Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dauði og forklárun TONLIST Háskólabíö SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Brahms, Haydn og R. Strauss. Einleikarar: Zbigniew Dubik á fiðlu, Daði Kolbeinsson á óbó, Richard Talkowsky á selló og Rúnar Vilbergsson á fagott Stjóm- andi var Petri Sakari. Fimmtudagur 7. desember 1995. ÞEGAR gengið var inn í Tónleika- sal Háskólabíós blasti við tónleika- gestum gólftuska á miðjum gang- veginum. Þama var um að ræða aðgerð vegna þakleka og varð mönmum af því tilefni tíðrætt hvað liði tónlistarhúsinu, sem væntanlega yrði bæði vatnsþétt og betur hljóm- andi en Háskólábíó. Undirritaður brá á það ráð að fá vist í herbergjum upptökumanna, svona til að bera saman hljómgrunn hússins við það sem hljómsveitin gæti best hljómað við_ frábær skilyrði. í stuttu máli sagt hljómaði Sin- fóníuhljómsveit íslands mjög vel í gegnum tæki upptökumannanna sérstaklega er varðar blöndun sam- hljóms og annan skírleika. Tónleikamir hófust á Haydn til- brigðunum eftir Brahms, sem voru mjög vel flutt undir stjóm Petri Sakari. Stefið sem Brahms tók að láni frá Haydn, er undarlega ólíkt steQum Haydns, enda deilt um hvort hann væri í raun höfundur þess, því sérkennileg lotuskipting (taktíjöldi) lagsins þykir benda til gamals upp- PETRI Sakari runa lagsins. Hvað sem þessu líður var þetta glæsilega verk mjög vel mótað af hálfu stjórnandans í þeim klassísk-rómantíska anda, sem er aðalsmerki Brahms. Annað verkið á efnisskránni var Sinfónía Consertante eftir Haydn, sem er í flokki með Lundúnasinfón- íunum 'og er samið fyrir einleikara- kvartett og hljómsveit, þ.e. fyrir fíðlu, óbó, fagott óg selló. Eins og ævinlega hjá Hadyn er fiðlan forystuhljóðfærið og var leikur Dubiks mjög góður, þó félagar hans gerðu margt fallega, sérstaklega í hæga þættinum, sem er ekta kam- mertónlist, músíksamtal, eins og best gerist hjá Haydn. Lokakaflinn er sérkennileg tón- smíð, enda var Haydn frægur fyrir ýmis uppátæki. Kaflinn hefst á eins- konar togstreitu á milli einleiksfiðl- unnar og hljómsveitarinnar en síðan fellur allt í ijúfa löð og verkið endar á íjörugum rondóþætti. Þetta skemmtilega verk var mjög vel flutt undir stjórn Sakari. Lokaverk tónleikanna var Tod und Verklárung eftir Richard Strauss. Nokkuð hefur það vafist fyrir sér- fræðingum að íslenska nafnið. Sú hugmynd hefur komið fram að leita til Hallgríms Péturssonar og kalla verkið Dauði og „forklárun". Með verkinu fylgir nákvæm frá- sögn á „sögu“ tónverksins, er fjallar um listamann er liggur fyrir dauðan- um. Hann rifjar upp ævi sína og fyrir augum hans birtast fagrar myndir, sem túlkaðar eru með hörpu og tréblásturshljóðfærum. Um síðir kemur Dauðinn og heimtar sitt og lýkur glímu þeirra þannig að Dauð- inn „breiðir nótt dauðans yfír augu“ listamannsins eins og sagt er í kvæði Alexanders Rittes, sem fylgdi fyrstu útgáfu verksins. Listamaðurinn rís upp af beði sínum „forkláraður" eins og sálmaskáldið Hallgrímur Péturs- son hefði þýtt „Verklárung". Þetta glæsilega verk var afburða vel flutt af Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjórn Petri Sakari, sem greinilega er vaxandi maður í þeirri list að stjórna og móta tónlist. Lík- lega eru þetta einhveijir bestu tón- leikar hans með SÍ. Má vel til þess hugsa að Sakari fái að „slá fyrir“, þegar SÍ flytur í nýja Tónlistarhúsið og dropateljarinn vestur á Melum lagður af sem tónleikahús. Jón Ásgeirsson lr FYLCIR HVERIUH . . VWSKIPTUH A <. ItLABtKAHARKABIUUH \ -Ný myndbönd kr. 1200,- O -20% nfsláttur ^ á textuðum myndböndum Ö) -Notaðir aeisladiskar * frá kr. 200,- C BUSAHALDALAGERINN TAUKÖRFUR-UPPÞVOTTAGRINDUR . HNÍFAPARASKÚFFUR-BRAUÐHNÍFAR !