Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mannleg samskipti Morgunblaðið/Ásdís SIGURLAUG Lövdahl starfsmaður á skrifstofu SÍM og Mynd- stefs og Sólveig Eggertsdóttir formaður SÍM á nýju skrifstofunni á Hverfisgötu 12. SÍM í nýtt húsnæði RÆKÆJR Ráðgjöf KARLAR ERU FRÁ MARS, KONURERUFRÁVENUS Höfundur: Dr. John Gray. Útgef- andi: Bókaútgáfan Vörður. Prentun: Oddi hf. Þýðandi: Anna María Hilm- arsdóttir. BÓK þessari er ætlað að bæta mannleg samskipti og styrkja sam- bönd, og víst er að í erli nútímans hefur skort þar á. Óstöðugleiki í hjónaböndum, ósamlyndi og sam- búðarslit eru þvl miður allt of al- geng. Dr. John Gray er hjónabands- ráðgjafi í Bandaríkjunum og hefur haldið fj'ölda námskeiða um sam- skipti kynjanna. Kona hans, Bonnie, vann að bókinni með hon- um, og eru þau ekki sízt að koma því á framfæri, sem þau hafa lært saman. Bókin hefur verið á metsölulista The New York Times í 2'A ár, en ef ég man rétt komst upp og varð að blaðamáli að útgáfuaðilar keyptu sjálfír gríðarlegan fjölda eintaka til að bókin kæmist á topp- inn. Höfundur telur, að kynin tali ekki sama tungumál. Hann kýs að skýra það með því, að karlar og konur komi frá sitthvorri plánet- unni, þar sem tungutak og merk- ing orða sé mismunandi. Þess vegna sé það líka skiljanlegt og jafnvel eðlilegt að árekstrar verði. Á Venus er lagt upp úr sam- böndum og stuðningi og þar er ekki móðgandi að bjóða fram að- stoð sína, hvað þá lítillækkandi að vera hjálparþurfi. Venusardísir taka tillit til þarfa og tilfínninga annarra. Ráðleggingar og upp- byggjandi gagnrýni telja þær vera til marks um ást og eru því líkleg- ar til að leiðbeina óumbeðnar. Þeg- ar kona reynir að leiðbeina karl- manni eða- betrumbæta hann, fínnst honum hins vegar að eitt- hvað hljóti að vera gagnrýnivert við hann og tekur því heldur illa. Á Marz er nefnilega ekki gert við hlutina, nema þeir séu bilaðir. Hún gerir sér ekki ljóst, að umhyggja hennar getur verið niðurlægjandi fyrir hann, en heldur að hún sé að hjálpa honum að þroskast. Þeg- ar hann vill ráð, biður hann um ráð. Þess vegna heldur hann líka að konan sé að biðja hann um ráð þegar hún er að segja frá vanda- máli, og kemur því strax með úr- ræði, þótt hana vanti einungis samúð eða áhuga. Höfundur reynir að sýna hvemig draga megi úr spennu í sambönd- um og auka ástina með því að viðurkenna að karl og kona séu ólík. Mér kom í hug sú afstaða, sem ég og stallsystur mínar á sjö- unda áratugnum tókum til jafn- réttis kynjanna. Aðalatriðið var, að karlar og konur væru í eðli sínu eins, og aðeins tímaspursmál hve- nær þau sinntu störfum til jafns í þjóðfélaginu. Karlar fæm í hin hefðbundnu kvennastörf, við umönnun og mýkri mál, en konur yrðu vélstjórar og blikksmiðir til jafns við karla og launamunurinn hyrfí. Reyndar gekk þetta ekki eftir eins og allir vita, þótt kynin eigi nú jafnan rétt til náms í öílum greinum. Karlar og konur eru nefnilega ekki eins. Dr. Gray ráðleggur fólki í sam- búð að rífast aldrei. Innan fímm mínútna séu þau hvort sem er far- in að rífast um hvemig þau rífast. Taka þurfí á ágreiningi á jákvæðan hátt og átta sig á því að þau tali ekki sama tungumál. Hann fjallar all ítarlega um leiðir til að tjá sig bæði munnlega og skriflega. Ég hafði lúmskt gaman af að lesa um Marz og Venus, þótt bók- in sé ekki sérstaklega vel skrifuð. Mér fannst höfundur vera að setja upp óþarfa flókna formúlu til að skýra mun á kynjunum. Hann virð- ist hafa orðið svo hrifinn af eigin hugmynd, að ekki dugðu minna en 313 bls. til að koma henni á framfæri. Efni bókarinnar getur orðið fólki að gagni, geri ég ráð fyrir, en mér fínnst hún ekki verð- skulda að hafa verið efst á sölu- lista í Bandaríkjunum í 2'A ár. Katrín Fjeldsted SAMBAND íslenskra myndlistar- manna og Myndstef fluttu á dögun- um I nýtt húsnæði á Hverfísgötu 12. Verður Upplýsingamiðstöð myndlist- ar, sem sett var á laggimar fyrr á árinu, þar jafnframt til húsa. Sólveig