Morgunblaðið - 13.12.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.12.1995, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fulltrúaráðsfundur Landssambands gegn áfengisböli Sífellt fleiri leita lækninga vegna áfengissýki Morgunblaðið/Sverrir Jólin koma Nú líður að jólum og menn skreyta fyrir þessa miklu kirkjulegu hátíð. Þessari hátíð og sérstaklega undirbúng- ingi hennar hefur oft fylgt talsverð áfengis- neyzla. Samt sem áður eru flestir sammála því að jólunum eigi ekki að fylgja drykkja og því er aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að ganga nú hægt um gleðinnar dyr. Frekari aðgerðir gegn ósoneyðingu LANDSSAMBANDIÐ gegn áfeng- isbölinu hélt fulltrúaráðsfund þriðjudaginn 28. nóvember 1995. í Landssambandinu eru 30 aðilar, félagasamtök og stofnanir. Lögreglumennimir Ómar Smári Ármannsson og Kristján Ingi Krist- jánsson komu á fundinn og gerðu fundarmönnum grein fyrir stöðu áfengis- og annarra fíknimála. Að framsöguræðum loknum svöraðu þeir spumingum frá fundarmönnum. Meðfylgjandi ályktun var borin upp á fundinum og samþykkt samhljóða. 11 og 12 ára börn í meðferð „Fulltrúaráðsfundur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu hald- inn þriðjudagi'nn 28. nóvember 1995 vekur athygli á eftirfarandi staðreyndum: 1. Fjöldi þeirra sem missa tök á áfengisneyslu fer sífellt vaxandi og æ fleiri verða að leita sér lækninga við áfengissýki. Áfengisneysla er meðal stærstu heilbrigðisvanda- mála íslensku þjóðarinnar í dag. 2. Aldur þeirra sem neyta áfeng- is fer lækkandi. Þess era dæmi að 11 og 12 ára böm hafa þurft í meðferð vegna áfengisneyslu sinn- ar. 3. Landabragg og landasala til bama og unglinga era orðin ábata- samur en ólöglegur atvinnuvegur á íslandi. Áhættan fyrir þá sem þessa iðju stunda er sáralítil og nánast engin miðað við þann gróða sem af henni má hafa. 4. Salan á áfengum bjór hefur aukist og ekki sjáanleg nein breyt- ing á því. Sala á sterku áfengi hef- ur minnkað í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, en jafnframt virðist landasala hafa vaxið óðfluga. Allt bendir til þess að neyslan á sterku áfengi hafí einnig aukist og fari vaxandi. . Fulltrúaráðsfundurinn skorar á fólkið í landinu að gefa sér tíma til að hugsa um stöðu áfengismála á Islandi með þessar staðreyndir í huga og velta því fyrir sér hvað helst sé til ráða í þessum efnum. Áfengiskaupaaldur verði ekki lækkaður Fulltrúaráðsfundur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu skorar á háttvirta alþingismenn að fella það .framvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, um að lækka áfengis- kaupaaldur í 18 ár og minnir á þá staðreynd frá Bandaríkjunum, þeg- ar áfengiskaupaaldurinn í nær 30 sambandsríkjum hafí verið lækkað- ur í 18 ár, þá fjölgaði þar banaslys- um og alvarlegum slysum á fólki 18 til 20 ára uggvænlega. Þar að auki gerðist hið sama hjá 16 og 17 ára unglingum, vegna þess að reynslan þar varð sú sama og annars staðar: Þegar áfengiskaupaaldurinn er lækkaður færist aldur þeirra sem neyta áfengis enn neðar. Það er ekkert sem bendir til þess að hið sama gerðist ekki hér. Þá hvetur fulltrúaráðsfundurinn Alþingi, í samvinnu og samráði við áfengisvamaráð, til þess að setja fram markmið í áfengismálum þjóð- arinnar og benda á leiðir til að ná þeim markmiðum. í framhaldi af því væri sett fram verkáætlun, t.d. til fjögurra ára, ásamt mati á því hvað verkefnið kostar. Síðan yrði Alþingi að tryggja nauðsynlegt fé til að vinna verkið og jafnframt og ekki síður fjármuni til að kosta mat á því sem gert er og hveiju það skilar." SAMKOMULAG náðist um aðgerðir til að styrkja enn frekar alþjóðlegar samþykktir um verndun ósónlagsins á fundi í Vín í Austurríki sem lauk 7. desember. Þar var minnst 10 ára afmæli Vínarsáttmálans um vernd ósonlagsins hinn 4. desember og jafnframt var haldinn 7. fundur að- ildarríkja sk. Montreal-bókunar við Vínar-sáttmálann en með henni samþykktu þjóðir heims að draga úr notkun ýmissa ósoneyðandi efna, sem notuð era m.a. í úðabrúsa og sem kæliefni í ísskápum. í upphafi beindist baráttan gegn ósoneyðandi efnum einkum gegn klórflúorkolefnum (CFC) og halón- um en á fundinum í Vín náðist m.a. samstaða á milli iðnríkja og þróunar- ríkja að takmarka enn frekar notkun eftir erfiðar samningaviðræður. Margir töldu nauðsynlegt að ganga lengra í takmörkunum á ósoneyð- andi efnum og ýmis ríkis þ.