Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JARÐAKAUP ÚTLENDINGA BREYTINGAR á jarðalögum, sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor, áttu að þrengja að möguleikum út- lendinga til að eignast land hér ájandi, eftir að fjárfest- ingar verða fijálsar í samræmi við samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði. Ríkisstjórnin, sem lauk EES-samn- ingunum, taldi ástæðu til að koma til móts við áhyggjur þeirra, sem töldu að samningurinn myndi hafa í för með sér að útlendingar yrðu umsvifamiklir í jarðakaupum. í þessu skyni var flutt stjórnarfrumvarp, sem kvað meðal annars á um að binda megi sölu á jörð því skil- yrði að kaupandinn hafi í allt að tveimur árum haft búsetu á eigninni eða innan eðlilegrar fjarlægðar frá henni til að nýta hana. Sömuleiðis má setja skilyrði um að jörðin sé nýtt til landbúnaðar einvörðungu og ætli menn að fá að stunda landbúnað, er skilyrði að þeir hafi starfað við greinina í tvö ár hér á landi. Ákvæði þessi eiga jafnt við um íslendinga og útlendinga, enda er mismunun á grundvelli þjóðernis ekki heimil sam- kvæmt EES-samningnum. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að eftir að breyting- arnar á jarðalögum tóku gildi, hefur „girðingunum" ekki verið beitt á íslendinga, sem ekki uppfylla áðurnefnd skilyrði fyrir því að kaupa sér jörð. Slíkt væri líka nán- ast óframkvæmanlegt. Framboð á bújörðum hefur sjald- an verið meira og æ meira er um að íbúar þéttbýlisins, til dæmis hestamenn, sækist eftir að kaupa jarðir. Beit- ing hinna ströngu skilyrða myndi því útiloka marga kaup- endur og sennilega valda verðfalli á markaðnum. Um leið er augljóst að ekki er hægt að framkvæma lögin með öðrum hætti gagnvart útlendingum en íslend- ingum, vegna samningsskuldbindinga íslands. Tæplega væri heldur ástæða til að leggja stein í götu þeirra fáu útlendinga, sem hafa sýnt áhuga á jarðakaupum hér á landi. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að einn ríkis- borgari EES-ríkis hafi á undanförnum misserum keypt hlut í jörð í félagi við íslendinga, auk þess sem nokkrir Þjóðveijar hafi sýnt jarðakaupum áhuga, einkum með það í huga að reisa sér sumarhús á íslandi. Það er erfitt að neita útlendingum um slíkt á sama tíma og sjálfsagt þykir að íslendingar kaupi sér vínekru í Frakklandi, búgarð í Englandi eða sumarhús á Spáni. Slíkum fjárfestingum fylgja reyndar yfirleitt kaup eig- endanna á vörum og þjónustu, sem heimamenn á hverjum stað hagnast á. Ekki má heldur horfa framhjá því að vegna samdráttar í landbúnaði eru það hagsmunir bænda, sem vilja bregða búi, að geta selt jarðir sínar á góðu verði. EIGNASALA BORGARINNAR HUGMYNDIR Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra um eignasölu borgarinnar eru af hinu góða. Reykjavíkurborg verður að beita öllum tiltækum ráðum, til þess að greiða niður lán sín og bæta greiðslustöðu borgarsjóðs. Því fer fjarri, að viðunandi geti talist, -að greiðslubyrði borgarsjóðs hafi aukist um 1,5 milljarða króna á þriggja ára tímabili. Greiðslubyrði Reykjavíkur- borgar var 500 milljónir króna árið 1993 og er áætluð 2 milljarðar króna árið 1996. Nærtæk ráðstöfun er, þegar þannig árar hjá borgar- sjóði, að selja eignir og þá eiga borgaryfirvöld fyrst að horfa til sölu á eignum sem ástæðulaust er að séu í eigu borgarinnar og til sölu á fyrirtækjum eða