Eggertsdóttir formaður SÍM segir að ástæðan fyrir flutning- unum sé sú að húsnæðið á Þórsgötu 24, sem rúmaði þessa starfsemi áður, hafi einfaldlega verið orðið of lítið. Nýja húsnæðið, sem SÍM leigir af Sævari Karli Ólasyni, er mun stærra en hið gamla og segir Sólveig að félagið geti nú meðal annars boðið upp á fundaaðstöðu fyrir myndlistar- menn og vinnuaðstöðu fyrir nefndir á vegum SÍM. Lýkur hún lofsorði á húsnæðið og segir að vel fari um starfsmenn, þrátt fyrir að sagan segi að þar sé reimt. Segja má að myndlistin verði í brennidepli á Hverfisgötu 12 á næst- unni því Gerðuberg mun, að sögn Sólveigar, hafa í hyggju að opna þar gallerí í febrúar á næsta ári. „Þetta verður sannkallað myndlistarhús.“ Nýjar bækur Saga úr leik- húslífinu • ÚT ER komin bókin Undir fjalaketti eftir Gunnar Gunnarsson. Verkið er að sögn út- gefanda „í senn frá- brugðið því sem áður hefur verið skifað hér á landi en um leið farn- ar hefðbundnar slóðir í frásögn." Margt í Undir fjala- ketti minnir á saka- málasögur. „En hér er persónusköpunin dýpri og lesandinn kynnist leikaranum og hlut- skipti hans í eftir- minnilegri sögu þar Gunnar Gunnarsson sem hugleiðingar söguhetjunnar skipt-. ast á við lifandi og gamansama frásögn í leikhúslífinu, “ segir í kynningu. Útgefandi er Ormstunga. Undir fjalaketti er 246 blaðsíður. Kápu- og útlitshönnun ann- aðist Soffía Árnadótt- ir. Umbrot og filmu- gerð var í höndum Prenthönnunar hf. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kvöldlokka í kírkjunni TONLIST Kristski rkja KVÖLDLOKKA W. A. Mozart: Serenaða nr. 10 í B- dúr K 361 fyrir blásara. Daði Kol- beinsson, Peter Tompkins, óbó; Ein- ar Jóhannsesson, Sigurður I. Snorra- sson, klarinett; Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson, bassethom; Haf- steinn Guðmundsson, Bjöm Th. Amason, fagott; Rúnar Vilbergsson, kontrafagott; Þorkell Jóelsson, Lilja Valdimarsdóttir, Emil Friðfinnsson & Svanhvít Friðriksdóttir, hora; Richard Kora, kontrabassi. Stjóra- andi: Bernharður Wilkinson. Krists- kirkju í Landakoti, þriðjudaginn 5. desember kl. 20:30. STAÐARVALIÐ var helzti og jafnframt nánast eini ljóðurinn á tónleikum fjórtánmenninganna í Kristskirkju sl. þriðjudagskvöld. Viðfangsefni og túlkun voru nefnilega fyrsta flokks. En kirkja Krists í Landakoti er því miður of hljómmikil fyrir örar tónhreyfingar. Þó að Adagióið og hægu hlutar Rómönzunnar hafí sloppið skikkan- lega, einkum á veikum stöðum, þá vildu hljóðfærapartamir renna sam- an í graut víðast hvar. Var það synd, því hvorki hljóðfæraleikarar né stjómandi höfðu neitt að fela, og fór mörg snjöll strófan fyrir minna en efni stóðu til. Hin viðamikla, nærri klukku- stundar langa, kvöldlokka Mozarts K 361, öðru nafni þekkt sem „Gran Partita", þykir meðal hátinda tón- bókmenntanna fyrir blásarasveit; í fljótu bragði kemur vart annað sambærilegt upp í hugann en Ser- enaða Dvoraks, sem er þó helmingi styttri. K 361 (K 370a í 6. Köchelút- gáfunni frá 1964) er talin samin 1781, en þó mun til vísbending um að hún gæti verið tveimur ámm yngri. Tóngreinar 18-aldar tón- greinar serenaðna, dívertimentóa og kassasjóna vom að uppmna og yfirbragði skemmtimúsík, og m.a.s. iðulega ætluð til flutnings undir bem lofti, en Mozart færir þessa bakgrunnsafþreyingu, „muzak“ síns tíma, I varanlegra veldi. Kannski er þar komin allsheijar- uppskriftin að klassík: að hjúpa al- vöm gamni og gera, líkt og í laumi, margfalt betur en til er ætlazt. Víst er um það, Kvöldlokkan í B-dúr gnæfír að gæðum hátt yfír skemmtiafurðir samtímatónhöf- unda Mozarts, um leið og hún hefur haldið upphaflegum ytri léttleika sínum óskertum fram á þennan dag. Lokkan er í 7 þáttum: Largo/Al- legro molto, Menúett, Adagio, Menúett, Rómanza, Tilbrigði við stef og Allegro molto. Strax í fyrsta þætti birtist næmleiki stjórnandans fyrir viðeigandi hraða, sem hélzt sannfærandi til loka, nema hvað seinni menúettinn (IV) virtist agnarögn of kvikur á