarpsstöðin CBS Spáð auknum auglýsingum New York Reuter. YEROIWODA Laugavegi 95, s. 552-1444, Kringlan, s. 568-6244. ION-LYI Business Week áfrýjar úrskurði bandarísks dómara Réttað verði um bann við birtingu fréttar Cincinnati. Reuter. TÍMARITIÐ Business Week hvatti í gær áfrýjunardómstól í Cincinnati til að úrskurða hvort umdæmisdóm- ari hefði gerst brotlegur við prent- frelsisákvæði fyrstu stjórnarskrár- breytingarinnar með því að banna tímaritinu að birta frétt byggða á dómskjölum sem höfðu verið innsigl- uð. Lögfræðingar McGraw-Hill, móð- urfyrirtækis Business Week, hvatti dómstólinn til að vísa málinu ekki frá á þeirri forsendu að það hefði ekki lagalega þýðingu þar sem dóm- arinn hefði síðar rofíð innsiglið. Þeir vilja að dómstóllinn úrskurði hvort dómarinn hafí haft rétt til að banna birtingu fréttarinnar og hvort honum hafí orðið á mistök með því að úr- skurða að blaðamaðurinn hafí komist yfir skjölin með ólöglegum hætti. Áfrýjunardómstóllinn tók beiðni lögfræðinganna til íhugunar. - kjarni málsins! Segja bannið brot á prentfrelsisákvæði stj órnarskrárinnar Ottast fordæmisgildið Lögfræðingar bandarískra fjöl- miðla óttast að verði málið ekki tek- ið upp að nýju geti farið svo að dómarar ákveði oftar að vernda trúnaðarskjöl með því að innsigla þau og banna að fjölmiðlar birti þau. Lögfræðingarnir segja að verði málinu vísað frá kunni það að skaða hagsmuni almennings þar sem dóm- arar geti bannað fréttir byggðar á trúnaðarskjölum um heilbrigðis- og öryggismál. Þeir benda á að banda- rískir íjölmiðlar hafa birt margar fréttir að undanfömu um að tóbaks- fyrirtækin hafi vitað að nikotín væri vanabindandi og byggt frétt- imar á innsigluðum skjölum. Fréttabönn leyfileg í „undantekningartilvikum" Lögfræðingamir segja ennfremur að afstaða bandarískra dómstóla hafí hingað til verið sú að fjölmiðlum sé lagalega heimilt að afla sér upp- lýsinga úr slíkum skjölum og birta þær. Til að banna birtingu þeirra hafi þeir, sem óska eftir banninu, þurft að sanna að birtingin myndi valda þeim óbætanlegum skaða. Lögfræðingamir segja að hæstirétt- ur Bandaríkjanna hafi tekið þá af- stöðu að slíkt bann sé aðeins leyfí- legt í „undantekningartilvikum“, einkum þegar öryggi landsins sé í veði. Bann án réttarhalds Dómarinn í Cincinnati hafði bannað Business Week að birta frétt nokkmm klukkustundum áður en tímaritið fór í prentun í september án þess að efna til réttarhalds eða skýra tímaritinu frá því áður að beiðni um slíkt bann hefði borist. Fréttin var byggð á upplýsingum í innsigluðum dómskjölum vegna máls sem Procter & Gamble höfðaði gegn Bankers Tmst, sem fyrirtækið sakaði um að hafa selt afleiðusamn- inga án þess að greina frá áhætt- unni sem fylgdi viðskiptunum. Blaðamaður Business Week hafði fengið afrit af skjölunum frá heim- ildarmanni sínum. Lögfræðingar Procter & Gamble o g Bankers Trust vilja að áfrýjunar- dómstóllinn vísi málinu frá á þeirri forsendu að það hafi ekki lengur lagalega þýðingu þar sem dómarinn ákvað síðar að ijúfa innsiglið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.