eignarhluta í fyrirtækjum, sem engin ástæða er fyrir borgina að starf- rækja. Morgunblaðið tekur undir þau sjónarmið borgarstjór- ans að huga beri að eignasölu á hluta borgarinnar í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og á eignar- hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en þá ber að stefna að því að slíkir eignarhlutar verði boðnir út á markaði. Malbikunarstöð og Gijótnám hljóta einnig að koma til álita við slíka sölu, eins og borgarstjóri hefur nefnt. Hvers vegna ætti borgin að standa í slíkum atvinnu- rekstri? Hann er ágætlega kominn í höndum einkafram- taksins. ■ ... Morgunblaðið/RAX FJÖLDI fundarmanna yfirgaf salinn meðan ályktun fundarins var lesin upp og greiddi ekki atkvæði um hana. Atkvæðagreiðsla í dag og á morgun hjá Dagsbrún um uppsögn samninga TIL SNARPRA orðaskipta kom milli Dagsbrúnar- manna á félagsfundi í Bíó- borginni í gær. Á fundin- um átti að fjalla um samkomulag meirihluta launanefndar ASÍ og VSI og tillögu stjórnar Dagsbrúnar um að standa við uppsögn samninga. Fundurinn snerist að nokkru upp í ádeilu á stjórn Dagsbrúnar. Fundar- menn kölluðu fram í fyrir Hjálmfriði Þórðardóttur, ritara stjómar Dags- brúnar, þegar hún svaraði Sigurði Rúnari Magnússyni sem í sinni ræðu hafði hvatt fundarmenn til að velja félaginu nýja forustu. Atkvæðagreiðsla um uppsögn samninga fer fram í dag og á morg- un. Fundurinn samþykkti ályktun um að halda fast við fyrri ákvörðun félagsfundar frá 19. október og trúnaðarmannaráðs 23. október um uppsögn samninga. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, hvatti fundar- menn til þess að fella tillögu launa- nefndarinnar. Hann sagði að í sam- komulaginu væri ekkert tillit tekið til þeirrar þróunar sem átt hefði sér stað í þjóðfélaginu undanfarna mán: uði. Guðmundur sagði að hefði ASÍ fylgt eftir þeirri reiði sem greip fólk á útifundi á Ingólfstorgi í október og ríkisstjórnin fengið að finna fyrir þeim þunga stæðu menn nú ekki frammi fyrir tilboði um 7 þúsund kr. hækkun á desemberuppbót. Hann sagði að ekki virtist viðlit að hrófla við lágum kauptöxtum og allar hækkanir sem byðust væru í formi „dularfullra eingreiðslna". Komin væri fram samstaða hjá sterkum verkalýðsfélögum um að fella tillögu launanefndarinnar. Felldi Dagsbrún tillöguna einnig hefðu tvö stærstu verkalýðsfélög landsins, Eining á Akureyri og Dagsbrún, stillt saman strengi sína. Guðmundur kallaði tilboð ríkis- stjórnarinnar um að draga til baka skerðingu örorkulífeyris og atvinnu- leysisbóta „einfalda verslun“ og blekkingaleik sem hann varaði menn við að samþykkja. Sofið á verðinum „Samþykki félögin þetta núna lækka þessar greiðslur bara á næstu fjárlögum nema við bjóðumst þá til að falla frá okkar kröfum," sagði Guðmundur. Hann sagði að þetta mál snerist um stolt verka- fólks og hann beindi þeirri spurn- ingu að fundarmönnum hvort þeir ætluðu sífellt að gefa eftir til þess að halda réttindum sínum en horfa Hart deilt á stjórn Dagsbrúnar og fjöldi vék af félagsfundi * ___Aður en lestri tillögu um að fella tillögu Launanefndar lauk_ yfirgaf stór hluti Dagsbrúnarmanna fundarsalinn í gamla Austur- bæjarbíói í gær. Guðjón Guðmundsson fylgdist með fundinum og atkvæðagreiðslunni þar sem tillagan var samþykkt. Morgunblaðið/RAX HJÁLMFRÍÐUR Þórðardóttir, ritari stjórnar Dagsbrúnar, og Guðmundur J. Guðmundsson