kostnað virðu- leika og þokka. Blásararnir léku allt framúrskarandi vel og brá hvergi skugga á, enda valinn maður I hveiju rúmi. Kosið var að tvöfalda neðsta partinn, þar sem stendur í Breitkopf útgáfunni „Contrafagotto o [= eða] Contrabasso", s.s. að hafa bæði kontrafagott og kontra- bassa í stað annars hvors, og hefði það að öllum líkendum komið mjög vel út I flestum öðrum sölum en þessum. Hér var það fullmikið, eins og reyndar flest fyrir ofan mezzo- piano og andante. Það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð um það, leikur sveitarinn- ar var á heimsmælikvarða og tilbú- inn í hvaða alþjóðlega plötuútgáfu sem væri. Bemharður Wilkinsson bætti enn einni rós í hnappagatið. Hann sýndi hæfíleika sína sem kór- stjóra á eftirminnanlegan hátt í Skálholti I sumar, þegar Hljómeyki frumflutti Requiem eftir Jón Nor- dal, og hér flíkaði hann ekki minni færni í hlutverki kammersveitar- stjórans. Dýnamíkin var liðug, frös- unin „rétt“, músíkin andaði á við- eigandi stöðum og pólýfóníska lag- ferlið skilaði sér eins og bezt varð á kosið, - þ.e.a.s.að svo miklu leyti sem glymjandi kirkjunnar leyfði. Eftirminnilegu augnablikin voru legíó, eins og t.a.m. í hægu köflun- um tveimur, III og V; í fyrra tríói seinni menúettsins, þar sem klarí- nettfjölskyldukvartettinn fékk að ljóma í næði fyrir fjarskyldari vandamönnum; í hinum ballett- kennda kódakafla Tilbrigðaþáttar- ins (VI) og hinu kostulega tyrk- neska rondói Finale-þáttarins, þar sem Mozart kitlar góðlátlega sett- leika smáborgarans með hæfilegri janitsara-villimennsku austan úr Barbaríinu. Frábær árangur. Vonandi verður hann hljóðritaður - við betri að- stæður - sem fyrst. Ríkarður Ö. Pálsson Sjö bræður í Norræna húsinu SÝND verður í Norræna hús- inu sunnudaginn 10. desember kl- 14 fínnska teiknimyndin Sjö bræður eða „Seitsemán veljestá" sem byggð er á frægri sögu eftir finnska þjóð- skáldið Aleksis Kivi. Sagan segir frá sjö bræðr- um um síðustu aldamót. Þeir búa í litlum bæ en dag einn eru þeir neyddir til þess að ganga í skóla með þeim afleið- ingum að þeir ákveða að yfír- gefa bæinn og flýja langt inn í skóginn. Þetta er mynd fyrir börn og fullorðna. Myndin er með fínnsku tali og er um 40 mín. að lengd. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Stríð á Mokka NÆSTA sýning á Mokkakaffi við Skólavörðustíg verður opn- uð næstk. laugardag. Magnús Pálsson er höfundur sýningar- innar sem er kölluð Hundrað- árastríðið. „Hún ljallar enda um þetta losaralega Evrópu- stríð á 14. öld, sem myndi tæpast kallast stríð í nútíma- merkingu orðsins heldur voru þama fremur einstakar herf- arir enskra konunga til að halda uppi erfðatilkalli til frönsku krúnunnar." Verkinu er lýst sem rjóðri eða raddskúlptúr og sagt að það fjalli síður en svo strang- sögulega um 100 ára stríðið. Sýningin verður opnuð með gjörningi á laugardagskvöldið kl. 9. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfír. Sýningu Tuma að ljúka MYNDLISTARSÝNINGU Tuma Magnússonar í Ás- mundarsal Iýkur næstkomandi sunnudag, 10. desember. Verkin á sýningunni eru ol- íumálverk unnin með sprautu- tækni á striga og sækja litina og nöfnin til ýmissa þeirra efna sem umheimurinn er samsettur úr. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGUNUM Kjarval - mótunarár 1895-1930, Eins konar hversdagsrómantík og Einar Sveinsson arkitekt og húsameistari Reykjavíkur lýk- ur nú á sunnudag. Sýningarnar verða opnar frá kl. 10-18, en Safnverslun Kjarvalsstaða verður opin dag- lega frá kl. 10-18 fram til 23. desember. Jólaóratoría Bachs JÓLATÓNLEIKAR Mótettu- kórs Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju nú um helgina, á laugardag og sunnudag, kl. 17. Marta Halldórsdóttir sópran, Monica Groop alt, Karl-Heinz Brandt tenór, Tómas Tómas- son bassi, Mótettukór Hall- grímskirkju og kammerhljóm- sveit flytja Jólaóratoríu Bachs undir stjórn Harðar Áskels- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.