á m. ís- land, samþykktu yfirlýsingu um vilja til að ganga lengra fram í takmörk- Ósonlagið hefur aldrei mælst þynnra og gatið yfir suðurskaut- inu aldrei stærra unum á metýlbrómíði og HCFC, seg- ir í fréttatilkynningu. Þær lagfæringar sem gerðar vora á Montreal-bókuninni hafa ekki áhrif á notkun þessara efna hér á landi þar sem ísland hefur þegar bundið strangari ákvæði í reglugerðir en bókunin krefst. Notkun CFC og hal- óna hér á landi hefur þegar verið bönnuð að undanskilinni notkun á endurannum efnum og efnum sem þegar era bundin í kæli- eða slökkvi- kerfí. Notkun metýlbrómíðs hefur einnig verið bönnuð en notkun HCFC er bundin sömu takmörkunum og í ESB sem era strangari en Mon- treal-bókunin. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) heiðraði fjölda einstaklinga og samtaka í tilefni 10 ára afmælis Vínar-samnings- ins þ.á m. handhafa Nóbelsverð- launanna í efnafræði í ár sem hlutu þau vegna uppgötvunar sinnar á ósoneyðandi eiginleikum efna á borð við CFC. Þrátt fyrir ágætan árangur við að draga úr notkun slíkra efna hefur ósonlag- ið aldrei mælst þynnra og ósongatið yfír suðurskautinu aldr- ei verið stærra og langlífara en nú í ár. Búast má við að þessi öfugþróun haldi áfram í einhvem tíma áður en alþjóðlegar aðgerðir fara að skila árangri, vegna þeirra efna sem þegar hafa borist út í andrúmsloftið. Fulltrúi íslands á fundinum í Vín var Sigurbjörg Gísladóttir, forstöðumaður hjá Hollustuvemd ríkisins. ttAOAUGLYSINGAR Sfldarverksmiðjuhúsin á Skagaströnd eru til sölu! Um er að ræða eftirfarandi eignarhluta: Ketilhúshluti: Ketilhús (140fm) Túrbínuhús, (3 hæðir), grunnflötur (150 fm) Verkstæði (150fm) Verksmiðjuhluti: Verksmiðjuhús 1. hæð (456 fm) Verksmiðjuhús 2. hæð (456 fm) Verksmiðjuhús 3. hæð (201 fm) Stigahús áverksmiðju (158fm) Kvarnahús (78fm) Beinahús (150fm) Síldarþró (1.159fm) Höfðahreppur óskar eftir tilboðum í eignirn- ar, annað hvort í heild eða einstaka hluta þeirfa. Tilboðin verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska, á skrifstofu Höfðahrepps föstudaginn 15. janúar 1996 kl. 14.00. Askilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýisingar véitir sveitarstjóri. Hreppsnefnd Höfðahrepps. Deiliskipulag hafnar- svæðisins f Þorlákshöf n Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, með síðari breyting- um, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Þorlákshöfn. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Ölfus- hrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 14. desember 1995 til 19. janúar 1996, á skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 25. janúar 1996 á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn, og skulu þær vera skriflegar. Sveitarstjóri Ölfushrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Garðbæingar! Sjálfstaeðisfélag Garðabæjar heldur léttan rabbfund í Lyngésl 12 fimmtudaginn 14. desember kl. 20.30. Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni jólaundirbúnings. Stjórnin. .T—1,1 smm: Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikud. 13. des. ki. 20.30 Myndakvöld í Mörkinni 6 Eldstöðin Leiðólfsfell og umhverfi Myndasýning og fróðlegur fyrir- lestur Jóns Jónssonar, jarðfræð- ings. Hér gefst tækifæri til að kynnast áhugaverðu landsvæði og störfum þessa merka fræði- manns. ( tilefni 85 ára afmælis Jóns, þann 3. október sl„ var gefið út afmælisrit (safn greina um nátt- úrufræöi) honum til heiðurs. Nefnist ritið Eyjar í Eldhafi og verður það til sölu á mynda- kvöldinu á tilboðsverði. Hin skemmtilega og, fróölega árbók Ferðafélágsins 1995 „Á Hekluslóðum" veröur einnlg til sýnis og sölu. Tilvaldar jólagjafir. Aðgangseyrír 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Fjölmennið, félagar sem aðrir. Myndakvöldið verður i nýja salnum í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Ferðafélag fslands. ingar I.O.O.F. 7 = 17712138V2 = Jv. I.O.O.F. 9 = 17712138'/2=JV. □ HELGAFELL 5995121319 VI 2 FRL. □ GLITNIR 5995121319 I 1 FRL. ATKV. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblfulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ____t KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Minnst verð- ur 75 ára afmælis Kristniboðsfé- lags karla. Kjartan Jónsson sýnir myndir. Happdrætti. Helga Magnúsdóttir syngur einsöng. Hugleiðing: Benedikt Arnkels- son. Kaffi selt eftir samkomuna. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.