formaður á stormasömum félagsfundi í Bíóborginni í gær. jafnframt upp á launamismuninn halda áfram að vaxa. Jóhannes Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn Dagsbrúnar, vildi einn stjórnarmanna ekki fella tillögu launanefndarinnar. Hann sagði að samkvæmt tillögunni hækkaði des- emberuppbót þeirra Dagsbrúnar- manna, sem lægsta uppbót hafa, um 7.000 kr. á þessu ári og 9.000 kr. á næsta ári. Lægstlaunuðu hóp- arnir afsöluðu sér hækkun desem- beruppbótar með því að fella tillögu launanefndar. Jóhannes sagði það samdóma álit allra lögfræðinga sem hann hefði leitað til að uppsögn samninganna yrði dæmd ólögleg. „Stjórn félagsins getur ekki staðið fyrir neinum aðgerðum með bundna samninga. Mitt persónulega mat er GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, telur nær víst að meirihluti Dagsbrúnar- manna samþykki uppsögn kjara- samninga í allsheijaratkvæða- greiðslu sem fram fer í dag og á morgun. Guðmundur segir að hóp- ur fundarmanna hefði skipulagt atlögu að stjórn félagsins á fundin- um í Bíóborginni í gær. Þessir menn hefðu ekki komið til fundar- ins til þess að ræða þau mál sem fyrir honum lágu heldur til þess að flylja framboðsræður. að þrátt fyrir að verkamenn í Reykja- vík séu langt frá því ofhaldnir af sínum launum sé það skárri kostur að samþykkja niðurstöðu launa- nefndarinnar en að segja upp samn- ingum,“ sagði Jóhannes. Guðlaugur Kristþórsson sagði að vandinn væri í hnotskurn sá að Dagsbrún hefði sofið á verðinum við gerð síðustu kjarasamninga. Nú væri ekki um annað að ræða en samþykkja tillögu launanefndarinn- ar, búið væri að stilla mönnum upp við vegg. Sigurður Fréyr Sigurðsson tók í sama streng og sagði allar lik- ur benda til þess að Félagsdómur dæmdi uppsögn samninga ógilda. Hann sagði að það væri nær að setja stjórn Dagsbrúnar af en að segja upp samningum. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 39 Ölmusa frá vinnuveitendum Jónatan Vernharðsson sagði að búið væri að samþykkja uppsögn samninga og við það ætti að standa. Hann kallaði tillögu launanefndar ölmusu frá atvinnurekendum og sagði hana einskis virði. Árni H. Kristjánsson hvatti menn til að fella tillöguna. „Ég vil minna á það að það hefur aldrei neitt áunnist nema með ólöglegum að- gerðum og má þar nefna jafnan rétt manna til náms, heilsugæslu fyrir alla o.fl. Á sínum tíma var þetta allt kallað ólöglegar aðgerðir. Málið snýst fyrst og fremst um það að verkalýðshreyfingin haldi reisn sinni. Það yrði henni til háðungar að samþykkja tillöguna því hún skiptir okkur engu máli. Við fengj- um 4.000 kr. þegar skattar eru frá- dregnir og málið snýst um að halda reisn sinni og sækja fram,“ sagði Árni. Sturla Frostason gerði að umtals- efni það sem hann kallaði getuleysi forustusveitar Dagsbrúnar. Hann sagði að þeir samningar sem gerðir hefðu verið í febrúar hefðu verið fyrir neðan allar hellur og það hefði aldrei átt að samþykkja þá. „Úr- skurður launanefndarinnar er smán- arlegur en alveg í samræmi við það getuleysi sem forusta launafólks á Islandi hefur sýnt af sér í alltof larig- an tíma.