Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 Síðustu frímerki ársins FRÁ afhendingu silfurstimpilsins 1995. FRIMERKI NÝ FRÍMERKI SILFURSTIMPILLINN 1995 Pósthús Mosfellsbæjar hlaut viður- kenningu LÍF í ár. í ÞÆTTI 5. okt. sl. var greint frá smáörk, sem út kom 9. s.m. með tveimur frímerkjum, þar sem myndefnið var samhangandi af Hraunfossum í Borgarfirði. Verð- gildin eru tvö, 10 kr. og 150 kr., en síðan bætist við svonefnt yfir- verð, 40 kr., sem rennur til samnor- rænu frímerkjasýningarinnar NORDLA 96, sem verður haldin hér á landi í október á næsta ári. Þann- ig kostar örkin 200 krónur. Mér er tjáð, að þessi smáörk sé hönnuð í tölvu eftir ljósmynd. Engan veginn kann ég við litinn og þá einkum á fossbununum, sem koma undan hrauninu. Þær eru yfirleitt silfur- tærar, en hér eru þær með moldar- lit. Annars held ég mönnum finnist þessi frímerki snotur. Því miður má búast við, að þau komi lítt fyr- ir sjónir almenns póstnotanda, syo sem verið hefur með þau önnur frímerki, sem gefín hafa verið út í smáörkum með yfirverði á liðnum áratug. Menn setja fyrir sig þær aukakrónur, sem greiða þarf og teljast ekki burðargjald, heldur styrkur til ýmissa málefna. Þijú ný frímerki 8. nóv. sl. Síðustu frímerki íslenzku póst- stjómarinnar komu út 8. nóv. Fyrst var það 100 kr. frímerki til að minnast 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Svo mikið vita lesendur um þessi alþjóðasamtök, að þess gerist ekki þörf að rekja sögu þeirra. Þau voru stofnuð „til varð- veizlu friðar og öryggis", eins og það var orðað, af 50 þjóðum, og formlega tóku _þau til starfa 24. október 1945. Island gerðist aðili að SÞ 19. nóv. 1946 og varð 53. ríkið, sem gekk í samtökin. Nú eru ríkin 185, sem aðild eiga að SÞ. Hönnuður þessa frímerkis er Sig- ríður Bragadóttir, og er þetta fyrsta frímerki, sem hún teiknar fyrir íslenzku póststjórnina. Ekki verður sagt, að merkið sé svipmik- ið, enda munu margir lítt hrifnir af því og litasamsetningu þess. Þá er frímerkið offsetprentað í prent- smiðju, sem hefur ekki oft komið við sögu íslenzkra frímerkja, Cartor S.A. í Frakklandi. 50 frímerki eru í hverri örk. Sama dag komu svo út tvö jóla- frímerki, að verðgildi 30 kr. og 35 kr., enda ætluð fyrst og fremst á jólapóst þessa árs svo sem venja hefur verið um þau önnur jólafrí- merki, sem út hafa komið allar götur síðan 1981. Eins og margir muna, hefur teikning eða hönnun jólafrímerkjanna oft verið umdeild, en þó mun hafa keyrt um þverbak í fyrra og það svo, að margir neit- uðu með öllu að nota þau jólafrí- merki á póst sinn. Munu því enn vera til óseldar birgðir af þeim merkjum. Annars hefur stefna póststjórnarinnar verið sú, að jóla- frímerki hvers árs seljist helzt alveg upp. Segja mætti mér, að henni takist það um þessi jól, því að eng- inn getur neitað því, að hin nýju frímerki minna á jólin með eftir- minnilegri hætti en oftast áður. Hönnuður þeirra er hinn sami og áð merki Sameinuðu þjóðanna, Sig- ríður Bragadóttir. Er að mínum dómi vissulega ástæða til að óska henni til hamingju með þau. Mynd- efnið er, eins og segir í tilkynningu póststjómarinnar ,jólin sem hátíð bamanna, ævintýraheimur með útileikjum, snjó og ferskum vetr- arblæ. Jólatrén þtjú em tákn vitr- inganna þriggja frá Austurlönd- um.“ Þessi frímerki em offset- prentuð hjá BDT International í Englandi. í hverri örk eru 50 frí- merki. Svo hefur verið útbúið skemmtilegt hefti með tíu 30 kr. frímerkjum. Munu frímerkjahefti póststjómarinnar þegar vera orðin eftirsóttir safngripir. Silfurstimpillinn Þetta er heiti á verðlaunum þeim, sem LIF hóf fyrir allmörgum ámm að veita því pósthúsi, sem talið var stimpla póstsendingar sínar mjög vel. Var þetta hugsað sem hvatning til póststöðva landsins um það að umgangast frímerki og stimplun þeirra með sem snyrtilegustum hætti og hafa jafnframt í huga, að þau em bæði verðmæti og ekki sízt safngripir tugþúsunda manna. Því miður féllu þessi verðlaun niður um mörg ár, en voru svo tekin aftur upp. Fór vel á því að velja Dag frímerkisins til þessara árlegu verð- launa. í fyrra hlaut pósthúsið á Þingeyri verðlaunin. Á Degi frí- merkisins 9. okt. sl. varð pósthús Mosfellsbæjar aðnjótandi þessarar viðurkenningar LÍF. Leiðrétting Mér urðu því miður á þau mistök í síðasta þætti, þar sem greint var frá NORDIU 95 í Málm- ey, að gleyma með öllu að minnast á þann árangur, sem tveir ágætir rithöfundar í röðum íslenzkra frí- merkjasafnara náðu í bókmennta- deild sýningarinnar. Ekki var það viljandi gert, enda var þeirra og ritverka þeirra getið í frímerkja- þætti 15. sept. sl. hér í blaðinu. Þar stendur einmitt þetta: „í bók- menntadeild leggur Þór Þorsteins fram bók sína: Frímerkingarvélar á íslandi 1930 - 1993. Enn fremur verður þama ný bók eftir Don Brandt, sem hann nefnir Walking into Icelandá Postal History.“ Svo mörg voru þau orð þá. Nú vil ég bæta um og geta þeirra verðlauna, sem þessi rit hlutu, en jafnframt um leið biðja höfunda þeirra afsök- unar á yfirsjón minni. Don Brandt hlaut 75 stig og stórt silfur fyrir bók sína og Þór Þorsteins 72 stig og silfur fyrir sitt rit. Jón Aðalsteinn Jónsson Eðalkonf 'ekt verður kynnt t eftirtöldum verslunum fóstudag og laugardag: 10-11 Hafnarfirði KEA Sunnuhlíð Akureyri Kaupfélagi Borgfirðinga UMBOBMtmrOOINHF Pakkað af Samverja sem er verndaður vinnustaður fyrir fyrrverandi vímuefnaneytendur. Eftirtaldir aðilar óska Samverja <u með nýja konfektið: EGG 4 y Himinn PDæsstos Wttám,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.