■ ..allir hlutir á lægra verðien kr. 500,- SKÍÐAGALLAR-SKÍÐABUXUR Jf SKÍÐAHÚFUR-ÍÞRÓTTASKÓR g PEYSU R- í ÞRÓTTAG ALLAR .. hvar færðu skíðagaiia á 3500,- krónur rtema hjá Fataiagernum q* LÆGRA < m 9 O saV pRIÐUR 2000 ..eru með móttöku 2 diskar með 50 Jólalögin spiluð i sveitagullmolum panQautu. íslenskir geisladiskar á lægra verði en hjá öðrum söluaðilum 2 ks. Ziplock samlokupokar kr. 100,- Dow Fantastik hreinsiefni kr. 100,- Aspargus 430 gr. 4 dósir kr. 150,- Twix súkkulaði 3 stk. kr. 100,- Lesgleraugu 2 pör kr. 800,- Silkiblóm 4 stk. kr. 100,- Flíssokkar kr. 195,- Pocahontas jogginggallar og Lion King nolir og buxur voru ao koma Margar vörutegundir á 100,- kall á jólapökkum til mtmaðarlausra ^j| bama í Sarajevo Samtökin Friður 2000 eru með móttöku á jólagjöfum á Jólamarkaðinum. Þú pakkar inn gömlu leikfangi og gleður bam sem á erfitt. OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 11-17 o?® [ ..virka daga kl. 12-18 NEMENDUR í Tónlistarskóla Kópavogs. Aðventu- og jólatónleikar TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur tvenna tónleika fyrir jól. Þeir fyrri, aðventutónleikar, verða haldnir í sal skólans að Hamraborg 11 á laugardag kl. 14 og jólatónleikarnir verða í Kópavogskirkju mánudaginn 18. desember kl. 20.30. Fjöldi nemenda kemur fram með fjölbreytta efnisskrá. Listasmiðja fyrir böm LISTASMIÐJA verður starfrækt í Norræna húsinu fyrir böm á aldr- inum 7-10 ára laugardaginn 9. desember milli kl. 10 og 13. Leið- beinandi verður Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistarmaður. Fjjöldi þáttakanda er tak- markaður. Börnum sem hafa áhuga á að taka þátt í listasmiðj- unni er bent á að tilkynna þátt- töku sína til skrifstofu hússins fyrir kl. 13 í dag, föstudag. Þriðjudaginn 12. desember kl. 17 verður síðan opnuð sýning á afrakstri listasmiðjunnar í anddyri og kaffístofu Norræna hússins. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Suomi félagið með þjóðhátíðarfagnað í TILEFNI af þjóðhátíðardegi Finna 6. desember heldur Suomi- félagið á íslandi þjóðhátíðarfagn- að í Norræna húsinu laugardaginn 9. desember. Dagskráin verður fínnsk í alla staði, fínnski þjóðlagahópurinn Pinnin Pojat (eða Hárnálastrák- amir) fiytja þjóðlög, og fínnsk stuttmynd verður sýnd. Hópur Finna og Finnlandsvina sýna hinn hefðbundna jólaleik Tiemipojat (Stjörnustrákamir) og svo verður að sjálfsögðu á dagskránni hið sí- gilde happdrætti Suomi-félagsins þar sem ijöldi góðra vinninga verð- ur í boði. Þjóðlagahópurinn Pinnin Pojat samanstendur af tveimur tón- iistarmönnum frá Espoo í Finn- landi. Þeir spila á fjölda hljóðfæra, til dæmis fíðlu, harmónikku og mandólín og spila þeir fínnsk þjóð- lög á gamla vísu eins og best þekk- ist úti á landi í Finnlandi. Þeir hafa meðal annars leikið inn á tvær hljómplötur og tekið þátt í tónlistarhátíðum viðs vegar. Þjóðhátíðarfagnaðurinn hefst klukkan 20 og er miðaverð krónur 1.000, innifalið í verðinu er físki- hlaðborð og skemmtidagskrá. Suomi-félagið stendur fyrir fjölskylduhátíð í Norræna húsinu sunnudaginn 10. desember og hefst hún klukkan 18. Þjóðlaga- hópurinn Pinnin Pojat kemur fram og skemmtir krökkum og fullorðnum. Miðaverð er 200 krónur. Sýningnm Katrínar og Ás- dísar að ljúka SÝNINGUM Katrínar H. Ágústsdóttur og Ásdísar Sigurþórsdóttur í Galleríi Fold lýkur á sunnudag. „Straumar“ ÞÓR Elís Pálsson opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag föstu- dag. Sýningin er „innsetning" (video-installation) sem nefnist „Straumar", unnin með blandaðri tækni þar sem skjálist er megin- uppistaða verksins. „Þetta er hug- leiðing um umhverfí okkar, tímann og framvindu hans. Hvernig við upplifum tilveruna og umhverfi okkar sem sjálfsagða staðreynd sem jafnframt reynist afstæð og óáreiðanleg, við minnstu breyting- ar,“ segir í kynningu. Þór Elís stundaði nám við Kennaraskóla íslands árin 1969 - 1974 og Myndlista- og handíða- skóla íslands árin 1974 - 1978. Þá hóf hann nám í Hollandi í Jan Van Eyck Academie til ársins 1982 Þór EIís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og er- lendis og er þetta þriðja einkasýn- ing hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.