“ Kristján Árnason lýsti vantrausti á stjórn Dagsbrúnar og Magnús Jakobsson sagði að forustumenn félagsins hefðu búið um sig í fíla- beinsturni og næðu ekki til al- mennra félagsmanna. Hann hvatti menn til að samþykkja tillögu launa- nefndar. Vill nýja forustu Sigurður Rúnar Magnússon líkti stjórn Dagsbrúnar við leikfélag sem hefði sett upp sama leikritið á hveiju ári í marga áratugi. Hann hvatti til þess að félagið yrði reist úr öskus- tónni með nýrri stefnu og nýrri for- ustu. „Er ekki mál að linni áður en niðurlægingin verður algjör. Við erum aðhlátursefni um allt þjóðfé- lagið. Fjölmiðlar grínast með Dags- brúnarstorminn í vatnsglasinu sem er jafn árviss og hættulegur og lóan. Það eru skrifaðar lærðar ritstjórnar- greinar í víðlesnustu blöð landsins þar sem Dagsbrún er lýst sem steinrunnu afturhaldi þar sem for- ustumennirnir haldi dauðahaldi í völdin í krafti úrelts innra skipulags og laga,“ sagði Sigurður Rúnar meðal annars. Mikill hiti færðist í menn þegar Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari stjórnar Dagsbrúnar, snerist til varnar og sagði að Sigurður Rúnar notaði verkamenn sem stökkpall „því formaður Dagsbrúnar vildi hann verða“. „Þetta leit ekki svo illa út hjá Sigurði á tímabili. Hann var orðinn aðaltrúnaðarmaður hjá Eimskipafé- lagi íslands,“ sagði Hjálmfríður. Hún vitnaði síðan til bréf sem vinnu- félagar Sigurðar Rúnars hjá Eim- skip í Sundahöfn rituðu Dagsbrún. Þar er lýst yfir vantrausti á hann og Dagsbrún hvött til þess að halda kosningu um nýjan aðaltrúnaðar- mann. Gengið af fundi Þegar hér var komið sögu hófust frammíköll og töldu sumir fundar- manna að Hjálmfríður hefði brotið trúnað starfsmanna Eimskips með þessu. Hjálmfríður lauk ekki máli sínu en borin var upp tillaga að ályktun fundarins. Þar vítir fundur- inn launanefnd ASÍ fyrir þá ölmusu sem hún telur hæfilegt að vinnu- veitendur greiði í desemberuppbót og líti fram hjá því að þorri launa- hærri stétta sem sömdu á eftir al- mennu verkalýðsfélögunum hafi fengið mun meiri hækkun en al- mennu verkalýðsfélögin og sum þeirra margfalda hækkun á við þau. Fundurinn skoraði á félög ófaglærðs verkafólks að fylkja sér saman til að minnka það gífurlega launamisrétti sem ríki í landinu og ná markvisst í áföngum sama kaup- mætti og ríki í helstu viðskiptalönd- um okkar. Úthafs veiðisamningnr Sameinuðu þjóðanna Ottast að fram- kvæmd geti tafist FRÁ úthafsveiðiráðstefnunni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í haust. ■ Komið hafa fram áhyggjur af því að fram- kvæmd úthafsveiðisamn- ingsins, sem gerður var í haust, kunni að tefjast. Karl Blöndal kynnti sér bakgrunn málsins. A LÞJÓÐASAMNINGURINN um úthafsveiðar var opnað- / % ur til undirritunar í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York með viðhöfn á mánu- dag og undirrituðu fulltrúar 25 ríkja af þeim 112, sem þátt tóku í samn- ingsgerðinni, hann þegar á fyrsta degi og nokkrir til viðbótar þann næsta. Sáttmálinn er hins vegar ekki í höfn og komnar eru fram áhyggjur, sem greint var frá í dagblaðinu Fin- ancial Times á þriðjudag, um að fram- kvæmd hans geti dregist bæði vegna þess að bið verði á samþykki þjóð- þinga og svæðisbundin stjómunar- samtök drægju á eftir sér lappirnar. Bjartsýni í upphafi Mikil bjartsýni ríkti þegar samn- ingurinn var samþykktur samhljóða í byijun ágúst, þótt skömmu áður hefði blossað upp deila milli Kanada- manna og Spánveija vegna veiða á alþjóðlegu hafsvæði undan Ný- fundnalandi. Satya Nandan, sendi- herra Fiji-eyja hjá Sameinuðu þjóð- unum, stjómaði viðræðunum og sagði að ákvæði um eftirlit með verndun fiskstofna væru „sterkari, en ég átti nokkru sinni von á að ná fram sam- stöðu um“. Svipaðrar bjartsýni gætti í orðum Brians Tobins, sjávarútvegsráðherra Kanada, í New York á þriðjudag þegar hann kvaðst „skynja að stuðn- ingur við nýtt verndunarsiðferði væri að aukast í heiminum“. Tobin sagði að samþykkt og undirritun úthafs- veiðisáttmálans og aðgerðir ákveðnar í Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NAFO) bæru því vitni. „Bitur reynsla" Tobins Ræða hans einkenndist hins vegar ekki eingöngu af bjartsýni. „Eins og margir okkar hafa lært af biturri reynslu eru góð verndunarákvæði einskis virði nema farið sé eftir þeim í raun,“ sagði Tobin og bætti við að til þess þyrftu allar helstu fiskveiði- þjóðir heims að fullgilda sáttmálann og svæðisbundin fiskstjórnunarsam- tök og fyrirkomulag að vera í sam- ræmi við hinn nýja sáttmála. Það er einkum seinna atriðið, þátt- ur svæðisbundinna samtaka, sem veldur Michael Sutton, umsjón- armanni sjávarútvegsmála hjá um- hverfisvemdarsamtökunum WorldWide Fund for Nature (WWF), áhyggjum. „Framkvæmd samningsins er ekki sjálfkrafa," sagði Sutton í samtali við Morgunblaðið. „Ríkisstjórnir og svæðisbundin samtök þurfa að fram- kvæma hann og það virðist ekki ætla að gerast jafn hratt og við hefð- um óskað. Við erum ánægðir með samninginn, hann er spor í rétta átt, en hefur aðeins áhrif ef rétt er stað- ið að framkvæmdinni." Sutton kvaðst þegar vera farinn að sjá merki þess að framkvæmdinni verði ábótavant. Hann er áheyrnar- fulltrúi WWF á fundum Alþjóðaráðs- ins um verndun túnfisks í Atlants- hafi (NICCAT), svæðisbundinna samtaka, sem Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Japanar og Sgánveijar eiga sæti í meðal annarra. í nóvem- ber greiddu samtökin atkvæði gegn bandarískri ályktun um að setja á fót vinnuhóp til að kanna hvernig eigi að framkvæma samninginn og sögðu hana „ótímabæra". Samþykktu ekki einu sinni vinnuhóp Á þriðjudag var samþykkt ályktun hjá Sameinuðu þjóðunum um að framkvæma úthafsveiðisamninginn til bráðabirgða og farið verði eftir honum þótt hann hafi ekki öðlast fullgildingu. Sutton sagði að það að ICCAT væri ekki einu sinni reiðubúið til að samþykkja stofnun vinnuhóps vís- bendingu um að sú ályktun dygði skammt. Hann líkti ICCAT við Al- þjóða hvalveiðiráðið á árum áður og sagði samtökin öldungis ófær um að stöðva veiðar umfram getu stofns til að viðhalda sjálfum sér. „Samningurinn byggist á svæðis- bundnum ráðum, sem flest eiga slæman feril að baki,“ sagði Sutton. „Það er erfitt að bera traust til vinnu- lags, sem hefur valdið þeirri kreppu, sem nú stendur yfir.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að ekki væri farið að reyna á hlut svæðisbundinna sam- taka enn, en kvað það traust, sem til þeirra væri borið í samningnum einn kosta hans. Hætta af ríkjum án hagsmuna „Það er alveg augljóst að svæðis- bundnar stjórnunarstofnanir eru miklu líklegri til að taka markvissar og skynsamlegar ákvarðanir og það er að mínu mati kostur við þennan sáttmála að hann gerir ráð fyrir svæðisbundnum stofnunum," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. „Það er miklu meiri hætta á ómál- efnalegri afstöðu ríkja, sem ekki hafa hagsmuna að gæta.“ Sjávarútvegsráðherra tók Banda- ríkjamenn sem dæmi og sagði að þeir væru til dæmis þekktir fyrir að kaupa sér álit hjá friðunarsinnum og taka ómálefnalega afstöðu, sem kostaði þá ekki neitt og kæmi sér vel fyrir þá gagnvart umhverfissamtökum heima fyrir, en skaðaði aðra efnahagslega. Þetta er fyrsti alþjóðlegi sáttmál- inn, sem gerður er til þess að vernda fisktegundir í úthöfunum og hann tekur til tegunda, sem láta fyrir- berast á stórum svæðum og fara milli efnahagslögsagná og alþjóð- legra hafsvæða. Talið er að hann taki til fimmtungs heimsafla, en sam- kvæmt skýrslu Matvæla- og iandbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er nú svo komið að um 70% fisk- stofna í heiminum eru fullnýttir, of- nýttir eða að hruni komnir. Samningurinn heitir fullu nafni Samningur um framkvæmd ákvæða hafréttarsamnings Sameinuðu þjóð- anna frá 10. desember 1982 um verndun deilistofna og víðförulla fisk- stofna og stjórnun veiða úr þeim, en hefur verið kallaður úthafsveiðisamn- ingurinn. Meðal deilistofna eru til dæmis norsk-íslenski síldarstofninn, úthafs- karfinn á Reykjaneshrygg og íslenski loðnustofninn. Túnfiskstofnar víðs vegar í heiminum eru helstir víðför- ulla fiskstofna. Þijú þrep þarf til að samningurinn taki gildi og hafa tvö þeirra, einróma samþykkt 112 ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í ágúst og undirritun í byijun vikunnar, þegar verið stigin. Síðasta skrefið er full- gilding að minnsta kosti 30 þjóðþinga og telst samningurinn í gildi 30 dög- um eftir að síðasta ríkið samþykkir. „Ég geri mér vonir um að það muni ekki Iíða langur tími,“ sagði Þorsteinn um fullgildingu samnings- ins. „Ef horft er til baka, var það hins vegar ekki fyrr en á síðasta ári sem hafréttarsáttmálinn [frá 1982] var fullgiltur af nægilega mörgum ríkjum, þannig að reynslan hefur sýnt að þetta getur tekið langan tíma. Það er hins vegar svo að ýmis ákvæði verða í reynd að þjóðréttarreglum, jafnvel áður en samningur verður fullgildur, og þannig var það til dæm- is um hafréttarsáttmálann." Undirbúningur stendur nú yfir að því að íslendingar fullgildi samning- inn. Áður þarf að uppfylla skilyrði um að ríki hafi stjórn á veiðum sinna skipa í úthafinu og vinna lög um veiðar utan íslenskrar lögsögu eins og áður hefur komið fram. Deilur innan Evr- ópusambandsins Innan Evrópusambandsins (ESB) eru komnar upp deilur vegna samn- ingsins. Sutton sagði að Spánveijar krefðust þess að koma að sínum eigin túlkunum á ákveðnum þáttum samn- ingsins áður en þeir skrifuðu undir. Að sögn Suttons má vænta þess að auk Spánveija muni nokkur ríki vilja setja fram sína túlkun á samn- ingnum. Hann telur þetta hættulegt og geta leitt til þess að samningurinn verði útþynntur. Hann kvaðst telja að Spánverjar álitu vandræðalegt að þurfa að lúta ákvæði um að annað ríki geti farið til eftirlits um borð í skip, sem stundar veiðar undir þeirra fána á alþjóðlegu hafsvæði. „Það er mikilvægt að halda í málflutning sumarsins," sagði hann. Þá hefur lagaþræta tafið það að ESB skrifi undir samninginn. Fram- kvæmdastjórn og ráðherraráð ESB og ýmis ríki, þar á meðal Bretar og Svíar, eru þeirrar hyggju að bæði framkvæmdastjórnin og aðildarríkin eigi að skrifa undir. Aðrir segja að undirskrift stjórnarinnar dugi. Sutton sagði að fræðilega hefði ESB vald til að undirrita, en mikil- vægt væri að hver fiskveiðiþjóð í sambandinu staðfesti skuldbindingu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.